Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 7. marz 1976. Svarti dauöi iagöi eitt sinn heiming allra Gvrópubúa aö velli. Svipuö hætta gæti steöjaö aö mannkyninu nú á dögum. Llf- fræöingar hafa fundið upp aöferð- ir til aö framleiöa nýjar, óþekktar bakteríur, sem þeir ætla aö nota til gjörbyltingar I læknisfræði. En óttinn viö aö I staöinn veröi fram- leiddur sýkill, sem alls ekki verö- ur ráöiö viö, vex stööugt. Kaupmenn frá Genúa báru með sér óþekkta bakteriu fyrir um það bil 600 árum. Á tæpum þremur árum dó meira en fjórðungur ibúa allrar álfunnar. Þessi ill- ræmda drepsótt geisaði frá 1348 til 1350. Evrópa þurfti heila öld til að jafna sig. Skæðar bakteriur, sem enginn þekkti og enginn hafði meðul gegn, eru þekktar frá fyrri öld- um. Þær voru beiskur ávöxtur landafunda og landvinninga könnuða og kaupmanna. Skip Kólumbusar komu með sýfilis-sýkilinn með sér frá Ame- riku. Hann var beiskur dropi i bikar ástarinnar öldum saman. Aftur á móti komu hvltir land- námsmenn með bólubakteriuna til nýja heimsins. Hún gerði meiri usla meðal Indiananna heldur en allir svarðflettarar. Margir sagn- fræðingar eru þeirrar skoðunar, að Cortez hafi ekki sigrað Mexi- kó, heldur bólan. Hún útrýmdi á sex mánuðum næstum helmingi allra Aztekanna. 011 jörðin hefur verið könnuð, og þessi hætta virðist vera úr sög- unni. Þó óttast menn óþekkta sýkla utan úr geimnum. En ein- mitt núna, þegar við höfum öðlazt þekkingu á bakterium og erum hervædd með penisillini, blossar aftur upp hættan á að skæð bakteria komi fram, sem ekkert bitur á. Hættan kemur ekki langt að, heldur úr rannsóknastofum. Visindamenn óttast I æ ríkara mæli að þeir komi af stað drepsótt með rannsóknum sinum, sem gæti gert út af viö mikinn hluta mannkynsins. t Fort Detrick „nornareld- húsi” bandariska hersins er veriö aö ioka dós meö bakteri- um, sem nota má I hernaöar- skyni. Aörar rannsóknarstof- ur vinna nú meö eins hættu- legar bakterlur, en öryggis- ráöstafanirnar eru ekki alis staöar jafn miklar. mmm GUÐ HJÁLPI OKKUR, EF EIN SLEPPUR Um það bil 160 bakteriutegund- ir ógna mönnum með veikindum og dauða og visindamenn geta bætt bakterium, sem þeir fram- leiða, við þennan hóp af ósýnileg- um smáverum. Þeir breyta bakterium með þvi að meðhöndla erfðaeindir — eða erfðafrumur — þeirra. Þannig verða til lifverur framleiddar á óeðlilegan hátt, sem eru óþekktar á jörðinni. Þessar frumverur úr eigin framleiðslu visindamannanna gætu verið mjög nytsamar, og valdið ótrúlegum framförum á mörgum sviðum frá læknisfræði til landbúnaðar. En þetta er aðeins ein hlið málsins. Það sem verður til i til- raunaglösunum er svo framandi, að visindamennirnir geta ekki sagt fyrirfram hvað þeir eru að framleiða. Er friðsamleg bakteria á ferðinni eða undir- förull morðingi? Við hverja til- raun getur komið fyrir, að vfsindamaðurinn búi til dauða- bakteríu, sem hann siðan sýkist af og ber með sér án þess að hafa hugmynd um það. Bakterian breiddist siðan óhindruð út um heiminn. Bandariski erfðafræðingurinn Prof. Irwin Rubenstein við Minnestoaháskólann óttast, að fram gæti komið bakteria, sem