Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. marz 1976. TÍMINN 13 Þessi teikning útskýrir þaö, sem aöeins má sjá óljóst i rafeindasmá- sjánni. Virusfasinn, en þaö er minnsta lifræna eind, sem tii er, krækir sig i bakteriuna. Höfuð fasans hefur verið fyllt af erfðaeindunum, sem eiga að fara i bakteriuna. Fasinn skýtur siðan erfðaeindunum úr sér inn i bakteriuna. Þetta verður til þess að algerlega ný bakteria verður til. Verður hún friðsamleg? eða verður hún skrimsii? Virusfasarnir, sem visindamennirnir nota til að koma erfðaeindunum inn I bakteriurnar. Þetta eru minnstu lifrænar eindir, sem tii cru. Þessi mynd sýnir þá stækkaða 160.000 sinnum. Erfðamassinn skýzt úr fasanum eins og langur þráður. Erfðaeindir úr berjum, músum og mönnum eru settar i fasann. hluta. Hann sker erfðamassann eins og lifefnafræðilegur hnifur — niður i erfðaeindir. Við Standfordháskólann fundu lifefnafræðingarnir Stanley Co- hen og Anni Chang siðan ,,Ligase”-efnakljúfinn. Það er efni, sem gerir hið gagnstæða: Það fær einstakar erfðaeindir til að mynda aftur samrunakeðjur. Þetta var meira en erfða- fræðingar höfðu nokkurn tima látið sig deyma um. Allt i einu höfðu þeir yfir að ráða nauðsyn- legustu verkfærunum i „erfða- skurðlæknisfræðinni”, sem hafði fram til þessa verið framtiðar- draumur. Þeir hófust handa. Minnstu sjálfstæðar lifverur, sem til eru i heiminum eru bakteriur. Þær eru einfrumungar og hafa 700 sinnum færri erfða- eindir en fruma úr mannlegum likama. Þess vegna voru fyrst gerðar tilraunir með þær. Erfða- eindir froska, flugna hænsna, músa og annarra dýra voru aðskildar i tilraunaglösum og voru siðan settar i bakteriurnar. Visindamennirnir sáu sér til undrunar að hinar ókunnu erfða- eindir hófu starfsemi i bakteriun- um. Þær byrjuðu að framleiða eggjahvituefni, sem ákvörðuðust af ókunnu erfðaeindunum. Ótrú- legir möguleikar fólust i árangrinum af þessu byrjunar- skrefi. Visindamenn höfðu nú möguleika á að breyta bakteriun- um i „nytjadýr” i þágu mannsins. Nefna má dæmi til skýringar. Milljónir sykursjúkra eru háðir insúlinsprautum. Insúlin er unnið á mjög flókin hátt úr kirtlum dýra. Nú er hugsanlegt að setja þær erfðaeindir, sem stjórna insúlinframleiðslunni i briskirtl- inum, i bakteriur. Bakteriurnar mundu þá byrja að framleiða insúlin rétt eins og brisið. En það má búa til annars konar bakteriur. Bakteriur, sem fram- leiða vaxtarhormón, fúkkalyf, eða sérstök mótefni gegn sjúk- dómum, sem ekki er hægt að framleiða nú. Dr. Donald Brown, sem starfar við Carnegie-stofnunina i Washington, álitur það hugsan- legtað setja erfðaeindir silkiorms i bakteriur. Þannig mætti fram- leiða ódýrt silki. Aðrir visinda- menn vilja búa til bakteriur, sem byggju i rótum hveiti- eða mais- plantna og ynnu köfnunarefnis- áburð úr loftinu fyrir plöntuna. Svo miklir möguleikar eru á notkun baktería i iðnaði við fram- leiðslu á efnum, sem erfitt er að framleiða, að mörg iðnaðarfyrir- tæki starfa nú að viðtækum rann- sóknum á þessu sviði. Til dæmis gerir brezka fyrirtækið „Imperial Chemical Industries” (ICI) til- raunir með 60 kiló af bakterium til að rannsaka skilyrðin fyrir stórtækri framleiðslu á þennan hátt. Brezki liffræðingurinn Dr. Sidney Brenner segir, að þetta sé — athyglisverðasta mál komandi áratuga. En fleira en það, sem minnzt hefur verið á, gerði málið at- hyglisvert. Bakterian, sem mest hefur verið notuð við erfðaeinda- flutninginn er hin svokallaða E- coli bakteria. Hún telst til þeirra bakteria, sem lifa i þörmum mannsins og hafa timgazt þar frá örófi alda án þess að gera nokkuð af sér. Eftir þvi sem visinda- mennirnir aðhöfðust meira með þessa bakteriu I tilraunaglösum sinum, þeim mun órórra varð þeim innanbrjósts. Gæti ekki átt sér stað, að þeir framleiddu nýja bakteriutegund, sem væri ekki eins friðsamleg og hinar? Þrjár hættur óttast visinda- menn mest: 1) Bakteriur, sem framleiða eiturefni. Til dæmis Colibakteria, sem hefði erfðaeindir stifkrampa. Slik bakteria gæti leitt ógurleg- ustu drepsótt yfir mannkynið, sem nokkurn tima hefði geisað. 