Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 8
 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 – stórkostleg ævisaga – BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Gildir til 15. nóvember 2005 30% afsláttur Engar málamiðlanir, ekkert er dregið undan né lagt flótta þegar óþægileg mál ber á góma. Pétur poppari er einstæð ævisaga manns sem þoldi ekki lygina. Kristján Hreinsson segir sögu Péturs af hreinni snilld og er trúr minningu popparans. Pétur poppari, grátið með bros á vör Heimsins bækur Bókavinir hafa ærna ástæðu til að fagna um þessar mundir. Bókasöfn heimsins eru smám saman að verða aðgengileg heima í stofu. Hugmynd, sem í fyrstu virtist óraunhæf draumsýn, er þegar orðin að veruleika að hluta til með vefsíðunni Google Print þar sem hægt er að lesa þúsundir bóka á netinu og leita upplýsinga í þeim með því einfaldlega að slá nafn eða atriðisorð inn í leitarhólf. Nefna má að þegar er fjöldi erlendra bóka um sögu og málefni Íslands kominn á netið. Í fótspor Google fylgir keppinaut- urinn Microsoft sem á föstudaginn tilkynnti að hann hefði náð samningi við British Library (landsbókasafn Breta) um að gera 25 milljónir síðna efnis, sem samsvarar um hundrað þús- und bókum, aðgengilegar á netinu. Fleiri gosbrunna Einu sinni þótti gosbrunnurinn í Tjörninni hallærislegasta mannvirki borgarinnar. Gáfumenn þjóðarinnar bentu á að í landi goshvera þyrfti ekki manngerða gosbrunna. En Egill Helga- son, álitsgjafinn frægi, blæs á svona tal. Í Toyotablaðinu skráir hann tíu hugmyndir sínar um Reykjavík framtíðarinnar og er ein þeirra um fleiri gosbrunna. „Ótrúlegt að þá vanti í borg þar sem er svo mikið af vatni“, segir hann. Meðal annarra hugmynda Egils er brú yfir á Álftanes. „Þá verður hægt að keyra í hring kring- um höfuðborgarsvæðið. Eins og alvöru borgir.“ Egill vill Reykjavíkurflugvöll burt og í staðinn fá flugvöll á Lönguskerjum eða Bessastaðanesi. Lækinn aftur Þá vill Egill Tryggvagötuna í stokk. „Og alvöru borgarhverfi meðfram hafnar- svæðinu sem nú er hræðilega döpur eyðimörk. Hafnarstarfsemi í bland við mannlíf.“ Hann biður um endurnýjaðan miðbæ „þar sem verstu hjallarnir eru rifnir og reist fallegt verslunarhúsnæði í staðinn“. Loks má nefna að Egill stingur upp á því að gamli lækurinn, sem Lækjargata er kennd við, verði opnaður. „Planta trjágöngum þar í kring. Þá verð- ur gaman að ganga milli Tjarnarinnar og Hafnarinnar á sumarkvöldum.“ Kannski Egill ætti að bjóða sig fram til borgar- stjórnar í vor. gm@frettabladid.is Það má heita regla fremur en undantekning að stjórnmála-menn ráðstafi opinberum embættum eftir þörfum stjórn-málamannanna sjálfra. Sjálfsagt hefur þessi siður verið viðhafður áratugum saman en með stöðugri fjölgun opinberra embætta, til dæmis sendiherrastaða, ber líklega meira á þessum pólitísku stöðuveitingum nú en áður. Fyrrverandi stjórnmálamenn eða sérlega trúnaðarmenn stjórnmálamannanna má finna í yfir- mannastöðum flestra opinberra stofnana. Flestra en ekki allra. Eitt dæmi. Í rúmlega fjörutíu ára sögu Seðlabanka Íslands hafa sautján bankastjórar starfað við bankann. Átta þeirra hafa setið á Alþingi. Annað dæmi. Ellefu ráðherrar sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar hurfu úr stjórnmálunum í opinber embætti. Nú síðast Davíð sjálfur. Nokkrir til viðbótar úr þeim hópi hafa sest í stjórnir eða nefndir á vegum hins opinbera. Hér er ekki fullyrt að allir fyrrverandi stjórnmálamenn