Fréttablaðið - 02.10.2005, Síða 59

Fréttablaðið - 02.10.2005, Síða 59
SUNNUDAGUR 2. október 2005 27 Í öðru landinu hefur toppliðið sigrað í fyrstu fimm umferðunum og markatala liðsins er 10-2. Í hinu landinu hefur toppliðið unnið fyrstu sjö leikina með markatöluna 14-1. Hingað til hefur ítalska og enska knattspyrnan ekki þóttt keimlík en nú ber svo við að ýmislegt þykir líkt með toppliðum landanna, Juvent- us og Chelsea. Effektíf en þumbaraleg Þessir meistarar síðasta árs hafa farið vel af stað í heimahögunum og fáir spá öðru en að liðin verji meistaratitlana. Styrkur þeirra hefur þó ekki aflað þeim mikilla vinsælda. Lítill glans yfir leikstílnum og sigrarnir flestir 1-0 vinnusigrar. Chelsea hefur hlotið mikla gagnrýni sem og Juventus þótt í minna mæli sé. Ítalir vanari svona leiðindaskap, effektíf en þumbaraleg topplið reglulega skotið upp kollinum þar í landi. Við tilþrifalítinn leik liðanna bætast svo áhyggjur af því að liðin stingi af og leiktíðin verði leiðinleg fyrir vikið. Ítalskir velta mikið fyrir sér að hvaða öðru liði þeir eigi að halla sér og vegna giftu- leysis AC Milan hafa þeir snúið sér að hinu Milanóliðinu, Internazionale sem sækir einmitt Juventus heim í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Inter rokið í gang Inter getur með sigri náð Juventus að stigum eftir að hafa sigrað í síðustu fjórum leikjum. Fyrsti leikur- inn tapaðist gegn Palermo og glottu þá margir út í annað; enn einu sinni stæði Inter ekki undir vænt- ingum. En Roberto Mancini þykir fær þjálfari og hef- ur náð að rífa mannskapinn upp. Liðið hefur ásamt Fiorentina og Palermo leikið fjörlegasta fótboltann á Ítalíu í haust. Hinir blásvörtu, „nerazzurri“ ganga keikir til leiks hafandi sigrað í síðustu þremur leikj- um á Stadio Delle Alpi. „Þótt það hljómi sem kjána- lega augljós staðhæfing tel ég að Adriano reynist það sem skilur liðin að“ segir forseti Inter Massimo Moratti en Adriano hefur skorað sex mörk gegn Juventus, fleiri en gegn nokkru öðru ítölsku liði. Slagurinn í kvöld er alvöru toppslagur en undan- gengin ár hefur hann ekki alltaf staðið undir því virðulega enskuskotna heiti sem Ítalir hafa valið viðureignunum; Derby d’Italia. Nafngiftin á rætur að rekja fjóra áratugi aftur í tímann er þessi lið slógust ár eftir ár um titilinn. Slíkt hefur ekki verið uppi á teningnum lengi. Inter hefur ekki unnið deildina í 16 ár og einhvern veginn hist þannig á að þegar Int- er hefur átt gott ár hefur Juve átt fremur dapurt tímabil. Capello til fyrirmyndar Fabio Capello landaði meistaratitli á sínu fyrsta ári með Juventus og hefur því gert öll lið sem hann hefur þjálfað að meisturum. Liðið lék ekki skemmti- legan bolta í fyrra og pirrar það Capello mjög er á það er minnst. Segist fyrst og fremst þjálfa lið sín í því að sigra og grunar mann stundum að Jose Mor- inho hafi að einhverju leyti tekið Capello sér til fyrir- myndar í þjálfun og tilsvörum. Þennan veturinn þyk- ir leikstíll Juventus meira í þeim anda sem Capello er þekktur fyrir, stílhreint 4-4-2 leikkerfi þar sem all- ar aðgerðir eru agaðar og menn fara ekki mikið út úr stöðum sínum. Patrick Viera hefur byrjað afar vel og vill Capello meina að hann og Emerson myndi sterkasta miðjupar Evrópu. En tvímenning- arnir eru ekki þeir nettustu í boltanum og á meðan Del Piero er haldið á bekknum og Nedved og Zlatan múlbundnir í sínum stöðum yljar leikur Juventus fáum nema hörðustu stuðnings- mönnum liðsins. Er Juventus jafn lei›inlega gott og Chelsea? EINAR LOGI VIGNISSON: DERBY D´ITALIA Í BEINNI Á SÝN Í KVÖLD Pétur Ormslev er einn sá besti frá upphafi Markvörður, Birkir Kristinsson – Einfaldlega sá besti sem við Íslendingar höfum átt. Aftastur, Jón Sveinsson – Las leikinn vel, fljót- ur og mjög útsjónarsamur. Miðvörður, Viðar Þorkelsson – Sterkur skalla- maður, mikill keppnismaður og leikmaður sem öll lið þurfa á að halda. Miðvörður, Kristján Jónsson – Góður varnar- maður, fljótur og mjög flinkur leikmaður Hægri vængur, Ormarr Örlygsson – Mjög kraftmikill, gat hlaupið upp og niður kantinn nán- ast endalaust. Miðja, Páll Einarsson – Mikill keppnismaður og mikill leiðtogi. Sterkur í bæði vörn og sókn. Miðja, Halldór Hilmisson – Mjög útsjónar- samur og skapandi leikmaður. Miðja, Pétur Ormslev – Í einu orði sagt frábær leikmaður. Sá besti sem ég hef þjálfað hjá félags- liði og einn af bestu fótboltamönnum þjóðarinnar frá upphafi að mínu mati. Vinstri vængur, Kristinn R. Jónsson – Spilaði nú mest á miðjunni hjá mér en ég ætla að hafa hann á vængnum. Mjög taktískur og gat spilað hvar sem var. Framherji, Guðmundur Steinsson – Marka- skorari af guðs náð. Alltaf hægt að treysta á mörk frá honum. Framherji, Björgólfur Takefusa – Heldur bolta vel, góður „target“-maður og góður skotmaður. „Ég ætla að velja í lið bestu leikmenn- ina sem ég hef þjálfað í 4 ár eða lengur.