Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 32
fyrirgóéan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAM3ANDSINS
- ' ' ~ ■ "
BRUGGAR ÍSLENZKT
VISKÍ OG JURTALÍKJÖR
koma með drykk, sem er ofur-
lítið frábruðinn þvi, sem menn
þekkja áður.
1 Póllandi hefur hann gefið
forskrift að 30 áfengistegund-
um, sem flestar eru framleidd-
ar. Áfengisútflutningur er Pól-
verjum drjúg tekjulind, og eru
Islendingar meðal viðskipta-
manna þeirra á þvi sem fleiri
sviðum. Agros nefnist útflutn-
ingsverzlun Pólverja með
neyzluvörur, og starfar Polmos
i nánum tengslum við það fyrir-
tæki.
— Lyfjafræðingurinn fer eftir
uppskriftum annarra, þegar
hann býr til lyf sin, segir dr.
Boleslaw Skrzypczak, — ég hef
farið minar eigin leiðir og bý til
minar eigin uppskriftir. '
Dr. Skrzypczak fór héðan á
mánudag og var mjög ánægður
með þriðju heimsókn sina hing-
að til lands og árangur af starfi
sinu hér.
SJ
Einstæðir
foreldrar
hyggjast
kaupa
neyða r-
húsnæði
FB-Reykjavik. A fundi
borgarráðs nú fyrir skömmu
var lagt fram bréf frá Félagi
einstæðra foreldra, þar sem
farið var fram á aðstoð
vegna fyrirhugaðra húsa-
kaupa félagsins. Beiðninni
var visaö til athugunar og
untsagnar félagsmálastjóra.
Samkvæmt upplýsingum
Jóhönnu Kristjónsdóttur for-
manns félagsins er hér um
að ræða húsnæði, sem
hugsað er sem nokkurs
konar neyðarhúsnæði handa
einstæðum foreldrum um
takmarkaðan tima, en einnig
er i ráði, að námsfólk gæti
fengið þarna inni. Þá er
einnig rúm fyrir skrifstofu
FEF i þvi húsnæði, sem
félagsstjórnin er með i huga,
og að lokum er ætlunin, að i
húsinu yrði húsvörður, sem
annaðist eftirlit. Mætti vel
hugsa sér, að þar væri einnig
um einstætt foreldri að ræða,
sem heföi þá um leið húsnæði
fyrir sig og sina.
Jóhanna sagði, að hús það,
sem hér um ræðir væri i
gamla bænum. barna ætti að
vera rúm fyrir sex til 7 fjöl-
skyldur sem hver um sig
hefði eitt herbergi til um-
ráða, en eldhús væri sam-
eiginlegt.
Mjög nauðsynlegt er fyrir
félagið aö koma sér upp ein
hverri aðstöðu á borð við
þetta neyðarhúsnæði, þvf oft
koma upp tilfelli, þar sem
einstæð foreldri þurfa mjög
snögglega á húsnæði að
halda, eða geta ekki útvegað
sérhúsnæðium skemmrieða
lengri tíma. Er þá gott að
geta gripið til þessa neyðar-
húsnæðis sem bráöa-
birgðalausnar.
Jóhanna sagði, að skrif-
stofa FEF væri nú i leigu-
húsnæði, en æskilegt væri að
á þvi yrði breyting. Félagið
hefur haft uppi ráðagerðir
um byggingu ibúða fyrir ein
stæða foreldra á Eiðs-
grandanum, en þar er ekki
hægt að búast við, að um
framkvæmdir veröi að ræöa
á næstunni, svo aö i milli-
tiöinni er sem sagt veriö aö
ráðgera aö festa kaup á öðru
húsnæði:
— Apótekarar áttu alltaf
likjör.sem þeir gerðu eftireigin
uppskrift, ogbuðu vinum sinum
og góðum viðskiptavinum. Það
er ekki svo mjög iangt á milli
starfs lyfjafræðingsins og þess,
sem vinnur að gerð áfengra
dry kkja.
Svo fórust dr. Boleslaw
Skrzypczak orð i viðtali við
Timann. Fyrir strið var hann
ungur apótekarasonur i Lenzo i
Póllandi, sem gekk i mennta-
skóla og lærði grisku og latinu
og átti að feta i fótspor föður
sins og taka við fjölskyldufyrir-
tækinu. Aður en styrjöldin skall
á, hafði hann hafið lyfjafræði-
nám, en atvikin höguðu þvi svo,
að starfsvettvangur hans varð
hjá pólsku áfengiseinkasölunni,
Polmos, en ekki innan um forn-
legar krúsir i lyfjabúð föður
hans. A striðsárunum var hann
þegar farinn að vinna hjá
áfengisverzluninni. Hann slapp
þrisvar naumlega frá þvi, að
nasistar skytu hann til bana
ásamt öðrum löndum hans, en i
þann tið voru Pólverjar,
„Júðar” og hundar lagðir að
jöfnu i' hernumdu heimalandi
hans.
Nú, áratugum siðar, er hann
forstöðumaður aðalrannsókna-
stofu pólsku áfengisverzlunar-
innar i Poznan, en þar er sú
deild hennar, sem framleiðir
áfengi til útflutnings. Eftir strið
lauk Boleslaw Skrzypczak lýfja-
fræðináminu og doktorsprófi
þrem árum siðar.