séu óhæfir til að gegna störfum á vegum hins opinbera eða að þeir séu sérstaklega illa að embættum sínum komnir. Síður en svo. Það má hins vegar deila um hvort eðlilegt sé að stjórnmálamenn sem vilja láta af störfum sem kjörnir fulltrúar geti gengið að opinberum störfum vísum. Og það engum hefðbundnum opinberum störfum, engri skrifstofuvinnu á venjulegum launum, heldur æðstu embætt- um í hverri stofnun, nú eða sendiherrastöðum. Og það sorglega er að þeir eru ekki endilega valdir með hagsmuni viðkomandi stofnun- ar, og þar með samfélagsins, í huga heldur fyrst og fyrst og fremst hagsmuna þeirra sjálfra vegna. Þessar pólitísku ráðningar ná ekki bara til fyrrverandi kjörinna fulltrúa heldur einnig til manna sem unnið hafa af trúmennsku fyrir stjórnmálamennina. Allt íslenska stofnanakerfið morar af slíkum mönnum. Margt ágætt fólk með góða menntun og reynslu, sem sótt hefur um stöður á vegum hins opinbera, hefur mátt horfa upp á hollvini flokkanna eða stöðuveitenda fá störfin. Stundum hafa hinir sömu kært embættisveitingarnar til viðeigandi embætta og fengið úrskurði sér í hag. Það breytir hins vegar ekki afstöðu stjórnmála- mannanna sem standa fastir á sínu og gera ekki minnstu tilraun til að beita svonefndum faglegum sjónarmiðum næst þegar skipað er í stöðu. Akkúrat ekkert réttlætir að störfum á vegum íslenska ríkisins sé útdeilt til manna einungis vegna þess að þeir hafa starfað að stjórnmálum eða unnið fyrir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka. Akkúrat ekkert réttlætir að ekki sé leitast eftir að ráða hæfasta fólkið hverju sinni til að gegna opinberum störfum. Samkvæmt öllum stjörnumerkjum liggur skipun Alfreðs Þor- steinssonar í starf stjórnarformanns Landsvirkjunar í loftinu. Sú ráðstöfun verður ekki vegna yfirburðaþekkingar Alfreðs á starf- semi þessa stærsta fyrirtækis landsins í opinberri eigu heldur til að bjarga málum innan Framsóknarflokksins. Til að fá Alfreð ofan af því að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista flokksins í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Framsóknarflokkurinn notar sem sagt starfið í eigin þágu en ekki í þágu fyrirtækisins. Og auðvitað er Alfreð til enda vanur því, eins og svo margir stjórnmálamenn, að opinberar stöður séu notaðar sem skiptimynt í hrókeringum stjórnmálanna. Engar sérstakar líkur eru á að það dragi úr misnotkun stjórn- málamanna á opinberum embættum á næstunni. Þvert á móti eru líkur á að þeim fjölgi enn frekar enda lenska stéttarinnar að nýta öll tækifæri sem gefast til að hygla sér og sínum. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Stjórnmálamenn fara með opinber embætti eins og þau væru þeirra eigin. Skiptimyntin í pólit- ískum hrókeringum Þegar nýr forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði að það að þyrfti að „þurrka Ísrael af kortinu“, olli hann ekki aðeins áhyggjum í öðrum löndum heldur einnig í heimalandi sínu, og þá sérstaklega meðal þess stóra hóps sem tilheyrir millistétt- inni í landinu og er lýðræðislega sinnaður. Hin ögrandi orð forsetans geta valdið frekari eingrun íranskra lýð- ræðissinna, ýtt þeim enn lengra á eftir löngum skugga forsetans. Sú áskorun sem Vesturveldin standa frammi fyrir í kjölfarið er tvíþætt: að finna leið til að virkja þennan hóp lýðræðissinna jafnvel á meðan þeir eru enn að reyna að átta sig á því hvernig þeir eigi að bregðast við ræðu forsetans. Um það leyti sem Ahmadjinejad var kjörinn forseti í júní höfðu þrot- lausar árásir harðlínumanna gert íranska lýðræðissinna áttavillta og skilið þá eftir án leiðtoga, lýðræðis- sinnar sem tóku þátt í mótmælum voru handteknir, dagblöðum var lokað og stjórnmálamenn sem boð- uðu breytingar í lýðræðisátt voru gerðir tortryggilegir. En hugmyndir manna í lýðræðis- átt ætti ekki að afskrifa sem tíma- bundna bólu sem fjarar út því að umbótahreyfingunni mistókst verk sitt og í stað umbótasinnaðs forseta, Mohammad Khatami, tók við harð- línumaðurinn Ahmadinejad. Hinar sögulegu rætur umbóta liggja djúpt í Íran, og stuðningur við breytingar er útbreiddur. Millistéttin í Íran er nútímaleg og hefur aðgang að nútímatækni og fylgist með því sem er að ger- ast í heiminum. Hún er sérstaklega móttækileg fyrir hugmyndum sem stuðla að lýðræði. Fræðimaðurinn Abbas Milani við Stanford-háskóla hefur lýst írönsku millistéttinni sem „Trójuhesti inni í íslömsku lýðveldi, sem styður frjálslynd gildi, lýðræð- islegt umburðarlyndi og borgara- lega ábyrgð.“ Og svo lengi sem sú stétt verður stærri verður krafan um breytingar í lýðræðisátt sífellt sterkari. Utanríkisstefna Ahmadinejads gæti leitt til frekari efnahagslegrar einangrunar eða hernaðarlegrar íhlutunar, hins vegar gætu aðstæð- ur hinnar lýðræðislega þenkjandi millistéttar ekki versnað. Andúð annarra landa mun auka á forsendur ríkisvaldsins til að hræða íraska borgara og koma í veg fyrir sundurþykkju. Ef Evrópusambandið ákveður að taka þátt í að auka höml- urnar gegn Íran munu frjálslyndir Íranir missa samband við erlenda fjárfesta, menntamenn, ferðamenn og fjármálamenn sem tengja þá hinum ytri heimi. Íranskir lýðræðissinnaðir hafa aldrei eins og nú þurft að verja og breiða út net þeirra stofnana sem eru sjálfstæðar undan ríkisvaldinu, stofnanir sem þeir geta notað til að verjast hinum ágjörnu harðlínu- mönnum sem vilja stjórna öllum hliðunum á lífi þegnanna. Í þessu kerfi þarf að vera öfl- ugur einkageiri; breiðfylking sam- taka sem taka fyrir málefni eins og fátækt, kvenréttindi og atvinnuleysi ungs fólks; og félagsleg, vitsmunaleg og menningarleg samtök sem eiga í tjáskiptum við fólk í öðrum löndum. Því miður kemur viðskiptabann Bandaríkjastjórnar í veg fyrir að bandarískur einstaklingur eða hópur geti stutt fjárhagslega við bakið á til dæmis banka eða verkefni sem geng- ur út á að þjálfa pólitíska leiðtoga framtíðarinnar, eða jafnvel frum- kvæði um að reyna að bæta mennt- un kvenna sem búa í sveitum Írans. Þetta eru mistök. Annars staðar í Mið-Austurlöndum hafa Bandaríkja- menn verið átt frumkvæði að slíkum verkefnumtil að stuðla að lýðræði í viðkomandi löndum. Bandaríkin ættu að slaka á viðskiptabanninu með það að markmiði að láta aðgerð- ir fylgja þeim skuldbindingum sem þeir hafa gefið í orði um stuðning við íranskt lýðræði. Evrópusambandið ætti einnig að auka stuðning sinn við lýðræðislega aðgerðarsinna um að standa vörð um mannréttindi í Íran. Á meðan ættu þær alþjóðlegu stofnanir sem hafa með þróunar- mál að gera, líkt og Alþjóðabankinn, að fjárfesta í hinum ört stækkandi einkageira í landinu sem ekki er tengdur viðskiptaklíkum eða þeim samtökum sem beintengd eru ríkis- valdinu og ráða yfir um fjórðungi af auði landsins. Gagnrýnendur hugmyndarinnar geta sagt að með því að styrkja við bakið á írönsku hagkerfi með því að reyna að ýta undir að í landinu verði til öflug millistétt kunni menn að lengja valdasetu núverandi stjórnar. En