Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 17
16
TÍMINN
Sunnudagur 7. marz 1976.
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
17
MAÐUR ER NEFNDUR Gisli Al-
bertsson. Hann er Skagfiröingur
að uppruna, en hefur lengi átt
heima i Reykjavik og i Borgar-
firði hinum syðra. Viö skulum
byrja á byrjuninni og heyra hvað
Gisli hefur um æskustöðvar sinar
að segja.
,,Hann gekk um gólf og
orti....”
— llvar i Skagafirði var það,
sem þú sást fyrst dagsins ljós?
— Ég fæddist að Flugumýrar-
hvammi i Blönduhlið undir lok
nitjándu aldarinnar, eða nánar til
tekið 19. desember 1899. Foreldr-
ar minir hétu Albert Jónsson og
Stefania Pétursdóttir.
— Þú hefur auðvitað alizt upp
við öll venjulegsveitastörf eins og
önnur sveitabörn?
— Já, ekki þarf að efa það. Ég
var vist ekki gamall, þegar ég
byrjaði aö hjálpa til, eftir þvi sem
ég gat. En eins og gefur að skilja
eru fyrstu minningar minar þó
ekki bundnar vinnu. Ég held, að
ein elzta minning sem ég á, sé
bundin gestkomu. Ég sat uppi i
baðstofunni heima, og það var
kominn gestur. Það var karlmað-
urm og mér finnst i endurminn-
ingunni að hann hafi verið orðinn
gamall. Hann gekk um gólf og
orti eina visu i hverri ferð, en Val-
týr bróðir minn skrifaði visurnar
upp, jafnóðum og gesturinn fór
meö þær. Þarna var þá kominn
Simon Dalaskáld. Ekki man ég
glöggt eftir likamsvexti Dala-
skáldsins, en andlitið finnst mér
að hafi veriö likt þeim myndum,
sem ég hef siðan séð af Simoni.
Simon mun hafa komið talsvert
oft til foreldra minna, en lfklega
hefur þetta verið með seinni ferð-
um hans þangað, ef ekki hin sið-
asta. En móðir hans var lengi hjá
foreldrum minum og dó þar. Ég
man ekkert eftir henni, þvi að hún
var dáin fyrir mitt minni, en lik-
legt þykir mér að vera hennar hjá
foreldrum minum hafi stuðlað að
ferðum Simonar þangað.
Þetta fólk var gætt hátt
vísi og virðingu fyrir
skoðunum náungans
— Hvernig eru búskaparskil-
yrðin þar sem þú ólst upp?
— Jörðin er ekki stór, en ágæt-
lega grasgefin, bæöi tún og engj-
ar. Búið var ekki stórt og fram-
kvæmdir ekki neitt likar þvi sem
seinna varð isveitum landsins, en
þó man ég að gerðar voru sléttur
með handverkfærum einsog lengi
tiðkaðist. Sjálfsagt myndi ungu
fólki nú þykja það fábreytilegt lif,
sem við lifðum, sveitakrakkarnir
á þessum árum, enda er það mála
sannast, að ekki var mikið um að
vera. Heimilislif foreldra minna
var friðsælt. Mér hefur oft orðið
hugsað til þess eftir að ég varð
fullorðinn, að ég minnist þess
ekki að hafa nokkru sinni heyrt
talað um stjórnmál á æskuheimili
minu, hvað þá að deilt hafi verið
um slika hluti. Þetta kann að
þykja undarlegt, og enginn þarf
að halda, að vel upplýst sveitafólk
á íslandi hafi ekki haft sinar
skoðanir á þjóðmálum á morgni
þessarar aldar, þegar sjálf-
stæðisbaráttan var að ná há-
marki. — Þar nægir að minna á
Uppkastið fræga árið 1908. — En
um þessi efni var ekki talað. Mér
er nær að halda, að fólkið sem ég
umgekkst i æsku hafi verið gætt
háttvisi og virðingu fyrir skoðun-
um náungans i rikara mæli en al-
mennt gerist nú á dögum.
— Svo við höldum áfram að
taia um hinn ytri hag: Manstu
eftir fráfærum?
