Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 73
SUNNUDAGUR 6. nóvember 2005 41
Gengi tveggja liða hefur vakið hvað
mesta athygli á Spáni í haust. Annars
vegar góður leikur Osasuna sem vermir
óvænt toppsætið og hins vegar sljól-
eiki Athletic Bilbao sem er neðst í
deildinni. Bilbæingar skiptu um
þjálfara í vikunni og réðu Javier
Clemente, fyrrum landsliðs-
þjálfara Spánar. Hann hefur
stýrt Bilbao í tvígang áður,
gerði liðið meðal annars
að meisturum tvö ár í
röð snemma á níunda
áratugnum. Dapurt gengi
Bilbao hefur leitt til spurn-
inga um hvort basknesk
þjóðernisstefna liðsins sé
að bíða skipbrot en liðið
hefur alla tíð eingöngu
teflt fram baskneskum
leikmönnum.
Markmaður á vænginn
Baskaland liggur nyrst á
Spáni en Baskar búa í fleiri
héruðum á Norður-Spáni
og syðst í Frakklandi.
Vínhéruðin frægu
Navarra og La
Rioja eru næstu
nágrannar í suðri
og leikmenn þaðan
eru flokkaðir sem
Baskar eftir hentugleik-
um Bilbæinga. Má nefna
að Bilbao skartar átta
leikmönnum frá þessum
héruðum. Óneitanlega
takmarkar þessi þjóðernis-
stefna möguleika á endur-
nýjun liðsins. Bilbao er ekki
ríkt félag og missir reglulega
frá sér bestu mennina til stærri
liða, í sumar gekk bakvörðurinn Asier
Del Horno í raðir Chelsea og framherj-
inn Santi Ezquerro hélt til Barcelona
til að sitja á bekknum þar. Bilbæingar
fengu nokkra leikmenn í staðinn en
enga stórspilara. Var þó spáð allgóðu
gengi enda verið í toppbaráttunni und-
anfarin ár. Fallbarátta er nokkuð sem
liðið þekkir ekki enda eina liðið ásamt
Real Madrid og Barcelona sem aldrei
hefur fallið úr efstu deild.
Clemente er þekkt hörkutól og líklegur
til að rífa liðið úr dróma. Hann beitir
gjarnan óhefðbundnum aðferðum
til að hrista upp í mannskapnum.
Frægasta dæmið er þegar hann var
svo óánægður með leik landsliðsins
að hann setti varamarkvörðinn Molina
inn á - í stöðu vinstri vængmanns!
Clemente notaði mikið Baska í
landsliðið og hlaut allnokkra gagnrýni
fyrir. Hann svarar allri gagnrýni fullum
hálsi, dásamlegast tilsvara hans þegar
hann hreytti í blaðamann sem taldi
sig vita sitthvað um leikinn af því að
hann hefði horft svo mikið á fótbolta:
„Beljurnar við æfingavöllinn okkar
horfa á fótbolta á hverjum degi en þær
vita ekki rassgat.“
Sterkir í Pamplona
Baskneska þjóðernisstefnan hefur
haldið velli vegna þess að Baskaland
og nærsveitir eru mesta útungun-
arstöð Íberíuskagans á knattspyrnu-
mönnum. Með toppliðinu Osasuna
leika til dæmis þrettán leikmenn
sem hafa fæðingarvottorð sem
hreinlínumennirnir í Bilbao gætu
samþykkt. En Osasuna er í borginni
Pamplona í Navarra-héraði og þar
hlusta menn ekki á neinar þjóðernis-
dillur og skarta útlendingum að vild.
Serbinn Savo Milosevic er þekktasti
leikmaður Osasuna ásamt spænska
markverðinum Ricardo sem var um
hríð á mála hjá Manchester United.
Borgin Pamplona er þekktust fyrir
nautahlaupið „encierro“ sem fer fram
í júlí ár hvert en þá er kolvitlausum
nautum sleppt lausum á götum
borgarinnar og fífldjarfir ofurhug-
ar freista þess að komast undan
óslasaðir. Osasuna-menn hafa einnig
verið kaldir karlar í gegnum tíðina
enda merkir heiti liðsins styrkur og
kraftur á basknesku. Þeir hafa verið
með ágætislið síðustu ár en oftast
sveimað í rólegheitum um miðja
deild. Þeir þykja leika afar agaðan
leik að ítalskri fyrirmynd og eru erfið-
ir heim að sækja.
EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Á SPÁNI OG ÍTALÍU
Baskar á botni og toppi á Spáni
Enska úrvalsdeildin:
ASTON VILLA-LIVERPOOL 0-2
0-1 Steven Gerrard, víti (85.), 0-2 Xabi Alonso
(89.).
ARSENAL-SUNDERLAND 3-1
1-0 Robin van Persie (12.), 2-0 Thierry Henry (36.),
2-1 Alan Stubbs (74.), 3-1 Thierry Henry (82.).
