Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
6. nóvember 2005 — 300. tölublað — 5. árgangur
SIGURÐUR MARGEIR MAGNÚSSON
Fagnar mikilli vinnu
atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
Annað upplag af Mynd-
inni af pabba uppselt
Bókin hefur snortið þjóðina
FÓLK 46
3. til 12. nóvember í
FBL 1x9 forsíðukubbur
Spennandi dagskrá
3.-7. nóvember
Frábær krakkatilbo›
Alltaf sautján í
huganum
Ólafur Hannibalsson
blaðamaður er
sjötugur í dag.
TÍMAMÓT 12
w w w . r o k l a n d . b l o g s p o t . c o m
Kynlíf er Hitler. Það byrjar
með innrás og endar í
dimmum bönker.
ÞAÐ VERÐUR FREMUR hæg
austlæg átt í fyrstu en bætir í vind eftir
því sem líður á daginn. Strekkingur víða
með kvöldinu og slydda nokkuð víða.
FRAKKLAND, AP Kveikt var í nærri
900 bílum, barnaheimili brennt
til grunna og sjúkraliðar grýttir í
óeirðum í innflytjenda-úthverfum
Parísar og fleiri franskra stórborga
í fyrrinótt, en þetta var níunda
slíka óaldarnóttin í röð. Lögregla
handtók yfir 250 manns, fleiri en
næturnar átta þar á undan.
Nicolas Sarkozy innanríkisráð-
herra sagði að íkveikjur myndu
kosta brennuvarga „þunga dóma“.
Hann sagði ríkisstjórnina einhuga
um að hvika hvergi fyrir ofbeldi
óeirðaseggja.
897 ónýtir bílar og strætisvagn-
ar voru taldir í dögun í gærmorg-
un, en það er langmesta tjónið sem
orðið hefur frá því óöldin hófst hinn
27. október í kjölfar þess að tveir
unglingar úr innflytjendafjölskyld-
um létu lífið í Parísarútverfinu
Clichy-sous-Bois er þeir reyndu að
fela sig í spennistöð.
Ofbeldið þótti komast á nýtt
stig í fyrrinótt er sjúkraliðar voru
grýttir sem hugðust koma sjúkum
manni til aðstoðar í blokk í Meaux
austur af París. Sjúkrabíllinn var
brenndur. Mikið brunatjón varð á
barnaheimili í Acheres, vestur af
höfuðborginni. Til óeirða kom líka
í Lille í Norður-Frakklandi, Toul-
ouse í suðvesturhluta landsins og
Rúðuborg í Normandí. Í öllum til-
vikum voru ungir múslimar taldir
hafa verið að verki.
Í frönskum fjölmiðlum voru í
gær kenningar uppi um að ómælt
skipulag lægi að baki vargöldinni,
hér væri ekki lengur um neina
stundarreiði jaðarhópa að ræða.
Lögreglutalsmaðurinn Hamon
sagði þó litlar haldbærar vísbend-
ingar um slíkt. - aa
Vargöldin í innflytjendahverfum franskra borga:
Átökin stigmagnast enn
Stóri bróðir horfðu á mig!
Bækur þar sem mörk
skáldskapar og veru-
leika hafa verið nánast
máð út eru áberandi
um þessar mundir.
FÓLK 18
Bandamenn okkar í Íran
Bandaríkin og Evrópusambandið eiga
að gera hvað þau geta til að styrkja
millistéttina í Íran segir Afshin Molvai.
Í DAG 8
ENGLAND, AP Þúsundir dyggra stuðn-
ingsmanna refaveiða í Englandi og
Wales mættu í gær í fullum skrúða
til að taka þátt í fyrstu refalausu
refaveiðunum, en bann við þeim var
sett í fyrra. Þess í stað eru hundarn-
ir látnir elta lyktarslóð í þjálfunar-
skyni.
