Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Norlett og kona hans. Frú Norlett hef ur veriö trúnaðar- þerna systur minnar í nokkur ár, og hefur gengiö undir naf ninu Evans, sem er meyjarnaf n hennar. Ég kom meö þau hingað vegna þess, að ég sé, að bezt muni f ara á því aðgefa yður fulla skýrslu um það, sem við hefur borið. En þau eru einu lifandi persónurnar, sem geta staðfest frásögn mína. — Er þetta nauðsynlegt, Sir Robert? Haf ið þér athug- að, hvað þér ætlið að gera? spurði konan. — Hvað mig snertir, þá vil ég enga ábyrgð bera á þessu, sagði maðurinn. Sir Robert leit á hann með fyrirlitningarsvip. — Ég hef ábyrgðina sjálfur að sjálfsögðu. Viljið þér svo, hr. Holmes, hlýða á einfalda greinargerð um þessi mál. Þér haf ið auðsjáanlega nokkuð nákvæma þekkingu á mínum högum. Það er Ijóst vegna þess, hvar okkar fundum bar saman. Þess vegna mun yður kunnugt um að ég á hest, sem ég ætla að tef la fram við Derby-veðreiðarnar. Allt veltur nú á því, hvort ég vinn eða tapa. Vinni ég, þá er öllu borgið. En ef ég tapa, já, ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda. — Ég skil hvernig ástatt er, sagði Holmes. — Ég var háður systur minni, lafði Beatrice, hvað fjárhaginn snertir. En eins og kunnugt er, njótum við tekna og vaxta af herrasetrinu aðeins þá stund, sem hún er á líf i. Hvað mig snertir, þá er ég i klóm ýmissa okur- karla. Mér hefur ávallt verið það Ijóst, að ef systir mín dæi, þá myndu lánadrottnar mínir velta sér yfir mig, eins og gammar, sem setjast á hræ. Allt yrði tekið, hest- húsin, hestarnir, allt. En hr. Holmes, svo gerðist það, að systir mín andaðist fyrir viku. — Og þér hélduð því leyndu? — Hvað gat ég gert? Algert gjaldþrot blasti við mér. Ef hægt væri að halda öllu á floti í þrjár vikur, þá var hugsanlegt að allt færi vel. Eiginmaður þernunnar, Nor- lett, er leikari, Okkur kom í hug, þ.e. mér kom það í hug, að hann gæti um skamman tíma leikið systur mína. Hann þurfti aðeins að fara í hina daglegu ökuferð, því að enginn hafði aðgang að herbergi systur minnar annar en þernan. Það var ekki erf itt að koma því i lag. Systir mín dó úr vatnssýki, sem hafði þjáð hana lengi. — Um það verður líkskoðari að dæma. — Læknir hennar mun votta, að i nokkra mánuði votðu þessi endalok yfir henni vegna þessa sjúkdóms. — Nú, hvaó geröuð þér svo næst? — Líkið gat ekki verið hér heima. Nóttina eftir að systir mín dó bárum við Norlett lík hennar út í gamla brunnhúsið, sem aldrei er nú notað lengur. Við vorum þó ekki óséðir eða tveir einir, því að litli eftirlætishundurinn hennar var með og stóð geltandi og gólandi við dyr brunnhússins. Sá staður var því ekki örugg geymsla. Ég losaði mig við hundinn, og við f luttum líkið til kapellunn- ar. Þar ríkti ró og friður, hr. Holmes, og mér f innst ég hafi ekki móðgað neinn hinna dánu. — Mér f innst þetta athæf i yðar allt vera óafsakanlegt, mælti Holmes. Sir Robert hristi höfuðið óþolinmóður. — Það er auðvelt að predika, mælti hann, — en má vera samt, að þér lituð öðruvísi á málið hefðuð þér verið í mínum sporum. Menn eiga erf itt með að horfa á sínar kærustu vonir og fyrirætlanir verða að engu án þess að hafast eitthvað að, sem forða mætti frá algeru hruni. Mér fannst þetta vera virðulegur hvílustaður, ef hún væri um sinn lögð í eina af líkkistum forfeðra eigin- manns hennar og á helgum stað. Við opnuðum eina slíka kistu, f jarlægðum beinin, er þar voru, og bjuggum um líkið eins og þér hafið séð. Beinin sem við tókum burt, var ekki hægt að skilja eftir í grafreitnum. Við Norlett höfðum þau á brott með okkur, og hann fór til á náttar- þeli og brenndi þau í miðstöðvarof ninum. Þannig er saga mín, hr. Holmes. Þér hafið knúið mig til að segja hana, þótt mér finnist undarlegt, aðég skuli hafa gert það. Holmes sat um stund í þungum þönkum. — Einn galli er á f rásögn yðar, Sir Robert, mælti hann að lokum. — Veðmál yðar við veðreiðarnar myndu vera í fullu gildi og þar með vonir yðar um viðreisn, þótt svo færi, að lánardrottnarnir legðu hald á eignir yðar aðrar. — Hestarnir myndu verða taldir hluti af dánarbúinu. Hvaða tillit yrði tekið til veðmála minna? Líklegast er, að Prins yrði alls ekki látinn keppa. Stærsti skuldareig- andi minn er til allrar óhamingju jafnf ramt versti óvin- ur minn. Þaðer þorparinn Sam Brewer, sem ég neyddist einu sinni til að hirta i Newmarket. Haldið þér, að hann myndi hlífast við mig? — Nú jæja, Sir Robert, sagði Holmesog reis um leið úr sæti sínu. — Þetta mál verður auðvitað að koma fyrir lögregluréttinn. Það var skylda mín að afla upplýsinga um efni málsins. Fleira geri ég ekki. Um siðferðilegu hliðina á breyfni yðar víl ég ekki fella neinn dóm. En nú er liðið að miðnætti, watson, svo að við ættum að fara að hypja okkur heim í okkar fátæklega bústað. Það er nú alkunnugt, að þessi einstaki atburður endaði betur fyrir Sir Robert en efni stóðu til. Prinsinn frá Gamla herrasetrinu vann Derby-verðlaunin, og eigand- ihn vann auk þess áttatíu þúsund pund sterling í veðmál- um. Lánardrottnar biðu rólegir þar til veðreiðarnar voru á enda kljáðar, og var þá hverjum þeirra greitt sitt að fullu. Með afganginum var Sir Robert tryggð mjög sæmileg afkoma alla ævi. Bæði lögreglan og líkskoðun- armennirnir tóku vægt á töf inni um dánartilkynninguna, og Sir Robert komst heill á húfi í gegnum þetta einstæða ævintýri. Nú, þegar skuggi þess er horfinn, þykir allt benda til þess, að söguhetjunnar bíði virðuleg og róleg tilvera á elliárunum. Skrltiö, ekki sýndist hann , vera ánægður með t Flemtri sleginn, mync segja. Manstu, rétt aour enK ^sKotin'heyrðust?'____________ Sunnudagur 7. marz 1976. 7. marz 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson viglsu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. ,,Faðir vor, sem á himnum ert”, orgelsónata eftir Mendels- sohn. Wolfgang Dallmann leikur. b. Strengjakvartett i B-dúr op. 67 eftir Brahms. Búdapest-kvartettinn leik- ur. c. Pianókonsert i A- dúr (K488) eftir Mozart. Ilana Vered og Filharmoniusveit Lundúna leika: Uri Ségal stj. 11.00 Guðsþjónusta i Hallgrimskirkju i upphafi æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og séra Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Organ- leikar: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Erindaflokkur um upp- eldis- og sálarfræðiSigurjón Björnsson próf. flytur fimmta erindið: Þróun siðgæðiskenndar. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund.. Sveinn Ein- arsson þjóðleikhússtjóri ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá hollenzka útvarpinu. Hollenzka promenade- hljómsveitin leikur. Stjórn- endur: Richard Muller- Lampertz og Gijsbert Nieuwland. a. „Bagatelle” forleikur eftir Rizner. b. „Romantique”, vals eftir Heinecke. c. „Úr fjölleika- húsi” eftir Stolz. d. „Grand- essa”, eftir Hes. e. „Til stjarnanna”, vals eftir Tornbey. f. „Spectacular”. forleikur eftir Karsameyer. 16.00 Forkeppni ólympiuleik- anna i handknattleik: islaiul — Júgóslavia. Jón Ásgeirsson lýsir frá Novo Mesto i Júgóslaviu. 16.30 Veðurfregnir. Fréttir. 16.40 Framhaldsleikritið: „Upp á kant við kerfið”011e Lansberg bjó til flutnings eftir sögu Leifs Panduros. Þýðandi: Hólmfriður Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur i öðrum þætti: Davið ... Hjalti Rögnvalds- son, læknirinn ... Ævar R. Kvaran, Marianna ... Helga Stephensen, Traubert ... Helgi Skúlason, Lilian ... Lilja Þórisdóttir. 17.15 Létt-klassisk tónlist 17.40 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (2) 18.00 Stundarkorn með Daniel Adni pianóleikara frá tsraei. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.25 Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persónur og leikendur i fjórða þætti: Steini ... Bessi Bjarnason, Stina ... Þóra Friðriksdóttir, Maddý, dóttir þeirra ... Valgerður Dan, Tengdamamma ... Guðrún Stephensen. 19.45 Frá tónlistarhátiðinni i Kárnten i Austurriki sl. sumar. Ungvérska rikis- hljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 9 i C-dúr eftir Franz Schubert: Janos Ferenczik stjórnar. 20.30 Vixill á siðasta dcgi. Dagskrá i samantekt Péturs Péturssonar. 21.20 Islenzk tónlist Sinfóniu- hljómsveit tslands leikur „Endurminningar smala- drengs”, hljómsveitarsvitu eftir Karl O. Runólfsson: Páll P. Pálsson stjórnar. 21.40 „Hvað heimurinn veit margt” Nina Björk Árna-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.