Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 48
Innmúruð Peningamál Peningamál Seðlabankans koma út á fimmtudag og eru vænting- ar um að Seðlabankinn hækki vexti samhliða útgáfunni. Áhugafólk um efnahagsmál bíð- ur jafnan spennt eftir Peninga- málum, en ekki síst nú þegar óvissa er í umhverfinu. Birgir Ísleifur Gunnarsson kynnir nú Peningamál í síðasta sinn, en hann hefur kynnt þau af miklum skörungsskap undanfarin ár. Þótt menn séu spenntir nú er líklegt að menn verði enn spenntari þegar kemur að útgáf- unni í mars, en þá mun ónefndur maður kynna peningamálin. Sá verður þá búinn að vera innmúr- aður og innvígður í musteri efnahagsmálanna í tæpt hálft ár. Parkódín við Baugsmálum Samfélagið hefur verið undir- lagt af Baugsmálum að undan- förnu og lítið um annað talað manna á meðal. Umræðan hefur eins og vænta mátti farið út um víðan völl og verður að segjast að sum innleggin í þá umræðu hafa valdið mörgum höfuð- verknum. Forsíða Fréttablaðs- ins var undirlögð Baugsfréttum þrjá daga í röð. Fjórða daginn var hlé og þar var kannski á ferðinni lýsing á ástandinu í þjóðfélaginu og til hvaða ráða gripið hefði verið vegna óskapanna allra. Fyrirsögning um viðbrögð þjóðarinnar var: „Taka 70 töflur af parkódíni daglega.“ Fé þvegið Starfsemi Kaupþings banka í London flytur á nýju ári í glæsi- leg húsakynni í miðborg Lund- úna. Húsnæðið er tíu þúsund fermetrar svo bankinn ætti að rúmast vel, þrátt fyrir mikinn vöxt. Starfsemi Singer og Fried- lander flytur með og verður þá starfsemin öll undir einu þaki. Á hliði núverandi höfuðstöðva Singer og Friedlander er stytta af hvítri kind og margir hafa velt því fyrir sér hvort kindin sú arna myndi flytja með í nýtt húsnæði bankans. Skýringin á veru kindarinnar er sú að hús- næðið sem Singer og Friedland- er er í var áður ullarþvottastöð. Kindin mun því verða eftir á gamla staðnum til heiðurs sögu hússins. Engin skortur er á for- ystufé í KB banka og ekki er heldur ætlunin að þvo fé í nýj- um höfuðstöðvum Kaupþings banka. 123,4 57 1252Væntingavísitala Gallup sem lækkaðium 11 stig milli mánaða. milljónir áhorfenda sem Latibær nær til eftir nýjansamning við BBC. Hluthafar Símans sem fá sentyfirtökutilboð. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.