Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 6
6 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR L i n d a Ben t sdó t t i r O p i ð pró f k j ö r 1 2 . n ó v í Smá r a s k ó l a Kosningaskrifstofa Arnarsmára 32 sími - 822 5100 lindabents@simnet.is FANGAR „Það er ekki bara glæpur að pynta fólk heldur líka að gera þær mögulegar,“ segir Frank Aaen, þingmaður Einingarlistans í Dan- mörku, í viðtali við Fréttablaðið. Hann segist ánægður með að málið hafi vakið slíka athygli á Íslandi. Það var svar Flemming Hansen, samgönguráðherra Danmerkur, við fyrirspurn Frank Aaen á danska þinginu í síðustu viku sem varð k v e i k j a n að umræð- unni hér á landi um m i s n ot k u n bandarísku l e y n i þj ó n - ustunnar CIA á íslenskri lofthelgi og f lugvöl lum með því að fljúga með fanga í leyni- legar herstöðvar í löndum þar sem talið er að pyntingar séu stundað- ar. Hansen upplýsti þá að flugvél á vegum CIA hefði farið í gegnum danska lofthelgi á leið frá Íslandi til Ungverjalands 10. október á þessu ári. Í sumar hafði danski utanrík- isráðherrann, Per Stig Møller, lýst því yfir á þinginu að dönsk stjórn- völd hefðu tjáð bandarískum yfir- völdum að Danir sættu sig ekki við áframhaldandi flutninga á föngum um danska lofthelgi. Vitað er að vél á vegum CIA lenti í Kaupmannahöfn í mars síð- astliðnum og stoppaði í tæpan sól- arhring. Aaen vill að upplýst verði hverjir hafi verið um borð í vélinni, hvert hún hafi verið að fara og hvers vegna hún hafi haft viðdvöl í Danmörku. Hann segir að þessar upplýsingar eigi að vera til hjá flug- vallaryfirvöldum. „Þessir fangar eru í mun verri stöðu en til dæmis fangar í herstöðinni í Guantanamo á Kúbu. Við vitum að minnsta kosti hverjir þar eru og Rauði krossinn hefur fengið að fylgjast með aðbún- aði þeirra. Hins vegar vitum við ekkert um fangana sem CIA er að fljúga með hér yfir landið. Þessa flutninga þarf að stöðva og tryggja föngunum réttlát réttarhöld.“ „Ég trúi ekki öðru en að stjórn- völd í Danmörku, Íslandi og öðrum löndum þar sem CIA hefur flog- ið með fanga í gegn banni flugið algerlega. Til dæmis hafa stjórn- völd í Taílandi lokað fangelsi CIA í landinu. Pólverjar munu örugglega gera slíkt hið sama“. Aaen segir málinu ekki lokið í Danmörku og verði það tekið fyrir í þingnefnd í næstu viku. Eins ætl- ast hann til að utanríkisráðherra Danmerkur taki málið upp hjá Evr- ópusambandinu enda leikur grunur á að CIA starfræki fangelsi í sam- bandslöndum ESB. ks@frettabladid.is Það er glæpur að gera pyntingar mögulegar Danski þingmaðurinn Frank Aaen kveðst í samtali við Fréttablaðið vera ánægður með þá athygli sem svonefnt fangaflug Bandaríkjamanna hefur vakið hérlendis. Fyrirspurn hans á danska þinginu hratt atburðarásinni af stað. FRANK AAEN LÍFEYRISSJÓÐIR Lífeyrissjóður Suður- lands lækkaði greiðslur til sjóðs- félaga um tólf til sextán prósent um síðustu mánaðamót. Dæmi eru um sjóðsfélaga sem hafa séð fimmtán þúsund króna skerðingu á mánaðar- greiðslu. „Langvarandi atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum hefur haft gríðarleg áhrif og því er kostnað- ur vegna örorku kvenna mestur á Suðurnesjum,“ segir í bréfi til sjóðsfélaga þar sem þeim er kynnt skerðingin. „Maður finnur virkilega til með fólki sem fær þessa tilkynn- ingu,“ segir Kristján Gunnarsson, varaformaður sjóðsins og formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þá ályktun hafa verið dregna að há örorkubyrði sjóðsins á Suðurnesjunum tengist atvinnu- leysi meðal kvenna. „Á Suðurlandi eru það hins vegar karlarnir sem eru í meirihluta þegar kemur að örorkunni,“ segir Kristján. „Á meðan við þurfum að velta þessum vanda á félaga okkar skrifa opinberu sjóðirnir bréf til fjármála- ráðherra og segja að hann skuldi þeim meiri peninga,“ segir Kristj- án og bendir á rætt hafi verið við stjórnvöld um að koma að örorku- þætti kjarasamninga, án árangurs. - saj Lífeyrissjóður Suðurlands skerðir greiðslur: Atvinnuleysi meðal kvenna orsökin KRISTJÁN GUNNARSSON, VARA- FORMAÐUR LÍFEYRISSJÓÐS SUÐURLANDS Kristján telur að ríkisvaldið eigi að leggja lið til þess að koma í veg fyrir skerðingar á lífeyri. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. JERÚSALEM, AP Öryggisvörður Yitz- haks Rabin, forsætisráðherra Ísra- els, vill að rannsókn verði hafin á morðinu á Rabin á nýjan leik. Á föstudag voru tíu ár liðin frá því að nóbelsverðlaunahafinn var skotinn til bana. 4. nóvember 1995 skaut Yigal Amir, öfgahægrimaður úr hópi gyðinga, Rabin þar sem hann hann flutti ávarp á friðarsamkomu í Tel Aviv. Á valdatíma Rabins horfði mjög í friðarátt fyrir botni Mið- jarðarhafs en hann gegndi lykil- hlutverki í að svonefnt Óslóarsam- komulag varð til þar sem Ísraelar viðurkenndu rétt Palestínumanna til að stjórna herteknu svæðunum svonefndu. Í sjónvarpsviðtali á föstudag ræddi Dror Yitzhaki, helsti lífvörð- ur Rabins, um morðið í fyrsta sinn í tíu ár. Yitzhaki kvaðst bera ábyrgð á að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir tilræðið enda þótt urmull öryggisvarða hefði verið á svæð- inu. Enginn þeirra hreyfði hins vegar legg eða lið fyrr en banamað- ur Rabins hafði lokið sér af. Í viðtalinu greindi Yitzhaki frá því að fimm mánuðum fyrir tilræð- ið hefði leyniþjónustu hersins bor- ist upplýsingar um að „lítill Jem- eni“ hefði í hyggju að myrða Rabin en Amir var af jemenskum ættum. Ekkert var hins vegar gert með þær upplýsingar. Þar sem greinilega á enn eftir að svara ýmsum spurn- ingum um málið kvaðst Yitzhaki telja að taka ætti upp málið á ný. - shg Tíu ár liðin frá morðinu á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels: Lífvörður Rabins vill nýja rannsókn FÖÐURINS MINNST Minningarathöfn var haldin í Jerúsalem í gær og þar lagði Dalia, dóttir Rabins, blóm á leiði föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP YITZHAK RABIN YFIRHEYRSLUSTÖÐ? Rúmenskir herlögreglu- menn gæta Mihail Kogalniceanu-herflugvallar- ins á meðan C130-flugvél bandaríska hersins er affermd. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch telja að CIA stundi yfirheyrslur meðal annars í Rúmeníu og Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Þarf að bæta aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum? já 89,5 nei 10,5 SPURNING DAGSINS Í DAG Tókst þú þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.