Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 40
Hljóðleg bylting er að eiga sér stað á Íslandi í menningar- og velferðarmálum. Fjárfestingar og bein framlög einstaklinga og fyrirtækja til þessara mála- flokka hafa aukist gríðarlega á örfáum árum. Á síðustu 2-3 árum hafa borist nokkuð reglulega fréttir af stofn- un margvíslegra styrktarsjóða eða beinum framlögum fyrir- tækja og eigenda þeirra til menn- ingar og lista og velferðarmála. Einstök framlög sem nema 100- 300 milljónum til annaðhvort sér- stakra sjóða eða til beinna verk- efna eru ekki óalgeng. Áætla má að framlög þeirra tíu fyrirtækja og eigenda þeirra sem mest hafa lagt af mörkum hafi numið allt að 3-4 þúsund milljónum á síðustu árum. Þá má segja að fyrirhuguð uppbygging tónlistar- og ráð- stefnuhúss marki enn ein tíma- mót í þessum efnum en þeir einkaaðilar sem munu reisa þá byggingu ráðgera að fjárfesta fyrir um 3 þúsund milljónir í hús- inu á næstu þremur árum. Það er líklega stærsta einstaka fjárfest- ing einkaaðila í menningu hér- lendis. Því má gera ráð fyrir að áætl- anir um framlög eða fjárfesting stærstu fyrirtækja landsins og eigenda þeirra til menningar- og velferðarmála nemi að minnsta kosti 6-7 þúsund milljónum á ár- unum 2003-2009. Hefði síðan menningarsjóður SPRON orðið að raunveruleika hefði landslag- ið hér í menningarmálum breyst enn meira hvað þetta varðar en sá sjóður hefði haft 5-6 milljarða til ráðstöfunar. Í mennta- og heilbrigðismál- um hefur þróunin orðið hægari. Þó má benda á að frjáls samtök lögðu til 300 milljónir í hlutafé til Háskólans í Reykjavík fyrr á þessu ári sem er líklega eitt hæsta framlag einkaaðila til menntamála hérlendis. Í mennta- og heilbrigðismálum eru mý- mörg tækifæri vannýtt þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar geta tekið höndum saman. Þau tækifæri á að nýta. Í fyrsta lagi má nýta einkaframkvæmd við uppbyggingu á Landspítalalóð- inni og taka mun stærri skref í þeirri uppbyggingu en ráð er fyr- ir gert með því opinbera fé sem til ráðstöfunar er. Í öðru lagi eiga opinberir aðilar að skoða hvernig auka megi sjálfstæði grunnskóla og framhaldsskóla þannig að þessir aðilar fái aukna hvata til að leita eftir samstarfi við öflug fyrirtæki og áhugasama einstak- linga um fjárfestingar og einstök verkefni. Háskólinn í Reykjavík, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Verzlunarskóli Íslands hafa verið í fararbroddi við að afla fjár frá fyrirtækjum til uppbyggingar sinnar. Stór verkefni eins og upp- bygging Listaháskóla Íslands í miðborginni eða framtíðarverk- efni á borð við lítinn og sérhæfð- an einkaviðskiptaháskóla á Aust- urlandi gætu verið dæmi um verkefni þar sem einkaaðilar leggja til umtalsvert eigið fé, hugvit og reynslu í rekstri. Sömu aðferðum má án efa einnig beita í grunn- og framhaldsskólum ef sjálfstæði þessara skóla er aukið. Í þriðja lagi þarf að nýta sam- keppni við frekari uppbyggingu heilsugæslu, hjúkrunarheimila og sérhæfðrar lækninga- og hjúkrunarþjónustu. Ástæða þess að fyrirtæki sýna velferðar-, mennta- og menningarmálum vaxandi áhuga er án efa sú að fyrirtæki og ein- staklingar hafa aukið fjárhags- legt svigrúm og þau skynja að samkeppnisstaða Íslands ræðst einnig af því hvernig okkur tekst að hlúa að þeim systkinum mann- úð og markaði. Um leið og viðskiptalífið sýnir aukinn áhuga á því að taka þátt