Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 75

Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 75
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 V in n in g a r v e r ð a a f h e n d ir h já B T Sm á r a li n d .K ó p a v o g i. 9 9 k r SM Si ð .M e ð þ v í a ð t a k a þ á t t e r t u k o m in n í SM S k lú b b . HEimsfrumsýning 28 • 10 • 05 Sendu SMS skeytið JA ZBV á númerið 1900 og þú gætir unnið. 11. hver vinnur. Þú getur unnið: Miða á myndina fyrir 2 Tölvuleiki DVD myndir & Coke v FÓTBOLTI Arnar Jón Sigurgeirs- son, sem í mörg ár lék með knattspyrnuliði KR, er nú kom- inn á ról á nýjan leik en hann þurfti að hætta að leika knatt- spyrnu fyrir um ári síðan þegar hjartagalli kom í ljós í læknis- rannsókn. Samningur Arnars við KR var að renna út á svip- uðum tíma þannig að hann ákvað að einbeita sér að því að ná sér góðum. „Það var ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að hætta að spila. Það lá fyrir að ég þurfti að fara í hjartaþræðingu. En hún dróst á langinn og ég fór ekki í hana fyrr en í júní á þessu ári. Aðgerðin gekk vel og nú er ég bara að vinna að því að kom- ast í form og fer líklega að spila aftur á næstunni.“ Arnar Jón, sem er 27 ára gam- all, var einn af lykilmönnum KR á sínum tíma og varð í tvígang Íslandsmeistari með liðinu. Hann er nú samningslaus og vonast til þess að verða kominn á fulla ferð innan tíðar. „Þessa dagana er ég bara að skokka og reyna byggja upp þol. Ég veit að ég er velkominn á æfingar hjá KR en ég hef annars ekkert velt því fyrir mér með hvaða félagi ég mun leika. Það verður bara að koma í ljós.“ - mh Arnar Jón Sigurgeirsson tilbúinn að leika á nýjan leik: Kominn á ról eftir þræðingu FÓTBOLTI Það kom berlega í ljós í gær hversu sterkur leikmanna- hópurinn hjá Chelsea er um þess- ar mundir þegar franska tímartið France Football birti lista yfir þá fimmtíu leikmenn sem til grei- na koma sem knattspyrnumenn Evrópu fyrir árið 2005. Chelsea á sjö leikmenn á listanum en þeir eru Frank Lampard, John Terry, Claude Makalele, Petr Cech, Mick- ael Essien, Didier Drogba og Arjen Robben. Manchester United á fjóra leikmenn á listanum, þá Park Ji- sung, Ruud van Nistelrooy, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. Evr- ópumeistarar Liverpool eiga þrjá fulltrúa, Jamie Carragher, Steven Gerrard og Luis Garcia, en aðeins einn leikmaður er tilnefndur úr liði Arsenal og er það Thierry Henry. Eins og venjulega á Real Madr- id fjölda fulltrúa á listanum en þeir eru sex að þessu sinni, Bras- ilíumennirnir Ronaldo, Robinho og Roberto Carlos, auk Zinedine Zidane, Raúl Gonzalez og David Beckham. Flestir knattspyrnuspekingar eru á því að Ronaldinho verði fyrir valinu en hann hefur stýrt sóknar- leik bæði Brasilíumanna og Bar- celona af mikilli snilld. Auk þess þykja ensku landsliðsmennirnir John Terry og Steven Gerrard lík- legir til þess að vera ofarlega á list- anum. - mh Listi yfir leikmenn sem til greina koma sem knattspyrnumenn Evrópu: Sjö leikmenn Chelsea á listanum ARNAR JÓN SIGURGEIRSSON Arnar lék með KR í gegnum alla yngri flokka og á að baki marga leiki fyrir ungmennalandslið Íslands. LEIKMENNIRNIR SEM ERU TILNEFNDIR ERU EFTIRFARANDI: • Adriano Inter, • Michael Ballack Bayern Munchen • David Beckham Real Madr- id • Gianluigi Buffon Juventus • Mauro Camoranesi Juventus • Fabio Cannavaro Juventus • Jamie Carragher Liverpool • Petr Cech Chelsea • Gregory Coupet Lyon • Deco Barcelona • Dida AC Milan • Didi- er Drogba Chelsea • Emerson Juventus • Mickael Essien Chelsea • Samuel Eto‘o Barcelona • Luis Figo Inter • Diego Forlan Villarreal • Luis Garcia Liverpool • Steven Gerrard Liverpool • Thierry Henry Arsenal • Zlatan Ibrahimovic Juventus • Juninho Lyon • Kaká AC Milan • Frank Lampard Chelsea • Roy Makaay Bayern München • Claude Makalele Chelsea • Paolo Mald- ini AC Milan • Pavel Nedved Juventus • Michael Owen Newcastle United • Park Ji-sung Manchester United • Andrea Pirlo AC Milan • Raúl Real Madrid • Juan Roman Riquelme Villarreal • Arjen Robben Chel- sea • Roberto Carlos Real Madrid • Robin- ho Real Madrid • Ronaldinho Barcelona • Ronaldo Real Madrid • Cristiano Ron- aldo Manchester United • Wayne Rooney Manchester United • Andriy Shevchenko AC Milan • John Terry Chelsea • Lilian Thu- ram Juventus • David Trezeguet Juventus • Mark van Bommel Barcelona • Ruud van Nistelrooy Manchester United • Patrick Vieira Juventus • Xavi Barcelona og Zine- dine Zidane Real Madrid. RONALDINHO SKÝTUR AÐ MARKI Ronaldinho þykir líklegastur til að verða fyrir valinu að þessu sinni en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko vann verðlaunin í fyrra. FÓTBOLTI Juventus vann um helg- ina sínn áttunda leik í röð í ítölsku deildinni. Liðið jafnaði um leið met sem það átti sjálft en Juventus er eina félagið í ítalska boltanum sem hefur unnið átta leiki í röð. Það hefur félagið gert tvisv- ar áður, fyrst leiktíðina 1930/31 og síðan leiktíðina 1985/86. Juve hefur líka afrekað að vinna sjö leiki í röð líkt og AC Milan og Inter. - hbg Ítalski boltinn: Juventus jafn- aði eigið met BESTIR Leikmenn Juve fagna hér áttunda sigrinum í röð í ítölsku úrvalsdeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ásgeir Elíasson mun i dag skrifa undir þjálfarasamning við 1. deildarlið Fram en Ásgeir þjálfaði liðið á sínum tíma með glæstum árangri, Hann tekur við starfinu af Ólafi H. Kristjánssyni. Leit Framara að nýjum þjálf- ara hefur tekið nokkurn tíma en hlutirnir gengu hratt fyrir sig með Ásgeiri í gær. Stjórn Fram hitti Ásgeir að máli seinnipartinn í gær og Ásgeir yfirgaf fundinn með samningstilboð í höndun- um. Þegar Fréttablaðið heyrði í Ásgeiri í gærkvöldi var hann nýkominn heim og var að klára að fara yfir samninginn. Hann átti ekki von á öðru en að svara honum með jákvæðu svari. „Mér líst ágætlega á samning- inn og geri ekki ráð fyrir öðru en að svara tilboðinu játandi,“ sagði Ásgeir sem væntanlega tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína seint í gærkvöldi eða eftir að Fréttablaðið fór í prentun. - hbg Þjálfaraleit 1. deildarliðs Fram loks á enda: Ásgeir tekur við Fram ÁSGEIR ELÍASSON Sést hér í Fram-úlpunnni í leik gegn Víkingi 1999.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.