Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 12
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR12
timamot@frettabladid.is
����
������������
���������
�����������
������������������������������
�����������������
���� �����������������������������
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
Ólöf Baldvins
fyrrum bóndi á Brún, Akureyri
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, laugardaginn
29. október verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Ingibjörg H. Valgarðsdóttir Jóhann Ólafsson
Vordís B. Valgarðsdóttir Steingrímur Svavarsson
Sylvía S. Valgarðsdóttir Uni Pétursson
Dóróthea K. Valgarðsdóttir
Hermína Ó. Valgarðsdóttir Matthías Eiðsson
Hjálmfríður Ó. Valgarðsdóttir Ívar Jónsson
Friðrika S. Valgarðsdóttir Magnþór Jóhannsson
Guðrún P. Valgarðsdóttir Frímann Jóhannsson
Hersteinn K. Valgarðsson Ólöf Árnadóttir
Benjamín B. Valgarðsson Rósa Kristín Níelsdóttir
Hanna B. Valgarðsdóttir Baldur Jónsson
Rafn Valgarðsson Halldóra Árnadóttir
barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur þeirra.
Elsku mamma okkar, tengdamamma
og amma,
Margrét G. Margeirsdóttir
áður til heimilis í Stífluseli 9,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
7. nóv. kl. 15.00
Helga Ingibjörg Sigurðardóttir Magnús E. Baldursson
Helena Drífa Þorleifsdóttir Atli H. Sæbjörnsson
Þórarinn F. Þorleifsson Hugrún Hrönn Þórisdóttir
og barnabörn
Sími 460 1760
johann@isi.is
Skógræktarfélag Íslands
gefur út jólakort fyrir þessa
jólahátíð sem gefur lands-
mönnum kost á að taka þátt
í að gera landið skógi vaxið.
Á kortinu kemur fram að
fyrir hvert selt jólakort
gróðursetji félagið eitt tré.
Kortið prýðir mynd eftir
listakonuna Kjuregej Alex-
öndru Argunovu og ber heit-
ið Ævintýranótt hjá lífsins
tré. Alexandra er fædd í
Jakútíu í Síberíu og hefur
haldið fjölda sýninga á
Íslandi, Rússlandi, Spáni og
Svíþjóð. Hægt er að panta
kortin á skrifstofu Skóg-
ræktarfélags Íslands.
Eitt tré á kort
ÆVINTÝRANÓTT HJÁ LÍFSINS
TRÉ Kortið prýðir mynd eftir
síberísku listakonuna Kjure-
gej Alexöndru Argunovu.
AFMÆLI
Einar Bollason
hestamaður er 62 ára.
Katrín Fjeldsted
læknir er 59 ára.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1814 Adolphe Sax,
fann upp saxófóninn.
1861 James Naismith,
fann upp körfuknatt-
leik.
MERKISATBURÐIR
1860 Abraham Lincoln er kosinn
forseti Bandaríkjanna.
1893 Tónskáldið Pjotr Tsjaíkovskí
andast í Rússlandi.
1962 Sameinuðu þjóðirnar for-
dæma aðskilnaðarstefnuna
í Suður-Afríku.
1970 Tunglsteinn sem geim-
fararnir í Apollo 11 komu
með til jarðar er til sýnis í
Þjóðminjasafninu.
1976 Tveir piltar brjótast inn
í sportvöruverslun við
Hlemm og skjóta nær
fimmtíu skotum úr byssum
sem þeir finna þar að fólki
og bifreiðum.
1983 Þorsteinn Pálsson er kosinn
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins í stað Geirs Hallgríms-
sonar sem gefur ekki kost
ár sér.
CHARLES MUNCH (1891-1968) LÉST
ÞENNAN DAG.
„Tónlist er list sem lýsir hinu ólýs-
anlega.“
CHARLES MUNCH VAR FRANSKUR
HLJÓMSVEITARSTJÓRI.
„Því er fljótsvarað, ég ætla
að bjóða nokkrum vinum og
kunningjum heim til mín
í einhverjar góðgerðir,“
segir Ólafur Hannibalsson
blaðamaður og rithöfund-
ur um það hvað hann ætlar
að gera í tilefni af sjötugs-
afmæli sínu í dag. „Mér
finnst gaman að bjóða völdu
fólki til mín og eiga með því
kvöldstund,“ segir Ólafur,
sem síðast hélt upp á stór-
afmæli fyrir fjörutíu árum.
„Þegar ég var þrítugur bauð
ég til mín tíu, tólf manns.
Núna verða eitthvað fleiri
því ég er búinn að kynnast
einhverjum kunningjum
síðan,“ segir hann kíminn.
