Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. marz 1976. TÍMINN 9 Fyrir 70 árum: Hermenn skutu á loft eldflaug sem flutti myndavél. 5. júni 1903 fékk maður að nafni A. Maul frá Dresden einkaleyfi fyrir „eldflaug til að taka myndir af ákveðn- um landsvaeðum.” Áður en eldflauginni var skotið á loft urðu hermenn að fiytja 400 kg. þunga grind, sem eldflauginni var stillt upp í, á staðinn á tveggja hjóla vagni. Eldflaugin var sex metra löng og á enda hennar var hylki, sem líktist sprengju og þar var myndavélinni komið fyrir. Eldflaugin fór á átta sekúndum upp í 800 metra hæð. Rétt áður en hún komst í þá hæð, byrjaði myndavélin að taka myndir og tók myndir með linsu, sem hafði 210 mm brennivídd, sem voru 18x18 sm á stærð. Strax að lokinni myndatöku skauzt út fallhlíf og myndavélin sveif hægt til jarðar. Maul var langt á undan sinni samtíð. Uppfinningin féll i gleymsku. Það var svo ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að farið var að setja myndavélar í eld- fiaugar. hefur á meðan komizt inn i gufu- hvolf jarðar og sendir frá sér merki og málmþynnur losna frá þvi svo að betra sé að fylgjast með þvi. í 15 km hæð skýtur það svo út fallhlif, sem er appel- sinugul með hvitum röndum og svffur hægt til jarðar. Flug- mennirnir sjá fallhlifina og taka hylkið um borð með til þess gerðum útbúnaði, sem stendur út úr afturenda vélarinnar. Þó að þetta virðist fólkið hafa flug- mennirnir svo mikla æfingu i þessu að það heppnast oftast i fyrstu tilraun. Ef þetta misheppnast og hylkið fellurf sjóinn, stökkva froskmenn úr þyrlunum til að bjarga hinu dýrmæta hylki. Ef svo illa vill til að hvorki flugvélarnar né þyrlurnar finni hylkið, þá eyðileggur það sig sjálft. Það er til þess að njósnaskip Rússa, sem eru stöðugt á þessum slóðum, dulbúin, sem togarar, finni ekki hylkið með myndunum. Að visu er ekki vitað með vissu, nema eitt hylki hafi borizt i hendur Rússa. Þessi aðferð við að ná i upplýsingar frá gervihnetti var einmitt á tilraunastigi árið 1959, þegar reynt var að ná i hylki frá „Discoverer II”. Þá tókst ekki betur til en svo að hylkið lenti á Svalbarði i staðinn fyrir i Kyrrahafinu en á Sval- barða hafa Rússar einmitt kola- námur. Nú byrjaði heilmikið kapphl. milli Bandarikja- manna og Rússa um það hver yrði fyrri til að finna hylkiö. Bandarikjamenn gáfust upp eftir sex daga leit og margar likur benda til að Rússar hafi fundið hylkið, þó þeir hafi aldrei viður- kennt það opinberlega. Nú er fjórða kynslóð gervihnattanna á lofti. Gervihnettir nútimans eru tiu sínnum stærri en fyrirrennarar þeirra voru. Hinueiginiega heiti ameriskra njósnagervihn. er haldið leyndu og manna á milli ganga þeir undir nafninu „Stóri fugl”. Þyngd þeirra er meira en 13 tonn. Mikill hluti þessarar þyngdar felst i stýrieldflaugum og eldsneyti fyrir þær. Styrield- flaugar eru nauðsynlegar, þar sem þessir njósnagervihnettir fara niður i 140 km fjarlægð frá jörðutilaðná sem nákvæmustum myndum. Venjulegur gervihnött- ur mundi ekki þola að fara inn i gufuhvolfið heldur brynni hann upp og yrði nokkurs konar stjörnuhrap. Til þess að hindra þetta verður að breyta stefnu „stóra fulgsins” i sifellu með stýriseldflaugum. Stóri fuglinn „Big Bird”, getur borið um helmingi meira en gervihnöttur- inn „Kosmos 759” sem fylgdist með heræfingunni i Bayern. Fyrst og fremst er sjónvarps- sendir, sem sendir myndir beint til jarðar og svo ljósmyndavél, sem tekur hárnákvæmar myndir afhlutum á jörðuniðri, alltniður i 15 sm stóra hluti.Tækni Rússanna er d<ki eins fullkomin, þannig að þeir sjá aðeins hluti, sem eru stærrien 30 sm. Það er þó auðvelt að bæta úr þessum galla miðað við annan stærri. 1 hvert skipti sem Rússarnir þurfa að ná i myndir utan úr geimnum, verða þeir að taka gervihnöttinn niður. Þeir verða þvi að skjóta upp nýj- um „Kosmos” gervihnetti á 12 til 14 daga fresti. „Stóru fuglar” Bandarikjamanna eru 140 daga á lofti og senda mörg hylki til jarðar með filmum og er hvert hylki um það bil 150 kg. þungt. Með öðrum orðum, einn „Big Bird” gerir sama gagn og 10 „Kosmos”hnettir. Bandarikjamenn taka engu siðurfullt tillit til rússneska eftir- litsins. Dæmi um það er nærtækt úr Viet-Nam striðinu. Bandariski herinn ráðgerði að senda sveit til þess að frelsa bandariska striðs- fanga úr fangabúðum i Son Tay i N-Viet Nam. I æfingaskyni var gerð nákvæm eftirliking af þorp- inu á Eglin herflugvellinum i