Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 7. marz 1976. mm. M ÍLL m i i i var ákveðin eftir tvo daga. Systkinin sendu nú frænda sinum á Hawaii langt simskeyti, þar sem þau sögðu frá láti móður sinnar og hversu þeim var bjarg- að og hvenær þau byggj- ust við að koma til San Fancisco, ef ferðaáætl- un stæðist. 2. Siðasti dagurinn, sem Árni og Berit voru i Las Palmas, var sunnudag- ur. Þau hjónin, Signor Roncali og kona hans, ákváðu að fara með þau systkinin i skemmtiferð um eyna, svo að þau gætu séð fegurstu stað- ina og kynnt sér gróður og dýralif. Undir leiðsögn Roncali, vinar þeirra, varð þessi skemmtiferð um eyna eins og visinda- leiðangur. Hann gat svarað öllum þeirra spurningum og auk þess vakti hann athygli þeirra á ýmsu að fyrra bragði. Eitt sinn stöðvaði hann bifreiðina og benti systkinunum á kaktusrunna við veginn. Hann sýndi þeim þúsundir af örsmáum blaðlúsum, sem lifðu á kaktusrunnanum. „Karldýrið var næstum ósýnilegt”, útskýrði Roncali, ,,en kvendýrið er nær þvi helmingi stærra. Venjulega liggur kvenlúsin i vaxhylki, eins og þið sjáið þarna. Vaxið smitar út úr kyrtl- um húðarinnar. Það er einmitt kvenlúsin, sem framleiðir hið dýrmæta, rauða litarefni, sem Frakkar nota meðal annars i varaliti”. Berit varð alveg undr- andi, er hún heyrði þetta. Það hafði henni aldrei komið til hugar, að hinir blæfögru vara- litir tildurskvenna væru framleiddir áf blaðlús- um. Litlu siðar stönzuðu þau aftur og gengu dálit- ið frá veginum inn i skóginn. Þar sýndi Signor Roncali þeim risastórt tré, sem er nefnt „drekablóðstré”. „Sjáið þið, hve gildvaxið það er”, sagði Signor Roncali. „Ég hugsa, að ummál þess sé 14 til 15 metrar, og það er að minnsta kosti 2000 ára gamalt”. Þá brosti Berit, þvi að hún minnt- ist veikbyggðu „dreka- blóðsplöntunnar”, sem mamma hennar hafði átt i stofuglugganum heima i Noregi, Nú óku þau stöðugt upp i móti, og að lokum voru þau komin i 1500 Eggjaframleiðendur Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur og Teigur býður aftur upp á landsins beztu hænuunga — nýtt norskt kyn. Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130. Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir * í flestar gerðir eldri bíla t.d. Land/Rover, Peugot, Rambler, Rússajeppa, Chevrolet, Volkswagen station. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið 9-6,30 og laugardag 9-3. i! i metra hæð. Þarna uppi var dálitið veitingahús, og þar fóru þau inn. Þegar þau höfðu setzt, tók Berit eftir þvi, að utan við gluggana ómaði látlaus söngur kanari- fugla. „Hvilikur fjöldi er hér af kanarifuglum”, hugsaði hún með sjálfri sér. Hún hélt, að þeir hlytu að vera i búrum eins og heima i Noregi. En brátt varð henni það ljóst, að þessir kanarifuglar voru ekki i fangelsi. Það sat fjöldi af þeim á trjánum úti i garðinum. Þá minntist hún þess, að hún var stödd á Kanarieyjunum. Hér var heimili kanarifuglsins. Þar af kom nafn eyjanna. „En þessir fuglar eru grá- leitir”, sagði hún allt einu dálitið vonsvikin, „en heima i Noregi eru þeir gulir og miklu fallegri en hér”. „Já, það er alveg rétt”, svaraði Signor Roncali, ,,en þeir sem ala kanarifugla i búrum, hafa með margs konar blöndun tegundanna náð þessum fagra lit, en söngröddin er sú sama, hvort sem þeir eru villtir eða tamdir og hvernig sem liturinn er”. Um kvöldið óku þau aftur til Las Palmas og fóru þá með sjónum. Hér og þar óku þau meðfram akurlöndum þar sem ræktaður var sykurreir og sums staðar vinber. „Sykur- rækt og vinyrkja eru þó alls ekki aðalatvinnu- vegir nú á Kanarieyj- um”, sagði Signor Roncali, en fyrr á öldum voru þetta aðalatvinnu- greinar. „Á 14. og 15 öld var sykurræktin mikil hér, en þegar Amerika fannst, fóru menn að rækta sykurreyrinn þar og höfðu þræla (inn- flutta negra) til að vinna á