— Já, ég sat yfir kviaám, en
ekki þótti mér það skemmtilegt
verk. Ég vildi heldur slá, enda
hefur mér alltaf þótt gaman að
heyskap.
— Manstu, hve margt var i kvi-
um hjá föður þinum?
— Um þetta leyti voru fráfærur
sem óðast að leggjast niður,
margar ærnar gengu með dilk.
Þetta eina sumar sem ég passaöi
kviaærnar voru þær á milli tutt-
ugu og þrjátiu. Það voru gifurleg
búdrýgindi að sauðamjólkinni og
ágætur matur, bæði hún sjálf og
það sem úr henni var unnið.
Hæfileikar, sem ekki
fengu að njóta sin
— Þú minntist áðan á Simon
Dalaskáld. Manstu ekki cftir
l'leiri einstaklingum, sem þú
veittir sérstaka athygli?
— Jú, mér er sérstaklega i
minni maður sem hét Jón, og var
kallaður Jón dagbók. En viður-
nefnið mun hann hafa fengiö af
þvi, að hann hélt feiknalanga
dagbók. Hann ferðaðist um, og
Gisli Albertsson. — Timamynd Gunnar.
var oft með bækur, sem hann
reyndi að selja. Hann gisti alltaf
hjá foreldrum minum, og i hvert
skipti las hann heila sögu á kvöldi
til þess að skemmta heimilisfólk-
inu. Mun hann sjálfur hafa litið
svo á, að með þvi væri hann búinn
að. greiða gistinguna. En vitan-
lega datt foreldrum minum aldrei
i hug að krefja hann um borgun i
neinni mynd. Slikt var ekki siður
á þeim árum. Jón las ljómandi
vei, og fólk hafði ánægju af að
hlusta á hann. En hann gerði
meira en að lesa sögur. Hann
skrifaði lika sjálfur langa skáld-
sögu. Hún hét Hinn hviti hrafn.
Ekki vil ég dæma um listrænt
gildi hennar, og aldrei mun hún
hafa komið út. E.ina visu kann ég
eftir Jón „dagbók”, og hún sýnir,
að hann gat vel komiö fyrir sig
orði. Areiðanlega hefur lestrar
og skriftarárátta Jóns stafað af
þvi, að hann hefur verið gæddur
hæfileikum i þá átt, þótt þeir
næðu hvorki að þroskast né njóta
sin við þær aðstæður sem lifið
bauð honum. Visan er svona:
Þessistafur styður afar mikið.
Minnkar þrautir máttur hans
mjög um brautir Isalands.
Ekki var Jón með öllu laus við
að vera sérkennilegur i háttum.
Hann gekk jafnan með húfu eina
mikla, og sá var siður kvenfólks-
ins á bæjum þar sem hann kom,
að skreyta húfuna með alls konar
glingri. Þetta þótti Jóni hin mesta
sæmd og vildi ekki skilja húfuna
við sig, svo miklar mætur hafði
hann á henni, eftir að kollurinn
var allur orðinn þéttsetinn hinu
fáránlegasta skrauti.
Eyvindarkofaver. Daufleg hefur vistin vcriö i þessu hreysi, þcgar stórhriðar vetrarins buldu á þaki og
veggjum, en sumarfegurö öræfanna er lika mikil.
— Var ekki litið um slikan lúx-
us sem skemmtiferðalög, þegar
þú varst að alast upp?
— Jú, það var nú vist. Ég man
samt, að þegar ég var um tiu ára
aldur fékk ég að fara út á Sauðár-
krók og horfa á iþróttamót sem
haldið var þar. Það var i
fyrsta skipti, sem ég var við-
staddur slika skemmtan, en ekki i
siðasta skiptið, þviaðiþróttir áttu
eftir að skipa mikið rúm i' h'fi
minu siðar. Sama er að segja um
ferðalög. Þessi kaupstaöaferö
min var hvorki löng né viðburöa-
rik, en við getum sagt, að hún hafi
verið visir að öðru meira. Ég hef
ferðazt mikið siðan.
Fluttist suður i Borgar-
fjörð og gerðist iþrótta-
maður
— Ilvenær hleyptir þú svo
heimdraganum og hélzt út i ver-
öldina?
