Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 74
 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR42 HANDBOLTI „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleik og við sáum aldrei til sólar eftir hann. Leikmenn verða að fara að sýna hvað þeir geta ef ekki á illa að fara á tímabil- inu,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir að liðið steinlá fyrir Århus GF í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 34-21. Haukar náðu sér aldrei á strik í leiknum og var það sérstaklega í fyrri hálfleik sem danska liðið lagði grunninn að sigrinum, en staðan í hálfleik var 17-7 Århus í vil. Danska liðið lék hraðan hand- bolta sem Haukaliðinu tókst ekki að verjast nægilega vel og því töp- uðu Haukar stórt. Haukar hafa oftar en ekki spilað illa í fyrri hálfleik í vetur og hefur Páll Ólafsson töluverðar áhyggjur af því hvernig leikir liðsins hafa verið að þróast. „Ég þarf að fara að skoða hvernig undirbúningur okkar er fyrir leiki því við náum okkur ekki nægilega vel á strik í byrjun leikjanna. Liðið virðist vera einbeitt en svo eru leikmenn ekki nægilega tilbúnir þegar flautað er til leiks. En ég mun fara rækilega yfir hvers vegna leik- ur liðsins er ekki betri en þetta í fyrri hálfleik. Ég veit vel að lið mitt getur spilað góðan handbolta þegar allir leikmenn eru einbeitt- ir og sýna sitt rétta andlit. En það er ekki að gera það þessa stundina og það er mitt verkefni að taka á þeim vanda.“ Haukar eru nú með tvö stig eftir fimm leiki og eru jafnir ítalska liðinu Merano að stig- um. Innbyrðisviðureign liðanna, í síðustu umferðinni í riðla- keppninni, mun því ráða úrslit- um um það hvort liðið nær þriðja sætinu í riðlinum og kemst þannig áfram í EHF-keppnina. Andri Stefan var markahæsti leikmaður Hauka í leiknum en hann skoraði fimm mörk. Birkir Ívar Guðmundsson var þó án efa besti leikmaður liðsins en hann varði 21 eitt skot í markinu. Árni Sigtryggsson náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði aðeins þrjú mörk. magnush@frettabladid.is Haukar steinlágu í Danmörku Enn einu sinni varð slakur fyrri hálfleikur Haukum að falli. Páll Ólafsson, þjálf- ari liðsins, sagði leik sinna manna hafa verið skelfilegan. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Sunnudagur NÓVEMBER � � LEIKIR � 15.00 FH og ÍBV mætast í DHL- deild karla í handbolta í Kaplakrika. � 16.00 ÍBV og Afturelding eigast við í DHL-deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum. � 16.00 Grindavík og KR mætast í Powerade bikarnum í körfubolta kvenna í Grindavík. � 16.00 Valur og Stjarnan eigast við í Powerade bikarnum í körfubolta kvenna. � 18.15 Grindavík og Keflavík eigast við í Powerade bikarnum í körfubolta karla í Grindavík. � 19.15 ÍR og Njarðvík eigast við í Powerade bikarnum í körfubolta karla í Seljaskóla. � 19.15 Fjölnir og Skallagrímur eigast við í Powerade bikanum í körfubolta karla í Grafarvoginum. � 19.15 Snæfell og KR mætast í Powerade bikarnum í körfubolta karla í Stykkishólmi. � 19.15 Breiðablik og Haukar eigast við í Iceland Express deild kvenna í Smáranum í Kópavogi. � � SJÓNVARP � 08.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. � 09.00 A1 kappaksturinn á Sýn. � 11.20 Meistaradeild Evrópu á Sýn. � 13.10 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn. � 13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Leikur AC Milan og Udinese sýndur í beinni útsendingu. � 15.55 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi milli Scott Harrisson og Nedal Hussein. � 17.55 Spænski boltinn á Sýn. Leikur Real Madrid og Zaragoza á Sýn. � 20.00 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. � 21.30 Helgarsportið á RÚV. � 23.00 Spænski boltinn á Sýn. Leikur Getafe og Barcelona. HALLDÓR INGÓLFSSON OG STURLA ÁSGEIRSSON Sturla Ásgeirsson, leikmaður Århus GF, sést hér reyna að stöðva Halldór Ingólfsson í leiknum í gær. HANDBOLTI Magdeburg tryggði sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í hand- bolta þegar liðið lagði rússneska liðið Chehovski Moskvu að velli 37-28 á heimavelli sínum. Íslenski landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðs- son skoraði fimm mörk fyrir Mag- deburg í leiknum en Arnór Atlason komst ekki á blað í leiknum, en sat á bekknum lengst af. - mh Góður sigur hjá Magdeburg: Magdeburg áfram í Evrópu- keppninni ALFREÐ GÍSLASON Handboltaþjálfari hjá Magdeburg. 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.