Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur. 25. janúar 1976. TÍMINN 25 i 1 v JSm gUr' • v : 9L - - i m - m j . ‘ jBBwK? V . ■'/'..; gj. » ÆM ' HUÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS Bob Dylan — Desire PC 33893 Columbia/FACO. ★ ★★★★ + Meistari Dylan byrjar nýja árið með miklum, — mér liggur við að segja — ótrúlegum glæsi- brag. Það licfur alltaf þótt mikið tilhlökkunarefni þegar heyrzt hefur að Dylan sé mættur i stúdió og farinn að vinna að nýrri plötu. Að þessu sinni var tilhlökkunin meiri en venjulega þvi eftir þeim blaðaskrifum, sem fyllt hafa siður erlendra tónlistarblaða um nokkurn tima, var ljóst að meistarinn var að vinna að einhverri stór- sköpun. Við öll þessi skrif skapaðist það mikil eftirvænt- ing eftir plötunni, að þegar hún kom i verzlanir i Bandarikjun- um biðu þúsundir óþolinmóðra Dylan-aðdáenda fyrir utan helztu plötubúðirnar, og lá við algjöru öngþveiti er slegizt var um plötuna. <Það gerðist reyndar lika, er Blood on the Tracks kom út) Látum þennan formála duga og snúum okkur að þessari marg- rómuðu og eftirsóttu plötu, DE- SIRE. A DESIRE kemur fram ,,nýr” Dylan, með nýtt ,,sánd” og nýjan stfl. Dylan semur að- eins tvö lög á plötunni einn t það er út af fyrir sig saga til næsta bæjar) hin lögin sjö semur hann i samvinnu við Jacques Levy, en Levy og Roger McGuinn hafa samið saman lög i mörg ár. Hljóðfæraskipunin er óneitan- lega forvitnileg, þvi að uppi- staöan er kassagitar, bassi, trommur og fiðla, en fiölan er sóló-hljóðfærið út i gegn. Um sönginn er margt hægt að segja. Dylan hefur jafnvel aldrei áður sungið eins frábærlega vel, enda fær hann lika mikinn stuðning frá einni efnilegustu og beztu söngkonu i dag, Emmylou Harris, sem kemur mikið við sögu, og á sinn þátt i stórfeng- leika þessarar plötu. Desire hefst á laginu „Hurricane” og þvilikt lag. Annað eins lag hef ég ekki heyrt i mörg ár!!! (gott ef þetta er ekki fullkomleikinn, þið skiljið hvað ég á við þegar þið heyrið lagið.) Hurricane er sönn saga um svartan boxara, sem ranglega er ákærður fyrir morð, og tekst Dylan stórkost- lega að lýsa atburðum. Lagið er fjörugt og mjög gripandi með stórkostlegu undirspili, þar sem Scarlet Rivera tekur mörg frá- bær fiðlusóló og Dylan syngur af miklu öryggi og innlifun. „Isis” Dylan semur það lag einn og minnir það aðeins á gamla Dylan, þó ekki undirspil- ið sem stjórnast af fiðlu og pianói. Isis er eitt þyngsta lagið, þar sem melódian leynir á sér, en eftir 3-4 hlustanir er hægt að fara að raula með. Frábært! „Mozambique”. Létt og grip- andi lag. Textinn um ástina og frábært undirspil, og að sjálf- sögðu einstakur samsöngur hjá Dylan og Emmylou. Stórkost- legt i einfaldleik sinum. „One More Cup of Coffee”. Næst bezta lag plötunnar og hreinasta perla. Ég treysti mér helzt ekki til að lýsa laginu, þvi að ég hef aldrei heyrt neitt rókk-lag i þessum stil. ,,OH Sister”. Frekar rólegt lag i hefðbundnum stil, en eigi að siður mjög gott, aðallega vegna samsöngs Dylan og Emmylou. að ógleymdri fiðl- unni. „Joey” Sagan af Joey, sem var konungur götunnar og barn leiksins. Eitt af þessum löngu lögum Dylans (einar ellefu minútur), þar sem textinn er heil saga (og margra vikna „pæling”) — að þessu sinni nokkuð krassandi saga. „Romance in Durango” Ein- kennilegt Dylan-lag svo ekki sé meira sagt. Það er sungið á ill- skiljanlegri ensku og einhverju annarlegu tungumáli. Þó svo ég skilji ekkert i laginu er mjög gaman að hlusta á það, og hefur þetta lag a.llt það til að bera, sem fært gæti þvi miklar vin- sældir i Mexikó. „Black Diamond Bay!” Snilldarlag að öllu leyti, vel spilað, vel samið og vel sungið, sem sagt gott i alla staði. (snubbótt þessi lýsing!) ,,Sarah”.Siðasta lagið og per- sónulegasta lag Dylans frá upp- hafi. Lagið fjallar um konu Dyl- ans, Söru, sem hann ákallar mjög og lofar. í textanum kem- ur meðal annars fram að lagið „Sad Eyed Lady of the Low- land” á plötunni Blonde on Blonde, er samið fyrir hana eina, sem við það lag er ein stór- brotnasta lýsing á kvenmanni sem heyrzt hefur. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum, að mörg stór lýsingarorð hafa komið fyrir i dómnum og eiga þau öll rétt á sér, þvi hér er um sérstaklega frábæra (þarna kom eitt!) plötu að ræða og þó að ekki séu liðnir nema tuttugu og fimm dagar af árinu 1976 tel ég nærri útilokað að nokkur plata eigi eftir að slá Desire við. Bob Dylan eða meistari Dylan, hefur sannað og sýnt enn einu sinni að hann er i aigerum sérflokki, og kenningin um að rokktónlistin væri illa stödd ef ekki nyti Dylans við hefur enn sannað sannleiksgildi sitt. G.G. SKILAFRESTUR I vinsældakosningu Nú-timans um 10 beztu LP-plötur s.l. árs rennur út á miönætti, svo og skilafrestur úr- lausna i áramótagetraun þáttarins. I næstu þáttum verða úr- slit birt. Mjög góð þátttaka hefur veriö i vinsældakosningunni og rúmlega 350 atkvæöaseðlar borizt, en það er nokkru meira en isamskonar kosningu Ifyrra. Nú-timinn vill þakka þetta, svo og öll þau bréf, sem þættinum hafa borizt frá lesendum með atkvæðaseðlunum. Úrlausnir i áramótagetrauninni eru allmiklu færri en i vinsældakosningunni, eða aöeins liðlega 200. Nú er verið að fara yfir úrlausnirnar og vonandi getum viö birt nöfn vinningshafanna i næsta þætti. Svo sem greint hefur veriö frá, eru góð verðlaun fyrir réttar lausnir, 1. verðlaun eru 3 LP-plötur, Bob Dylan-Desire, Sailor-Trouble og Dave Mason- Split Coconut. 2. verðlaun eru 2 LP-plötur. Janis Ian-After The Tones og Chicago-Greatest Hits. 3. verðlaun eru 1 LP- plata Kris Kristofersson — Who’s To Bless. Fyrri hluta vetrar fór Bob Dylan i hljómleikaferöalag, sem vakti mikla at- hygli, einkum fyrir þær sakir, aö margt frægra hljómlistar- manna var honum til aöstoöar á hljómieikunum og Joan Baez söng aftur meö honum, eftir margra ára fjar- veru. Hér aö ofan er svipmynd af hljóm- leikunum, en myndin til hliöar er af Emmylou Harris, nýrri stjörnu, sem leikur stórt hlutverk á nýju plötu Dylan. NOTIÐ ÞOBESIA ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. —13LOSSB— Skipholti 35 - Símar: 8-13-50 verrlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa p ■ " ■ Læknaritari v,z». Staöa 1. ritara viö Röntgendeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. marz n.k. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða aðra hliðstæða menntun ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra Borgarspitalans fyrir 7. febrúar n.k. Reykjavík, 23. janúar 1976 Borgarspitalinn $ ¥' k & v'-’*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.