Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 75
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 V in n in g a r v e r ð a a f h e n d ir h já B T Sm á r a li n d .K ó p a v o g i. 9 9 k r SM Si ð .M e ð þ v í a ð t a k a þ á t t e r t u k o m in n í SM S k lú b b . HEimsfrumsýning 28 • 10 • 05 Sendu SMS skeytið JA ZBV á númerið 1900 og þú gætir unnið. 11. hver vinnur. Þú getur unnið: Miða á myndina fyrir 2 Tölvuleiki DVD myndir & Coke v FÓTBOLTI Arnar Jón Sigurgeirs- son, sem í mörg ár lék með knattspyrnuliði KR, er nú kom- inn á ról á nýjan leik en hann þurfti að hætta að leika knatt- spyrnu fyrir um ári síðan þegar hjartagalli kom í ljós í læknis- rannsókn. Samningur Arnars við KR var að renna út á svip- uðum tíma þannig að hann ákvað að einbeita sér að því að ná sér góðum. „Það var ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að hætta að spila. Það lá fyrir að ég þurfti að fara í hjartaþræðingu. En hún dróst á langinn og ég fór ekki í hana fyrr en í júní á þessu ári. Aðgerðin gekk vel og nú er ég bara að vinna að því að kom- ast í form og fer líklega að spila aftur á næstunni.“ Arnar Jón, sem er 27 ára gam- all, var einn af lykilmönnum KR á sínum tíma og varð í tvígang Íslandsmeistari með liðinu. Hann er nú samningslaus og vonast til þess að verða kominn á fulla ferð innan tíðar. „Þessa dagana er ég bara að skokka og reyna byggja upp þol. Ég veit að ég er velkominn á æfingar hjá KR en ég hef annars ekkert velt því fyrir mér með hvaða félagi ég mun leika. Það verður bara að koma í ljós.“ - mh Arnar Jón Sigurgeirsson tilbúinn að leika á nýjan leik: Kominn á ról eftir þræðingu FÓTBOLTI Það kom berlega í ljós í gær hversu sterkur leikmanna- hópurinn hjá Chelsea er um þess- ar mundir þegar franska tímartið France Football birti lista yfir þá fimmtíu leikmenn sem til grei- na koma sem knattspyrnumenn Evrópu fyrir árið 2005. Chelsea á sjö leikmenn á listanum en þeir eru Frank Lampard, John Terry, Claude Makalele, Petr Cech, Mick- ael Essien, Didier Drogba og Arjen Robben. Manchester United á fjóra leikmenn á listanum, þá Park Ji- sung, Ruud van Nistelrooy, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. Evr- ópumeistarar Liverpool eiga þrjá fulltrúa, Jamie Carragher, Steven Gerrard og Luis Garcia, en aðeins einn leikmaður er tilnefndur úr liði Arsenal og er það Thierry Henry. Eins og venjulega á Real Madr- id fjölda fulltrúa á listanum en þeir eru sex að þessu sinni, Bras- ilíumennirnir Ronaldo, Robinho og Roberto Carlos, auk Zinedine Zidane, Raúl Gonzalez og David Beckham. Flestir knattspyrnuspekingar eru á því að Ronaldinho verði fyrir valinu en hann hefur stýrt sóknar- leik bæði Brasilíumanna og Bar- celona af mikilli snilld. Auk þess þykja ensku landsliðsmennirnir John Terry og Steven Gerrard lík- legir til þess að vera ofarlega á list- anum. - mh Listi yfir leikmenn sem til greina koma sem knattspyrnumenn Evrópu: Sjö leikmenn Chelsea á listanum ARNAR JÓN SIGURGEIRSSON Arnar lék með KR í gegnum alla yngri flokka og á að baki marga leiki fyrir ungmennalandslið Íslands. LEIKMENNIRNIR SEM ERU TILNEFNDIR ERU EFTIRFARANDI: • Adriano Inter, • Michael Ballack Bayern Munchen • David Beckham Real Madr- id • Gianluigi Buffon Juventus • Mauro Camoranesi Juventus • Fabio Cannavaro Juventus • Jamie Carragher Liverpool • Petr Cech Chelsea • Gregory Coupet Lyon • Deco Barcelona • Dida AC Milan • Didi- er Drogba Chelsea • Emerson Juventus • Mickael Essien Chelsea • Samuel Eto‘o Barcelona • Luis Figo Inter • Diego Forlan Villarreal • Luis Garcia Liverpool • Steven Gerrard Liverpool • Thierry Henry Arsenal • Zlatan Ibrahimovic Juventus • Juninho Lyon • Kaká AC Milan • Frank Lampard Chelsea • Roy Makaay Bayern München • Claude Makalele Chelsea • Paolo Mald- ini AC Milan • Pavel Nedved Juventus • Michael Owen Newcastle United • Park Ji-sung Manchester United • Andrea Pirlo AC Milan • Raúl Real Madrid • Juan Roman Riquelme Villarreal • Arjen Robben Chel- sea • Roberto Carlos Real Madrid • Robin- ho Real Madrid • Ronaldinho Barcelona • Ronaldo Real Madrid • Cristiano Ron- aldo Manchester United • Wayne Rooney Manchester United • Andriy Shevchenko AC Milan • John Terry Chelsea • Lilian Thu- ram Juventus • David Trezeguet Juventus • Mark van Bommel Barcelona • Ruud van Nistelrooy Manchester United • Patrick Vieira Juventus • Xavi Barcelona og Zine- dine Zidane Real Madrid. RONALDINHO SKÝTUR AÐ MARKI Ronaldinho þykir líklegastur til að verða fyrir valinu að þessu sinni en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko vann verðlaunin í fyrra. FÓTBOLTI Juventus vann um helg- ina sínn áttunda leik í röð í ítölsku deildinni. Liðið jafnaði um leið met sem það átti sjálft en Juventus er eina félagið í ítalska boltanum sem hefur unnið átta leiki í röð. Það hefur félagið gert tvisv- ar áður, fyrst leiktíðina 1930/31 og síðan leiktíðina 1985/86. Juve hefur líka afrekað að vinna sjö leiki í röð líkt og AC Milan og Inter. - hbg Ítalski boltinn: Juventus jafn- aði eigið met BESTIR Leikmenn Juve fagna hér áttunda sigrinum í röð í ítölsku úrvalsdeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ásgeir Elíasson mun i dag skrifa undir þjálfarasamning við 1. deildarlið Fram en Ásgeir þjálfaði liðið á sínum tíma með glæstum árangri, Hann tekur við starfinu af Ólafi H. Kristjánssyni. Leit Framara að nýjum þjálf- ara hefur tekið nokkurn tíma en hlutirnir gengu hratt fyrir sig með Ásgeiri í gær. Stjórn Fram hitti Ásgeir að máli seinnipartinn í gær og Ásgeir yfirgaf fundinn með samningstilboð í höndun- um. Þegar Fréttablaðið heyrði í Ásgeiri í gærkvöldi var hann nýkominn heim og var að klára að fara yfir samninginn. Hann átti ekki von á öðru en að svara honum með jákvæðu svari. „Mér líst ágætlega á samning- inn og geri ekki ráð fyrir öðru en að svara tilboðinu játandi,“ sagði Ásgeir sem væntanlega tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína seint í gærkvöldi eða eftir að Fréttablaðið fór í prentun. - hbg Þjálfaraleit 1. deildarliðs Fram loks á enda: Ásgeir tekur við Fram ÁSGEIR ELÍASSON Sést hér í Fram-úlpunnni í leik gegn Víkingi 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.