Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguf lug—Neyöarf lua HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Sinar 27122-11422 . IBH 20. tbl. — Sunnudagur 25. janúar 1976 — 60. árgangur ’ÆNGIRf Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandáfj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 eiguflug um 0 tsland með tillögur um hugsanlega aðild að Hdskóla Sameinuðu þjóðanna — Sjd baksíðu GARNAVEIKI FINNST NÚ STÖÐUGT VÍÐAR Mó-Reykjavík. — Sifellt virðist garnaveikin breiðast út um land- ið, þrátt fyrir miklar varúðarráð- stafanir og fyrirbyggjandi að- gerðir. Á hverju hausti er tekinn garnabútur úr öllu fullorðnu fé, og nautgripum, sem slátrað er á garnaveikisvæðunum og i grennd þeirra og rannsakaður. Ekki er enn búiðað rannsaka öll sýnin frá liðnu hausti, en samt sem áður hefur veikin fundizt á 24 nýjum bæjum. Er þvi allt útlit fyrir, að svipað mörg ný tilfelli komi i ljós að þessu sinni og árið 1974. Þá fannst garnaveiki á 44 nýjum bæjum, en alls fannst garnaveiki þá á 121 bæ. Auk þess finnast á hverju ári nokkur garnaveikitilfelli i naut- gripum. Mestberá þvi iEyjafirði og virðist garnaveiki i kúm færast i aukana þar. I fé ergarnaveikin útbreiddust i Mýrasýslu. Þar finnast árlega garnaveikitilfelli á um 20 bæjum. Um hádegi i gær voru loðnubátarnir að byrja að týnast út frá Seyðisfirði, eftir þriggja daga vonzkuveður á miðunum, sem komið hefur i veg fyrir hvers konar at- hafnasemi á miðunum. En útlitið var eitthvað skárra, og vonandi hafa þeir fengið góðan afla fyrir austan, allir 52 loðnubátarnir, sem þangað eru komnir i þeirri von að hreppa eitthvað af þessum ákjósanlega feng. Myndin er frá siðustu ioðnu- vertíð, og sýnir hlaðna loðnubáta biða löndunar i Reykjavikurhöfn. -Tima- mynd: Gunnar. Ekki hefur þar orðið vart garna- veiki i kúm fyrr en á liðnu hausti, að garnaveiki fannst i tveimur kúm á einum bæ, Mörg dæmi eru fyrir þvi, að þar sem garnaveiki hefur verið mjög skæð i sauðfé beristhún fyrr eða siðar i kýrnar. Sifellt er garnaveiki að finnast á svæðum, sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þannig fannst garnaveiki i kindum i Svina- vatnshr. i A-Hún. og Hrútafirði i fyrravetur, og i sumar fundust nokkur tilfelli i fé i Rangárvalla- sýslu. t Landeyjum fannst einnig garnaveiki i kú. Bólusetning er árangursrikasta vörnin gegn garnaveiki. Nú er fé bólusett á öllu landinu nema á Vestfjörðum, i V-Skaftafells- sýslu, Oræfum, Grimsey og Vest- mannaeyjum. Á þessum stöðum hefur garnaveiki aldrei orðið vart. Mikilvægt er að vanda bólu- setninguna. Sé hún framkvæmd af mikilli vandvirkni og snemma hausts, er mestan árangur að vænta. All-nokkuð virðist vera um, að veikin komi upp i kindum, sem búið er að bólusetja. Ástæð- una fyrir þessu telur Sigurður Sigurðsson dýralæknir á Keldum vera þá, að bólusetning mistakist á nokkrum kindum ár hvert. Sigurður taldi, að full ástæða væri að slfkt yrði gert viðar um land, enda er bólusetning sú að- ferð sem dugar bezt gegn garna- veikinni. Sigurður benti á, að nú væri góður timi til að kanna ár- angur bólusetningarinnar frá þvi i haust, og sagði hann, að gott væri að sem flestir létu aðgæta bólusetningu á sinu fé. Sigurður benti á, að garna- veikisýkillinn gæti lifað a.m.k. ár utan kindarinnar. Gæti hann þvi hæglega borizt milli bæja með mönnum, t.d. á skófatnaði. Sýk- illinn berst einnig auðveldlega milli kinda innan hvers bús, sé ekki fyllsta aðgæzla höfð. Þá eru dæmi um, að sýkillinn hafi borizt með hey langan veg. Væri þvi sérstök ástæða til að benda bænd- um á að hafa fulla gát á, þegar þeir kaupa hey. T.d. væri alltaf fyrir hendi að veikin bærist með heyjum til Vestfjarða eða ann- ar”-> staða þar sem veikin hefur ekki erið áður. Einnig gæti sýkillinn borizt með óhreinum ullarpokum þvi stundum væru ullarpokar sendir óþvegnir frá ullarþvottastöðvunum. Dæmi væru um, að pokar af garnaveikisvæðum væru sendir á svæði þar sem engin garnaveiki væri. Slikt ætti ekki að koma fyrir. Að lokum er rétt aö geta þess, að kýreru hvergi bólusettar gegn garnaveiki. Það er bæöi vegna þess að útbreiðsla veikinnar i kúm er ekki mjög mikil og einnig og ekki siöur vegna þess að séu bólusettar kýr berklaprufaðar svara þær eins og þær séu með berkla og væri þá ekki hægt að fylgjast með hugsanlegri út- breiðslu berklaveiki. ABERANDI MEST AUKNING í FJÁRSVIKAMÁLUNUM