Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 27

Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 27
ATVINNA 3SUNNUDAGUR 6 nóvember 2005 Persónuvernd Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík postur@personuvernd.is, www.personuvernd.i Sími: 510-9600, fax: 510-9606 Persónuvernd óskar eftir að ráða tvo lögfræðinga, einn í 100% starf og annan í 50% starf. Persónuvernd er ríkisstofnun, sem starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þau hafa það markmið að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið um persónu- vernd og friðhelgi einkalífs. Hlutverk stofnunarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Um er að ræða krefjandi starf við samningu úr- skurða, álitsgerða, skýrslna, setu á fundum innan- lands og utan og ýmis verkefni á sviði innlends og erlends persónuverndarréttar. Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er nauðsynleg og það að viðkomandi hafi hæfileika til að tjá sig munnlega og í rituðu máli. Til greina kemur að ráða í hlutastarf einn laganema sem er á 4. eða 5. ári. Æskilegt er að hann hafi lok- ið eða hyggist ljúka námskeiði í persónurétti. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2005. Umsóknir skulu berast á skrifstofu Persónuverndar – c/o Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri. Hún veitir jafn- framt frekari upplýsingar og svarar fyrirspurnum í síma 510-9600. Lyfjafræðingur óskast til starfa Lyfjastofnun óskar eftir að ráða lyfjafræðing til starfa sem fyrst. Góð þekking og reynsla af lyfjamálum æskileg. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði • Góð íslenskukunnátta • Tölvukunnátta • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð • Góðir samskiptahæfileikar • Góð enskukunnátta nauðsynleg og annað/önnur Evrópumál æskileg Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs og Lyfjafræðingafélags Íslands. Upplýsingar um starfið gefa sviðsstjórar Lyfjastofnun- ar, sími 520 2100. Umsókn um starfið óskast send, ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmælum til Lyfjastofnunar merkt: Starfsumsókn. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2005. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Helstu verkefni Lyfjastofnunar eru: • Veiting markaðsleyfa fyrir lyf ásamt umfjöllun og afgreiðslu á breytingum á forsendum markaðs-0 leyfa. • Lyfjaeftirlit • Lyfjagát • Klínískar lyfjarannsóknir Sjá nánar á heimasíðu Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is 25-36 og 45-42 (01-20) Rað-augl 5.11.2005 14:03 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.