“ Halldór 3-5-2 LIÐIÐ MITT > ÁSGEIR ELÍASSON VELUR DRAUMALIÐ SITT ÚR ÞEIM SEM HANN HEFUR ÞJÁLFAÐ Ormarr Viðar Kristján Kristinn Jón Birkir Páll Guðmundur Björgólfur Pétur Í HÓPNUM Í DAG Eiður Smári Guðjohnsen í baráttunni við Olof Mellberg hjá Aston Villa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Eiður Smári Guðjohnsen: Hefur ekki trú á Liverpool FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir íslenska landsliðsins og leik- maður Chelsea, hefur ekki sér- staklega mikla trú á því að Liver- pool muni blanda sér í baráttuna um enska meistaratitilinn. „Liverpool treystir mikið á Steven Gerrard og leikur liðsins snýst eiginlega of mikið um hann. Það er algjör forsenda fyrir góð- um leik hjá Liverpool að Steven Gerrard spili vel. Það hefur vant- að að fleiri leikmenn stígi fram og taki af skarið þegar liðið þarf á því að halda. Liverpool tapaði mörgum stig- um á síðasta tímabili og var alls ekki nægilega stöðugt í leik sín- um. En það má vera að Liverpool verði sterkari á yfirstandandi keppnistímabili. En ég hef ekki trú á því Liverpool verði í barátt- unni um meistaratitilinn,“ segir Eiður Smári sem verður að öllum líkundum í leikmannahópnum hjá Chelsea á Anfield í dag. Eiður Smári hefur skorað 2 mörk í 14 leikjum fyrir Chelsea í gegn Liverpool en hefur ekki náð að skora í síðustu tíu leikjum lið- anna þar voru fimm þeirra á síð- asta keppnistímabili. Eiður Smári skoraði síðast gegn Liverpool 16. desember 2001 í 3-0 sigri. Pressan er öll á li›i Liverpool Liverpool og Chelsea mætast ö›ru sinni á fjórum dögum flegar Chelsea mætir á Anfield í dag í áttundu umfer› ensku úrvalsdeildarinnar. Stjórar li›anna hafa bá›ir veri› miki› í fjölmi›lum fyrir leikinn. FÓTBOLTI Liverpool og Chelsea mætast öðru sinni á innan við viku þegar liðin mætast á Anfield í dag en leikur liðanna í Meistaradeild Evrópu endaði með markalausu jafntefli. Úrslitin komu fáum á óvart enda hafa varnir liðanna verið afar sterkar það sem af er tíma- bilinu. Nú eru þrjú stig í boði í deildinni og það er ljóst að press- an er öll á Liverpool þar sem liðið er fjórtan stigum á eftir Chelsea, en reyndar á liðið tvo leiki til góða. Lykilleikur fyrir Liverpool Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eft- ir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leik- inn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið ann- að gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varn- færnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en von- andi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á mið- vikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigur- markið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagn- um á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Morientes og Sissoko með Benitez vonast til að endur- heimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Tra- ore, það verður þó að teljast ólík- legt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evr- ópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrir- fram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. - gjj SKIPST Á TREYJUM Frank Lampard hjá Chelsea og Steven Gerrard í Liverpool sjást hér skiptast á treyjum eftir markalaust jafntefli liðanna á Anfield í Meistaradeildinni á miðviku- daginn. Liðin mætast aftur á sama stað í deildinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES LEIKIR LIVERPOOL OG CHELSEA Í FYRRAVETUR: Enska úrvalsdeildin: Chelsea–Liverpool 1–0 Joe Cole (64.). Liverpool–Chelsea 0–1 Joe Cole (80.). Enski deildarbikarinn: Chelsea–Liverpool 3–2 Sjálfsmark (79.), Drogba (107.), Kezman (112.) – Riise (1.), Nunez (113.). Meistaradeild Evrópu: Chelsea–Liverpool 0–0 Liverpool–Chelsea 1–0 Luis Garcia (4.).

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.