Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 35
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá
borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar
upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn
sem þú þarft að ná í.
ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ
Iðjuþjálfi
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis óskar
eftir iðjuþjálfa.
Hæfniskröfur:
• Starfsréttindi í iðjuþjálfun.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Skipulagshæfileikar.
• Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.
Helstu verkefni:
• Þjónustumat vegna umsókna um félagslega heima-
þjónustu.
• Þjónustumat vegna umsókna um stuðnings-
þjónustu.
• Þátttaka í teymisvinnu og samstarf við hagsmuna-
félög og íbúa.
• Þátttaka í teymisvinnu í tengslum við þekkingar-
stöðvaverkefni um málefni aldraðra og fatlaðra.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Iðjuþjálfafélagi Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Kristjana Gunnarsdóttir í síma
411 1500, netfang: kristjana.gunnarsdottir@reykjavik.is
Umsóknun skal skilað á Þjónustumiðstöð Laugardals
og Háaleits, Síðumúla 39 fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Félagsráðgjafar
Lausar eru tvær stöður félagsráðgjafa á
Þjónustumiðstöð Breiðholts. Um hlutastörf getur
verið að ræða. Önnur staðan er afleysingastaða til
1. nóvember 2006.
Hæfniskröfur:
• Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
• Þekking og reynsla í vinnslu meðferðarmála með
einstaklinga og fjölskyldur æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Skipulagshæfileikar.
• Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.
Helstu verkefni eru:
• Almenn félagsráðgjöf í einstaklings- og fjölskyldu-
málum.
• Vinna með starfsfólki í leik- og grunnskólum.
• Þverfaglegt starf í Þjónustumiðstöð Breiðholts.
• Samvinna við samstarfsaðila og hagsmunasamtök.
Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölskylduráðgjöf.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Kemp í síma 411 1300,
netfang: thora.kemp@reykjavik.is
Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Breiðholts,
Álfabakka 12, 109 Reykjavík fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Eldhús
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða óskar eftir
starfsmanni í móttökueldhús Félags- og þjónustu-
miðstöðvarinnar að Vesturgötu 7.
Starfið felur meðal annars í sér aðstoð í borðsal og
móttöku og sölu á aðsendum mat.
Óskað er eftir áreiðanlegum starfsmanni með færni í
mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund.
Um er að ræða 50% stöðu.
Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf 1. desember
næstkomandi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Eflingar - stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Guðmundsdóttir í
síma 535 2740, netfang:
halldora.gudmundsdottir@reykjavik.is
Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustu-
miðstöðina Vesturgötu 7 fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Stuðningsfjölskyldur
Miðgarður, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og
Kjalarness óskar eftir stuðningsfjölskyldum.
Stuðningsfjölskyldur vinna öflugt forvarnarstarf til að
tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna
sem hjá þeim dvelja.
Við óskum því eftir liðsinni fólks sem getur annast
börn í eina til tvær helgar í mánuði eða eftir nánara
samkomulagi.
Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og afar
gefandi verkefnum þá er hlutverk stuðningsfjölskyldu
áhugavert tækifæri.
Greitt er samkvæmt verktakasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg S. Sæmundsdóttir í
síma 411 1400, netfang:
ingibjorg.s.saemundsdottir@reykjavik.is
Umsóknum skal skilað til Miðgarðs,
Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness,
Langarima 21, 112 Reykjavík fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Danskennari/leiðbeinandi
Vesturgarður, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar og
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða óska eftir
danskennara eða leiðbeinanda í Félags- og þjónustu-
miðstöðvarnar að Aflagranda 40 og Vesturgötu 7.
Um hlutastarf er að ræða einu sinni til tvisvar í viku á
hvorum stað.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veita Droplaug Guðnadóttir í síma
562 2571, netfang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is og
Halldóra Guðmundsdóttir í síma 535 2740, netfang:
halldora.gudmundsdottir@reykjavik.is
Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustumiðstöðina
Aflagranda 40 eða Félags- og þjónustumiðstöðina
Vesturgötu 7 fyrir 22. nóvember næstkomandi.
Heimaþjónusta og liðveisla
Vesturgarður, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar óskar
eftir starfsmönnum til að sinna fjölbreyttum
störfum í heimaþjónustu, liðveislu við fólk með
fötlun og stuðningi við börn, unglinga og
fjölskyldur þeirra.
Margvísleg reynsla kemur að notum og njóta starfs-
menn leiðsagnar og stuðnings í starfi frá reyndum fag-
mönnum.
Þjónustumiðstöðin er góður vinnustaður með
jákvæðum starfsanda sem býður upp á sveigjanlegan
vinnutíma.
Hvort sem þú ert að leita að framtíðarstarfi eða vantar
vinnu með skóla, hafðu samband og við munum taka
vel á móti þér og finna starfshlutfall sem hentar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veita: Droplaug Guðnadóttir, net-
fang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is,
Helga Eyjólfsdóttir netfang: helga.kristjana.eyjolfsdott-
ir@reykjavik.is og Unnur Karlsdóttir,
netfang: unnur.karlsdottir@reykjavik.is Síminn hjá
okkur er 562 2571.
Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustu-
miðstöðina Aflagranda 40, 107 Reykjavík fyrir 22.
nóvember næstkomandi.
Sjúkraliði
Vesturgarður, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar óskar
eftir sjúkraliða eða starfsmanni vönum umönnun í
Félags- og þjónustumiðstöðina að Aflagranda 40.
Starfið felur í sér aðstoð við böðun og önnur til-
fallandi aðstoð við notendur miðstöðvarinnar.
Góð vinnuaðstaða í fallegu húsnæði þar sem rekin er
fjölbreytt og lifandi starfsemi.
Um er að ræða 50%-70% starf eftir samkomulagi.
Vinnutími er fyrir hádegi virka daga nema miðvikudaga.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Droplaug Guðnadóttir í síma
562 2571 netfang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is .
Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustumiðstöðina
Aflagranda 40, 107 Reykjavík fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Stuðningsfjölskyldur
Vesturgarður, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar óskar
eftir stuðningsfjölskyldum.
Stuðningsfjölskyldur vinna öflugt forvarnarstarf til að
tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem
hjá þeim dvelja. Við óskum því eftir liðsinni fólks sem
getur annast börn í eina til tvær helgar í mánuði eða
eftir nánara samkomulagi. Hafir þú áhuga á mannlegum
samskiptum og afar gefandi verkefnum þá er hlutverk
stuðningsfjölskyldu áhugavert tækifæri. Æskileg búseta á
höfuðborgarsvæðinu. Greitt er samkvæmt verktaka-
samningi.
Nánari upplýsingar veitir Droplaug Guðnadóttir í síma
562-2571 netfang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is
Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustumiðstöðina
Aflagranda 40, 107 Reykjavík fyrir 22. nóvember
næstkomandi.
Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál, upplýsingatækni og
rekstur. Nýstofnaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og
rekstrarskrifstofa, skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni,
upplýsingatæknimiðstöð og símaver.
Áhugaverð störf í boði
25-36 og 45-42 (01-20) Rað-augl 5.11.2005 14:23 Page 11