Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 7. marz 1976. NJÓSNARAR í GEIMNUM Með hernaðar1egum gervihnöttum geta menn tekið myndir af hlutum, sem ekki eru stærri en 16 sm, hleraö simtöl og eyðilagt aðra gervihnetti. 15. september hóf þýzki herinn i Bayern æfingu, sem gekk undir nafninu „drottningarhrókun”. Könnunarsveit nr. 4 hélt i gegnum bæheimska skóginn i átt til bæjarins Straubing og á sama tima bjóst átjánda heimavarnar- sveitin til varnar á suðurbakka Dónár milli Straubing og Deggendorf. Enginn af hermönnunum vissi að það var fylgzt mjög vel með þeim á þessum augnablikum. 1 meira en 2000 km fjarlægð, á Kri'mskaga sat rúss- neskur liðsforingi fyrir framan sjónvarpsskerm. Dag- skráin, sem hann horfði á var „drottningarhrókun". Aðal- teikararnir voru könnunarsveitir og heimavarnarsveitir. Þetta var -bein--utsending af heræfingunni. Þetta er ekki atriði úr fram- -ttðerskáldsögu, heldurhalda sér- fræðingar á Vesturlöndum, að svona hafi þetta gerzt i raun og veru. Gervihnötturinn „Kosmos 759” gerir jDetta mögulegt. Hann þaut hlaðinn mynda- vélum og filmum um himin- hvolfið og var einmitt klukkan 10.50 vfir Niðurbæjaralandi þann 15. september. Allt sem fyrir op myndavélanna bar, sendi hann jafnóðum til stöðvarinnar Jefpatoria á Krim. Á myndunum gátu Rússarnir séð hersveitir á hreyfingu og jafnvel talið farar- tækin. Þegar „Kosmos 759” lenti á steppunni i Kasachstan voru filmurnar um borð. A myndunum var hægt að sjá smáatriðin miklu nánar. til dæmis var hægt að sjá að könnunarsveit 4, hafði yfir úr- eltum skriðdrekum af gerðinni M-48A-2 að ráða og að heima- varnarliðiö hafði vopn til varnar skriðdrekum. Þá sýndu myndirnar einnig hvernig 10. skriðdrekaherdeildin bættist i leikinn frá svæðinu i kringum Ingolstadt. Til þess að geta séð sem mest af „drottningarhrókuninni” sendu Rússarnir upp annan njósnagervihnött: „Kosmos 760”. Hann kom í tæka tið til að fylgjast með, hvernig „árásinni” var hrundið. Mikill kostnaður er þvi samfara aðsetja upp gervihnött til niósna, en stórveldunum finnst það borga sig. Rússar hafa til dæmis fylgzt með öllum heræfingum Nato utan úr geimnum og Bandarikjamenn njósna af krafti á móti. Það er ekkert óvenjulegt við njósnir af þessutagi iengurog það másegja að rússneska og bandariska leyniþjónustan hafi fyrir löngu lagt undir sig himinhvolfið i þessu skyni. Rússneskp gervihnettirnir geta greint hluti allt niður i 30 senti- metra á stærð og þeir amerisku niöur i 10 til 15 sm. Fyrir skömmu fengu Bandarikjamenn myndir, sem sanna að Rússar styrkja varnir sinar, þrátt fyrir SALT samningana. Meðfram járnbrautarteinunum i Siberiu eru þeir aö byggja hólf fyrir eld- Raugar, sem beint er á Banda- rikin. Það eru til gervihnettir sem hlera simtöl. Þeir taka á móti raf- segulbylgjunum, geyma boðin og senda þau ekki til jarðar, fyrr en þeir eru yfir stöð heimalands sins. Bæði stórveldin hafa yfir þess- ari tækni að ráða og notfæra sér hana miskunnarlaust. Ameriskir tæknimenn sem staðsettir voru i Tyrklandi heyrðu til dæmis þegar rússneskur gervihnöttur sendi til jarðar simtöl, sem hann hafði tekið upp yfir N.