Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 64

Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 64
 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR32 baekur@frettabladid.is Ævar Örn Jósepsson dvelst um þessar mundir á ónefnd- um stað í útlöndum. Freyr Gígja Gunnarsson rannsak- aði af hverju hann vill ekki gefa upp dvalarstað sinn. Hringingin fær að lifa í smá stund en loksins er svarað. „Ævar,“ segir röddin. Þrátt fyrir allar þær krókaleiðir sem þurfti að þræða til að ná í höfundinn er hann hvergi banginn, kominn í öruggt skjól á ónefndum stað í útlöndum. „Sumar bækur eru hættulegri en aðrar og sagan hefur sýnt okkur það,“ segir hann og vísar óbeint til Salmans Rushdie og annarra höfunda sem hafa haft sannleikann að leiðar- ljósi í skáldsögum sínum. Nýjasta bók Ævars, Blóðberg, kemur út á þriðjudaginn. Á köldum vetrarmorgni í febrúar farast sex menn í hörmulegu slysi við Kára- hnjúkavirkjun. Fljótlega kemur upp úr kafinu að þetta er hugsan- lega kaldrifjað morð eða mögulega fyrsta mannskæða hryðjuverkið í sögu Íslands. „Impregilo er besta og heiðarlegasta fyrirtæki í heim- inum að undanskilinni Lands- virkjun,“ heldur Ævar áfram og segist með þessari yfirlýsingu vonast til að hafa tryggt sér far- seðilinn aftur heim um síðir. „Ég vona að bókin eigi eftir að vekja fólk til umhugsunar um eitthvað.“ bætir hann við. Ævar segir það enga tilviljun að Kárahnjúkar skuli hafa verið vald- ir sem sögusvið þessarar þriðju skáldsögu hans. „Þetta lá beint við. Staðurinn, landslagið, sam- félagið. Þetta eru kjöraðstæður fyrir glæpasagnahöfund,“ útskýr- ir Ævar og telur virkjunina vera hreint ótrúlegt fyrirbæri á allan hátt. Sjálfur dvaldist hann uppi á hálendinu í nokkra daga um hávet- ur en segist aldrei vilja vinna við virkjunina. „Þarna eru menn að störfum myrkrana á milli og það birtir aldrei. Kárahnjúkar eru skyndiþorp þar sem útlendingar hafa verið fengnir í hundraðatali til að vinna við aðstæður sem þeir hafa aldrei kynnst áður,“ heldur höfundurinn áfram. Morð og eiturlyf koma við sögu í Blóðbergi en Ævar segir að ekki þurfa spámann til að sjá að þarna víðsfjarri mannabyggðum og löggæslu geti allt gerst. „Það er kannski líkfundarmálið sem er ótrúleg tilviljun,“ segir Ævar en þegar hann var með bókina í vinnslu á síðasta ári kom líkfundar- málið í Neskaupstað upp sem þótti svipa til þess efnis sem rithöfund- urinn var með í höndunum. Þrátt fyrir að upplýst hafi verið bæði um fíkniefnin og morðin segir Ævar að lesandanum eigi enn eftir að vera komið í opna skjöldu. „Það er öllum sögum nauðsynlegt að vera með eitthvað sem kemur á óvart því annars væri lítið varið í þær.“ Er í útlegð á ónefndum stað ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Þriðja skáldsaga hans gerist uppi á Kárahnjúkum en þar farast sex menn í dularfullu slysi sem mögulega er fyrsta mannskæða hryðjuverkið í sögu Íslands. > BÓK VIKUNNAR Vetrarborgin eftir Arnald Indriða- son. Nýjasta sakamálasaga Arnaldar um lögreglumann- inn Erlend og félaga hans kom út í byrjun síðstu viku og setti umsvifalaust sölumet. Það kemst enginn reyfarahöfundur með tærnar þar sem Arnaldur er með hælana og fólk fær ekki nóg af því að lesa af hremmingum Erlendar. Fínn krimmi eins og við mátti búast frá Arnaldi. „Mest af öllu langar mig til að efna til brennu einhvern næstu daga. Henda fortíðinni á logana. Hreinsa burt allt þetta djöfuls drasl. Brenna. Eyða.“ - Stella Blómkvist tekur á persónulegum málum á sinn sérstaka hátt í Morðinu í Drekkingarhyl. Mál og menning hefur gefið út Reykjavíkurþrí- leik Einars Más Guðmundssonar; Riddara hring- stigans, Vængjaslátt í þakrennum og Eftirmála regndropanna í einni bók undir heitinu Goðheim- ar bernskunnar. Þessar vinsælu skáldsögur komu út á Íslandi á árunum 1982 til 1986, hlutu frábær- ar móttökur og verðlaun og eru jafnan taldar hafa markað tímamót í íslenskri sagnagerð. Bækurnar komu á sínum tíma einnig út á öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi og Englandi og voru dómar þar mjög lofsamlegir. Sögurnar fjalla um lífið í nýreistu og ómótuðu hverfi í Reykjavík þar sem allt getur gerst, raunsæi og hugarflug vegast á og jöfn- um höndum er lýst hvers- dagslegu lífi sem undrum og stórmerkjum. Það er vonum seinna að þessar bækur komi út hér á Íslandi með þessum hætti en Reykjavíkur- þríleikurinn kom út í einni bók í Danmörku fyrir nokkrum árum. Sú bók fékk frábærar viðtökur lesenda, seldist algjörlega upp og er endurprent- un væntanleg. Sænskir og finnskir útgefendur Einars Más hyggjast einnig gefa Reykjavíkurþrí- leikinn út í einu lagi. Innan skamms heldur Einar Már í upplestrar- ferð um Danmörku ásamt hinum vinsæla danska metsöluhöfundi Johannes Møllehave og ríkir mikil eftirvænting eftir að hlusta á þá félaga ræða saman um bækur sínar, líf og kímnigáfu. Í Polit- iken var grein um skáldin fyrir skömmu og sagði þar að þrátt fyrir að bækur Einars og Johannesar Møllehave væru afar ólíkar væri sterkur húmor- ískur þráður í verkum þeirra þar sem bilið milli gamans og alvöru væri alltaf stutt. Þess má geta að á síðasta upplestur Einars Más í Danmörku mættu hátt á þúsund manns en Bítlaávarpið kom út í Danmörku fyrr á árinu og hlaut frábærar viðtökur. Goðheimar Einars Más 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.