Tíminn - 17.08.1975, Síða 9

Tíminn - 17.08.1975, Síða 9
Sunnudagur 17. ágúst 1975 tímiNn 9 er að hugsa um, sagöi F'rank. Hann hikaði. Hann vissi, að það’ sem hann ætlaði að segja myndi valda heiftarlegum deil- um. Ef hann tæki tilboði tengda- föður sins myndi það þýða, að bæði Chris og Diana yrðu komin á heimavistarskóla innan fárra mánaða. Fjölskyldan — hans fjölskylda, myndi verða enn tvistraðri en hún þó var og útséð um, að honum tækist þá að fá Helenu til að taka upp sambúð að nýju. Til þess að hann ætti að eiga einhvern möguleika á þvi, varð f jölskyldan að vera saman. Hins vegar hugleiddi hann þann möguleika lika, hvort hann gæti neitað Diönu um skólagöngu, þegar Chris væri kominn i skól- a. Það leizt honum illa á. Hann vissi, að það myndi ekkert þýða að predika fyrir Helen að staður dótturinnar væri hjá móður hennar. Slikt tal myndi aðeins ergja Helen og breikka enn það bil, sem komið var á milli þeirra. Honum fannst hann vera genginn i gildru. — Það ert þú, sem ég er að hugsa um, sagði hann svo og snéri sér að Helen . — Hvernig ætlar þú að hafa það, þegar bæði börnin eru komin i burtu? Áður en Helen gat svarað nokkru, kom móðir hennar inn með teið. — Taktu könnuna, Helen, sagði hún. Og Frank. Komdu með innskotsborðin, sem standa þarna i horninu. F'rank drap i sigarettunni og gerði eins og honum var sagt. Um leið og hann sótti borðin, hvislaði Helen að honum. — Þetta munum við tala út um seinna. Þegarþau höfðu drukkið, fór Frank með börnin niður á ströndina. Afi þeirra slóst i hóp- inn. Konurnar tóku af borðunum. — Það er liðið heilt ár... sagði frú Areher. Helen þagði. — Þú ætlar ekki að skipta um skoðun. Er það? Ifelen horfði út um gluggann. Garðurinn stóð i blóma. Þar var allt i röð og reglu. Foreldrar hennar voru mjög stoltir af garðinum. Hana grunaði, að þau'héldu hann sem einhvers konar tákn um farsælt hjóna- band þeirra. Hvaða tákn myndi hún hafa á þeirra aldri? Þessi spurning hafði hvilt á henni eins og mara að undanförnu. Það hafði verið nógu erfitt að leysa upp heimili þeirra Franks, þótt stöðugar áhyggjur vegna fram- tiðarinnar bættust ekki ofan á. Valið var erfitt. Bara það að skilja myndi ekki leysa öll henn- ar vandamál. Slundum óskaði hún þess innifega, að hún yrði aftur ástfangin af manni sinum. En þær tilfinningar, sem hún einu sinni hafði borið til hans, voru dauðar og þær höföu skilið eftir sig opna und i sálu hennar. Hún snéri sér frá glugganum. Brosti við móður sinni og sagði. — 1 hreinskilni sagt, mamma. Ég veit það ekki. —0— Það var enginn á ströndinni nema Chris og Diana. Archer og Frank stóðu ofar i sandinum og horfðu á börnin fleyta kellingar. — Gengur vel i vinnunni? spurði Archer. — Altof vel, svaraði Frank og glotti. — Salan er helmingi meiri, en við reiknuðum með. Launin min hafa hækkað þris- var sinnum á einu ári. Gróðinn veltur inn og allir eru ánægðir. Hvernig þetta má vera? Jú. Það er allt þvi að þakka, að hjóna- band mitt skyldi leysast upp. Ég hefði aldrei getað lagt svona hart að mér, ef ég hefði þurft að sinna fjölskyldu með starfinu. — Ég hef sagt það áður, sagði Archer. Ég skil ekki Helenu. Hún hefur alltaf verið þrá. Hún er nú einu sinni einkabarn. En eftir þetta heila ár, veit ég alls ekki, hvað það er, sem hún vill. — Ég held hún viti það ekki einu sinni sjálf, sagði Frank. — Og þess vegna hef ég áhyggjur af henni. Ég met mikils tilboð þitt um fjárhagsstuðning við börnin. Og auðvitað vil ég, að Diana fái ekki siðri tækifæri en Chris. En ég er viss um, að ef Helen verður alein, þá eykst bara óhamingja hennar um allan helming. — Mitt tilboð stendur, sagði Archer. — Þið verðið að taka ákvörðun um það, hvort þið tak- ið þvi eða hafið það að engu. Þú ert faðir þeirra. Þess vegna verður ekki fram hjá þér gengið i þessu máli. Ekki einu sinni dóttir min getur haft orð þin að Framhald á bls. 27 WESTON DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða- f ramleiðslu. Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast þessari úrvalsframleiðslu höfum við á Weston TEPPUM og gef ur þar á að líta yf ir 100 mis- munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og upp í dýrustu alullarteppi. Þér veljið gerðina, við tökum málið af íbúðinni — og inn- an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm- lega sniðið á flötinn. Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin aukagreiðsla vegna afganga. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.