í velferðar- og menningarmálum þurfa stjórnvöld að skynja þau tækifæri sem þarna bjóðast. Mest öll umræða um opinberan rekstur hefur snúist um gjaldahliðina – hvernig draga megi úr útgjöldum. Sú umræða er brýn. Hins vegar þurfa stjórnvöld að skoða hvernig hugsanlegt er að upphugsa nýjar leiðir til að fjármagna verkefni með samstarfi við einkaaðila og frekari hvata fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að leggja ýmsum velferðar-, mennta- og menning- armálum lið. Í þeim efnum þarf uppfinningasama stjórnmála- menn sem vilja líta fordómalaust á nýja möguleika í samstarfi einkaaðila og hins opinbera. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Aðkoma einkaframtaks að tónlistarhúsinu er ánægjuleg: Fjárfestingartækifæri í menningunni Hafliði Helgason Hún hefur ekki verið þrautalaus sú ganga sem íslenskt tónlistar- fólk hefur gengið á leið sinni til þess að eignast alvöru tónleikasal. Hér hefur um langt skeið verið starfandi sinfóníuhljómsveit sem hefur tekið stórstígum framförum, svo undrum sætir í ekki stærra samfélagi. Sá hljómur og list þessarar frábæru framvarða- sveitar íslenskra tónlistarmanna hefur þó aldrei notið sín til fulls hér á landi. Þar hefur þurft ferðalög til og heimsóknir í tónlistarhús erlendra borga. Það er því mikið gleðiefni að nú styttist í að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði búin sú aðstaða og sú listræna umgjörð sem hæfir metnaði hljómsveitarinnar og hinni dýru list. Niðurstaðan er glæsi- leg bygging sem efalaust mun verða eitt af kennileitum borgarinn- ar til langrar framtíðar. Það er mikið gleðiefni. Tónlistarhús hefur lengi verið efst á óskalista þeirra sem telja að það skipti miklu fyrir sjálfsmynd okkar og þroska að hlúa vel að menningarstarfsemi. Verkefnið var árum saman á könnu hins opinbera og fjárhagslega veikburða áhugahóps sem lagði mánaðarlega inn á reikning til að þessi langþráði draumur um musteri tónlistargyðjunnar mætti verða að veruleika. Nú hefur það tekist með sameiginlegu átaki einkaaðila og opin- berra og niðurstaðan er bygging sem hýsir hótel og aðstöðu fyrir ráðstefnur og hljómlist. Síðasti sprettur þessa stórvirkis hef- ur gengið vel og flest sem bendir til þess að hægt verði að njóta fagurrar og vel fluttrar tónlistar í húsinu árið 2009. Vandséð er að þessi draumur hefði orð- ið að veruleika svo snemma nema af því að það tókst að virkja einkafram- takið til verksins. Undanfarin ár hefur nokkur fjöldi Íslendinga efnast verulega. Margir þeirra eru ungt fólk sem nýtir enn sem komið er alla sína fjármuni til að byggja upp og sækja fram. Sá tími kemur hins vegar að menn sjá fyrir endann á lífsverki sínu. Ríkidæmið er ekki markmið í sjálfu sér, heldu afl þeirra hluta sem gera skal. Það er því líklegt að margir þeir sem efnast hafa vel muni sýna því áhuga að láta gott af sér leiða í samfélaginu með myndarlegum framlögum til líknarmála, lista, íþrótta og menningar. Verkefnin eru næg. Listaháskólinn er á hrakhólum og einhvern tíma í framtíðinni munum við eignast óperuhús. Þar fyrir utan kreppir skórinn víða í heilbrigðismálum og í félagslegum vanda- málum. Verkefnin eru næg og einkaaðili með ríkan vilja til að láta gott af sér leiða getur komið hlutum hraðar og betur í verk en opin- berir aðilar. Hinu mega menn ekki gleyma að þótt hús séu mikilvæg, skiptir meira máli hvað fer fram í þeim. Áhugi virðist vaxandi á því að styrkja og efla lifandi menningarstarfsemi, enda er það einu sinni svo að menningar- og menntunarstig ræður mestu um almenna far- sæld og hvort þjóðin getur af sér afreksfólk. Sama á hvaða sviði það er. