Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 58
Aðeins hefur verið sótt um leik-heimild fyrir sex evrópska leik- menn í Intersportdeildinni í vetur, samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Körfuboltasambands Íslands. Reglum um útlenda leikmenn var breytt á síðasta ársþingi KKÍ á þann veg að í vetur er aðeins leyfilegt að vera með einn bandarískan leik- mann í hverju liði en áður gátu lið verið með 2 til 3 undir launaþaki. Var því búist við holskeflu evrópskra leikmanna í Intersport-deildina í vet- ur en annað hefur komið á daginn. Einn mánuð tekur að fá keppnisleyfi fyrir evrópska leikmenn eftir 1. sept- ember. Keflavík, Hamar/Selfoss, Skallagrímur, Snæfell, Grindavík og Fjölnir hafa fengið sér evrópska leik- menn og hugsanlegt að fleiri bætist við þegar líða fer á veturinn. Kristján Guðmundsson skrifaði ígær undir nýjan þriggja ára samning við Keflavík en tók nokkuð óvænt við Keflvíkur- liðinu fyrir sumarið eftir að Guðjón Þórðarson hætti störfum hjá félag- inu. Keflavík endaði í fjórða sæti í Landsbankadeild- inni og komst þar að auki í aðra umferð í Evrópu- keppni félagsliða. Kristinn Guð- brandsson verður aðstoðarmaður Kristjáns, líkt og hann hefur verið í sumar. Tveir leikmenn skrifuðu undir nýj-an samning við félagið en það voru Issa Abdul Kadír og Davíð Örn Hall- grímsson. Branislav Milicevic skrifaði einnig undir nýjan samning við félagið á dögunum og verður í leikmannahópi félagins í vetur. Tveir leikir fóru fram hjá yngrilandsliðum Íslands í knattspyrnu í gær. U-19 ára landslið kvenna burstaði Georgíu, 7–0, og U-17 ára landslið drengja steinlá hins vegar fyrir Tékkum, 4–1. Stúlkurnar voru að keppa í undankeppni HM en drengirnir í undankeppni EM. ÚR SPORTINU > Við bíðum spenntir eftir ... ... að sjá hvort Eiður Smári Guðjohnsen fái tækifæri hjá Jose Mourinho í kvöld. Hann hefur átt við veikindi að stríða en fékk að spreyta sig um helgina þar sem hann stóð sig þokkalega. Nú er að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti og fái loksins að sýna almennilega hvað í honum býr. Heyrst hefur ... ... að bakhjarlar handknattleiksdeildar FH séu orðnir mjög órólegir vegna mjög lélegs gengis hjá bæði karla- og kvennaliði félagsins. Liðin hafa tapað öllum sínum leikjum til þessa og það þrátt fyrir að hafa verulega öflugan mannskap innan sinna raða – leikmenn og þjálfara sem sagan segir að hafi kostað skildinginn. sport@frettabladid.is 22 > Við furðum okkur ... .... á HK-ingum sem ætla greinilega að beita öllum ráðum til að koma liði sínu á topp DHL-deildar karla. Tæknimenn liðsins létu sigurleikinn gegn ÍBV telja þrefalt og hafa því afgerandi forystu í deildinni samkvæmt opinberri heimasíðu deildarinnar. Kvennali› FH hefur ekki sta›i› undir væntingum í upphafi Íslandsmótsins og í gær mátti li›i› sætta sig vi› tap á heimavelli gegn Stjörnunni. Risinn sefur enn værum svefni HANDBOLTI Það er ljóst að risinn í Hafnarfirði er ennþá í dvala í handboltanum en FH tapaði í gær fyrir Stjörnunni í Kaplakrika. Þar með hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, en ljóst er að þeirra bíður mikið verk ef liðið ætlar sér að vera í toppbaráttunni í vetur. Jafnræði var með liðunum í byrjun en um miðjan fyrri hálfleik náðu gest- irnir tökum á leiknum sem þeir slepptu aldrei. Kristján Halldórsson var ekki upplitsdjarfur í leikslok: „Við vor- um að elta allan tímann eftir ágætis byrjun en gerðum mistök á mikilvægum augnablikum í leikn- um þegar við áttum þess kost að komast inn í leikinn,“ sagði Krist- ján. Það sem varð FH að falli í þessum leik var dapur sóknarleik- ur og Kristján tók undir það: „Sóknarleikurinn var alls ekki nægilega góður. Við fengum nýj- an leikmann í gærmorgun og liðið á eftir að slípast betur til. En það er ljóst að okkar bíður mikið verk og við getum gert mikið betur.“ Varnarleikur Stjörnunnar var góður í gær og flotið á sóknar- leiknum var gott og þá sérstak- lega í fyrri hálfleik. Ljóst er að liðið hefur alla burði til þess að vera í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn í vetur. Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk í leiknum og átti góðan dag: „Þetta var sigur liðsheildarinnar, vörnin var góð og í kjölfarið feng- um við hraðaupphlaup og það skóp sigurinn í dag.