Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 2
2 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR VERALDAR“ Ó lafur G unnarsson, rithöfundur „BESTA BÓKVERALDAR“ www.jpv.is SPURNING DAGSINS Logi Bergmann, geturðu betur á Stöð 2? „Já, er ekki alltaf hægt að geta betur?“ Logi Bergmann Eiðsson mun í desember byrja með nýjan spurningaþátt á Stöð 2 en hann var lengi spyrill í Gettu betur. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� ARGENTÍNA, AP Leiðtogar Ameríku- ríkja luku tveggja daga fundi sínum í argentínska sumardvalarstaðnum Mar del Plata í gær án þess að lausn fyndist á deilu um stofnun frí- verslunarsvæðis sem næði til alls heimshlutans, frá norðri til suðurs. Ófriðsamleg fjöldamótmæli settu mark sitt á fundinn. Brasilíski forsetinn Luiz Inacio Lula da Silva sagði að frekari við- ræður um að aflétta viðskiptahöml- um frá Alaska til Eldlands frest- uðust fram til næstu viðræðulotu um frjálsari heimsviðskipti, en hún fer fram á vegum Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Hong Kong í desember. Fjöldamótmæli eru orðin fastur fylgifiskur Ameríkuleiðtogafunda, sérstaklega þegar aukið viðskipta- frelsi og stefna Bandaríkjanna er á dagskrá. Síðasti fundur, sem fram fór í Monterrey í Mexíkó fyrir tveimur árum, kafnaði næstum í götumótmælum gegn Bush Banda- ríkjaforseta. Hugo Chavez, forseti Venesúela, lýsti hinn áformaða Ameríkufrí- verslunaramning FTAA dauðan á fjölmennum útifundi á föstudag. Vicente Fox Mexíkóforseti var ósáttur við framgöngu Chavez. Ekkert land yrði neytt til þátttöku í frjálsari milliríkjaviðskiptum. - aa Leiðtogafundi Ameríkuríkja lauk í gær: Engin sátt um fríverslun GEGN BUSH Mótmælandi íklæddur vesti með áletruninni „stöðvum Bush“ brýtur rúðu á leiðtogafundarstaðnum í Argentínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PRÓFKJÖR Júlíus Vífill Ingvarsson stefndi á annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann lenti í fimmta sæti í kjör- inu. Hann viður- kenndi að vissu- lega hefði verið stefnt hærra en sagðist una sáttur við sitt. „Það er nýlunda að borg- arfulltrúi segi sig úr borgarstjórn en bjóði sig aftur fram þannig að þar hefur ákveð- ið blað verið brotið,“ sagði hann og var þess fullviss að sá listi sem nú væri að mótast yrði sigurstrangleg- ur. „Niðurstaðan veldur mér engum sérstökum vonbrigðum. Það sem mestu máli skiptir er að Sjálfstæð- isflokkurinn bjóði fram sterkan lista með góðu fólki.“ ■ Júlíus Vífill í fimmta sæti: Engin sérstök vonbrigði JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON 1. sæti Hermann Jón Tómasson 278 atkvæði í 1. sæti 2. sæti Sigrún Stefánsdóttir 168 atkvæði í 1.-2. sæti 3. sæti Helena Þuríður Karlsdóttir 141 atkvæði í 1.-3 sæti 4. sæti Ásgeir Magnússon 151 atkvæði í 1.-4. sæti NIÐURSTAÐA PRÓFKJÖRS SAMFYLKING- ARINNAR Á AKUREYRI 411 atkvæði voru greidd í prófkjörinu. Þar af voru 396 gild, en 17 ógild. SAMFYLKING PRÓFKJÖR Sif Sigfúsdóttir var sam- kvæmt síðustu tölum í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitastjórnar- kosningarnar í vor. Hún sagði úrslitin koma sér á óvart. „Ég er mjög stolt af því að fá að vera hluti af þessari liðsheild,“ sagði hún. „Þetta kemur mér á óvart. Ég var ekki með kosningaskrifstofu en vinir og vandamenn unnu gott starf,“ útskýrði Sif en sagðist þó vera með báða fæturna á jörðinni. „Mig langar til að vinna við þetta og þess vegna bauð ég mig fram.“ - fgg Sif Sigfúsdóttir í áttunda sæti: Úrslitin koma á óvart SIF SIGFÚSDÓTTIR AUGLÝSINGAR Auglýsingar verslana um að þær felli niður virðisauka- skatt af vörum sínum eru blekkj- andi fyrir viðskiptavini segir Ind- riði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Verslanir hafa undanfarin misseri gert meira af því að aug- lýsa tilboðsdaga sína með þeim hætti að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Þrátt fyrir að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörum telur Ind- riði um blekkingu að ræða þar sem auglýsingar telji fólki trú um að hægt sé að sleppa því að borga skattinn. ■ Auglýsingar verslana: Viðskiptavinir blekktir PRÓFKJÖR „Mér þykir þessi útkoma vera glæsileg því ég er að stíga mín fyrstu skref í borgarpólitík- inni og á margt eftir ólært,“ segir Gísli Marteinn Baldursson. Gísli hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann sóttist eftir fyrsta sæti á listanum en beið lægri hlut fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. „Ég óska Vilhjálmi hjartan- lega til hamingju með glæsileg- an sigur í prófkjörinu. Það sýnir auðvitað styrk hans að hafa feng- ið þennan fjölda atkvæða,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að á bak við framboð sitt sé grasrót- arhreyfing fólks á öllum aldri sem vinna vilji fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann telur að setja verði fram nýjar hugmyndir og tefla fram krafti nýrrar kynslóð- ar. „Ég akvað að fara fram gegn þessum reynda stjórnmálaskör- ungi til þess að koma þessum hugmyndum á framfæri,“ segir Gísli Marteinn. „Ég held að þetta sé upphaf þeirrar leiðar sem við erum á og mun vonandi leiða okkur til sig- urs í kosningunum í vor,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir en hún mun sitja í öðru sæti listans á milli þeirra Vilhjálms og Gísla. Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðiprófessor segir Hönnu Birnu vera hinn raunverulega sigurvegara í prófkjörinu því henni hafi tekist að komast að á sínum eigin forsendum. „Það er alveg greinilegt að það er mikill hugur í sjálfstæðisfólki, ég hef fundið það allan tímann,“ segir Hanna Birna. „Ég óska Vilhjálmi sérstaklega með þessi úrslit og Gísla Marteini einnig en hann hefur með þessu skipað sér í forystusveit sjálfstæðismanna í borginni.“ saj@frettabladid.is Hanna Birna sigur- vegari prófkjörsins Hanna Birna Kristjánsdóttir er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnarkosninga. Gísli Marteinn Baldursson beið lægri hlut fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Hann telur þörf á að tefla fram krafti yngri kynslóðanna. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK* 1. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2.373 atkvæði í 1. sæti 56,4% 2. sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir 2.281 atkvæði í 1.-2. sæti 54,2% 3. sæti Gísli Marteinn Baldursson 2.125 atkvæði í 1.-3. sæti 50,5% 4. sæti Kjartan Magnússon 2.278 atkvæði í 1.-4. sæti 54,2% 5. sæti Júlíus Vífill Ingvarsson 2.127 atkvæði í 1.-5. sæti 50,6% 6. sæti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 2.413 atkvæði í 1.-6 sæti 57,4% 7. sæti Jórunn Frímannsdóttir 2.334 atkvæði í 1.-9. sæti 55,5% 8. sæti Sif Sigfúsdóttir 1.948 atkvæði í 1.-9. sæti 46,3% 9. sæti Bolli Thoroddsen 2.047 atkvæði í 1.-9. sæti 48,7% 10. sæti Marta Guðjónsdóttir 1.752 atkvæði í 1.-9. sæti 41,7% 11. sæti Kristján Guðmundsson 1.398 atkvæði í 1.-9. sæti 33,2% 12. sæti Ragnar Sær Ragnarsson 1.325 atkvæði í 1.-9. sæti 31,5% 13. sæti Björn Gíslason 1.033 atkvæði í 1.-9. sæti 24,6% 14. sæti Jóhann Páll Símonarson 849 atkvæði í 1.-9. sæti 20,2% 15. sæti Örn Sigurðsson 734 atkvæði í 1.-9. sæti 17,5% *Þegar talin höfðu verið 4.206 atkvæði Keyrt á hross Lögreglunni á Egilsstöð- um barst tilkynning um að keyrt hefði verið á hross á Þjóðvegi 1 við Skriðdal rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Höfðu nokkrir hestar sloppið út fyrir girðingu og var verið að setja þá aftur inn þegar slysið átti sér stað. Þurfti að aflífa hrossið en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Var bíllinn óökufær eftir atvikið. LÖGREGLA PRÓFKJÖR Hermann Jón Tómasson, áfangastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri og varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, vann afgerandi sigur í prófkjöri flokksins í gær vegna sveitar- stjórnarkosninganna á næsta ári. Hlaut hann alls 278 atkvæði í fyrsta sæti en Hermann Óskars- son, sem einnig sóttist eftir efsta sætinu, fékk 70 atkvæði í það sæti. Sigrún Stefánsdóttir varð í öðru sæti í prófkjörinu með 168 atkvæði í fyrsta og annað sæti og Helena Þ. Karlsdóttir varð í þriðja sæti með 141 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Margrét Kristín Helgadóttir hlaut 200 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti en reglur prófkjörsins kváðu á um að tvær konur og tveir karl- ar skyldu skipa fyrstu fjögur sæti listans og því mun Ásgeir Magn- ússon skipa fjórða sætið en hann fékk 151 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Alls voru 843 á kjörskrá og fjölgaði flokksfélögum um 17,5 prósent í aðdraganda prófkjörsins. Lára Stefánsdóttir, formaður kjör- nefndar, var mjög ánægð með kjör- sóknina en hún var um 48 prósent. „Í Hrísey kusu allir félagsmenn nema einn en þar var mikill áhugi á prófkjörinu og eru félagsmenn þar yfir 30 talsins,“ segir Lára. - kk Konur náðu góðum árangri í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri: Hermann Jón í fyrsta sæti GÍSLI MARTEINN BALDURSSON OG VALA ÁGÚSTA KÁRADÓTTIR Gísli Marteinn og eiginkona hans Vala Ágústa sjást hér í kosningamiðstöð Gísla Marteins í Aðalstræti í gærkvöldi. Úrslit voru ekki endanleg en ljóst var hvert stefndi. Gísli hlakkar til að vinna með listanum í komandi kosningabaráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HERMANN TÓMASSON Leiðir lista Samfylk- ingarinnar á Akureyri í næstu sveitarstjórn- arkosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.