Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
15
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausa-
sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Orð í tíma töluð
Ræða Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, er hann veitti
bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku i
Kaupmannahöfn, fyrstur Islendinga, var meira en
þægilegt hjal á hátiðlegri stundu. Orð hans voru fá,
en þau voru efnisrik og i tima töluð.
í örstuttu máli skilgreindi hann islenzka alþýðu-
menningu, margþætta og djúprætta, saman
slungna úr „fornri, norrænni lifsvizku og kristin-
dómi eins og hann birtist með fegurstum hætti i
Nýja testamentinu”, „sigildum bókmenntum og
aldalangri reynslu kynslóðanna, innilegum tengsl-
um þeirra við harðbýlt land, þjáningum þeirra og
baráttu, gleði þeirra og sorg, hugdirfsku þeirra og
þrautseigju”. Hann vék að þeirri lotningu, sem
þessi gróna alþýðumenning glæddi með fólki fyrir
sjálfu sköpunarverkinu og hvernig hún fæddi af sér
ást á ljóðum og sögum og kenndi, að manngildi væri
æðra auði og völdum, manngæzka og réttlæti
fremra tign og frægð.
En hann sagði meira.
,,Mér verður því dimmt fyrir sjónum”, sagði
hann, ,,þegar ég hugleiði nú, með hviliku offorsi sótt
hefur verið að þessari menningu.Fari svo fram
sem horfir, mun hún varla halda velli lengi. Það eru
stórveldin, böl jarðar, sem að henni hafa sótt hálfan
fjórða áratug samfleytt. Þau hafa reynt með lævis-
um aðferðum að orméta sterkustu stoð hennar,
sjálfa hina klassisku tungu. Þau hafa gert sér far
um að læða eða þrengja inn i vitund alþýðu glys-
menningu sinni, prangmenningu sinni, ofbeldis-
dýrkun sinni og ýmsum tegundum þess lágmenn-
ingarhroða, sem samvizkulausir dólgar þeirra
framleiða til þess eins að græða fé”.
Gleymum ekki þessum orðum.
„Ár og síð ég er í voða"
Frjáls samkeppni er iðulega miklu lofi ausin og
sögð flestra meina bót. Dag út og dag inn syngur
fjölraddaður kór henni dýrðaróð. En ár og síð er
hún þó i voða, hin frjálsa samkeppni. Sjái lofgerðar-
félagið fram á, að hún geti skert þess eigin hags-
muni, er blaðinu snúið við. Þá er fæti brugðið fyrir
ráðagerðir, sem liklegar eru til þess að stuðla að
þvi, að þetta viðskiptafyrirbæri fái notið sin — og
þvingunum og valdi beitt til þess.
Þetta hafa samvinnumenn i höfuðborg landsins
nýlega fengið að reyna, er hagsmunasamtök þeirra,
sem annars auglýsa sig alla daga sem hina óhvikulu
rétttrúnaðarmenn i viðskiptamálum, beittu meira-
hlutavaldi i borgarstjórn Reykjavikur til þess að
koma i veg fyrir, að upp risi nýr vörumarkaður við
Holtaveg i nágrenni Sundahafnar, liklegur til þess
að halda i skefjum verði á nauðsynjavöru almenn-
ings.
Ekki fer milli mála, af hvaða hvötum var gripið til
þessara bolabragða. Þarna stóð svo á, að frjáls
samkeppni gat orðið þeim óþægur ljár i þúfu, er
heldur vilja hafa verðlagið hærra en lægra, og þá
var rétt einu sinni gengið á snið við trúarjátninguna
góðu.
