Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 31

Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 31
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D Bandaríska fyrirtækið WellPoint, sem er stærsti söluaðili heilsu- farstrygginga í Bandaríkjunum, keypti á dögunum fyrirtækið WellChoice, sem starfar í sama geira, fyrir rúmlega fjögur hund- ruð milljarða íslenskra króna. Með þessu ætlar WellPoint sér að sækja enn á markaðshlutdeild UnitedHealth Group sem er næststærsti aðilinn í sölu heilsu- farstrygginga í Bandaríkjunum. Árleg velta fyrirtækja í þessum geira er gífurleg enda flestum íbúum landsins nauðsynlegt að hafa góðar tryggingar þar sem almannatryggingakerfi ná aðeins til tiltekinna grunnþátta í heil- brigðisþjónustu landsins. Höfuðstöðvar WellChoice eru í New York og er ætlunin að WellPoint sæki í frekari mæli inn á það markaðssvæði sem er talið vera það stærsta og eftirsóknar- verðasta í tryggingageiranum. „New York svæðið er mjög gott markaðssvæði fyrir þá sem selja tryggingar með mikið af stórum fyrirtækjum sem hægt er að nýta til þess að ná svo til ann- arra landsvæða,“ sagði Michael Obuchowski sem stýrði yfirtök- unni. - hb Keyptu tryggingafélag á fjögur hundruð milljarða FRÁ NEW YORK Eitt stærsta markaðs- svæði fyrir seljendur trygginga í Bandaríkj- unum. TOYOTA RAV4 Færri Toyota-bifreiðar voru fluttar út frá Japan í ágúst en á sama tíma í fyrra. Japanar flytja út færri bifreiðar Þrír af stærstu bílaframleiðend- um Japans tilkynntu í gær að út- flutningur hefði dregist saman í ágústmánuði þegar litið er til sama tíma fyrir ári. Toyota til- kynnti að félagið hefði framleitt rétt tæplega 230.000 bíla til út- flutnings í ágústmánuði sem er 9,7 prósenta samdráttur frá því á sama tíma fyrir ári. Nissan til- kynnti einnig um samdrátt í út- flutningi og sama gerði Honda. Mazda tilkynnti hins vegar að fyrirtækinu hefði gengið betur í ágústmánuði í ár heldur en í fyrra og jókst framleiðsla fé- lagsins til útflutnings um 0,8 prósent og framleiddi félagið alls rétt tæplega 21.000 bíla í því skyni. - hb Carlsberg lok- ar brugghúsum Á næstu árum fyrirhugar Carls- berg að loka helmingnum af öll- um brugghúsum fé- lagsins í Evrópu. Ef af verður mun félagið því loka alls 14 brugg- h ú s u m víðs veg- ar í Evr- ó p u . Ástæðan er einkum sú að samkeppni á evrópskum bjór- mörkuðum er að færast í aukana og félagið hyggst endurskipu- leggja dreifingarleiðir og fram- leiðslu á dönsku öli fyrir evr- ópskan markað. „Við erum búin að gera áætlun og erum að skoða hvernig þetta á eftir að þróast. Við viljum hafa stóra markaðshlutdeild og við verðum að aðlaga okkur,“ sagði talsmaður Carlsberg. - hb

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.