Florida. En i hvert skipti, sem rússneskur njósnagervihnöttur nálgaðist, var allt rifið niður. Þrátt fyrir þessar varúðarráð- stafanir var aðgerðin gagnslaus. Þegar Bandarikjamennirnir lentu i Son Tay, voru engir fangar þar lengur. Ekki er vitað hvort að fangarnir voru fluttir burt af „eðlilegum ástæðum”, — eða hvort „Kosmos” gervihnöttur hefur tilkynnt kommúnistum um fyrirætlunina. Nefna má nokkur dæmi um rússnesk leyndarmál, sem Bandarikjamenn hafa komizt að i gegn um „Stóru fuglana”. Á Indlandshafi út af strönd Afrikurikisins Somalia, eru Rúss- ar að reisa stóra bækistöð fyrir flota sinn. Bandarikjamenn fengu myndir af stórum vöruskemmum og viðgerðaverkstæðum, sem reist voru i Hafnarborginni Berbera við Adenflóann. Einnig sást að unnið var að stækkun flug- vallarins. Um þessar mundir eru Rússar að prófa nýja loftvarnaeldflaug. Bandarikjamenn fylgdust með, þegar henni var skotið á loft á steppum Kasachstan. Það er lika gervihnetti að þakka, að Bandarikjamenn vita, að Rússar geta ekki lent á tungl- inu i bili og geta heldur ekki kom- ið stórri geimstöð á braut um- hverfis jörðu. Eldflaugin, sem þeir reyna i þessu skyni virðist vera misheppnuð. Fræðilega séð er eldflaugin, sem ber heitiö TT-5, sterkari en tungleldflaug Bandarikjamanna, „Saturn”. En sú rússneska hefur aldrei veriðnothæf i raun og veru. Fyrsta „TT-5” sprakk i loft upp á skotpallinum. Onnur sprakk rétt 1. Itússneskur drápsgervihnöttur hefur tekiö eftir siglingagervihnetti 3. Drápsgervihnötturinn springur og hlutar úr honum eyðileggja (til vinstri). siglingagervihnöttinn. 2. „Morðinginn” tekur stefnu á hinn gervihnöttinn samkvæmt ratsjár- boöum. eftir að hún komst á loft og sú þriðja sundraðist i ótal hluta i nokkur hundruð metra hæð. Eftir þessar ófarir hafa Rússar ekki reynt á ný að skjóta upp stórri eldflaug. Þeir reistu 130 metra háan turn og reyna i honum að ná tökum á eldflauginni. Þeim hefur ekki enn tekizt það. En hvað gagna fyrsta flokks njósnamyndir, ef rangt er lesið úr þeim. Skýrt dæmi um slik mann- leg mistök átti sér stað i Yom-Kippur striðinu. Leyniþjónusta bandariska hersins tilkynnti 3. október 1975 að liðsflutningar Sýrlendinga og viðbúnaður egypzka hersins voru álitnir tilviljanakenndir og ekki undirbúningur undir alvarleg á- tök. Þremur dögum seinna réðust Egyptar og Sýrlendingar á Isra- elsmenn. Bandarikjamenn reyndu að bæta fyrir mistök sin. A myndun- um uppgötvaðist veikur hlekkur hjá egypzku sveitunum við Súez- skurð og einmitt þar tókst í$ra- elsmönnum að fara yfir skurðinn og króa Egyptana af. Meðai mynda, sem leyniþjón- usta Bandarikjamanna hafði vfir að ráða voru myndir sem áhöfn „Skylab” geimstöðvarinnar tók 25. september 1973. Tæpum tveimur vikum áður en striðið brauzt út, höfðu geimfararnir, Bean, Garriott og Lousma snúið til jarðar með fullt af myndum i föggum sinum. Allar myndir af Sin.aiskaga og Golanhæðum voru gerðar upptækar af flughernum og teknar til athugunar af sér- fræðingum hans. Ekki fyrr en að þvi loknu voru þær afhentar geimrannsóknastofnuninni. NASA. Þær myndir sem sýna hernaðarlegar aðgerðir eru enn læstar niðri. NASA fékk þarna tækifæri til að endurgjalda greiða flughersins. Þegar ..Sky lab” var skotið á loft losnaði hlií til varnar hita. Ef ekki hefði tek iztaðgera við þetta hefði orðið að hætta við áætlunina. Enginnhefði þolað hitann um borð. Aður en hægt var að hefja viðgerðir þurft: að fá vitneskju um hversu miklar skemmdirnar voru. Flugherinn útvegaði þessar upplýsingar. Teknar voru mvndir á jörðu niðri af hinni löskuðu geimstöð með sérstakri myndavél. Á myndun- um var hægt að sjá nógu mörg smáatriði til þess að smiða nyja hlif. Þannig bjargaðist ..Skyláb” áætlunin. Gæðum myndanna er haldið leyndum. Bandariski flugherinn bannaði geimferðastofnuninni að birta mvndirnar af ótta við að Rússar gætu gert sér of hána grein fvrir þvi hvað myndavél- arnar raunverulega geta. En eitt er vist: Þessar myndavélar geta tekið nivnd af hlut á stærð við fót bolta i 90.000 kilómetra fjarlægð, Slik samvinna milli borgara legraog hernaðarlegra stofnana er lika fyrir hendi hjá Rússum. þvi að þeir reka sjálfir hernaðar legar njósnir i dulargervi vis- indarannsókna. Það kom berleg- ast i ljós með geimstöðinni ..Salut 3". Hún var herbækistöð i geimn- um. ..Salut 3” hafði stór ljósmvnda- tæki um borð. Aðdráttarlinsa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.