— Ég fluttist suður i Borgar-
fjörð árið 1917 og átti þar heima
til ársins 1951. Mestan hluta þess
tima átti ég heima á Hesti, hjá
bróður minum, séra Eiriki
Albertssyni, sem þjónaði Hest-
þingum frá 1917—1944 og bjó jafn-
framt á Hesti öll embættisár sín
þar.
— Þú hefúr þá kynnzt félags-
og menningarlifi Borgfirðinga
vel, fyrst þú varst þar svona
lengi?
— Ég var i ungmennafélaginu
Dagrenningu i Lundarreykjadal,
og það var, held ég, orsök þess að
égbyrjaði aðtaka þátt i iþróttum.
Ég var kominnum þritugt, þegar .
mér datt fyrst i hug að keppa, og
það var i raun og veru tilviljun, að
ég leiddist út i þetta.
— Hvaöa grein iþrótta var það,
sem þú stundaðir?
— Ég keppti i hlaupum fyrir
ungmennafélagið Dagrenningu.
Ég sagði „hlaupum”, þvi að þar
lagði ég stund á fleira en eitt,
þóttallt heyrði það undir svokolí
uð langhlaup. Keppendur voru
allir úr Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu. Ég keppti i viðavangs-
hlaupi og varð fyrstur i þrjú skipti
eða svo. Vegurinn, sem valinn
var, var ákaflega misjafn og viða
vondur, bæði brattur og grýttur,
svo þetta var svo sem ekki neitt
sældarbrauð.
— Þú hefur saint haldiö áfram
aö æfa þig og keppa?
— Já, ekki vantaði áhugann.
Ég kom fyrst til Reykjavikur i þvi
skyni að keppa i viðavangshlaupi
árið 1933. En það fór ekki eins vel
og æskilegt hefði verið, og hygg
ég að það hafi mest verið sjálfum
mér aö kenna. Ég fór alltof hratt
af stað og var orðinn illa haldinn,
þegar liða tók á keppnina. Þegar
ég átti aðeins eftir tvo metra i
mark, datt ég, og á meðan fóru
tveir fram úr mér. Ég varð þriðji
i röðinni, en hefði áreiðanlega
getað náð betri árangri.
Þórsmörk, fallegt landsvæði og afar sérkennilegt, enda eftirlæti
ferðamanna.
skynsamlegas ta
sem ég hef gert
um dagana”
— Rætt við Gísla Albertsson um ferðalög, i íþróttir og sitthvað fleira
„Pað
er
með
því
haldið fram, en ég legg litinn
trúnað á slikt, enda væri það til-
efnislaust að þvi er Þórsmörk
varðar, þvi að þar hef ég aldrei
orðið var við neitt óeðlilegt.
— Hefur þú unnið mikið á veg-
um Ferðafélagsins?
— Ég hef unnið fyrir félagið á
sumrin siðan 1970, og verið á
ýmsum stöðum: Þórsmörk,
Landmannalaugim og i Nýjadal.
Á siðastnefnda staðnum var
byggður stór skáli og geymsla,
þótt annar skáli væri þar fyrir.
Það var mikil vinna við þessa ný-
byggingu, og ég var þar lengi.
— Var ekki einmanalegt að
vera þarna innfrá?
---- Það var oft gestkvæmt.
Ferðahópar komu og félagar
hjálpuðu okkur við byggingar-
vinnuna. Þetta var auðvitað ákaf-
iega gaman, bæði að sjá kunnug
andlit, og svo hitt, að eiga von á
hjáipa daginn eftir, en venjulega
komu gestirnir ekki fyrr en undir
kvöld, eða jafnvel eftir að komið
var fram á nótt.
— Kunnir þú ekki lifinu vel,
þarna inni i fjallafrelsinu?
— Það er gott loft þar, enda
svaf ég vel þarna innfrá, einkum
fyrra sumariðsem ég var þar. öll
tilbreyting er holl, og ekki sizt sú
að yfirgefa bæjarysinn og dvelj-
ast úti i náttúrunni, helzt inni i ó-
byggðum sumaríangt. Menn
endurnærast á sál og likama við
það.
