Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
3
Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra:
OPIÐ BRÉF
til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra
Fyrsti
hluti
Og þetta er allt
og sumt?
Ég stila þessar linur til þin,
Þorsteinn minn, af formlegum
ástæðum, en þær eiga þó fyrst
og fremst erindi til huldumanna
þeirra, er á bak við þig hafa
staðið.
Jæja, loksins er stefnan frá
þér komin. Ég ætla að geyma
hana, innramma og hengja upp
á vegg i heiðurssæti til minning-
ar um málfrelsisáhuga og
baráttuvilja islenzks blaðstjóra
á tuttugustu öld.
Það er sem létt af mér þungu
fargi. Ég átti von á reiðarslagi,
reiddum refsibrandi, bótakröf-
um og margskyns kárinum
öðrum, ekki hvað sizt eftir hinar
dramatisku lýsingar Alþýðu-
blaðsmanna á þvi, hver örlög
biðu min, er sverði dóms og laga
yrði brugðið gegn mér, en i þvi
efni hafa þeir verið ærið óþolin-
móðir og eftirgangssamir, sbr.
hina frægu vantraustsræðu dr.
Gylfa. En svo sendir þú mér,
góður drengur, stefnu, sem er
eins og viðurkenning eftir allt
moldviðrið — eins konar rós i
hnappagatið.
Eftir mánaðarleit margfróðra
lögfræðinga og uppslátt Tynes-
ar i Webster er uppskeran borin
á borð. Og hver er þá árangur
erfiðismannanna? Látum stefn-
una sjálfa tala.
Samkvæmt henni neyðist þú
til að höfða mál ,,til ómerkingar
á eftirtöldum ummælum, sem
Ólafur Jóhannesson viðhafði i
þættinum „Bein lina” þ. 1.
febrúar 1976:
1. „heldur auðvitað sú Mafia,
sem stendur á bak við þessi
skrif”
2. „Það er Visismafian”
3. „Já, þaðhorfir þannig við frá
minu sjónarmiði, að það sé
glæpahringur, sem æ ofan i æ
kemur með aðdróttanir,
rangar, i minn garð.” _
Þetta er allt og sumt. Engar
sakfellingarkröfur, engar refsi-
kröfur, engar bótakröfur, ekki
neitt nema ómerking og mál-
flutningslaun. Já, ekki er nú
reisninni fyrir að fara. Þrjú
óskiljanleg setningaslitur rifin
út úr öllu samhengi. Þetta
stendur þá eftir af þeirri póli-
tisku aftöku, sem átti að fara
fram á mér. Það verður oft litið
úr þvi högginu, sem hátt er
reitt. Er nú allur vindur úr Vis-
ismönnum, og þú stendur uppi,
eins og maðurinn, sem missti
glæpinn. Varla getur þú ætlazt
til þess, að ég fari að standa i
pexi við þig fyrir dómstólum út
af fáeinum krónum upp i her-
kostnað, fyrst þeir góðu drengir
Ingimundur i Heklu og Þórir
bilakóngur þurfa á aurum að
halda.
V ,
O Nánari
1. Árnar virkjaðar hver i sinu lagi
i alls fimm orkuverum, Jökulsá
á Fjöllum við Lambafjöll og frá
Hólsfjöllum niður i Axarfjörð,
Jökulsá á Brú við Hafra-
hvamma og frá Hrafnkelsdal
niður i Fljótsdal og Jökulsá i
Fljótsdal með veitu cif Hraun-
um frá Eyjabakka niður i
Fljótsdal. Aætluð orkuvinnslu-
geta er alls 10,9 TWh/a.
2. Jökulsá á Fjöllum er veitt i
Sá veldur miklu,
sem upphafinu
veldur
Þú kannast sjálfsagt við hið
fornkveðna, að sá veldur miklu,
sem upphafinu veldur. Ég hafði
aldrei vikið einu orði að VIsi eða
þér fyrr en i hinni „Beinu linu”
1. febrúar og þá ekki ótilkvadd-
ur, heldur aðspurður og til-
neyddur, m.a. vegna spurninga
frá stjórnendumþáttarins og að
öðru leyti til svars á spurning-
um, sem stjórnendur leyfðu og
hljóta þvi að bera ábyrgð á. í
„Beinu línunni” hafa formenn
stjórnmálaflokka verið spurðir.
