Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 56
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna hefur starfað í
fimmtán ár undir styrkri
stjórn Ingvars Jónassonar.
Ingvar ákvað í vor að
hætta sem aðalstjórnandi
og við honum tekur Oliver
Kentish, sellóleikari, tón-
skáld og stjórnandi. Oliver
hefur búið á Íslandi síðan
árið 1977. „Ég fékk starf í
Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Þetta átti að vera til
eins árs en eins og vill
verða þá kynntist ég konu,
stofnaði fjölskyldu og allt í
einu er ég búinn að búa
lengur hér en í heimaland-
inu,“ segir Oliver sem
fæddist í London og hóf að
læra á selló tólf ára gam-
all. „Þegar ég var búinn að
læra og var að leita mér að
vinnu í Bretlandi var
hringt í mig og ég spurður
hvort ég hefði áhuga á
þessu starfi,“ segir Oliver
sem hélt fyrst að verið
væri að gera grín.
Oliver hefur verið við-
riðinn Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna frá upphafi.
„Ég held ég hafi spilað á
fyrstu tónleikum hljóm-
sveitarinnar sem hljóð-
færaleikari,“ segir Oliver
sem stjórnað hefur hljóm-
sveitinni nokkrum sinnum
yfir árin auk þess sem hann
hefur samið verk fyrir
hana.
„Þetta er það sem mér
finnst mest gaman af öllu,“
segir Oliver um það að
stjórna hljómsveit en hann
stjórnar einnig kammer-
hljómsveit í Tónlistarskól-
anum í Hafnarfirði. „Mér
finnst þetta mjög gefandi
starf því mikið af þessum
krökkum sem ég hef kennt
er núna atvinnufólk í tónlist
og spilar í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands,“ segir Oliver
sem er stoltur af gömlu
nemendunum sínum.
Oliver vill heldur
stjórna nemendum og
áhugamönnum en atvinnu-
mönnum. „Ég held ég sé
best geymdur þar sem ég
er,“ segir Oliver og hlær
hjartanlega. Oliver telur
hljómsveitina góða enda
spili þar bæði ungt fólk á
leið í atvinnumennsku og
annað fólk sem hefur lært
talsvert í tónlist en valdi að
lokum annan starfsferil.
Oliver segir spennandi
starfsár framundan og
margt skemmtilegt í boði.
Fyrstu tónleikarnir verða
nú á sunnudag þar sem boð-
ið verður upp á verk eftir
Mozart, Schubert og Weber
en ungur klarinettuleikari,
Grímur Helgason, mun
leika einleik með hljóm-
sveitinni. Tónleikarnir
verða í Seltjarnarneskirkju
og hefjast klukkan 17.
20 28. september 2004 MIÐVIKUDAGUR
BRIGITTE BARDOT (1934 -)
á afmæli í dag.
OLIVER KENTISH VERÐUR AÐALSTJÓRNANDI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÁHUGAMANNA
„Það er leitt að eldast en gott að þroskast.“
Franska þokkagyðjan og kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot
hætti að leika árið 1974 en hefur síðan verið ötull
talsmaður dýraverndunar.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Hannes Jónsson rafvirkjameist-
ari, Austurbrún 4, Reykjavík, and-
aðist fimmtudaginn 15. septem-
ber. Bálför hefur farið fram í kyrr-
þey.
Ingibergur Bjarnason, Rauða-
nesi III, Borgarnesi, andaðist á
gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi föstudaginn 23. sept-
ember.
Einar Kr. Pálsson, sjóntækja-
fræðingur, Oddeyrargötu 14, Ak-
ureyri, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri laugar-
daginn 24. september.
Áskell Einarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga, lést á heim-
ili sínu, Vallholtsvegi 17, Húsavík,
sunnudaginn 25. september.
TÓNSKÁLD OG STJÓRNANDI Þegar Oliver var boðið starf í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands fyrir 28 árum hélt hann fyrst að verið væri að gera grín.
Á þessum degi árið 1066 réðst Vilhjálmur, hertogi
af Normandí, inn í England og gerði tilkall til ensku
krúnunnar.
Þótt óskilgetinn væri varð Vilhjálmur hertogi Norm-
andí aðeins sjö ára gamall, þegar faðir hans féll frá
árið 1035.
Árið 1051 er talið að hann hafi heimsótt Játvarð
Englandskonung sem var barnlaus. Normanskir
sagnfræðingar segja Játvarð hafa lofað að gera Vil-
hjálm að erfingja sínum en á banabeði snerist hon-
um hugur og lofaði Haraldi Guðinarsyni, voldugasta
manni Englands, krúnunni. Í janúar 1066 var hann
krýndur Haraldur II Englandskonungur og mótmælti
Vilhjálmur harðlega.
Síðar um árið veitti Haraldur harðráði Noregskon-
ungur Vilhjálmi liðsinni sitt. Hann réðst inn í Eng-
land frá Skotlandi sem gerði að verkum að landið
var óvarið frá Ermasundi. Vilhjálmur kom á land í
Pevensey og skundaði þaðan til Hastings hvar hann
mætti Haraldi II í
orrustu í október.
Vilhjálmur felldi Har-
ald og sigraði her
hans.