BLACKBURN-CHARLTON 4-1
1-0 Brett Emerton (2.), 2-0 Paul Dickov (18.), 2-1
Bryan Hughes (36.), 3-1 Morten Pedersen (59.),
4-1 Craig Bellamy (90.).
FULHAM-MAN. CITY 2-1
1-0 Steed Malbranque (6.), 1-1 L. Croft (20.), 2-
1 Steed Malbranque (45.). Heiðar Helguson lék
síðustu þrettán mínútur leiksins.
NEWCASTLE-BIRMINGHAM 1-0
1-0 Emre (78.).
WEST HAM-WBA 1-0
1-0 Teddy Sheringham (57.).
PORTSMOUTH-WIGAN 0-2
1-0 P. Chimbonda (47) 2-0 Jason Roberts (78)
STAÐAN:
CHELSEA 11 10 1 0 28-6 31
WIGAN 10 7 1 2 11-5 22
TOTTENHAM 11 5 5 1 13-7 20
BOLTON 11 6 2 3 13-11 20
CHARLTON 10 6 1 3 15-10 19
MAN. UTD 10 5 3 2 15-11 18
ARSENAL 10 5 2 3 13-7 17
MAN.CITY 10 5 2 3 11-8 17
WEST HAM 10 4 3 3 14-10 15
MIDDLBR. 11 4 3 4 15-15 15
BLACKB. 11 4 2 5 11-14 14
LIVERPOOL 9 3 4 2 7-8 13
NEWCASTL. 10 3 3 4 8-10 12
PORTSM. 11 2 4 5 11-13 10
FULHAM 11 2 3 6 10-15 9
A.VILLA 10 2 3 5 9-16 9
WBA 10 2 2 6 9-18 8
EVERTON 10 2 1 7 3-12 7
BIMRINGH. 11 1 3 7 7-16 6
SUNDERL. 11 1 2 8 10-21 5
Enska 1. deildin:
IPSWICH-PLYMOUTH 3-1
Bjarni Guðjónsson var ekki leikmannahópi Ply-
mouth.
LEEDS-PRESTON 0-0
Gylfi Einarsson var í leikbanni.
LEICESTER-SOUTHAMPTON 0-0
Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmanna-
hópi Leicester.
QPR-READING 1-2
Ívar Ingimarsson skoraði sigurmark Reading og
lék allan leikinn. Brynjar Björn Gunnarsson var
ekki liði Reading vegna meiðsla.
STOKE-BRIGHTON 1-0
Hannes Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Stoke City.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
xxxx
xxxxdxx
xxxxxxx
Svona er hausinn á pistlum Einars Loga
EINAR LOGI VIGNI SON: XXXXXX
FÓTBOLTI „Þetta var góður sigur
hjá okkur. Það er erfitt að koma
á þennan völl og halda mark-
inu hreinu, en okkur tókst það.
Þetta var sanngjarn sigur að
mínu mati,“ sagði Rafael Benitez,
knattspyrnustjóri Liverpool, eftir
2-0 sigur á liði Aston Villa á Villa
Park í Birmingham. Steven Gerr-
ard skoraði fyrra mark Liverpool
úr vítaspyrnu á 85. mínútu en
Spánverjinn Xabi Alonso bætti
öðru marki við fjórum mínút-
um síðar. David O‘Leary, knatt-
spyrnustjóri Aston Villa, var
ekki sáttur við vítaspyrnudóm-
inn. „Þetta var ódýr vítaspyrna
og hún einfaldlega réð úrslitum.
Svona geta slæmir dómar ráðið
úrslitum.“
Arsenal átti ekki í neinum
vandræðum með lið Sunder-
land og endaði leikurinn með 3-
1 sigri heimamanna í Arsenal.
Mick McCarthy, knattspyrnu-
stjóri Sunderland, sagði sitt lið
einfaldlega hafa mætt ofjörlum
sínum. „Ég hef alltaf hrifist af
leikstíl Arsenal eftir að Arsene
Wenger tók við stjórnartaumum
hjá liðinu. En mér fannst leik-
menn mínir bera of mikla virð-
ingu fyrir hættulegum sóknar-
mönnum Arsenal. Það má ekki
gefa leikmönnum eins og Thierry
Henry neitt pláss, en einhverra
hluta vegna fannst varnarmönn-
um mínum það ekkert tiltökumál
ef Henry var einn og yfirgefinn
með boltann fyrir framan víta-
teiginn,“ sagði McCarthy undr-
andi eftir leikinn.
Ekki vænkaðist staða Birm-
ingham City í gær en liðið tapaði
1-0 fyrir Newcastle United á St.
James Park í Newcastle. Steve
Bruce, knattspyrnustjóri Birm-
ingham, var að vonum svekktur
í leikslok, en jafnræði var með
liðunum lengst af. „Svona hefur
þetta gengið hjá okkur í vetur.