Ólafur segist ekki muna
mikið eftir afmælisdög-
um sínum í gegnum tíðina
en minnist þess þó að hafa
slátrað tveimur hrossum
á fimmtugsafmæli sínu.
„Þetta voru ung hross og
þau voru étin og húðirnar
voru seldar,“ segir Ólaf-
ur, sem var á þessum tíma
bóndi í Selárdal við Arnar-
fjörð.
Þá man hann einnig eftir
því að hafa boðið krökkum
úr götunni sinni í kakó og
smákökur á tíu ára afmæli
sínu en Ólafur ólst upp á
Ísafirði þar sem aldrei var
dauð stund að hans mati.
Tvær afmælisgjafir eru
honum einnig minnisstæð-
ar. „Þegar ég var tveggja
ára var mér gefin tromma.
Hún var nú látin hverfa
fljótlega og ég hef ekki séð
hana síðan,“ segir Ólafur
og hlær að þeirri staðreynd
að sumar afmælisgjafir
séu heldur í óþökk foreldra.
„Þegar ég var fimm ára
gáfu Baldvin Halldórs-
son leikari og Ólafur nafni
minn Helgason mér forláta
brunabíl,“ segir Ólafur en
hann þótti ákaflega spenn-
andi enda fengust yfirleitt
ekki leikföng á stríðsárun-
um. „Ég minnist þess alltaf
við Baldvin þegar fundum
okkar ber saman,“ segir
Ólafur kíminn.
Ólafur segist ekki enn
vera búinn að átta sig á því
hvort honum finnist það stór
tímamót að fylla sjö tugi.
„Í mínum huga er ég alltaf
sautján og á það til að reyna
að haga mér þannig en tekst
það kannski ekki alltaf
núorðið,“ segir Ólafur, sem
skrifar fastan dálk í Frétta-
blaðið og vinnur að samn-
ingu tveggja bóka. Önnur
er ævisaga Bjarna frá Vogi
sem var einn af leiðtogum
frelsisbaráttunnar á síð-
ustu árum hennar og hin er
ferðafélagsbók um Ísafjarð-
ardjúp sem Ólafur er með í
smíðum. Hann vill þó sem
minnst segja hvenær megi
sjá þær á prenti.
Ólafur er einn af stofn-
endum Þjóðarhreyfingar-
innar. „Hún lifir góðu lífi og
er nýbúin að senda frá sér
yfirlýsingar um stjórnar-
skrármál og fylgist grannt
með Íraksmálum,“ segir
Ólafur og lofar því að hreyf-
ingin láti heyra meira frá
sér fljótlega.
ÓLAFUR HANNIBALSSON BLAÐAMAÐUR ER SJÖTUGUR
Alltaf sautján í huganum
FÉKK FORLÁTA BRUNABÍL Það er Ólafi minnisstætt þegar hann fékk brunabíl að gjöf þegar hann varð fimm ára. Þetta þótti flott gjöf enda leikföng ekki á
hverju strái á stríðsárunum á Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á þessum degi árið 1999 neituðu Ástralir í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að slíta tengsl landsins við breska
konungsveldið. Um 55 prósent allra kjósenda vildu
ekki skipta Elísabetu Englandsdrottningu út fyrir
forseta. Sama útkoma var í öllum fylkjum landsins.
Niðurstöðunum var ákaft fagnað af konungssinn-
um í Darling-höfn í Sydney þar sem tvö hundruð
manns létu tappa fljúga úr kampavínsflöskum.
Forsætisráðherrann John Howard sagði að vilji
fólksins væri ljós og tillögu um lýðveldi hefði verið
hafnað. Leiðtogi minnihlutans, Kim Beazley, lofaði
þó að baráttunni fyrir lýðveldi yrði haldið áfram um
ókomna tíð.
Drottningin heimsótti Ástralíu í mars árið 2000
og gaf þá í skyn í ræðu sinni að henni þætti ekki
ólíklegt að henni yrði skipt út fyrir forseta áður en
liði á löngu.
ÞETTA GERÐIST> 6. NÓVEMBER 1999
Ástralir vilja ekki lýðveldi
SYDNEY Í ÁSTRALÍU
www.steinsmidjan.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI ANDLÁT
Benedikt Þ. Hjarðar lést þriðjudag-
inn 25. október. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Jón Jónsson jarðfræðingur, Smára-
flöt 42, Garðabæ, lést laugardag-
inn 29. október. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Óli Sveinbjörn Júlíusson lést mið-
vikudaginn 2. nóvember.
Sverrir Steindórsson, Grundartjörn
14, Selfossi, lést föstudaginn 4.
nóvember.
Þorkell Steinsson, Hafnarstræti
16, Akureyri, lést sunnudaginn 30.
október.