Gsal—Reykjavik — Fjársvika- málum hefur fjölgað jafnt og þétt á siðustu árum, og aukningin er áberandi mest f þeim málaflokki, sagði Magnús Eggertsson, yfir- lögregluþjónn hjá rannsóknarlög- reglunni i Reykjavik i viðtali við Timann. Magnús nefndi, til marks um aukningu fjársvika- mála, að á árinu 1973 hefði heild- ar fjárhæð innstæðulausra ávis- ana, sem Seðlabankinn hefði kært út af, numið 15-16 milljónum kr., en á árinu 1974 hefði þessi upphæð verið komin I 53 milljónir kr. Magnús kvað tölur ekki liggja fyrir um heildarfjárhæð inn- stæðulausra ávisana, sem Seðla- bankinn hefði kært út af á siðasta ári, en sagði, að fjársvikamál hefðu tvimælalaust aldrei verið fleiri en þá. — Langmestur hluti þessara fjársvikamála er vegna útgáfu innstæðulausra ávisana, og reyndar lika falsanir á ávisunum. Aberandi meirihluti fjársvika- mála eraf þessum toga spunninn, og aukningin er langmest i þess- um málum, einkum þó hvað inn- stæðulausar ávisanir snertir. Magnús sagði, að þjófnaðarmál væru alltaf fleiri en fjársvikamál- in, en aukningin i siðarnefnda málaflokknum væri þó miklu meiri, og upphæðirnar væru orðn- ar hærri en áður. Það hefði sér- staklega verið áberandi á s.l. ári. — Hve margir vinna eingöngu að fjársvikamálum hjá rannsókn- arlögreglunni i Reykjavik? — Fram að þessu hefur einn maður unnið eingöngu að málum, sem varða innstæðulausar ávis- anir, sem Seðlabankinn kærir út af, — og hann hefur ekki nándar nærri haft undan. Núna er annar maður að byrja i þessum málum — og ég hygg, að það muni samt vart duga. 1 ávisanafölsunum eru margir rannsóknarlögreglu- menn, þvi þær blandast töluvert mikið saman við önnur mál, þjófnaði og annað. — Er rannsóknarlögreglan ekki nokkuð fáliðuð? — Jú, það erum við svo sannar- lega. Að visu létti nokkuð á okkur núna, þvi að við losnuðum við rannsóknir umferðarmála núna um áramótin, en einn okkar manna fylgdi þeim eftir og lét þvi af störfum hér. Hins vegar unnu að umferðarmálunum hér fimm menn, að mestu og fjórir þeirra koma nú til starfa i almennu deildinni, — það er auðvitað tölu- vert aukinn styrkur. — Hve margir vinna núna hjá rannsóknarlögreglunni- — 31 lögreglumaður tilheyrir henni núna. — Hvað telur þú, Magnús, að rannsóknarlögreglan þyrfti að hafa marga lögreglumenn i starfi, ef vel ætti að vera? — Ég hef stundum verið að bera þetta saman við fjölda rannsókn- arlögreglumanna i nágranna- löndunum. I Danmörku er t.d. fimmti hver lögreglumaður i rannsóknarlögreglunni, og væri sama hlutfall hér'á landi, væru rannsóknarlögreglumennirnir milli 40 og 50. Þess ber einnig að geta, að málaflokkarnir, sem við höfum með höndum, eru einnig nokkru fleiri en hjá rannsóknar- lögreglunni i Danmörku. Spurn- ingin erhins vegar alltafsú: Hve miklu vill þjóðfélagið verja til þessarar starfsemi? Vaxandi fjöldi rannsóknarlögreglumanna myndi einnig kalla á fleiri dóm- ara, fleiri fangelsi o.s.frv., sagði Magnús Eggertsson að lokum. Brezku togararn- ir halda hópinn BH-Reykjavik. — Brezku togararnirhéldu i gær áfram veiðum hér við land. Sam- kvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar skömmu fyrir hádegið i gær voru allir togararnir, ásamt þrem dráttarbátum og tveim eftirlitsskipum, Miranda og Othello, þá i einum hnapp um 30 sjómilur norður af Svinalækjartanga. Þá upplýsti Landhelgisgæzlan. að togararnir væru allir að veiðum, ogað varðskip væru á þessum slóðum. En um „tiðindi var ekki að ræða.” BRETAR: 13-1400 manns í verndarliðinu Gsal-Reykjavik — 1300-1400 manns höfðu að öllu jöfnu þann starfa að hjálpa brezkum veiðiþjófum við veiðar innan Is- lenzkrar fiskveiðilögsögu, og er þá miðað við að i „verndarflota” Breta séu alls 10 skip, en svo var um langan tima I vetur, þ.e.a.s. fjórar freigátur, þrir stórir dráttarbátar, 2 aðstoðarskip og eitt stórt birgðaskip. Frá þvi bráðabirgðasamningur rikisstjórna Islands pg Bret- lands féll úr gildi 13. nóvember s.l. hafa brezk stjórnvöld sent 22 „verndarskip” á Islandsmið, en á þessum skipum eru alls 2913 menn. Til samanburðar má geta þess, að á islenzku varðskipun- um, sem tekið hafa þátt I þessu þorskastriði, eru aðeins um 115 menn alls. A freigátunni Andromedu eru flestir menn, 263 talsins, á Gurkhu eru 253, á Naiad Leander og Bacchante 251 og á hinum freigátunum, Leopard, Lowestoft, Brighton og Falmouth 235.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.