Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Páll Sigurösson, forstjóri Eldsvoðar í fiskiskipum stærsti tjóna- valdurinn Rætt við Pál Sigurðsson, forstjóra Samábyrgðar ÞVt ER haldiö fram — og kannski meö fullum rétti — aö Norður-At- lantshafiö sé einhver erfiöasti staöur fyrir sjósókn og siglingar á jörðinni, þaö er aö segja aö vetr- arlagi, og til þess að stunda þar sjó þarf öflug skip og duglega sjdmenn. Skipstapar eru þar tíö- ir, og það þekkjum viö tslending- ar kannski bezt allra. Þrátt fyrir inargvislegar framfarir, veröur þjóöin á h verju ári fyrir tilfinnan- legu tjóni, bæöi á mannslífum og skipum. Þetta hefur fylgt tslandi frá fyrstu dögum. — Sumir land- námsmenn brutu skip sín og þeim skoiaði hreinlega á land og skip- unum á eftir þeim i pörtum. Það þarf ekki að rekja það sem siðar kom, en fróðlegt er að vita hvernig eignatjón vor eru núna á skipum, og þá ekki hvað sizt á „sálarskipum vorum”, mótor- bátunum. Við lögðum þvi leið okkar dag einn upp i Samábyrgð Islands á fiskiskipum, sem er stærsta tryggingafélagið hér á landi er tryggir fiskiskip, og hitt- um að máli Pál Sigurðsson, for- stjóra, sem þar hefur unniðsiðan hann var unglingur, en fyrirtæk- inu hefur hahn veitt forstöðu i nær tvo áratugi. Rætt við Pál Sigurðsson forstjóra Samábyrgð íslands á fiskiskip- um var stofnuð árið 1909 og voru tildrögin að stofnun félagsins þau, aö þáverandi rikisstjórn þótti nauösynlegt að stofna innlent vá- tryggingafélag fyrir Islenzk fiski- skip, þannig að þau gætu orðið veðhæf. Áður voru islenzk skip tryggð I Danmörku, það er að segja þau sem á annað borð voru vátryggð. I upphafi var þetta þó ekki skyldutrygging, en þvi var breytt áriö 1937 er komið var á skyldu- tryggingu á fiskiskipum undir 100 tonnum, en þá voru bátaábyrgð- arfélögin stofnuð viðs vegar um landið. Með lögum, er þá voru sett var Samábyrgðin gerð að endurtryggjanda fyrir þessi báta- ábyrgðafélög, en þau bera samt einn tiunda hluta af borgunar- skyldum tjónum. Samábyrgðin er þvi rikisfyrirtæki, en er um margt sjálfstæð stofnun, er starf- ar með liku sniði og önnur vá- tryggingafélög. Við spurðum Pál Sigurðsson fyrst um bátaábyrgðarfélögin og hafðihann þetta að segja um þau: — Bátaábyrgðafélögin eru 9 talsins og starfa sem sjálfstæðir aðilar innan ramma laganna, og eru þau i helztu útgerðarstöðum landsins. Félagið er stofnað af rikinu með lögum og rikissjóður lagði félaginu til áhættufé, $em er reyndar orðið litið núna — áðeins tvær milljónir króna. Fram til ársins 1968 er ný lög voru sett, var henni stjórnað beint af rikinu, en síðan hefur sérstök stjórn farið með æðsta vald i stofnuninni. Fram til I968skipaði ráðherra tvo menn í þriggja manna stjórn Samábyrgðarinnar, en bátaá- byrgðarfélögin kusu einn mann i stjórnina. Við lagabreytinguna 1968 kom fimm manna stjórn. Tveir stjórnarmenn eru skipaðir eftir tilnefningu LÍO, tveir eru kosnir af bátaábyrgðarfélögun- um, en sá fimmti er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, og er Jón Arnason alþingismaður nú formaður, en hann tók við af Matthiasi Bjarnasyni ráðherra, erlét af formennsku er hann varð