Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 58
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR26
Nýjasta plata Skítamórals, Má ég sjá, inniheldur tíu ný lög, þar á meðal Ástin dugir, Hvers
vegna?, Má ég sjá og Hún. Þetta
er fyrsta platan sem gefin er út
undir merkjum Plan B - plötufyr-
irtækis Einars Bárðarsonar, guð-
föðurs Skítamórals og höfundar
slagarans Ertu þá farin?
„Þetta er mjög vönduð plata,“
segir Addi Fannar um nýju plöt-
una. „Við tókum eins mikinn tíma
og við þurftum í gerð hennar.
Við vorum að melta þetta fram
og til baka og ákváðum að vinna
með mörgum upptökumönnum.
Ferlið var í heildina eitt og hálft
ár miðað við að fyrri [plöturnar]
voru unnar á þremur mánuðum.
Þessi var öðruvísi fyrir okkur
því við tókum allan þann tíma
sem okkur sýndist,“ segir Addi
og bætir því við að upphaflega
hafi platan átt að koma út fyrir
síðustu jól.
Bakterían komin til að vera
Skítamórall hefur í þó nokkurn
tíma verið starfandi án fyrrum
söngvara síns, Einars Ágústs
Víðissonar. Addi segir það vissu-
lega hafa verið viðbrigði að missa
hann en það hafi samt ekkert
verið erfitt án hans.
„Við erum núna fjórir upp-
runalegir meðlimir í sveitinni
og fimmti maðurinn hefur allt-
af komið og farið því það hafa
nokkrir aðrir verið á undan Ein-
ari,“ segir hann.
Hljómsveitin Skítamórall
var stofnuð á Selfossi árið 1989.
Sveitina skipa núna þeir Jóhann
Bachman trommur, Arngrímur
Fannar Haraldsson gítar, Her-
bert Viðarsson bassi og Gunnar
Ólason söngvari og gítarleikari.
„Við höfum verið til í ein sextán
ár og vorum þrettán ára þegar
við byrjuðum,“ segir Addi um
uppruna Skítamórals. Hann
minnist þess ekki að sveitin hafi
sett sér sérstök markmið til að
byrja með. „Sem unglingar hugs-
uðum við dag frá degi eins og
krakkarnir gera en við gátum
allir séð fyrir okkur að vera
tengdir tónlist. Ég efast samt um
að við gætum ímyndað okkur að
gefa út fimm breiðskífur og vera
alltaf sami hópurinn. Það er samt
þannig með tónlistarbakteríuna,
að ef hún kemur þá er hún til að
vera.“
Ekki undanþegnir gagnrýni
Addi játar að ýmislegt hafi geng-
ið á þessi sextán ár. „Það hefur
gengið á öllu sem hægt er að
ganga á en það hefur bara styrkt
hópinn. Við höfum alltaf náð að
halda dampi, til dæmis með mik-
illi spilagleði og með því í seinni
tíð að spila ekki eins stíft og við
gerðum á árum áður. Núna spil-
um við þegar okkur sýnist.“
Langt í land að
ná Stuðmönnum
Hljómsveitin Skítamórall hefur verið á meðal vinsælustu
hljómsveita landsins í gegnum árin. Nýverið kom út fimmta
plata sveitarinnar og sú fyrsta í sex ár. Freyr Bjarnason
ræddi við gítarleikarann Adda Fannar um fyrirbærið Skí-
mó.
Opið lau.: 11:00 - 16:00
Opið sun.: 13:00 - 16:00
SKÍTAMÓRALL Nýjasta plata Skítamórals
heitir Má ég sjá. Addi Fannar er lengst
til hægri.