Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur. 25. janúar 1976 TÍMINN 5 ■ Júgurhaldari eykur vellíðan PaB er ekki vegna einhverrar hana í all siðgæðisvitundar kýrinnar eða er sú að k eiganda hennar, að hún er ifærð er afbui júgurhaldara i haganum, þar júgurstær sem jafnvel tuddar gætu séð óþæginda júgurhaldari. Vanliðan kúa dregurúrnytinni, svo að ekki er óliklegt að eigandinn setji júgurhaldarann á sinn bezta grip af eigingjörnum hvötum. Geimurinn séður með augum listamannanna Meðan á för geimflauganna Soyuz og Appollo stóð, var hald- in samsýning sovézkra og bandariskra listamanna i Moskvu. Sýning þessi var helg- uð þeirri tilraun visindamanna frá USSR og USA að tengja saman tvö geimför úti i geimn- um. Hún var haldin i sýningar- sal sovézkra listamanna á veg- um listamannasambands Sovétrikjanna og loft- og geim- safninu i Bandarikjunum. Yfir hundrað myndir voru á sýning- unni, og voru þær allar málaðar með þemað — maðurinn i geimnum — i huga. Sumar þeirra voru eins konar frásögn af sigri mannsins i geimnum. Þessi hugmyndaflokkur innihélt allmargar myndir af samteng- ingu geimflauganna tveggja og my.ndir af visindamönnum. stjarnfræðingum, geimförum og hönnuðum beggja landa. Aðrar myndir endurspegluðu óskir mannsins og framtiðar- drauma, geimskip, geimstöðvar úti i geimnum, ferðalög milli pláneta og þess háttar. Sýningin i heild var talin vera sigur fyrir samvinnu visindamanna þess- ara tveggja óliku þjóða i geim- rannsóknum. AÍ> V Jl Áður ólæknandi sjúkdómar eru nú læknanlegi Heilinn, fullkomnasta og flókn- asta liffæri mannsins, hefur i mörg ár verið viðfangsefni vis- indamanna. 1 Sovétrikjunum er verið að vinna að rannsóknum á þessu liffæri við lyfjatilrauna- stofnun i Leningrad, undir stjórn próf. Nataliu Bekhtereva sérfræðings i taugaskurðlækn- ingum. Hún er barnabarn hins fræga rússneska geðlæknis og taugasérfræðings, Vladimir Bekhterevs, sem var frumkvöð- ull tilrauna sálarfræði, og höf- undur margra visindagreina um heilann og miðtaugakerfið. Natali'a hélt áfram tilraunum afa sins á heilastarfseminni. Hún hlaut D. Sc. gráðu i læknis- fræði fyrir að rannsaka og með- höndla heilaæxli. Hún, er afar hæfur skurðlæknir og kom fyrir i heila eins sjúklings sins ör- smáum leiðslum úr gulli, sem hún siðan hleypti rafstraumi i gegnum. Rannsóknir leiddu i ljós, að þessi aðferð gaf góða raun, ekki aðeins i meðhöndlun heilaæxlis, heldur einnig i að meðhöndla og lækna Parkisons- veiki og flogaveiki, sem áður höfðu verið taldar ólæknandi. Hundruð manna eiga Nataliu það að þakka að þeir hafa endurheimt heilsu og starfs- þrek. Þegar kvikmynd um þessa nýju aðferð til að lækna fyrrnefnda sjúkdóma var sýnd á alþjóðlegu læknaþingi, var full- trúum Rússlands ákaft klappað lof i lófa. Nú er Natalia og að- stoðarfólk hennar að vinna að nýju verkefni i sambandi við heilann. Þótt Natalia hafi varið langmestum hluta tima sins við rannsóknarstörf, tekur hún eigi að siður virkan þátt i stjórn- mála- og félagslifi. Hún er þing- maður og formaður nefndar, sem fjallar um heilbrigði og fé- lagslegar umbætur i Sovétrikj- unum. Hún hefur einnig ritað fjölmargar visindagreinar og ritgerðir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.