“ - gjj Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sig- urðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úr- valsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Alfreð Gíslason, þjálfari Mag- deburg, er ákaflega hrifinn af frammistöðu Guðjóns Vals. „Hann er besti vinstri horna- maðurinn í deildinni og var það líka í fyrra. Guðjón Valur er öflugur alhliða leikmaður og hefur spil- að feikilega vel í haust,“ sagði Alfreð við Frétta- blaðið. Guðjón Valur segir rosalega gaman að fá svona ummæli frá fagmanni eins og Alfreð sem er á meðal fremstu handboltaþjálfara í heimin- um. „Ég get ekki sagt að ég skari fram úr öðrum hornamönnum í minni stöðu. Mér og mínu liði hefur gengið vel í haust en mér finnst þetta rökrétt framhald af síðasta vetri þegar ég lék með Essen,î segir Guðjón Valur sem varð Evrópu- meistari með liðinu í vor. Guðjón Valur lét ekki deigan síga í sumarfríinu og leitaði til Jóns Arnars Magnússonar tugþrauta- kappa til að koma sér í enn betra form. „Ég fékk Jón Arnar til að pína mig í sumar. Hann samdi æfinga- prógamm fyrir mig og ég mætti í rækt- ina til hans þegar hann var að æfa. Það var frábært að æfa með svona afburða íþróttamanni eins og Jóni Arnari. Í sam- anburði við hann var ég eins og byrj- andi.“ Þjálfari Gummersbach, Króatinn Velimir Kljaic, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðjón Valur væri vissulega bestur í sinni stöðu og þegar kemur að marka- skorun komi hraðinn að góðum notum. „Lars Christiansen og Stefan Kretzschmar eru öðruvísi týpur. Kretzschmar fer fljótlega að hætta og Christiansen er góður þegar það er ekki mikið undir. Guðjón Valur er mjög fjöl- hæfur leikmaður, alltaf duglegur og hef- ur góð áhrif á liðsandann.“ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: SÁ BESTI Í SINNI STÖÐU Í ÞÝSKALANDI AÐ MATI ALFREÐS GÍSLASONAR Æf›i me› Jóni Arnari tugflrautarkappa FH-stúlkur fá liðsstyrk: Ólympíumeist- ari í Krikann HANDBOLTI. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé einn besti leikmaður sem komið hefur hing- að til lands sem atvinnumaður í kvennaboltanum, án þess að ég vilji vera að kasta rýrð á þá leik- menn sem fyrir eru,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknatt- leiksdeildar FH, þegar Frétta- blaðið spurði hann út í nýja leik- mann liðsins, dönsku skyttuna Maju Grönbek, sem lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í gærkvöld. „Hún hefur gríðarlega reynslu og við sáum það strax á fyrstu æf- ingunni hennar að hún er klassa- leikmaður. Hún sagði skilið við lið sitt á Spáni á dögunum og Krist- ján Halldórsson þjálfaði hana á sínum tíma í Danmörku, þannig að hann þekkir hana vel,“ sagði Örn. - bb 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR JÓNA Í STUÐI Stjörnustúlkan Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði tíu mörk í Krikanum í gær og FH-stúlkur réðu ekkert við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Chelsea og Liverpool mættust alls fimm sinnum á síð- ustu leiktíð, Chelsea sigraði þrjá leiki, einum lyktaði með jafntefli og Liverpool vann einn. Enginn leikurinn endaði með meira en eins marks sigri og því má búast við því að það lið sem skorar á undan í kvöld vinni leikinn. Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Evrópumeistara Liverpool, er sannfærður um að bilið á millli Liverpool og Chelesa í deildinni endurspegli ekki gæðamuninn á liðunum í alvöru. „ Það er mikið talað um öll þessi jafntefli sem við höfum gert að undanförnu. Í fyrra töpuðum við yfirleitt svona jöfn- um leikjum. Chelsea hefur unnið alla sína leiki í deildinni hingað til en stigin segja ekki alla söguna um gæðamuninn á liðunum. Þeir hafa spilað fleiri leiki,“ sagði Benitez. Ég hef ekkert hugsað um leik- ina í fyrra til að undirbúa mig fyr- ir þennan leik. Þessi viðureign er svo allt öðruvísi, nú erum við að keppa í riðlakeppni og tap þarf alls ekki að þýða að liðið sé úr leik,“ sagði Benitez. Leikurinn á Stamford Bridge verður í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Sýn klukkan 18.45. Þá verður leikur Schalke og AC Milan í beinni útsendingu á Sýn plús og hefst á sama tíma. - hjö Chelsea mætir Liverpool í meistaradeildinni í kvöld: „Munurinn ekki jafn mik- ill og deildin segir til um“ Gömul knattspyrnuhetja leggur skóna á hilluna: FÓTBOLTI Hlynur Birgisson, sem leikið hefur knattspyrnu með Þór á Akureyri undanfarin ár, er hættur að leika knattspyrnu eftir langan feril. Hlynur var um tíma atvinnumaður hjá Örebro í Sví- þjóð og spilaði tólf landsleiki fyr- ir Íslands hönd, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. „Mér fannst þetta vera ágæt tímasetn- ing núna. Ég er að stunda nám í fjölmiðlafræði og ætla að ein- beita mér að því. En eflaust verður erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum,“ sagði Hlynur. - mh Hlynur hættur í boltanum JOSE MOURINHO Á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Liverpool í kvöld. GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.