Við erum oftar en ekki að standa
okkur ágætlega meirihluta leiks-
ins en síðan er okkur refsað fyrir
öll einstaklingsmistök. Ég hef trú
á leikmönnum mínum og trú á því
að liðið muni ná sér upp úr vand-
ræðunum sem liðið er komið í.“
- mh
Liverpool lagði Aston
Villa á Villa Park
Liverpool vann sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar liðið
lagði Aston Villa 2-0.
FÓTBOLTI Breiðablik vann óvæntan
sigur á Ian Rush Icelandair Mast-
ers mótinu sem fram fór í Egils-
höll í gær. Blikar höfðu menn á
borð við Kjartan Einarsson og
Salih Heimi Porca innanborðs en
þeir lögðu feikisterkt úrvalslið
Icelandair í úrslitaleik 2-1. Ice-
landair-liðið taldi marga kunna
kappa, Arnór Guðjohnsen, Ólaf
Þórðarson, Eyjólf Sverrisson auk
markahæsta manns mótsins, Arn-
ars Gunnlaugssonar. „Mér fannst
mótið ganga mjög vel og ég er
ánægður með það í alla staði.
Þetta var bara fyrsta mótið hérna
og við lærum af mistökunum,
vonandi náum við að gera þetta
árlega úr þessu. Það er frábært
að vera hérna á Íslandi og ég er
viss um að það verður bara vin-
sælla í framtíðinni,“ sagði Ian
Rush um mótið sem hann stóð
fyrir ásamt Icelandair en hann
var með svörin á hreinu af hve-
rju Liverpool tókst ekki að fara
með sigur af hólmi. „Við ættum
kannski að róa okkur á bjórnum,“
sagði Rush brosandi.
„Það er gaman að þessu, þetta
er frábært framtak og það er
gaman að fá að taka á þessum köll-
um,“ sagði Guðni Bergsson, sem
lék með úrvalsliði Icelandair.
„Sumir hérna eru aðeins í eldri
kantinum en við vorum með frek-
ar sprækt lið og ég trúi ekki öðru
en að áhorfendur hafi haft gaman
af því að horfa á mótið þó svo að
kílóin hafi aðeins safnast saman
á sumum,“ sagði Guðni.
hjalti@frettabladid.is
Breiðablik vann á Mastersmóti Ian Rush og Icelandair:
Gamlar kempur
í Egilshöllinni
FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson skoraði
sigurmark Reading í gær þegar
liðið lagði Queens Park Rangers að
velli, 2-1 á heimavelli QPR, Loftus
Road. James Harper kom Readi-
ng yfir eftir fallegan undirbúning
Dave Kitson en Lee Cook jafnaði
fyrir Queens Park Rangers, sem
sótti stíft næstu mínútur á eftir.
Ívar Ingimarsson tryggði svo
sigur Reading með því að skalla
boltann fallega í netið eftir horn-
spyrnu frá John Oster.
Reading hefur nú ekki tapað
tuttugu deildarleikjum í röð og
er það félagsmet. Steve Coppell,
knattspyrnustjóri Reading, hrós-
aði sínum mönnum í hástert og
sagði liðið líklegt til þess að kom-
ast upp í úrvalsdeildina ef það
héldi áfram á sömu braut. „Þetta
var jafn leikur en við sýndum
baráttu og dugnað og það skilaði
okkur sigri að lokum. Við hefðum
átt að skora fleiri mörk. Vonandi
tekst okkur að halda áfram að
vinna leiki og tryggja okkur sæti í
úrvalsdeildinni.“ -mh
Ívar með sigurmarkið:
Reading enn á
sigurbraut
STEVEN GERRARD SKORAR ÚR VÍTASPYRNU Gerrard lék ágætlega með Liverpool í gær og
sést hér skora fyrra markið í leiknum gegn Aston Villa.
ÍVAR INGIMARSSON Ívar hefur leikið ein-
staklega vel með Reading á tímabilinu.
FRANK STAPLETON
OG GUÐNI BERGSSON
Stapleton, sem lék með
liði Manchester United á
mótinu, komst lítt áleiðis
gegn Guðna Bergssyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Paul Jewell, knattspyrnu-
stjóri Wigan Athletic, hefur náð
frábærum árangri með liðið það
sem af er keppni í ensku úrvals-
deildinni en sigur liðsins á Ports-
mouth í gær var sjötti sigurleikur
liðsins í röð og er liðið nú í öðru
sæti í úrvalsdeildinni. „Það hefur
gengið frábærlega hjá okkur það
sem af er leiktíð. Samt sem áður
höfum við verið dálítið óheppnir.
Við höfum alltaf átt skilið að vinna
þá leiki sem við höfum unnið. En
tapið gegn Chelsea í fyrsta leik
okkar var óverðskuldað. Nú er
það undir okkur sjálfum komið að
halda okkur í toppbaráttunni því
við höfum nú þegar sýnt hinum
liðunum að við getum spilað góðan
fótbolta.“ - mh
Velgengni Wigan:
Verður áfram í
toppbaráttu