sjávarútvegsráðherra. — Verkefni Samábyrgðarinnar er fyrst og fremst það, að annast skyídutryggingu, annast endur- tryggirigu fyrir bátaábyrgðafé- lögin, og vera þeim til ráðuneytis um reksturinn. Þar að auki tekst Samábyrgðin á hendur aðrar endurtryggingar fyrir bátaábyrgðarfélögin. Þá er samábyrgðin frumtryggjandi á skipum yfir 100 tonn, og er frum- tryggjandi að skipum, sem rikis- sjóður á eða gerir út, þ.e. strand- ferðaskipin, hafrannsóknaskipin og varðskipin, þó skal Sam- ábyrgðin ekki veita þessum rikis- stofnunum lakari tryggingakjör en önnur tryggingafélög bjóða. Þetta siðarnefnda er hugsað Samábyrgðinni til aðhalds, og til þess að fyrirbyggja einokun. Hvað kostar báta- flotinn? — Hvers viröi er Islenzki báta- flotinn i krónuni? — Frumtryggingarverð fiski- skipa undir 100 tonnum eru tæpir 9 milljarðar króna, en þetta eru 642 skip. Eí talin eru skip sem við tryggjum, (skip yfir 100 tonn og skip i eigu rikisins) þá eru tryggð hjá okkur 342 skip, en vátrygg- ingaupphæð þeirra skiptir mill- jörðum króna. Auk þess er svo bráðafúatrygging. Heildariðgjaldatekjur Sam- ábyrgöarinnar voru á siðasta ári um 620 milljónir króna. Sam- ábyrgðin er þvi eitt af þrem stærstu tryggingafélögum lands- ins, sem annast tryggingar á skipum. — Hver ákvaröar vátrygginga- upphæð fiskiskipa? — Hver bátur er virtur til vá- tryggingar af matsmönnum Sam- ábyrgðar og bátaábyrgöarfélag- anna. Skipið er vandlega skoðað, og talið er upp allt sem i þvi er, þar með talið lausafé eða fylgifé, allt niður i potta og pönnur i eld- húsi. Þetta mat fer fram annað hvort ár, en skipseigendur geta þó krafizt mats, ef þeim sýnist svo, þ.e.a.s. ef miklar verðsveifl- ur verða á timabilinu. Þorlákshöfn aðalmuln- ingsvélin — Hver eru algengustu tjón fiskiskipa á fslandi? — Ef þetta er skoðað frá þvi sjónarmiði, þá eru um 50% af út- borguðum tjónum, ef frádregnir eru alskaðar, svokölluð hafna- tjón. Skipastóllinn hefur nefni- lega vaxið örar en hafnarbæturn- ar. Það eru margar vondar hafnir á Islandi, og þar er viða þröngt um bátaflotann. Gott dæmi um þetta er Þor- lák'shöfn, sem hér fyrr á árum var ein mesta mulningsvélin af islenzkum höfnum. Þegar hafnarframkvæmdir hófust þar, þá fóru bátar að flykkjast þangað, bæði stál- og trébátar, og ef eitthvað varð að veðri, þá varð útkoman alveg hræðileg. Nú hefur verið gert mikið átak i hafnargerðinni i Þor- lákshöfn, og þá bregður svo við aö tjón i Þorlákshöfn hefur minnkað verulega. Á þessu sést hversu mikilvæg góð hafnarskilyrði eru fyrir afkomu útvegsins. — Samábyrgðinni hefur verið þessi vandi ljós frá fyrstu tið. Farið hefur verið út I það i ríkara mæli, að reyna að fyrirbyggja tjón I höfnum. Við höfum ráðið sérstaka eftirlitsmenn við stærstu og viðsjárverðustu hafnirnar. Þessir menn fylgjast með bátun- um, og gera skipshöfnum viövart og geta jafnvel sjálfir gripið til aðgerða, hindrað að bátar slitni frá,ef þeir hafa verið illa bundnir o.s.frv. Þessir eftirlitsmenn hafa án efa sparað okkur milljónatugi með þvi að koma i veg fyrir tjón. — Við höfum einnig fari út í það i samvinnu við Siglingamála-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.