Með öðrum orðum: Frjáls samkeppni er hrein-
asta snjallræði, þegar þessir lofgerðarmenn sjá
sjálfum sér hag að henni, en vond að sama skapi, ef
hún getur orðið til þess, að þeir missi spón úr askin-
um. Þess vegna var rökrétt niðurstaða i þessu til-
felli: Leyfum ekki samvinnuhreyfingunni að keppa
við okkur á þann veg, er kynni að skerða gróða okk-
ar. Sem sagt: Heill þér, Merkúrus — upp með
frjálsa samkeppni, þegar við getum grætt á henni á
kostnað almennings — JH
ERLENT YFIRLIT
Clark verður Trudeau
erfíður keppinautur
Hann hefur tekið við forystu í íhaldsflokknum
Clark og kona hans hyllt á flokksþinginu eftir sigur hans i
FYRIR nokkrum dögum
hélt Ihaldsflokkurinn i
Kanada eitt sögulegasta
flokksþing sitt. Aðalverkefni
þingsins var að velja flokkn-
um nýjan formann i stað Ro-
berts Stanfield, sem hafði
ákveðið að láta af for-
mennsku, þar sem flokkurinn
hafði þrivegis tapað kosning-
um undir forustu hans. I öll
þau skipti hafði Frjálslyndi
flokkurinn undir forustu
Pierre Trudeau gengið með
sigur af hólmi. Það skipti þvi
miklu máli fyrir íhaldsflokk-
inn að velja sér forustumann,
sem væri liklegur til að stand-
ast Trudeau snúning.
Keppendur um formanns-
stöðuna voru ekki færri en tólf
og gerði það kosninguna mjög
spennandi, svo að ekki sé
meira sagt, og úrslitin voru
þvi með öllu óráðin fyrir fram.
Allir keppendurnir fengu að
halda eins konar framboðs-
ræður á flokksþinginu daginn
áður en kosið var. Þessi ræðu-
keppni hafði sögulegar af-
leiðingar, þvi að tveir þeirra,
sem höfðu þ ótt vænlegastir til
sigurs, töluðu af sér og spilltu
fyrir sér á þann hátt. Annar
þeirra var Paul Hellyer, sem
hafði farið úr Frjálslynda
flokknum 1972 vegna ágrein-
ings við Trudeau, og síðan
gengið i thaldsflokkinn. Hann
naut stuðnings hægri arms t-
haldsflokksins. Honum urðu á
þau mistök i ræðu sinni, að
nafngreina suma keppinauta
sina og deila á þá fyrir að vera
of langt til vinstri. Þetta þótti
ekki benda til þess, að hann
væri vænlegur til að halda
flokknum saman. Hinn var
Brian Mulroney, ungur lög-
fræðingur af irslum ættum,
sem hafði vakið athygli með
mælsku sinni. Honum mis-
tókst alveg ræðusnilldin i
þetta sinn og þótti ræða hans
þvi ekki bera verðandi for-
ingja vitni. Eftir þetta völdu
margir, að aðalbaráttan
myndi verða milli Claudes
Wagner frá Quebec og Floru
Macdonald, sem var eina
konan, sem gaf kost á sér.
Wagner hafði stuðning nær
allra frönskumælandi manna
á flokksþinginu og hann þótti
halda beztu framboðsræðuna.
Flora Macdonald hafði hins
vegar eindregnasta stuðning
vinstri armsins svonefnda,
enda gengur hún undir nafn-
inu ,,rauða íhaldið”. Það þótti
ekki spilla fyrir henni, að
Hellyer hafði sérstaklega deilt
á hana i ræðu sinni. Næst
þessum tveimur beindist svo
athyglin að Joe Clark frá Al-
berta, sem hafði ekki gefið
kost á sér fyrr en á siðustu
stundu. Hann var yngstur
keppendanna og hafði sneitt
hjá þvi að lenda i deilum við
þá, heldur unnið að framboði
sinu i kyrrþey. Almennt hafði
hann lika hlotið þá viðurkenn-
ingu að veéa vel til forustu
fallinn. Aðallega átti hann
fylgi sitt hjá vinstri mönnum i
flokknum, eins og Flora, en
hafði hins vegar ekki aflað sér
eins mikillar andstöðu hægri
armsins og hún.
ÞAÐ var strax ljóst eftir
fyrstu atkvæðagréiðsluna, að
lokakeppnin myndi verða á
milli þeirra Wagners og
Clarks. Wagner fékk 531 at-
kvæði, en Clark 277. Aðrir
fengu minna. önnur atkvæða-
i greiðslan fór á svipaða leið.
Fyrir þriðju atkvæðagreiðsl-
una dró Flora sig til baka og
formanns kjörinu.
fyrirskipaði stuðningsmönn-
um sinum að styðja Clark.