Ætlazt er til þess, að þeir svari
skýrt og skorinort og tæpitungu-
laust. Það má lita á þá svara-
skylda likt og umsagnaraðila. A
það ber að líta, þegar ummæli
minerumetin. (Sbr. t.d. Gunn-
ar Thoroddsen: Fjölmæli, bls
224 o. áfr.)
En hafði þá Visir aldrei
minnzt á mig? Þar' af er
skemmst að segja, að skömmu
eftir að þú tókst við ritstjórn
Visis i júlilok, fór að bera á á-
sókn I minn garð, sem varla
verður færð undir málefnalega
umræðu. Ég ætla ekki að rifja
þá forsögu upp að sinni. Geri
það trúlega siðar.
Vik ég nú aftur að stefnunni
og málatilbúnaði.
AAenntaskóla-
kennari nokkur
í Reykjavík
1 stefnunni segir svo:
„Málavextir eru þeir, að
menntaskólakennari nokkur i
Reykjavik .. hefur á undan-
förnum mánuðum skrifað viku-
legar greinar i dagblaðið Visi
um margvisleg málefni”. Að
réttu lagi hefði þarna átt að
standa: Menntaskólakennari
nokkuri Reykjavik hefur á und-
anförnum mánuðum skrifað
vikulegar greinar i dagblaðið
VIsi, sem geymt hafa dylgjur og
aðdróttanir i garð ýmissa tiltek-
inna manna, Alþýðuflokksmenn
þó undanskildir.
Mér finnst ekki laust við litils-
virðingu eða vanþóknun i þessu
orðalagi: Menntaskólakennari
nokkur I Reykjavlk.
Þvi spyr ég þig, Þorsteinn
Pálsson. Vilt þú lýsa þvi yfir, að
þú hafir andstyggð á skrifum
margnefnds menntaskólakenn-
ara? Vilt þú biðjast afsökunar á
þeim og þvi, sem blað þitt hefur
frá eigin brjósti lagt til mál-
anna? Vonandi vilt þú ekki lýsa
þig sammála dylgjum mennta-
skólakennarans og gera hans
málstað að þinum.
Jökulsá á Brú og þær virkjaðar
saman i tveimur orkuverum,
við Hafrahvamma og frá
Hrafnkelsdal niður i Fljótsdal.
Jökulsá i Fljótsdal með veitu af
Hraunum virkjuð sérstaklega
frá Eyjabakka niður i Fljóts-
dal. Aætluð orkuvinnslugeta er
nálægt 10,5 TWh/a.
3. Bæði Jökulsá á Fjöllum og
Jökulsá á Brú er veitt austur á
vatnasvið Jökulsár i Fljótsdal
og þær allar virkjaðar niður i
Fljótsdal i einu orkuveri.
Aætluð orkuvinnslugeta er ná-
lægt 11,3 TWh/a.
En hverfum nú um sinn að
„sakargiftum” stefnunnar
góðu.
Hvað er mafía?
Þú hefur sent Tynes til að
fletta upp i Webster. Þar hefur
hann fundið, að mafia þýði bófa-
félag. Já, ekki er nú fallegur fé-
lagsskapurinn, og varla við þvi
að búast, að þér sé glatt i geði.
En þetta er nú heldur þröng
skýring á orðinu mafia, eins og
það er notað nú til dags. Ætli
Tynes hafi ekki lent á skakkri
bók? Þú manst nú, hvernig fór
fyrir honum i Bríissel forðum?
Orðið mafia er nú alþjóðlegt
orð, sem notað er i allt annarri
Þorsteinn Pálsson
ogviðtækari merkingu en Tynes
og Webster vilja vera láta.
Mafia er eiginlega orð eins og
inflúensa. Inflúensa er, a.m.k. I
daglegu máli, notað um margs
konar sjúkdóma, allt frá vægu
kvefi og upp 1 lifshættuleg veik-
indatilfelli.
Það er eins um mafiu, svo
sem ég og sagði i „Beinni linu”,
að af henni eru til margvíslegar
tegundir, bæði tiltölulega mein-
lausar og illkynjaðar. Þetta ber
ekki svo að skilja, að ég liki
Visismafiu viðmagapinu. Mafia
merkir i máli nútimamanna
nánast það sama og orðið klika,
og er þannig notað um viða ver-
öld, bæði i daglegu tali og rituðu
máli.