Talsmenn Sveitabandalagsins
(The Countryside Alliance), hags-
munasamtaka stuðningsmanna
hefðbundinna refaveiða sem vonast
til að fá banninu hnekkt, sögðu um
200 veiðiútreiðar hafa farið fram í
gær. ■
Veiðimenn þrjóskast við:
Refalausar
refaveiðar
ÚTIVIST Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
ofan Akureyrar var opnað klukkan
tíu í gærmorgun en svo snemma
vetrar hefur svæðið ekki verið
opnað í hartnær aldrafjórðung eða
frá árinu 1981. Á annað þúsund
manns mættu í fjallið þennan fyrsta
opnunardag vetrarins og var skíða-
færi með besta móti fram eftir degi.
Nægur snjór er í fjallinu en jafn-
vel þó hann taki upp á næstu vikum
þurfa skíðaunnendur norðan heiða
ekki að örvænta því eftir hálfan
mánuð verður búnaður til snjó-
framleiðslu í Hlíðarfjalli tilbúinn til
notkunar. - kk
Skíðavertíðin á Akureyri:
Fjölmenni í
Hlíðarfjalli
SNJÓBRETTADAMA Færist þreytan yfir má
nota brettið sem þotu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Þórður Guðjónsson ætlar
sér stóra hluti
Þórður Guðjónsson, sem ný-
lega gekk frá samningi við
uppeldisfélag sitt ÍA, segist
eiga nóg inni. Johan Bos-
kamp, knattspyrnu-
stjóri Stoke City,
segir hann
ekki sama
leikmann
og á árum
áður.
ÍÞRÓTTIR 38
PRÓFKJÖR „Næsta skrefið er sigur í
vor. Þarna er saman komið sigurlið
sem mun verða til þess í samvinnu
við fólkið í borginni að við vinnum
kosningarnar í vor,“ segir Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, sem leiðir lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til
borgarstjórnarkosninga.
Metþáttaka var í prófkjörinu,
sem hófst á föstudag og lauk klukk-
an 18 í gærkvöldi. Rúmlega tólf
þúsund manns greiddu atkvæði og
að sögn Ágústs A. Ragnarssonar,
starfsmanns í Valhöll, er talið að
um átta þúsund manns hafi kosið
í gær.
„Þetta er mikill ánægjudagur
fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík,
þessi síðari dagur prófkjörsins. Það
er greinilegt að sjálfstæðismenn
meta mín störf,“ segir Vilhjálmur
og kveðst þakklátur öllum þeim
stuðningsmönnum og kjósendum
sem hafi stutt hann til sigurs.
„Ég ákvað að fara fram gegn
þessum reynda stjórnmálaskör-
ungi til þess að koma hugmyndum
yngri kynslóðarinnar á framfæri,“
segir Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli bauð fram gegn Vilhjálmi en
hreppti að lokum þriðja sæti list-
ans.
„Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er
ákaflega rótgróinn og virðist hafa
mjög sterk tengsl innan flokksins,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
stjórnmálaprófessor við Háskóla
Íslands. Gunnar telur Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur vera sigurvegara
prófkjörsins. „Hönnu Birnu hefur
tekist að koma sér í þetta sæti á
eigin forsendum en ekki út af ein-
hverjum kvóta. Þetta er jafnframt
mjög sterkt fyrir flokkinn,“ segir
Gunnar Helgi. Hann kveður góða
kjörsókn og fjölgun félagsmanna
ekki koma sér á óvart. „Sjálfstæð-
ismenn trúa því að þeir séu að kjósa
næsta borgarstjóra,“ segir Gunnar
Helgi og bætir jafnframt við að erf-
itt sé fyrir flokk sem hefur verið
lengi í ríkisstjórn að standa sig vel
í sveitastjórnarkosningum.
- saj/ sjá síðu 2.
Vilhjálmur leiðir lista
Sjálfstæðisflokksins
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Gísli Marteinn Baldursson hafnaði í þriðja sæti og kveðst sáttur. Gunnar
Helgi Kristinsson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vera sigurvegarann.
TILBÚINN TIL VERKA Vilhjálmur sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann mun leiða lista flokksins til næstu borgarstjórnar-
kosninga. Hann telur listann vera sigurstranglegan og telur að flokkurinn muni hljóta umboð kjósenda til þess að stjórna borginni í vor.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON