Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 43
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 19
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Bros sérhæfir sig í sölu
og merkingum á fatnaði,
auglýsingavörum og fánum
SÍÐUMÚLA 33 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 4141 • WWW.BROS.IS
ER ÞITT FYRIRTÆKI
SÝNILEGT?
SPK og HK gefa út kort
Sparisjóður Kópavogs og íþróttafélagið HK hafa gert með sér samn-
ing um útgáfu á HK-kortum. Kortin eru bæði debetkort og hraðbanka-
kort og eru kortin einkum ætluð fyrir yngra fólkið en þau gilda einnig
sem félagsskírteini og á
alla heimaleiki hjá HK.
Sparisjóður Kópa-
vogs er nú aðalstyrktar-
aðili allra deilda og
flokka HK og mun niður-
greiða æfingagjöld yngri
iðkenda hjá félaginu. Í
hvert skipti sem greitt er
með kortinu, rennur ákveð-
inn hluti fjárhæðarinnar
beint til HK. Kortin standa
öllum félagsmönnum til
boða.
HK-KORTIÐ
Í hvert sinn sem
greitt er með kortinu,
rennur tiltekin upphæð til HK.
Jákvæð niðurstaða
fyrir álver í Helguvík
Öll skilyrði fyrir álver hagstæð.
Könnun sem fulltrúar Norðuráls,
Reykjanesbæjar og Hitaveitu
Suðurnesja létu framkvæma um
ýmsa þætti fyrirhugaðs álvers í
Helguvík, bendir til þess að
mjög hagstæð skilyrði séu fyrir
álver á þeim stað þar sem áætlað
er að reisa álverið. Meðal þeirra
þátta sem kannaðir voru, eru
orkuöflun, umhverfisskilyrði og
aðstaða fyrir álverið. Það var
verkfræðistofan Hönnun hf. sem
framkvæmdi könnunina.
Meðal þess sem fram kemur í
könnuninni er að hafnarskilyrði í
Helguvík séu mjög ákjósanleg.
Hægt sé að byggja um 250 þús-
und tonna álver á núverandi iðn-
aðarsvæði í Helguvík þannig að
öllum umhverfisskilyrðum sé
fullnægt. Einnig kemur fram að
með því að teygja byggingar-
svæði aðeins til norðurs frá
skipulögðu iðnaðarsvæði séu
stækkunarmöguleikar enn
meiri. Og síðast en ekki síst kem-
ur fram að fyrstu athuganir á
flutningsleiðum fyrir raforku
gefi jákvæð fyrirheit.
Niðurstöður könnunarinnar
hafa verið kynntar fyrir for-
svarsmönnum þeirra sem létu
framkvæma könnunina.
Áhersla er lögð á að fyrirhug-
að álver trufli ekki núverandi
íbúabyggð í nágrenni við Helgu-
vík og benda fyrstu rannsóknir
til þess að það standist allar um-
hverfiskröfar sem gerðar eru til
þess.
Hitaveita Suðurnesja á að
tryggja orku fyrir verkefnið en
áður hefur komið fram að
mögulegt sé að Hitaveitan þurfi
að leita til annarra orkufyrir-
tækja, svo sem Orkuveitu
Reykjavíkur eða Landsvirkjun-
ar, til þess að afla nægilegrar
orku í verkefnið. Gert er ráð
fyrir því að ef af byggingu ál-
versins verði, að álframleiðsla
geti hafist á árunum 2010-2015
en framkvæmdir gætu hafist
jafnvel á árinu 2007. - hb
TEIKNING AF ÁLVERI Í HELGUVÍK Svona gæti álver í Helguvík litið út ef það verður að
veruleika.