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er bjartsýnn um að illvígum deilum um sjávarútveginn linni Fiskistofa til Hafnarfjarðar um miðjan desembermánuð Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vill samræma starf stofnana sem vinna í matvælaeftirliti Flugrekstrardeild Landhelgisgæslunnar fær EASA-vottun Friðun viðkvæmra hafsvæða nauðsynleg til að vernda kóral á hafsbotni ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Á hægri leið Economist | Eftir að 26 ára löngu tímabili borgara- styrjaldar lauk fyrir þremur árum mjakast Afríku- ríkið Angóla til aukinnar vel- sældar að mati Economist. Angóla, sem er næstmesti olíuframleiðandi Afríku, framleiðir um eina millj- ón tunna á dag og er talið að framleiðslan muni tvö- faldast til ársins 2008. Olían leggur til um helming af þjóðarframleiðslunni en með hækkandi olíu- verði hafa tekjur ríkisins aukist. Á síðasta ári óx hagkerfið um tólf prósent og erlendir fjárfestar streyma til landsins sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst við það að hemja verð- bólgu, sem enn telst vera óðaverðbólga, og fjár- lagahalli hafi minnkað, eru hendur stjórnvalda bundnar við frekari uppbyggingu. Þjóðin er skuld- sett og stór hluti framtíðartekna af olíuframleiðslu hefur verið sleginn út á krít. Misskipting auðs er enn mikil, þar sem 70 prósent þjóðarinnar lifa í sárri fátækt, auk þess sem spilling er landlæg. Veiki maðurinn, sterki maðurinn Financial Times | Financial Times veltir því fyrir sér hvort Ítalía hafi tekið við af Þýskalandi sem veiki maðurinn í Evrópu. Í kjölfar afsagnar fjármálaráð- herrans Domenicos Siniscalco er út- litið í ítölsku efnahagslífi allt annað en bjart og ekki bætir úr skák að staða ríkisfjármála er í lamasessi. Margir evrópskir kollegar Domen- icos töldu að hann væri sterki mað- urinn til að takast á við efnahags- samdráttinn og berjast gegn aukn- um ríkisútgjöldum sem óhjákvæmilega munu fylgja í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Með- al annars var það álit manna innan Evrópusam- bandsins að hann væri rétti maðurinn til að koma fjárlagahalla ítalska ríkisins undir þrjú prósent fyrir árslok 2007 sem er krafa af hálfu sambands- ins. Hagfræðingar innan Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins eru nú uggandi yfir minnkandi framleiðni og hærri framleiðslukostnaði í ítölskum iðnaði. U M V Í Ð A V E R Ö L D Sá hljómur og list þessarar frábæru fram- varðasveitar íslenskra tón- listarmanna hefur þó aldrei notið sín til fulls hér á landi. Þar hefur þurft ferðalög til og heimsóknir í tónlistarhús erlendra borga. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Hljóðleg bylting Mest öll umræða um opinberan rekstur hefur snúist um gjaldahliðina – hvernig draga megi úr útgjöldum. Sú umræða er brýn. Hins vegar þurfa stjórnvöld að skoða hvernig hugsanlegt er að upphugsa nýjar leiðir til að fjármagna verkefni með samstarfi við einkaaðila og frekari hvata fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að leggja ýmsum velferðar-, mennta- og menningarmálum lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.