Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 32
METSÖLUBÆKXm Á ENSKU í VASABROTI SÍS-FÓDUR SUNDAHÖFN fyrir góéan niai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - NÁMSSKRÁRGERÐ FYRIR IÐNFRÆÐSLU: Búast má við miklum breytingum — segir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra gebé Rvik — Það má búast við miklum breytingum, sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra, þegar Timinn innti hann eftir þvi hvað liði námsskrárgerð fyrir iðn- fræðslugreinar. — Þessi vinna hófst s.l. sumar og er nú I fullum gangi, sagði hann. Eins og kunnugt er, er námsskrárgerðin skipulögð af menntamálaráðu- neytinu og unnin af iðnfræðslu- ráöi, nema almennar bóknáms- greinar, sem skólarannsókna- deild menntamáiaráðuneytisins sér um. — Þetta er bæði tlma- frekt og fjárfrekt starf, sagði menntamálaráðherra, og mörg ár tekur að Ijúka þvi, en i land- inu eru fimmtiu til sextiu lög- giltar iðngreinar. Nauðsyn er að endurskoöun á námsefni sé allt- af I gangi og munu niöurstöður koma smám saman. Auk þessa, kom menntamálaráðherra inn á skiptingu landsins I skólahverfi. Verk- og tæknimenntunar- nefnd var skipuð af mennta- málaráðuneytinu I febrúar 1971 til að kanna stöðu tæknimennt- unar innan skólakerfisins og eðlileg tengsl hinna ýmsu fræðslustiga og gera tillögur um endurbætur I þessum efnum. Var nefnd þessi óvenju fljót að ljúka störfum og lá álitsgerð hennar fyrir I júní 1971. í febrú- ar 1973, var iðnfræðslulaga- nefnd skipuð af menntamála- ráðuneyti og skilaði hún áliti sinu til ráðuneytisins I desem- ber 1975. Álitsgerðir þessara nefnda, hafa slðan verið til úr- vinnslu hjá menntamálaráðu- neytinu. — Á undanförnum árum hefur ýmsilegt gerzt i framfaraátt á verkmenntasviðinu, sagði menntamálaráðherra, og er þar fyrst að nefna stofnun Tækni- skólans, sem nú er nýfluttur I nýtt og rúmgott húsnæði, svo sem kunnugt er, svo og stofnun Fiskvinnsluskólans 1971, en næsta vor útskrifast þaðan fyrstu fisktæknarnir. Fiskiðn- aðarmenn hafa áður útskrifazt þaðan. Svo hófst kennsla I Fjöl- brautarskólanum I Reykjavik i haust sem kunnugt er. — Ákveðið var að koma á samvinnu með skyldum skólum á sama stigi, og hefur það þegar verið gert á fjórum stöðum á landinu: I Vestmannaeyjum, Akranesi, Neskaupstað og á Isafirði, og reynzt með ágætum. Samvinnan liggur I þvl, að t.d. kennsla i ýmsum greinum fer fram sameiginlega hjá iðn- skóla-, vélskóla-, stýrimanna- skóla- og jafnvel gagnfræða- skólanemum sagði mennta- málaráðherra. — Að undanförnu hefur menntamálaráðuneytið haft I undirbúningi tillögur um nýja skiptingu landsins i skólahverfi með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa á ýmsum þátt- um, sem skólahald varða og framkvæmd þess. Svo sem varðandi búsetu og samgöngur, auk breytinga, sem orðið hafa eða stefnt er að i skólastarfi. Undirbúningurinn hófst I sama mund og unnið var að samningu frumvarps til laga um skóla- kerfi og grunnskóla og hefur þvi frá upphafi verið tekið mið af þeirri stefnu, sem I þeim lögum er mörkuð. 1 ljósi þeirrar reynslu, sem fékkst af hinni fyrstu tillögugerð fyrir einstök svæði, var gerð heildaráætlun um skiptingu alls landsins I skólahverfi með þvi að endurskoða og fella saman fyrri tillögur og auka við þær vegna þeirra héraða eða lands- hluta þar sem ekki höfðu áður verið gerðar tillögur um skipan þessara mála. — Arangur þessa starfs felst I þeim heildartillög- um, sem nú er lokið við að semja og sem væntanlega verða sendar fræðsluráðum og fleiri aðilum i febrúar, sagði mennta- málaráðherra. — Eitt af nýju atriðunum er stofnun fræðsluskrifstofa, sem gert er ráð fyrir i hverju kjör- dæmi, sagði menntamálaráð- herra og er nú unnið að uppsetn- ingu þeirra. Þegar er búið að skipa fimm fræðslustjóra, og embætti hins sjötta hefur þegar auglýst. Starfsvettvangur fræðsluskrifstofanna I kjör- dæmum verður að veita ýmiss konar upplýsingar i kennslu- fræðilegum efnum, almennar leiðbeiningar og rekstur skóla. Sum þau verk, sem þetta embætti fær, voru áður unnin i menntamálaráðuneytinu, svo sem gerð fjárhagsáætlana fyrir skóla, og endurskoðun reikn- inga skóla og margt annað. HÁSKÓLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA: ísland með tillögur um hugsanlega aðild BREZKA