-Ameriku. Fyrrverandi meðlimir CIA, er af þeirri gerð. Hann er staðsettur 36400 km yfir Indlands- hafi og fylgist þaðan með Kina og Rússlandi. Ef eldflaug er ein- hvers staðar tendruð, sér hann eldinn og tilkynnir skotið á sama augnabliki til bandarisku loft- varnanna NORAD, sem hafa bækistöð sina i Colorado, Banda- rikjunum. Bandariski loftvarna- ráðherrann John L. McLucas hefur staðfest þetta opinberlega. — Við höfum búið til gervihnött, sem tekur eftir langdrægum eld- flaugum, um leið og þeim er skotið á loft, sagði hann. Það eru til gervihnettir, sem fylgjast með siglingum á öllum um. Hingað til hafa þeir þó ekki verið látnir gegna þvi hlutverki sinu. En það eru aðrir gervihnettir, sem Rússar hafa imigust á. í framtiðinni verður hægt að taka á móti útsendingum frá gervihnött- um með venjulegu sjónvarpsloft- neti. Gromyko, rússneski utan- rikisráðherrann krafðist þess fyrir þremur árum á þingi Sameinuðu þjóðanna, — að mega trufla eða eyðileggja slika gervihnetti ef útsendingar þeirra væru ólöglegar. Ólöglegt er að hans áliti allt, sem beinist gegn menningu, siðum og hefð. Hann nefndi sfstaklega hryllings- Rússneskar eldflaugar eru undir eftirliti. Þessi viðvörunargervihnöttur er I 36 þús. km. fjarlægð yfir Indlandshafi og tækið fremst á honum, sem er eins og trekt i Iaginu, beinist stöðugt að eidflaugastöðv- um Rússa. Ef þeir skjóta upp cldflaug verður „trektin” strax vör við heitan blásturinn og gervihnöttur- inn tilkynnir um skotið til bækistöðvarinnar i Bandarikjunum. Marchetti og Marks, halda þvi fram, að CIA hafi árum saman fylgzt með simtölum úr rikisbif- reiðum Rúsanna. Þannig hafi þeir heyrt þegar Bresnjev hafi talað við flokksleiðtoga i gegnum sima i bifreið sinni. Það eru lika til gervihnettir, sem finna allar ratsjárstöðvar andstæðingsins og mæla með hvaða tiðni og styrkleika þær starfa. Bandarikjamenn kalla gervihnetti af jiessari gerð „Ferret”. Með þeirra aðstoð hafa Bandarikjamenn komizt að frekari samningabrotum Rúss- anna. Rússar skuldbundu sig til að fullkomna ekki frekar hið svokallaða ABM kerfi sitt, en það er sérstakt varnarkerfi gegn eld- flaugum. Þegar Ford Banda- rikjaforseti átti viðræður við Brésnjev i Wladiwostok ’74, hét hinn siðarnefndi þvi að standa við gerða samninga. En á sama tima gerðu sovézkir tæknifræðingar tilraunir með nýja og miklu sterkari ratsjá til eldflaugavarna við Kaspiahafið. Svo eru til gervihnettir, sem tilkynna um leið og eldflaug er skotið á loft i öðru landi. Banda- riski gervihnötturinn númer 647 heimshöfum. Rússarnir eru mörgum árum á undan Bandarikjamönnum á þessu sviði. Þeir vita nákvæmlega hvar bandarisku herskipin eru á hverj- um tima. Þessir gervihnettir fylgjast einnig með is á helztu sigli ngaleiðum . Rússneski verzlunarflotinn virðist hagnast á þvi, þvi að Rússar gáfu út tilkynningu um að með hiiðsjón af þekkingu hennar á stöðu hafissins á norðl. slóðum hefðu þeir á siðasta ári getað valið auðveldari siglingaleiðir og þar með fækkað siglingatimum um 5-6%. Það eru lika til gervihnettir, sem geta tortimt öðrum gervihnöttum i geimnum. Rússar eiga slika gervihnetti. I desember 1971 nálgaðist „Kosmos 462” annan gervihnött, „Kosmos 459”, sem hafði verið skotið á loft nokkru áður. Þegar „morðinginn” var kominn eins nálægt fórnarlambi sinu og hann gat, sprengdi hann sprengju er tætti báða gervihnettina i 12 hluta. Þessir sjálfsmorðs- gervihnettir eru ætlaðir til að tor- tima mynda- og siglinga- gervihnöttum frá Bandarikjun- myndir, eiturlyfjaáróður og kiám. Enginn venjulegur borgari getur látið sig dreyma um allt það hernaðartilstand, sem á sér stað i geimnum-Það er ekki aðeins „hernaðarleyndarmál” heldur er lika um að ræða „mikilvæg hernaðarleyndar- mál”. Þetta gengur svo langt að Amerikanar nafngreina ekki nýjar gervihnattaáætlanir og halda númerunum vandlega leyndum. Hjá Rússum er allt hulið undir „Kosmos” nafninu og allir gervihnettir þeirra eru opinber- lega i þágu geimrannsókna. Rússar hafa aldrei skotið eins mörgum gervihn. á loft eins og i ár. Á fyrstu sjö mánuðum ársins sendu þeir upp hvorki meira né minna en 52 „Kosmos” gervihnetti, og þar af þjóna 48 tvimælalaust hernaðarlegum tilgangi. Bandarikjamönnum nægir að skjóta færri gervihnöttum á loft. En gervihnettir þeirra eru mun lengur á lofti, en þeir rússnesku og senda auk þess meiri upplýsingar til jarðar. Banda-. riski loftherinn greiðir i þess skyni 524 millj. dollara á fjár- hagsárinu 1975 og á næsta ári verða það 100 millj. meira. Þar við bætist hið óþekkta fjárfram- lag leyniþjónustunnar CIA og öryggisstofnunarinnar NSA. Johnson forseti sagði að njósnagervihnettirnir væru tiu sinnum þess virði, sem eytt hefur verið i þágu hernaðar i geimnum. Þeir hefðu losað þjóðina við óþarfa kviða og ótta, þar sem þeir fylgdust nákvæmlega með eld- flaugum óvinanna. Árið 1961 lá við að Berh'n missti frelsi sitt. Gervihnettir öfluðu upplýsinga, sem komu i veg fyrir það. Sumarið 1961 harðnaði kalda striðið. Krústjov krafðist friðar- samninga við Þýzkaland fyrir árslok. Að öðrum kosti mundi hann semja einhliða við A-Þýzka- land og hann lét i það skina að hann mundi leysa „hið hvimleiða Berlinarvandamál” á sinn hátt. Þegar Vestur-Berlin var lokað með Berlinarmúrnum, náði taugastriðið hámarki sinu. Báðar hliðar viðhöfðu „varúðar- ráðstafanir.” Hermenn voru kallaðir út, herskip létu úr höfn, flugvélar voru viðbúnar og eld- flaugum var beint. Rússnesku eldflaugarnar ollu bandariska forsetanum John F. Kennedy áhyggjum. Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustunnar áttuRússar 120 langdrægar eld- flaugar með kjarnorkusprengj- um. A móti þeim áttu Banda- rikjamenn aðeins 48 „Atlas” eld- flaugar. Krustjof jók á ótta Banda- rikjamanna með þvi að tala úm ósigrandi eldflaugar, sem gætu náð til hvaða staðar sem væri á hnettinum. En þá komu fyrstu njósnagervihnettirnir i spilið og gáfu aðra mynd af málinu. Meðan á Berlfnardeilunni stóð sendu Bandarikjamenn upp einn „Discoverer” (könnuður) gervihnött i hverjum mánuði á timabilinu júli-október. Þvi fleiri gervihnettir sem komust á loft, þeim mun færri reyndust eld- flaugar Sovétmanna vera. Að lokum var álitið i september að þær væru aðeins 14, það er að segja að Vesturveldin hefðu næst- um þrisvar sinnum fleiri eld- flaugum á að skipa. Nú hafði Kennedy tromp á hendi . Hann spilaði þvi út, þegar hann tók á móti Gromyko i Newport. Þar töluðu þeir saman i tvo tima undir fjögur augu og ellefu dögum seinna hætti Krustjof við hótanir sinar. Berlin var áfram „frjáls.” Til að ná myndum frá njósna- hnöttum sinum fara Bandarikja- menn þannig að: I meira en tvö hundruð km hæð yfir Norður-Is- hafinu, sendir gervihnötturinn hylki með filmum frá ser. Það fellur i átt til jarðar og tekur suðlæga stefnu. Ratsjárstöðvar sjá hvernig hylkið fellur. Þær stenda upplýsingarnar til stöðvarinnar Hickam á Hawaii. Heill floti af flutningavélum og þyrlum leggur þá af stað, þangað sem búizt er við að hylkið falli i Kyrrahafið. Hylkið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.