það er ólíklegt ef mið er tekið af sögunni. Tveir áratugir hagvaxtar þar sem millistéttin fór ört stækk- andi og pólitísk og efnahagsleg tengsl við Bandaríkin voru sterk náðu ekki að ýta undir að Shah Mohammed Reza Pahlavi sæti áfram á valdastóli í landinu. En hið valdafreka klerkaveldi sem tók við völdum var ekki þrá íranskra lýðræðissinna í millistétt, sem töpuðu valdabaráttunni sem átti sér stað eftir byltinguna gegn stuðningsmönnum Ruhollah Khom- eini erkiklerks. Khomeini, líkt og Ahmadinejad, var snillingur í að blanda efnahagslegu lýðskrumi við trúarlegan ofstopa til að höfða til hinna fátæku. Um þessar mundir er það fátækt, ekki velmegun, sem hneigir Íran í átt til öfgahyggju í stjórnmálum. Kjör Ahmadinejads, sama hversu gallað það er, endurspeglaði ekki stuðning almennings við harðlínu- stefnu í utanríkismálum eða stuðn- ing við hugmyndina um að Íran komi sér upp kjarnavopnum. Kjör hins nýja forseta var fylgifiskur efnahagslegra vandamála landsins, sem og þeirrar andúðar sem lægri stéttirnar hafa á þeirri spillingu sem viðgekkst í efri stéttunum, auk breikkandi tekjumunar milli stétta. Flestir Íranir hafa meiri áhygggjur af því hvað kjöt og laukar kosta en hvað sé að gerast í friðarumleitun- um milli Palestínumanna og Ísraels- manna eða hvort einhver þjóð sé að auðga úran. Með því að gefa sig út fyrir að vera utangarðsmann, „mann fólks- ins“ og baráttumann gegn spillingu sem var með fullan poka af loforðum um hvernig hægt væri að bæta efna- hag landsins náði Ahmadinejad að höfða til þessarar óánægju fólksins. Það kom á daginn að andstæðingur hans í annarri umferð kosninganna, Akbar Hashemi Rafsanjani, reynd- ist vera heppilegur andstæðingur: forríkur múlla sem hefur setið undir ámæli vegna spillingar sinnar og viðskiptasambanda fjölskyldu hans. Að sama skapi lenti sá frambjóðandi sem var leiðandi meðal umbóta- sinna, Mustafa Moin, í fimmta sæti kosninganna eftir að hafa einbeitt sér nær eingöngu að mannréttinda- málum og lýðræðislegum réttindum. Í dag viðurkenna margir umbóta- sinnar að hreyfing þeirra hafi glatað sambandi við efnahagslegar áhyggj- ur hins almenna borgara. Lág laun, há verðbólga og mikið atvinnuleysi reyndist vera meira en nóg fyrir Írani sem annars hefðu kannski haldið áfram að styðja breytingar í landinu. Fyrir byltinguna hvöttu banda- rískir embættismenn oft hinn ein- ráða Íranskeisara til að deila völdum með hinni ört stækkandi millistétt. Keisarinn ákvað að taka ekki þess- um ráðleggingum og á endanum hættu Bandaríkjamenn að veita þær. Nú er tími til kominn að hætta slík- um hugsanahætti og fara að að veita bandamönnum okkar í Íran efna- hagslegan stuðning. Aðeins sterk og stöðug írönsk millistétt getur tryggt að hinar óhjákvæmilegu breytingar í átt til lýðræðis í landinu nái fram að ganga, eða þá að til verði enn einn enn einræðisherrann. Afshin Molavi er meðlimur í the New America Foundation og höf- undur bókarinnar „The Soul of Iran: A Nation‘s Journey to Freedom.“ Greinin birtist hefur áður birst í New York Times. Bandamenn okkar í Íran Í DAG ÍRAN ASFHIN MOLAVI Bandaríkin ættu að slaka á viðskiptabanninu með það að markmiði að láta aðgerðir fylgja þeim skuldbindingum sem þeir gefið í orði um stuðn- ing við íranskt lýðræði. Evrópu- sambandið ætti einnig að auka stuðning sinn við lýðræðislega aðgerðarsinna um að standa vörð um mannréttindi í Íran.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.