SENDI- RÁÐIÐ FÆR HÓTANIR í GEGN gébé-Rvik — Fasiafulltrúa ls- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur verið falið að koma á fram- færi óformlegum tillögum um hugsanlega aðild tslands að Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Á fundi rikisstjórnarinnar nýlega lá fyrir greinargerð frá samstarfs- hópi, sem hefur haft mál þctta til athugunar að undanförnu, en hópurinn lagði til að næsta stig i könnun málsins af hálfu íslend- inga yrði að senda forráöamönn- um Háskóla Sþ erindi samkvæmt þeim drögum, sem hér verða upptalin á eftir. Rikisstjórnin féllst efnislega á tillögur sam- starf shópsins. t stofnskrá Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á 28. alls- herjarþingi 1973, er háskólanum ætlað að sinna viðfangsefnum, er miklu varða örlög þróun og vel- ferð mannkyns, og er gert ráð fyrir að starfsemi hans beinist ekki sizt að vandamálum hinna svonefndu þróunarlanda. Skipul. háskólans er þannig hugsað, að starfsemin fari fram við visinda- og kennslustofnanir vlðs vegar um heim, tengdar háskólanum meö mismunandi hætti, en aðal- stöðvar hans eru i Tokyo. Fjár til starfseminnar á að afla með frjálsum framlögum aðildarrikja og annarra aðila. Tekin hefur verið ákvörðun um þau megin- svið, sem háskólinn skuli einkum beina starfsemi sinni að, en meðal þeirra er nýting og réttlát skipting náttúruauðlinda. Er nú unniö að undirbúningi ákvarðana um einstök viðfangsefni og stofnanatengsl. Island lýsti snemma fylgi við hugmyndina að Háskóla Sþ og lét i ljósi áhuga á könnun á þátttöku i starfsemi hans. 1 fyrstu var eink- um rætt um rannsóknir varðandi auðlindir hafsins, en siðar beindist athyglin að rannsóknum og kennslu varðandi nýtingu jarðhita. Athugun á vegum islenzkra stjórnvalda hefur leitt i ljós að ástæðan til þess að skilyrði til rannsókna og kerinslustarfsemi i jarðhitafræðum megi teljast heppileg á íslandi er tviþætt. Annars vegar er mikill og marg- breytilegur jarðhiti hér á landi og hins vegar nokkur fjöldi manna með hagnýta reynslu af rann- sóknum og fjölþættri nýtingu jarðhita. tslenzkir jarðhita- sérfræðingar hafa, sem kunnugt er, tekið virkan þátt i jarðhita- verkefnum á vegum Sþ i mörgum löndum. 1 þeim umræðum sem þegar hafa farið fram um hugsanlega starfsemi á sviði jarðhitafræða i tengslum við Háskóla Sþ hafa einkum tvær leiðir verið ræddar. Annars vegar eru hugmyndir um framhaldsnám i jarðvarmaverk- fræði til MSc-prófs og er þá haft i huga tveggja missera nám, auk rannsóknaverkefnis er taki um' 15—20 vikur. Hins vegar eru hugmyndir um þjálfun i rannsóknum varðandi vinnslu og nýtingu jarðhita með þátttöku i hagnýtum jarðhita- fræðilegum verkefnum og kennslu I tengslum við þau. Umræður um þessi mál hafa miðast við þá forsendu, að sú starfsemi, sem stofnað kynni að verða til, yrði á vegum islenzkra stofnana og undir Isl. stjórn. Er þá og gert ráð fyrir að Is- lendingar stæðu straum af meginhluta þess kostnaðar, sem beint er tengdur innlendri aðstöðu og mannafla, en hugsanlegt fjár- framlag frá Háskóla Sþ yrði eink- um varið til að greiða kostnað vegna erlendra sérfræðinga og styrkþega. Jafnframt yrði at- hugað um þátttöku i hugsanleg- um stofnkostnaði, sem stæði i beinu sambandi við hinn al- þjóðlega þátt starfseminnar. Aður er lengra er haldið, mun nauðsynlegt að kanna viðhorf for- ráðamanna háskóla Sþ um hvort áhugi sé af háskólans hálfu á samstarfi við Islendinga á þessu sviði og þá hvers konar samstarfi þeir hafa mestan hug á. Að lokum er áherzla lögð á, að málið er nú aðeins lagt fyrir í könnunarskyni, en ekki sem endanlegar tillögur. Það mun m.a. verða komið undir nánari athugun á fjárhagshlið málsins, hvort unnt reynist að leggja fram formlegar tillögur af tslands hálfu. UM SÍAAA Eins og komiðhefur fram I fréttum, var talsvert um það, að Is- lenzka sendiráðinu I London bærust hótunarbréf vegna landhelgismálsins. Ekki hefur brezka sendiráðið I Reykjavik farið varhluta af hita málsins, en tslendingar eru pennalatir, og þvi hafa simhringingar verið fleiri en bréfin, sem brezka sendi- ráðinu hafa borizt. Vegna landhelgismálsins hefur lögregiuvörð- ur verið við brezka sendiráðið I Reykjavlk eins og það Islenzka I London. Tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.