Arið 1971 kom hann i fyrsta
skipti til Islands, samkvæmt til-
mælum Jóns Kjartanssonar,
forstjóra ATVR, og á heiðurinn
af framleiðslu islenzka Tinda-
vodkans, sem hann segir, að sé
ágætt, hreint vodka, að visu
ekki eins gott og vodka wybo-
rowa þeirra Pólverjanna.
Hann hefur komið hingar aft-
ur, og þá varð islenzki sénever-
inn og islezkt gin til. Séneverinn
er hann sérlega ánæ’gður með,
en segirst hafa á tilfinningunni,
að ginnið mætti bæta, þótt með
þviséhannekkiað segja, að það
sé slæmt.
Og nú hefur hann unnið að þvi
að búa til islenzkt viski, sem
hafi sitt sérstaka bragð, og auk
þess romm og creme de menthe
likjör. Uppskriftir að þessum
drykkjum hefur hann nú á reið-
um höndum, enda ætlaði hann
að vera farinn héðan, en verk-
fallið tafði för hans. Einnig
gerði hann uppskrift að jurta-
likjör, sem e.t.v. verður hafin
framleiðsla á.
Skrzypczak segir, að islenzka
viskiið likist fremur skozku
viskii en irsku eða amerisku, þó
sé engan veginn ætlunin að likja
eftir ákveðinni tegund, enda sé
tiigangurinn með framleiðslu
nýrrar tegundar ávallt sá að
Málefni nýja sjúkrahúss-
ins á ísafirði í hnút
BH—Reykjavik — Guðmundur
Svcinsson, fréttaritari Timans á
isafirði, hefur skýrt svo frá, að
mikil gremja sé meðal manna
vestra vegna framkvæmdaleysis
við heilsugæzlustöðina og sjúkra-
húsið, sem þar stendur til að
reisa, og heilbrigðisráðherrá tók
fyrstu skóflustunguna að þann 19.
september sl. Miðaði greftri i
grunni byggingarinnar vel þar á
eftir, en siðustu þrjá mánuðina,
eða nánar til tekið siðan i nóvem-
berlok, hefur ekkert verið unnið
við bygginguna, og hefur dýr-
mætur timi farið til spillis. Kvað
Guðmundur mönnum að visu ekki
bera saman um hindrunina, en
flestir vildu þó kenna kerfinu um,
i þessu tilfelíi Framkvæmdadeild
Innkaupastofnunar rikisins, FIR.
Guðmundur Sveinsson kvað all-
an undirbúning verksins hafa lof-
að góðu, og samninga við verk-
taka gengið greiðlega. Samninga-
viðræðum um byggingu á undir-
stöðum fyrir kjarnabyggingu
lauk um þær mundir, sem skóflu-
stungan var tekin. Verktakinn
var isfirzkur, Steiniðjan hf., og er
Jón Þórðarson byggingameistari
framkvæmdastjóri hennar.
Þess verður að geta hér, að
verktaki er i einu og öllu háður
stjórn verkkaupa, sem i þessu til-
felli er FIR fyrir hönd ráðuneytis-
ins. FIR fær teikningar frá ráðu-
neyti, endurskoðar þær og semur
siðan beint við verktaka.
Vinnan i grunninum gekk vel,
að sögn Guðmundar, og þann 20.
október var grunnurinn undir
kjarnabygginguna tilbúinn fyrir
óhindraðan uppslátt. Þennan dag
gerðist það, að FIR hefur sam-
band við Jón Þórðarson, biður
hann að hætta við uppsláttinn, en
snúa sér I þess stað að þvi að
moka upp úr grunni vestur- og
norðurálmu og þjappa botninn
aftur. Ástæðan var sögð sú, að
fundizt hefðu merki um mold á
þessu svæði.
Jarðvegsskiptunum lauk i lok
nóvember — og þar með fram-
kvæmdum við bygginguna. FIR
hefur enn ekki veitt leyfi til að
hefja vinnu við uppslátt.
GOTURNAR EKKI
SVO AFLEITAR
— segir gatnamálastjóri
SJ-Reykjavik— Það hefur orðið áberandi mikið jafnt slit á götum
borgarinnar i vetur, enda umhleypingasöm tið, og nagladekk og
keðjur hafa verið mikið notuð, sagði Ingi ú. Magnússon gatnamála-
stjóri i viðtali við Timann. — Hins vegar er ekki svo mjög mikið af
holum, og t.d. mun minna en 1973á sama árstima. Að visu eru holur
hér og þar, og e.t.v. ber meira á þeim en ella, vegna þess að vinnu-
flokkar hafa ekki komizt jafnóðum til að gera við þær, vegna þess
hve tiðarfarið hefur verið slæmt, og siðan vegna verkfallsins.
Nú er hinsvegar unnið af kappi að viðgerðum, og starfa við það
þrir vinnuflokkar.
Það hefur vakið athygli vegfarenda, að slitlag á Miklubrautinni er
mjög slitið, og nánast alveg farið af á þeirri akrein, sem nær er
borgarmiðju. Hafa menn velt þvi fyrir sér, hvort þetta væri ending
öflugs slitlags.sem stóð til aðsetja á Miklubrautina i fyrrasumar og
átti aö vera endingargott. Svo var þó ekki, þvi aðeins vannst timi til
að setja undirlag, eða svonefnt afréttingarlag ágötuna i fyrrasum-
ar. Var það þynnst næst borgarmiðjunni, og þvi er það uppurið þar.
Aðsögn gatnamálastjóra verður umrætt slitlag sett á næsta sumar.