Nú skal ég nefna þér nokkur
sýnishorn.
Lest þú ekki amerisk blöð?
Kannski ekki nógu gömul? Þar
mátti æði oft sjá talað um Irsku
mafiuna, en með því var átt við
Kennedyana. Sem sagt irska
mafian = Kennedy-klikan, en
engum myndi hafa dottið I hug
bófafélag I þvi sambandi.
Mætti ég benda þér á að lesa
tlmaritið Time frá 2. febrúar
1976,bls. 29. Þarer rætt um, hve
mörg ung gáfnaljós Roosevelt
hafi á sinum tima fengið til
starfa i Washington frá háskól-
unum Harvard, Yale og Prince-
ton. Ennþá sé þar hópur þeirra,
en eftir sjö ára stjórn Republic-
ana i Hvita húsinu séu svo
margir komnir til Washington
til stjórnarstarfa frá
Chicago-háskóla, að i höfuð-
4. Jökulsá á Brú er veitt i Jökulsá
á Fjöllum og þær virkjaðar
saman i tveimur orkuverum,
við Lambafjöll og frá Hólsfjöll-
um niður i Axarfjörð. Jökulsá i
Fljótsdal með veitu af Hraun-
um virkjuð sérstaklega frá
Eyjabakka niður i Fljótsdai.
Aætluð orkuvinnslugeta er
nálægt 9,0 TWh/a.
Forathuganir á vatnasviðum
umræddra vatnsfalla eru ekki svo
langt komnar, að unnt sé að velja
milli hugsanlegra heildartilhag-
ana, en með hliðsjón af vaxandi
áhuga á orkunýtingu á þessum
staðnum séu menn farnir að
tala um Chicago-háskóla mafi-
una (that Washington has begun
to talk about „a University of
Chicago Mafia”). Þú skalt lesa
þessa grein. Eftir það muntu
lita mafiu öðrum augum en áð-
ur.
Næst vil ég nefna Morgun-
biaðið 25. febrúar sl. Þar er á 11
siðu viðtal við sænska leikstjór-
ann Vilgot Sjöman. Þar talar
hann i 3. dálki um kvennamafiu.
Tpælega bófafélag það.
Mætti ég þessu næst benda
þér á grein i Dagblaðinu 11.
febrúar sl., á 2. siðu, eftir Guð-
mund Jónsson frá Kópsvatni.
Þar segir m.a. orðrétt svo:
„Það má vel vera rétt, að kring-
„menntaskólakennari nokkur”
um Visi sé mafia. Svoleiðis
fyrirbrigði hafa nefnilega viða
skotið rótum, jafnvel hér i
Hrunamannahreppi”. Ætli Guð-
mundur á Kópsvatni sé að
segja, að glæpamannahringur
séi Hrunamannahreppi? Þaðer
heldur óliklegt, að hann gefi
sveitungum sinum þann vitnis-
burð.
Skyldi ekki mega benda á
dæmi þess i islenzkum dagblöð-
um, að hinn virðulegi félags-
skapur Frimúrara hafi verið
kallaður mafía. Ekki hafa þeir
hingað til kallað á dóm-
stóla-vernd.
Síðast en ekki sizt langar mig
til að leiða vitni, sem hér má
gerst til þekkja: Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi rit-
stjóra Vísis: Hann ritar leiðara i
Dagblaðið 10. febrúar sl., er
hann nefnir Visismafian. Þar
segir hann m.a.: „Hin svo-
nefnda Visismafia kom fyrst
fram I dagsljósið i árslok 1973”.
Þennan leiðara skaltu lesa
þrisvar sinnum a.m.k. Varla er
Jónas að segja, að hann hafi
starfað innari glæpamanna-
hrings. 1 lok leiðarans segir
Jónas: „Hingað til hefur Visis-
mafian ekki haft nema kostnað
og magasár af iðju sinni, hvað
sem sfðar verður”. Já, kannski
ykkur takist að klófesta nokkra
aura hjá mér upp i kostnað. Það
yrði sárabót!
Þetta er nægilega stór
skammtur af mafiu i einu. En
mér eru tiltæk mörg önnur
slóðum er nauðsynlegt, að þeim
verði hraðað. Aður en ráðizt verð-
ur i framkvæmd einstakra
virkjunaráfanga, þarf að skapa
áreiðanlega heildarmynd af
virkjunarmöguleikum á vatna-
sviðunum. Að öðrum kosti kynnu
upphafsframkvæmdir að spilla
verulega fyrir áframhaldandi
nýtingu orkunnar.
1 ársbyrjun 1975 var VST falið
takmörkuð endurskoðun fyrri
hugmynda um virkjun jökulánna
þriggja,en athuganir þessar hafa
nú fallið niðiuv Fyrir núverandi
stöðu athugana er gerð nánari
dæmi. Má tiunda þau siðar, ef
þörf krefur. En ef þessu vona
ég, að þú sjáir, að hviliku
mafiuundri þið gerið ykkur með
þvi að krefjast þess, að orðið
mafia sé dæmt dautt. Þið aug-
lýsið það bara, en að þvi vik ég
siðar.
A Alþingi 2. febrúar lýsti ég
þvi, að ég hefði ekki með mafiu
átt við hinn gamalkunna italska
glæpamannahring.
Vísis-siðfræði
Það má að ósekju kalla mig
glæpamann og banditt. Það má
bera mig þeim sökum, að ég
hafi heft rannsókn á skattsvik-
um og bókhaldsóreiðu Klúbbs-
ins og stöövað rannsókn á
mannshvarfi eða jafnvel moröi,
þó að margsannað sé, að allt,
bókstaflega allt, sem marg-
nefndur menntaskólakennari
hefur sagt um mig i sambandi
viðþaumál, séu ýmist uppspuni
frá rótum eða ósannindi marg-
oft endurtekin af honum I VIsi
gegn betri vitund, sem hér með
er einu sinni enn visað heim til
hans föðurhúsa. En ef á þarf að
halda, skal ég ekki telja það
eftir mér einu sinni enn að
hrekja þau lið fyrir hð. Þetta er
vist allt i lagi að þinum dómi.
Þetta er Visis-siðfræði.
En ef ég ber hönd fyrir höfuð
mér i spurningaþætti, þar sem
ég beinlinis kemst ekki undan
að svara, og segi, að það horfi
þannig við frá minu sjónarmiði,
að það sé glæpahringur, sem æ
ofan iædróttaraðmérranglega
glæpsaml. atferli, þá á það að
vera óleyfilegt að þinum dómi.
Sllk vörn á, að þinu mati, að
dæmastdauð og ómerk. Má ekki
lengur tala tæpitungulausa Is-
lenzku? Leggur þú ekki blessun
þina yfir framferði mennta-
skólakennarans, en krefst ó-
rnerkingar á nauðvarnarorðum
minum? Þú segir með mikilli
kokhreysti, að þér segi enginn
fyrir verkum. Sýndu þá mann-
dóm þinn og lýstu skömm þinni
á dylgjum menntaskólakennara
nokkurs, sem stefna þin nefnir
svo. Annars smækkar þú þig
niður i hans smæð. En ætli þú
risir úr öskunni? Ætli það sann-
ist ekki, að I Visis-siðfræðinni sé
sitthvað Jón og séra Jón.
Jæja, ég ætla ekki að hafa
pistilinn lengri að sinni. Ég
vona, að þú sofir sæll og glaður
þrátt fyrir þessar linur, þvi að
sizt af öllu vildi ég valda þér ó-
þægindum og taugaspennu.
En ef timi gefst, ætla ég i
næsta bréfkorni til þin að rifja
upp aftökutilraunina á Alþingi.
sem fór nú eins og alþjóð veit.
En það er svo miklu skemmti-
legra að skrifa þér bréf. heldur
en að standa i málaferlum við
gamlan nemanda út af nokkrum
krónum i málflutningslaun.
Þinn einlægur,
ólafur Jóhannesson.
grein i skýrslu til ORKUSTOFN-
UNAR frá október 1975
„AUSTURLANDSVIRKJUN.
Yfirlit yfir virkjunarathuganir á
vatnasviðum Jökulsár á Fjöllum.
Jökulsár á Brú og Jökulsár i
Fljótsdal”. Þar er jafnframt gerð
grein fyrir æskilegum framhalds-
athugunum.
Framhaldsathuganir hafa fail-
ið niður vegna þess, að óljóst er.
hvernig að þeim verði staðið.
Hefur m.a. komið til greina að
fela þær erlendum aðilum, sem
áhuga hafa á að nýta orkuna til
stóriðju."