Hellyer gaf hins vegar fylgis-
mönnum sinum fyrirmæli um
að styðja Wagner. Það gerðu
einnig aðrir ihaldssinnaðir
frambjóðendur. Fyrir þriðju
atkvæðagreiðsluna voru þvi
aðeins þrir frambjóðendur
eftir, eða þeir Wagner, Clark
og Mulroney, sem neitaði að
gefast upp að irskum sið. 1
þriðju atkvæðagreiðslunni
fékk Wagner 1003 atkvæði,
Clark 969 og Mulroney 369.
Mulroney ákvað þá að draga
sig i hlé og stóð lokakeppnin
þvi milli þeirra Wagners og
Clarks, eins og spáð hafði
verið. Mulroney ákvað að
styðja hvorugan og veitti þvi
fylgismönnum sinum frjálst
val. Úrslitin urðu þau, að
Clark fékk 1187 atkvæði, en
Wagner 1122. Clark hafði
þannig sigrað eftir langa og
stranga baráttu.
EF MARKA má ummæli
kanadiskra blaða, hefur í-
haldsflokkurinn valið sér til
forustu þann mann, sem þykir
sigurvænlegastur i glimunni
við Trudeau. Clark er ekki
nema 36 ára gamall, en hefur
þó orðið alllangan stjórnmála-
feril að baki. Eftir að hafa
stundað nám i sögu og stjórn-
fræði, gerðist hann blaðamað-
ur um hrið og telur hann enn
að blaðamennska sé aðalstarf
sitt. Hann hefur þó haft litinn
tima til að sinna henni. Rétt
tvitugur að aldri gerðist hann
einkaritari Peters Lougheed.
sem þá var formaður íhalds-
flokksins i Alberta. Sosial
Credit-flokkurinn hafði þá
ráðið lögum og lofum i Alberta
um skeið. Undir forustu Loug-
heeds tókst íhaldsmönnum
að snúa sókn i vörn og ná
völdum i Alberta pg þykir
enginn hafa átt meiri þátt i þvi
en Clark, þegar Lougheed
einn er undanskilinn. Fylgi f-
haldsflokksins i Alberta má
nokkuð dæma af þvi, að
thaldsflokkurinn vann öll
þingsætin þar, 19 talsins, þeg-
ar kosið var til sambands-
þingsins i Ottawa 8. júli 1974.
Ýmsir gizkuðu þá á. að Loug-
heed yrði eftirmaður Stan-
fields sem leiðtogi Ihalds-
flokksins og mun Clark ekki
hafa gefið kost á sér til for-
mennskunnar nú fyrr en eftir
að hafa gengið úr skugga um,
að Lougheed yrði ekki i kjöri.
Lougheed mun lika hafa stutt
Clark ötullega. Það mun Stan-
field einnig hafa gert. þótt
hægt færi, en hann réði Clark
sem einKaritara sinn 1967 og
var Clark i þjónustu hans i
þrjú ár og er siðan náin vin-
átta milli þeirra. Clark segist
ekki hafa lært meira af öðrum
manni en Stanfield. Árið 1972
náði Clark kosningu i sam-
bandsþinginu með þvi að
vinna kjördæmi, sem áður
hafði verið talið öruggt Frjáls-
lynda flokknum. Hann hefur
átt sæti á þingi siðan og hefur
einkum látið æskúlýðsmál og
umhverfismál til sin taka.
Þrátt fyrir stutta þingsetu
hefur hann unnið sér gott álit i
þinginu.
Það þykir mikili styrkur
fyrir Clark. að hann er jafn-
vigur á frönsku og ensku. Það
vakti m.a. mikla ánægju á
flokksþinginu. þegar hann
flutti fyrstu ræðu sina eftir að
hafa verið kjörinn formaður.
að honum mæltist ekki siður
vel á frönsku en ensku og tókst
þannig að vinna sér hrifningu
fulltrúanna frá Quebec.
Þvi er spáð. að Clark muni
vera athafnasamur og þrótt-
mikill leiðtogi. og hafi
Trudeau ekki getað fengið öllu
verðugri keppinaut en hann.
Þ.Þ.