kæmi af stað nokkurs konar stlf- krampa hjá fólki. Veikindin hæf- ust með djöfullegu glotti og end- aði með kvalafullri köfnun. Starfsbróðir hans I Kaliforniu, Prof. Berg skelfist tilkomu nýrr- ar krabbameinstegundar, sem væri bráðsmitandi eins og Svarti dauði. Enn aðrir visindamenn óttast bakteriur, sem dræpu með óþekktum eiturtegundum, sem myndu loka þörmunum eða lama taugarnar. Alvarlega hugsandi vísindamenn þjást af óttalegum hugmyndum, sem gætu verið teknar úr nýjustu hryllingsmynd- um. — Hvers vegna halda þeir samt sem áður áfram þessum til- raunum sinum? Brautryðjandi — uppfinning, sem lofaði miklu, tældi visinda- mennina út á þessa hættulegu braut. Þetta byrjaði allt með þvi, að brezku liffræðingarnir Francis Crick og James D. Watson kom- ust að einu stærsta leyndarmáli lifsins: Hvernig erfðir eiga sér stað. Það kom i ljós, að sérhver lif- vera fær áætlun fyrir lif sitt með i veganesti. Aætlunin er geymd I efni, sem heitir Desozyribo- nukleinsýra. Styttingin er DNS. Sama er hvort um mýs eða menn er að ræða, þetta erfðaefni er allt- af eins. Það sem er mismunandi eru upplýsingarnar, sem efnið geymir. Þetta fékk erfðafræðing- ana til að brjóta heilann. Þeir sögðu við sjálfa sig: I náttúrunni erfast óteljandi mismunandi erfðaeindir með þessu efni i, meira að segja innan einnar plöntu-eðadýrategundar.Til þess að maður þroskist sem maður — og ekki eitthvað annað — eru milljónir erfðaeinda i frjóvguðu eggi. Af þessum mannlegu erfða- eindum yrði aldrei nein til i hundi. A sama hátt eru ekki til neinar erfðaáætlanir, sem kæmust frá hundi i mann. Frjáls skipting á erfðaeigin- leikum milli mismunandi lifvera er samt mjög freistandi. Hundur- inn hefur t.d. erfðaeiginleika, sem forðar honum frá þvi að fá gigt. Hversu gifurleg framför væri það ekki, ef hægt væri að koma þessum erfðaeiginleika, sem hamlar á móti gigt, úr hundinum I manninn. Erfðafræðingar drógu þá álykt- un, að með einstökum erfðaeind- um, væri hægt að gera krafta- verk. Hægt væri að lagfæra skemmda erfðaeind með þvi að skipta um og korúa þannig I veg fyrir erfðasjúkdóma. Hægt væri einnig að skapa nýjar nytjaplönt- ur, ný nytjadýr. En þetta var aðeins fræðilegúr möguleiki. Ýmiss konar ann- markar voru á framkvæmd hans. Flestir visindamenn hafa þvi haft það álit að slikar „erfðafræðileg- ar skurðaðgerðir” yrðu i fyrsta lagi mögulegar i byrjun næstu aldar. Aðalástæðan fyrir þeirri skoðun er sú, að erfðaeindirnar eru óskaplega litlar efnafræðileg- ar einingar. Flestar eru minna en einn þúsundasti úr millimetra. Hvernig átti að fara að þvi að ná i svona agnarögn út úr flækju, sem i voru milljónir erfðaeinda, margfalda hana og setja svo markvisst i aðrar lifverur? Nú hafa komið fram tvær upp- götvanir, sem hafa komið þessu ótrúlega fljótt til leiöar: Við rikisháskólann i Kaliforniu rákust lifefnafræðingarnir Her- bert Boyer og Howard Goodman á sérkennilegt efni, sem kallað er „restriktions” efnakljúfur. Hann getur aðskilið sameindakeðjurn- ar i DNS erfðaefninu, sem virðast vera óaðskiljanlegar, i einstaka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.