Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 7. marz 1976. Flugvelar taka viö myndum frá gervihnetti á 14 daga fresti I námunda við Hawaii: Sérstaklega útbúin bandarisk fiugvél af gerðinni JC-130B nær í falihlif, sem 150 kg. þungt hylki er fest i. Hylkið hefur að geyma myndir sem teknar hafa verið yfir Rússlandi og á þeim er hægt að sjá smáatriði niður i 15 sm stærö. fyrir sólina sögðu Rússarnir. Amerikumenn gengu úr skugga um að aðdráttarlinsunni var stöð- ugt beint að jörðu en ekki sólu. Geimfararnir Popowitsch og Artuchin töluðu ekki til jarðar á venjulegu máli heldur gáfu skýrslu um það, sem þeir höfðu séð á jörðinni, á hernaðarlegu dulmáli. Við hliðina á myndavél- inni, sem tók myndir af jörðinni, var komið fyrir tveimur litlum loftgáttum á „Salut 3”. Þær áttu að vera til þess að geimfararnir gætu losað sig við úrgang. En það var nákvæmlega eins hægt að láta þar út hylki með filmum eða upptökum. 23. sept 1974 var i raun og veru sleppt út hylki frá „Salut 3” og var tekið á móti þvi á jörðu niðri. Með þvi lauk „visindalegu könn- uninni”. Eftirlitssveit i Berlin fylgdist samt með sjónvarps- sendingum frá „Salut 3” með ó- venjulegri tiðni eftir það. Nú á dögum eru Bandarikja- menn og Rússar ekki lengur einir ihimingeimnum. Þeirhafa fengið samkeppni frá Kina. 26. júli 1975 var þriðja kinverska gervihnett- inum skotið upp. Þetta var fyrir- rennari kinverskra njósnagervi- hnatta, að sögn bandariskra sér- fræðinga og drógu þeir þá ályktun af braut gervihnattarins. Hún er einkennandi fyrir gervihnetti, sem njósna með myndatökum úr geimnum, þannig útreiknaða, að hann fer á degi hverjum klukkan átta fyrir hádegi og fjögur eftir hádegi yfir landamæri Kina og Rússlands. Sérfræðingarnir urðu undrandi þegar braut hnattarins breyttist skyndilega um miðjan ágúst. Margt þótti benda til þess, að kin- verski hnötturinn hefði sent frá sér hylki með filmum. Tilgátan hefur ekki verið staðfest, en ef hún er rétt, eru Kinverjar komnir á sama tæknilegt stig og tók Rússa 19 ár að komast á. Þeim tókst ekki fyrr en með „Salut 3” að senda slikt hylki til jarðar. Bæði stórveldin hafa óviljandi átt þátt í þessari tækniframþróun hjá Kinverjum. Eldflaugarnar, sem Kinverjar skjóta upp gervihnöttum sinum með, eru af rússneskum uppruna. Þegar slitnaði upp úr vinskapn- um með Rússum og Kinverjum urðu Rússar að skilja eftir eld- flaugar af „Sandal” gerð. Maður- inn, sem stóð fyrir endurbótum á þeim, er frá Bandaríkjunum. Hann heitir Dr. Tsien Weichang. Hann vann til ársins 1949 f Pasa- dena i Kaliforniu að þróun eld- flaugahreyfla, en varð að hrekj- ast úr landi undan MacCarthy stjórninni, sem áleit hann „kommúnista”. Kinverski gervihnötturinn tók einnig myndir af ýmsu merkilegu i Bandarikjunum. Hann flýgur meira að segja yfir hluta af Alaska. En Bandarikjamönnum er alveg sama. Það má sjá á öll- um sæmilegum vegakortum, hvar þeir hafa komið eldflaugum sinum fyrir. Forskotið sem þeir hafa i tæknilegum smáatriðum er hvort sem er ekki sjáanlegt úr mikilli fjarlægð. Bandariskir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að „opinn himinn” stuðli að friði i heimin- um. — Þeim mun betur, sem Rússarnir þekkja styrkleika okk- ar, þeim mun minni hætta er á þvi að þeir ráðist á okkur, er álit þeirra. Kúbudeilan 1962 sannaði þetta álit. Þegar Rússar reistu eldflauga- stöðvar á eynni fyrirskipaði Kennedy forseti mikla herflutn- inga. Allir flugvellir i Florida voru þéttsetnir herflugvélum, við eyjarnar i Karabiska hafinu lögðust herskip af öllum tegund- um fyrir akkeri og þúsundir her- manna voru viðbúnir til innrásar. Þetta var gert opinberlega án nokkurs dulbúnings. Sovézku njósnagervihnettirnir „Kosmos 10” og „Kosmos 11” áttu að sjá þessasýningu á hernaðarstyrk og sannfæra Krustjof um, að Bandarikjamennmynduekki láta undan. Þetta herbragð heppnað- ist. 1 nóvember tóku Rússarnir niður eldflaugar sinar á Kúbu. Eins og áður sagði, hafa Rússar enn ekki notað