Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 7. marz 1976.
Leiguíbúðir
á hjónagörðum
Féiagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til
leigu fyrir stúdenta við nám i Háskóia ís-
lands og annað námsfólk 26 2ja herbergja
og 4 3ja herbergja ibúðir i hjónagörðum
við Suðurgötu.
Ibúðirnar leigjast til eins árs i senn frá og
með 1. mai n.k. Leiga á mánuði er kr.
20.000,- fyrir 2ja herb. ibúð og kr. 25.000,-
fyrir 3ja herb. ibúð. Kostnaður vegna hita,
rafmagns og ræstingar er ekki innifalinn.
Leiga og áætlaður kostnaður vegna hita,
rafmagns og ræstingar greiðist fyrirfram
einn mánuð i senn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn-
framt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 19. marz n.k.
Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaheimilinu við Hringbraut,
simi 16482.
Félag hesthúseigenda
í Víðidal
AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn fimmtudaginn
11. marz 1976 i Félagsheimili Fáks við Elliðaár kl. 20,30.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Tamningagerði.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
T'álvan, sem IBM hefur gefið Háskóla islands afnot af næstu þrjú árin. Timamynd Róbert.
15.-20.000 nemendaverkefnifara
um tölvu Háskólans árlega
Nýja tölvan getur annað verulegri aukningu. Kennsla í meðferð
hennar er fullnægjandi undirbúningur fyrir notkun þeirra tölva,
sem til eru hér á landi, segir Halldór Guðjónsson kennslustjóri
t Timanum á föstudaginn var
greint frá gjöf fyrirtækisins IBM
á tslandi, þriggja ára afnot af
tölvusamstæðu IBM 360/30 ásamt
peningaupphæð til Háskóla Is-
lands. A sömu siðu birtist yfirlýs-
ing frá starfshópi um auðhringi,
sem telur Háskóla Islands ósæm-
andi að þiggja slika giöf frá fjöl-
þjóða fyrirtæki á borð við IBM.
Starfshópurinn segir tölvu þá,
sem hér er um að ræða „úrelta,
illseljanlega og dýra i rekstri”.
Nú hefur okkur borizt greinar-
gerð frá Halldóri Guðjónssyni
kennslustjóra Háskólans. þar
öö PIONEER
PIONEER
PIONŒER
CT-F7T71
STEREO CASSETTE DECK STEREO CASSETTE DECK
piONEen
BA-63QO
PIOINEEJJ'
stereo magnari stereo magnari
hljómtækjadeild
toKARNABÆR
vMsaJf 9 Laugavegi 66, 2. hæð, sími 28155.
sem greint er frá verkefnum
Háskólans i tölvufræðum, bæði
við kennslu og rannsóknir, svo og
þeim vanda, sem Háskólanum er
á höndum i þessum efnum:
,,t fréttatiíkynningu, sem fjöl-
miðlum var send fyrir nokkrum
dögum um gjöf IBM á Islandi til
Háskóla tslands, var þess getið,
að gjöfin leysti mikinn og vaxandi
vanda Háskólans i tölvumálum á
næstu árum. Til þess að gera
nánari grein fyrir þyi, hver þessi
vandi er, skulu hér rakin helztu
verkefni tölvunnar við kennslu og
rannsóknir.
Um tölvukefi Háskólans fara á
þessu ári um það bil 15.-20.000
nemendaverkefni. Stór hluti
verkefnanna er vegna kennslu i
Verkfræði- og raunvisindadeild.
Þar er bæði um að ræða kennslu i
reiknifræði og stærðfræði, sem
stefnir að þvi fyrst og fremst að
kenna nemendum notkun
tölvunnar sjálfrar og þeirrar
tækni, sem sú notkun krefst.
Jafnframt er kennsla i öðrum
greinum i Verkfræði- og raun-
visindadeild, sem krefst tölvu-
notkunar við lausn verkfræði-
legra eða raunvisindalegra verk-
efna.
Minni en vaxandi hluti
nemendaverkefna er vegna
kennslu i viðskiptadeild, sem
miðar einkum að þvi að kynna
nemendum hvernig nota megi
tölvuna við reikningshald, fjár-
mál og stjórn fyrirtækja.
Tölvan er jafnframt notuð við
rannsóknaverkefni, sem eru
margvisleg og koma úr mörgum
áttum. Hæst ber þar Verkfræði-
og raunvisindadeild og Viðskipta-
deild. En þó berast verkefni úr
öðrum greinum, svo sem mál-
fræði,þjóðfélagsfræði, sálarfræði
•og fleiri greinum. Þessum þörf-
um hefur verið sinnt með tölvu af
gerðinni IBM 1620, sem keypt var
árið 1964, og með aðgangi að tölvu
Skýrsluvéla um fjarvinnslustöð.
Vegna hinnar geysiöru þróunar á
sviði tölvumála hefur Háskólinn
þó dregizt verulega aftur úr. 1620
tölvan er úrelt og meðferð hennar
ekki sambærileg við meðferð
nýrri gerða af tölvum. Auk þess
hefur skort aðstöðu til að vinna
beint úr niðurstöðum mælinga,
sem skráðar hafa verið t.d. á
segulbönd og snældur.
Tölva sú, sem Háskólinn fær nú
afnot af, mun geta sinnt svo til
öllum nemendaverkefnum og
mörgum rannsóknaverkefnum,
jafnvel ef gert er ráð fyrir veru-
legri aukningu þessara verkefna
næstu ár. Meðferð þessarar tölvu
er vel sambærileg við meðferð
annarra tölva, sem eru stærri eða
af svipaðri stærð og notaðar eru
hér á landi Nemendur verða þvi
vel undir það búnir að notfæra sér
tölvur eins og tiðkast i æ rikari
mæli i atvinnulífi þjóðarinnar.”