Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 17

Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 17
SUNNUDAGUR 6. nóvember 2005 17 inu, unnið í samstarfi við einn hæfasta grafíska hönnuð lands- ins. Þá höfum við einnig tekið upp samstarf við Ragnar Th. Sigurðs- son ljósmyndara, sem hefur tekið einstakar ljósmyndir af íslenska hestinum. Á næstu mánuðum munum við svo þróa blaðið í þá átt að gera það enn sterkara og fjöldi hugmynda á borðinu sem ekki er hægt að ljóstra upp að svo stöddu,“ segir Telma, sem sér fyrir sér öfl- ugan fagmiðil sem er í senn fræð- andi, spennandi og skemmtilegur. „Hestamennskan kemur við svo marga þætti mannlífsins; ekki síst útivist og heilbrigði. Sá hópur fólks sem stundar hestamennsku er heldur ekki einsleitur, heldur fólk úr öllum áttum og af öllum stéttum; bæði hérlendis og erlend- is. Það er af nógu að taka innan hestamennskunnar: útflutningur, uppeldi á hrossum, tamningar, hrossarækt og ótal margt annað, enda stór hagsmunahópur sem stendur að íslenska hestinum,“ segir Telma en talið er að á bilinu átján til tuttugu þúsund Íslending- ar stundi hestamennsku að stað- aldri. „Það er mikill uppgangur í greininni og árlega bætast við eitt þúsund manns í hestafélög landsins. Þá seljast öll hross, verð á hestum hefur hækkað og bein- línis erfitt að fá góð hross því þau seljast jafn harðan og þau koma á markað,“ segir Telma og fullyrð- ir að hestamarkaðurinn sé á góðu róli þótt verð fyrir hesta hafi farið hækkandi. „Startgjaldið er reyndar dálít- ið hátt. Vel taminn og þokkaleg- ur reiðhestur kostar ekki undir nokkur hundruð þúsundum og keppnishestar eru miklum mun dýrari. Svo þarf reiðtygi, hesthús- pláss og fatnað. En þetta er þess virði. Fólk sem kemur inn í hesta- mennskuna nú til dags undirbýr sig betur en áður þegar það kaup- ir sér hest, fer á námskeið, aflar sér þekkingar og öll þjónusta í kringum hestamennskuna orðin miklu meiri. Þeir sem selja hross hafa lagt mikla vinnu og peninga í tamningar og hrossarækt og því er verðið ekki svo hátt þegar allt er skoðað,“ segir Telma en í haust hefur hestasala verið með einkar blómlegu móti. „Kröfurnar hafa aukist mikið og þeir sem ætla inn í greinina núna vilja ekki taka við illa tömd- um eða illa hirtum hesti. Það vill hæfileikarík og falleg hross af góðum ættum en enga rokhesta sem rjúka með knapana hingað og þangað.“ Spennufíkill með óróleikagen Lengi hefur loðað við ímynd hesta- manna að þeir séu umfram aðra gefnir fyrir sopann. Telma segir það gamla mýtu; hestamennskan hafi breyst gríðarlega hin síðustu ár. „Í eina tíð þóttu hestamenn helst til of drykkfelldir, en í hesta- ferðum nútímans sést varla vín á nokkrum manni. Í dag hugsa hesta- menn fyrst og fremst um hrossin sín, ánægjuna af samneytinu við þau og útivistina. Fagmennskan er einnig orðin miklu meiri og reynd- ar ekki hægt að setja hestamenn undir einn hatt. Það eina sem þeir eiga örugglega allir sameiginlegt er áhugi þeirra á hestum og þegar hestamenn koma saman er eflaust hvimleitt fyrir þann sem hefur engan áhuga að sitja undir spjall- inu því ekkert fær stöðvað hesta- menn þegar kemur að hestatali,“ segir Telma og skellir upp úr. Eiðfaxi er sem fyrr segir elsta