Frá Hastings þusti
Vilhjálmur til Lund-
úna og vann borg-
ina umsvifalaust á
sitt vald. Á jóladag
1066 var Vilhjálmur
sigursæli krýndur
Englandskonungur,
fyrstur Normanna og
lauk þar með valda-
tíð Engilsaxa á
Englandi. Franska varð opinber tunga hirðarinnar en
blandaðist smám saman engilsaxnesku og lagði
grunninn að nútímaensku. Vilhjálmur lést árið 1087.
VILHJÁLMUR SIGURSÆLI
ÞETTA GERÐIST > 28. SEPTEMBER 1066 MERKISATBURÐIR
1542 Portúgalski landkönnuður-
inn Juan Rodríguez
Cabrillo kemur til Kaliforn-
íu fyrstur Evrópumanna.
1914 Þorsteinn Erlingsson skáld
deyr.
1928 Bandaríkin viðurkenna rík-
isstjórn Shjang Kaí-shek í
Kína.
1930 Hús elliheimilisins Grund-
ar við Hringbraut er vígt.
1958 Frakkar samþykkja nýja
stjórnarskrá.
1968 Lag Bítlanna Hey Jude fer
á topp breska vinsælda-
listans og trónir þar í níu
vikur.
1988 Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar, sú önnur
undir hans forsæti, tekur
við völdum.
1989 Ferdinand Marcos, fyrrver-
andi forseti Filippseyja,
deyr í útlegð.
Vilhjálmur gerir innrás í England
Hjartans ættingjar, vinir, samstarfsfólk og
nemendur nær og fjær. Innilegar þakkir
fyrir nærveru ykkar, hlýju og samúð vegna
veikinda og andláts elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa
Ólafs Guðmundssonar.
Kæra starfsfólk Krabbameinsdeildar LSH og Karitas.
Þjóðin er gæfusöm að eiga mannauð sem ykkur innan
handar. Megi minningin um Ólaf lifa í hjörtum
okkar allra.
Hlín Helga Pálsdóttir
Andri Birkir Ólafsson María Guðbjartsdóttir
Olga Björk Ólafsdóttir Roland Hartwell
Helga Lára Ólafsdóttir Ásgeir Friðriksson
Magnús Björn Ólafsson
Jóhann Ólafur og Andri Hrafn Andrasynir.
Elskuleg eiginkona, dóttir, móðir,
tengdamóðir, systir, mágkona, amma og
langamma,
Kristín Hallsdóttir
Kedjevägen 5, Örebro, Svíþjóð,
sem lést miðvikudaginn 14. september, verður
jarðsungin þann 30. september í Mäster Olofs kapell,
Örebro, Svíþjóð.
Kjell Söderberg
Guðný Ólafía Stefánsdóttir
Hallur Viggósson Linda Sigurðardóttir
Kristrún Birna Viggósdóttir Jón Rafn Einarsson
Dagný Viggósdóttir Óskar Rúnar Samúelsson
Guðni Þór Viggósson Ylva Viggósson
Vernharður Sveinn Vígsteinsson Maria Jannesson
Þórunn Kristín Vígsteinsdóttir Martin Widö
Björn Hallsson Jarþrúður Rafnsdóttir
Edda Hallsdóttir Finnbogi Gústafsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir
(Leifa)
Hrafnistu, Reykjavík,
lést mánudaginn 26. september. Útförin fer fram frá
Laugarneskirkju, föstudaginn 30. september kl. 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Félag krabbameinssjúkra barna.
Ingibjörg S. Finnbogadóttir Ingólfur Kristjánsson
Guðjón H. Finnbogason Jóhanna J. Hafsteinsdóttir
Finnbogi R. Gunnarsson Halla H. Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Kristín Jónsdóttir
Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. september.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
29. september kl. 15.00.
Reynir Jóhannesson
Elísabet Reinhardsdóttir Sigvaldi H. Ægisson
Reinhard Reinhardsson Karólína I. Guðlaugsdóttir
Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
Gísli Viðar Harðarson
slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður,
Óðinsvöllum 4, Keflavík,
lést fimmtudaginn 22. september. Jarðarförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. september kl. 14.00.
Vilborg Reynisdóttir
Páll Ágúst Gíslason
Reynir Örn Gíslason
Kristín Ósk Gísladóttir
Margrét Jakopsdóttir Páll Jónsson
Ragnheiður Ragnarsdóttir Hörður Jóhannsson
Kristín Hermannsdóttir Reynir Eiríksson
og systkini hins látna.
Ástkær bróðir okkar,
Sigmundur Sigurgeirsson
frá Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 18. september.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Hlíð fyrir góða
ummönnun og hlýhug.
Bragi Sigurgeirsson
Geirfríður Sigurgeirsdóttir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
www.steinsmidjan.is
JAR‹ARFARIR
11.00 Jón J. Waagfjörð, frá Garð-
húsum, Vestmannaeyjum,
Holtsbúð 16, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá
Vídalínskirkju í Garðabæ.
11.00 Sigríður Jóhannesdóttir,
Suðurmýri 8, Seltjarnar-
nesi, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Jarðsett verður að Helga-
felli í Helgafellssveit kl.
17.00.
14.00 Ingibjörg Ágústsdóttir, frá
Borgarholti, síðast til heim-
ilis á Suðurgötu 35, Akra-
nesi, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
15.30 Minningarathöfn um Maj-
Lis Stenelund, hjúkrunar-
fræðing, verður haldin í
Geisla, kapellu hjúkrunar-
heimilisins Sólvangs.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Skemmtilegast af öllu að stjórna