skæðasta vopnið i himingeimnum, drápsgervihnett- ina. Engin nánari deili eru kunn á þessum gervihnöttum. Samt sem áður veit bandariski flugherinn meira en hann vill vera láta. Drápsgervihnötturinn „Kosmos 316” hrapaði til jarðar i miðvest- urrikjum Bandarikjanna i ágúst 1970. Brakið úr honum fannst. I skýrslunni til Bandarikjaþings segir: — Hann var úr þykkum málmi, ekki neinu þunnu blikki. Meira var ekki látið uppi. Setjum nú svo, að óþekktur gervihnöttur fljúgi yfir Sovétrik- in. Grunur leikur á að hann taki myndir af leynilegum mannvirkj- um. Til þess að fullvissa sig, senda þeir drápsgervihnött á eftir honum. Fylgihnettinum er skotið þannig á loft að hann nálgast hinn óþekkta yfir sovézku yfirráða- svæði. Myndir eru sendar til jarðar. Á þeim sést greinilega að um hernaðarlegan könnunarhnött er að ræða. Loftnet, aðdráttar- linsur og stýrieldflaugar gefa það til kynna. Drápsgervihnettinum er stýrt nær fórnarlambi sinu. Hann kemur svo nálægt að út- blásturinn úr eldflaugum hans kemur á könnunargervihnöttinn. Þetta sigrar að vísu ekki óvininn, en raskar braut hans. Þessi rösk- un veitir siðustu upplýsingarnar, sem vantaði. Þetta er njósna- gervihnöttur. Stærð hans og þyngd gefur það til kynna. Það verður að tortima þessum óvini. Liðsforinginn ýtir á hnapp, sem á stendur „pusk”, en það þýðir „skjótið”. Boðin fara til dráps- gervihnattarins og hann hlýðir á augabragði og sprengir stóra sprengju, sem hann er með. Tætl- ur úrhonum fara i andstæðinginn og setja hann úr leik. Smáblossi kemur og brak er allt, sem eftir er af hnöttunum og fuðra þeir brátt upp I gufuhvoífinu. Þetta er tæknilega mögulegt nú á timum. En Rússar hika við að beita þessu vopni, þvi að þeir vita að með fyrstu árásinni i geimnum mundi byrja miskunnarlaus bar- átta og enginn gervihnöttur væri óhultur. Striðið hefði þá færzt út um eina vidd. Drápsgervihnettir Rússanna eru heldur ekki fullkomnir. Fyrir það fyrsta ná þeir ekki mjög langt. Þeir geta að visu ráðizt á könnuði, sem fljúga lágt, en frétta og viðvörunargervihnettina, sem eru staðsettir i 36.400 km hæð geta þeir ekki náð i. Rússar hafa með erfiðismunum komið þremur gervihnöttum i þessa fjarlægð. A hinn bóginn má lika skjóta drápsgervihnetti niður. Á Meck eyju f Kyrrahafinu hefur banda- riski herinn eldflaugar af „Spartan” gerð, sem hefur verið breytt þannig að þær geta skotið niður gervihnetti, sem fljúga lágt. Eftir fyrstu reynsluskotin 1964 sagði McNamara varnarmála- ráðherra Bandarikjanna: — Skotin fóru svo nálægt gervi- hnöttunum að sprengjuoddurinn hefði getað eyðilagt þá. Bandarikjamenn hafa ekki smiðað neinn drápsgervihnött ennþá. „Saint” áætlunin (saint = dýrlingur) var tekin út af dagskrá fyrir meira en tiu árum. Greini- legt er að þeir ályktuðu sem svo: — Ef við gerum ekki neitt svona, gera Rússar það ekki heldur. En Rússarnir héldu áfram. Það var samt ekki fyrr en siðastliðið haust að Bandarikjamenn brugðust við. Þeir fólu tveimur fyrirtækjum að búa til bardaga- gervihnött. Samkvæmt uppástungu fyrirtækisins Rock- well á að búa til kerfi i himin- geimnum sem gripið getur óvin- inn. Bandariski drápsgervihnött- urinn verður ekki tilbúinn fyrr en ifyrsta lagi eftir fimm ár. A þeim tima verður ef til vill búið að finna miklu viðkunnanlegri að- ferð til að taka óvinagervihnött úr umferð. Til þess mætti nota geim- flutningatæki, sem hægt er að nota hvað eftir annað. Slikum tækjum er skotið upp með eld- flaug og siðan lenda þau eins og flugvél á jörðinni. Bæði stórveldin vinna að smiði slikra tækja. Bandarikjamenn ætla að gera fyrstu tilraunirnar 1978. Eitt af hlutverkum þessara geimflugvéla er að ná i gervi- hnetti, sem hafa laskazt. Á ná- kvæmlega sama hátt mætti nátt- úrlega ná i'gervihnetti óvinarins. (Þýtt og endursagt MM.) Bandariskri „Spartan”-eldflaug er skotiö á loft. Henni er i raun og veru ætlað það hiutverk að skjóta niður óvinaeldflaugar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.