ökrunum. Þá var ómögulegt að framleiða sykur hér i samkeppni við þessa þrælaeigend- ur. Þá var byrjað á að rækta vinber og það gaf góðar tekjur, en um 1850 kom upp sýki i vinberj- unum, og þá eyðilögðust akrarnir á fáum árum.” „Nú- eru aðallega ræktaðir hér bananar”, sagði Signor Roncali, ,,og það, sem er bezt við banana, er það að þeir þroskast bezt á láglend- inu i mýrum og fenjum Anton AAohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afriku hér meðfram ströndinni. Aldrei fyrr hafa þessi mýrarfen verið til neinna nytja. Bæði að- fluttir Evrópumenn. og innfæddir eyjarskeggjar höfðu forðazt þessi mýr- arfen. Þarna lifðu eðlur og slöngur og loftslagið var óheilnæmt. En þegar bananaræktin kom til sögunnar, þá breyttist þetta allt. Þá voru mýrarfenin þurrk- uð og ræst, svo að jurtir og menn gætu lifað þar, og nú eru þarna banana- ekrur. Bananjurtin er duttl- ungafull og erfið til ræktunar, og þarf sér- stakan jarðveg og lofts- lag. Einmitt i þessum mýrum hefur hún þrifizt ágætlega, og bananaræktunin gefur ágætar tekjur. Héðan eru flutt út um tvö hundruð þúsund smá- lestir árlega, og aðal- lega til Englands”. Þeim Árna og Berit þótti mjög gaman að athuga þessar bananaekrur. Landið hafði verið þurrkað og skógurinnhögginn. Mest af þessu var flutt burtu, en viða lágu þó stór tré og fúnuðu i þessum raka jarðvegi. Hitinn og rak- inn verkar þannig, að trén fúna fljótt og sam- lagast jarðveginum og verka eins og áburður fyrir jurtirnar sem verið er að rækta. Bananagreinarnar standa i skipulegum röðum eins og prúss- neskir hermenn og verða sjaldan meira en 6 metra háar. Stofninn er laus i sér (um 85% vatnsefni) og þolir illa storm. Undir blaðkrón- unni hanga bananamir. Bananaklasinn vegur venjulega um 16 kg. Þegar uppskerutiminn kemur, er bananjurtin höggin niður við rótina og látin liggja og rotna, en ávöxturinn tekinn. Upp frá rótinni spretta svo aftur ein eða tvær bananajurtir og bera ávexti á næsta ári. Það þótti þeim syst- kinunum skritið, að ekki væri hægt að taka ban- ana og borða þá strax. Árni sagðist hafa haldið að bananarnir væru beztir alveg nýir og miklu betri en þegar bú- ið væri að flytja þá til meginlanda Evrópu, en Signor Roncali sagði þeim, að þetta væri mis- skilningur. Þegar upp- skeran er hafin, eru bananamir ekki nærri fullþroskaðir. Ef þeir næðu fullum þroska, áður en uppskeran hæf- ist, þá yrðu þeir óætir. í Kanarieyjum verða þeir þvi að byggja „fóstur- hús” fyrir banana, eins og gert er i þeim löndum. sem flytja banana inn. Hin hörðu grænu bananaknippi eru- flutt beint af akrinum út i skip, sem hafa sérstök farrými fyrir banana og þessi skip skila þeim til aðalhafnarborga Evrópu. Á þessari löngu leið til neytandans ná þeir fullum þroska og verða ljúffengir til átu. Seint um kvöldið komu systkinin loks heim til Roncali. Þau voru þreytt en hamingjusöm eftir ferðalagið og fóru beint i rúmin, og var þá svefn- inn sætur. Næsta dag áttu þau að kveðja vini sina og halda aftur út á hafið. Þau spenntu á sig leðurbelt- in, sem Signor Roncali hafði látið gera fyrir þau. Beltin voru með vösum eða hólfum til að geyma i peningana, og þannig gerð, að þau gátu spennt þau á sig innan- klæða. Þau skiptu siðan peningunum. í hvert belti létu þau 300 pund i stórum seðlum, en af- ganginum skiptu þau á milli sin. Berit hafði sina peninga i litilli nýrri handtösku úr fallegu leðri, sem frú Roncali hafði gefið henni, en Árni haföi sina lausu seðla i vasabókinni sinni. Roncali, vinur þeirra, lét þau lofa sér þvi, að taka aldrei af sér beltin, hvorki á nóttu né degi, þar til þau kæmu til frænda sins á Hawaiieyjum. Skipið átti að fara kl. 13, það er einni stundu eftir hádegi. Frú Ron- cali hitaði súkkulaði og bar á borð heimabakað-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.