2) Bakteriur, sem væru ónæm- ar fyrir fúkkalyfjum og súlfalyfj- um. Það gæti hæglega átt sér stað, þvi að breytingarnar á bakteriunum eiga sér einmitt stað i þeim erfðaeiginleikum sem ráð mótstöðu þeirra. 3) Bakteriur, sem valda krabbameini. Erfðaeindir veira, sem valda krabbameini, eru fyrir hendi i flestum lifverum og gæti hæglega átt sér stað, að slik erfðaeind kæmist óviljandi i bakteriu. Það hefði skelfilegar af- leiðingar fyrir mannkynið. Ef slikdauðabakteria yrði fram- leidd i rannsóknastofu, þá verða visindamenn að reikna með þvi, að þeir kæmust mjög sennilega of seint að þvi. — Það má likja þessu við eitrun af völdum eins eitur- svepps i svepparétti, segir Dr. Richard Roblin við Minnestoahá- skólann. — Maður veit ekki, af þvi að hfa étið eitraða sveppinn fyrr en maður engist sundur og saman af kvöldum. Ahyggjurnar út af þessu fengu hóp fremstu liffræðinga og erfða- fræðinga til að taka ákvörðun, sem á sér engan lika i sögunni. Visindamennirnir, þar á meðal margir nóbelsverðlaunahafar, gáfu út yfirlýsingu um að þeir skuldbindu sig til að hætta við áhættusamar tilraunir. Þeir skor- uðu á starfsbræður sina alls stað- ar i heiminum að fylgja fordæmi sinu. Ráðstefnan, sem gerði þessa ályktun var haldin i Pacific Grove skammt frá San Francisco 1974. 150 visindamenn frá 54 lönd- um komu þar saman. Askorunin hafði svo mikið gildi, þó hún væri ekki bindandi lagalega að allir tóku hana til greina næstu átta mánuðina. Stærsta spurningin á réðstefnunni var: Má yfirleitt halda áfram meðslikar tilraunir? Ákvörðun visindamannanna var: Það verður að halda áfram. Með þvi að stöðva tilraunir af ótta við að framleiða sjúkdóma, mundi ef-til vill glatast tækifæri til að komast fyrir plágur, sem þjá mannkynið nú á dögum. Ákvörðunin um að halda ótrautt áfram tilraunum var þó bundin ýmsum skilyrðum. Vissar tilraunir voru útilokaðar og öryggisráðstafanir fyrirskipaðar. Ráðstefnan bjó til reglur, sem voru birtar i visindaritinu „Sci- ence”, en það nýtur alheims- viðurkenningar. Var það nokkurs konar alþjóðareglugerð. En jafnvel þó að komið verði i veg fyrir slys með þessu móti úti- lokar það ekki hættuna á þvi, að herveldi eða hópar glæpamanna tileinki sér þessa tækni á erfða- fræðisviðinu og framleiði visvit- andi skæða bakteriu. Fyrir herveldi væri bakteria, sem veikti andstæðinginn með drepsótt — jafnvel eftirsóknar- verðari heldur en kjarnorku- sprengja, eins og brezki vopna- sérfræðingurinn lord Ritchie- Calder áleit. Um leið og bakterian felldi jafn marga eða fleiri en kjarnorkusprengja væri hún miklu ódýrari. Hvaða þróunar- land sem er, gæti leyft sér slika „liffræðilega sprengju”. Nóbelsverðlaunahafinn Salva- dor Lurie álitur, að hættan á að skipulagðir hópar glæpamanna notfæri sér tilbúnar skæðar bakteriur tii að beita rikisstjórnir eða stórfyrirtæki þvingunum, sé sizt minni. Hann gerir grein fyrir tilraun með flugur. Settar voru bakteriur i flugurnar og erfða- eiginieikum bakterianna hafði verið breytt á þann veg, að flugurnar þoldu ekki visst efni i andrúmsloftinu, koldioxið. Þegar fiugurnar komu i venjulegt and- rúmsloft — drápust þær. Sá sem hefði aðstöðu til að gera það sama við mannfólkið, — gæti krafizt hvers sem væri af heimin- um, segir visindamaðurinn að lokum. (Þýtt og endursagt MM.) Fyrir um það bil tuttugu árum kom franskur visindamaður af stað drepsótt hjá villikanínum i Evrópu. Hann sýkti þær með hinni svokölluðu Myxomatose-veiru. Höfuð þeirra bólgnaði og igerð konist i augun. Þær drápust á kvalafullan hátt. Santa gæti hent mannkynið ef tilbúin dauðabakteria slyppi úr rannsóknastofu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.