hestatímarit landsins sem enn er starfandi og einig það útbreidd- asta. Það er gefið út á íslensku, ensku og þýsku með þúsundir áskrifenda á Íslandi og víða um heim þar sem vinsældir íslenska hestsins fara sívaxandi. „Þetta er fjölmiðill eins og hver annar, nema hvað hann tekur á nokkuð skýrt afmörkuðu málefni. Eiðfaxi er fyrst og fremst suðu- pottur fyrir hvaðeina sem við- kemur íslenska hestinum. Þetta er upplýsingaveita fyrir alla áhuga- menn um íslenska hestinn,“ segir Telma, sem segist eiga erfitt með að slíta sig frá fjölmiðlastarfinu. „Það var skyndihugdetta á sínum tíma að gerast blaðamaður og í þá tíð sem Ellert Schram var ritstjóri DV herjaði ég stíft á hann og linnti ekki látum uns hann gaf sig,“ segir Telma, sem síðan hefur starfað við fjölmiðla með einstaka hliðarhoppi. „Fjölmiðlastarfið hentar ákveðinni manngerð; þeirri sem er forvitin um menn og málefni og hefur sterk óróleikagen. Ég hef alltaf haft gaman af fólki, skoðun- um þess, viðhorfum, sjónarmið- um, draumum og þrám og finnst skemmtilegast við starfið fólkið á bak við sögurnar,“ segir Telma, sem eftir langan starfsaldur á Stöð 2 sagði upp starfi sínu sem varafréttastjóri árið 2003. „Ég tók ákvörðun um að hætta því mig langaði að gera hlé á mínum störfum og það vafðist ekkert fyrir mér. Mig langaði að víkka sjóndeildarhringinn, kíkja í aðrar áttir um stund og sakna ekki fréttamennskunnar nema þegar stórir hlutir eru að gerast. Þá kemur upp í mér spennufíkill- inn,“ segir Telma, sem aðspurð segist fagna öllum konum sem starfi í fjölmiðlum þótt enn megi gera betur. „Mér finnst skorta á að konur séu í stjórnunarstöðum; þar eiga íslenskir fjölmiðlar langt í land. Einnig set ég spurningarmerki við þá ofuráherslu sem lögð er á útlit kvenna í ljósvakamiðlum, séu þær bornar saman við karlana sem sitja þeim við hlið. Ekki svo að skilja að allir íslenskir fjölmiðla- menn séu útlitsgallaðir, heldur virðist minni áhersla lögð á þá hlið þegar karl er valinn til starfans. Svo sakna ég reynslubolta úr hópi fjölmiðlakvenna. Mig langar að sjá fleiri þroskaðar sálir sem hafa reynslu, starfa af fagmennsku og... já,takk, tala almennilega íslensku. En þrátt fyrir hnökra er ég full- viss um að ungt fólk í fjölmiðlum er að gera sitt besta. Meðal þeirra sem eru að koma inn í greinina er mjög efnilegt fólk. Það skortir hins vegar leiðsögn frá þeim sem eldri eru og reyndari. Nýliðum er kastað út í djúpu laugina án þess svo mikið að björgunarkútur sé í augsýn!“ segir Telma brosmild um leið og hún leggur hnakkinn á hest sinn og ríður út í buskann. �������������������������������� Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954 Opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-15 Gjafavara í miklu úrvali frá þekktum vörumerkjum. Handklæði, sloppar, baðmottur og baðvara frá Christy og Aquanova. Veisludúkar, hördúkar og löberar frá Södahl, Yris og Kimono. Sængurfatnaður frá Södahl og Rocha. ���������� „Mig langar að sjá fleiri þroskaðar sálir sem hafa reynslu, starfa af fagmennsku og... já, takk, tala almennilega íslensku.“ FORSÍÐA EIÐFAXA Nýjasta tölublaðið hefur vakið athygli fyrir spennandi efnistök og vandað útlit.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.