Kofarústir Fjalla-Ey
vindar
— Hefur þú ekki stundum kom-
ið á slóðir útilegumanna, þegar
„Skagafjörður I skinandi sól", sagði útlendur kvenrithöfundur að væri fegursta sjón sem hún hefði séð á
tslandi. Það blómlega hérað hefur einnig skinið við sólu, þegar þessi mynd var tekin af Glaumbæ 1
Skagafiröi og umhverfi hans. — Ljósm.: Páll Jónsson.
— Þetta er allt svo ólikt, að það
er i raun og veru ekki hægt að
bera það samán. Tækninni hefur
fleygt gifurlega fram og aðbúnað-
ur allur er orðinn óþekkjanlegur
hjá þvi' sem áður var. Framfar-
irnar eru miklar á mörgum svið-
um, en sumt kann ég illa við. Það
er kannski af þvi að ég er orðinn
of gamall. Það hefði þótt skrýtið
þegar ég var ungur, að keppendur
bæru auglýsingaspjöld. En
kannski þarf þetta að vera svona,
— ég veit það ekki.
Á öræfum
— En fleira hefur þú gert en að
stunda búskap og iþróttir. Ertu
ekki lika mikill ferðamaður?
— Mikill? Það fer nú eftir þvi,
hvernig á það er litið. Ég fluttist
til Reykjavikur árið 1951. Fyrstu
árineftir að ég var setztur þar að,
fór ég litið, en svo hafði ég sem
betur fór vit á þvi að ganga i
Ferðafélag Islands. Það er með
þvi skynsamlegasta sem ég hef
gert um dagana. Siðan hef ég
ferðazt um mestan hluta Islands
ogkomiðiallarsýslurlandsins að
Austur-Skaftafellssýslu einni
undanskilinni. Og til Vestmanna-
eyja hef ég ekki komið, Aftur á
móti hef ég komið til Grimseyjar,
en var óheppinn með veður. Það
var dumbungsveður og kalt, hit-
inn ekki nema þrjú stig, þótt að
sumarlagi væri.
— Nú kemur vandasöm spurn-
ing: Hvar hefur þér fundizt fall-
egast á islaiuli?
— Þessu svara ég með þvi að
taka mér i munn orð frægrar
skáldkonu, Sigrid Unset. Hún var
hér á ferð fyrir áratugum siðan,
og var aö þvi spurð, hvað hún
hefði séð fallegast i ferðinni.
„Skagafjörð i skinandi sól,” svar-
aði hin erlenda skáldkona. Og
þetta ætti ég ekki siður að geta
sagt, sem lifði þar bernskuvor
mitt og á þaðan óteljandi sól-
skinsminningar. Fallegast þykir
mér alltaf að horfa á héraðið ofan
af Vatnsskarði, en hitt er alveg
rétt, að viða i Skagafirði er útsýn
hvorki sérlega fjölbreytt né til-
komumikil. Viða annars staðar er
miklu meiri fjölbreytni i lands-
lagi, og þarf þá jafnvel ekki að
taka dæmi af þeim stööum sem
frægastir eru, eins og Asbyrgi,
Hólmatungúr, Þórsmörk og
Landmannalaugar, eða inn hjá
Nýjadal, þar sem ég er orðinn
vel kunnugur.
— Hefur þú oft veriö i Þórs-
mörk?
— Já, margoft. Ég hef unnið
þar fyrir Ferðafélag tslands og
oft verið nokkrar vikur þar innfrá
i einu. Það eru orðnir margir
mánuðir, sem ég hef dvalizt i
Þórsmörk, samanlagt.
— Er ekki reimt þar?
— Ekki hef ég orðið þess var.
Ég veit, að þessu hafa ýmsir
Sæluhúsin tvö hjá Nýjadal. Þarna vann Gisli Albertsson I tvö sumur og
undi sér vel i öræfaloftinu.
þú hefur verið á ferð um óbyggð-
irnar?
— Jú, auðvitað hefur það hent,
en það sannar ekki að mikið hafi
verið um útilegumenn á íslandi,
Ekki er þó hægt að afneita
Fjalla-Eyvindi, þvi að um hann
eru margar og traustar heimildir.
Og vafalaust eru hann og Halla
ekki einu manneskjurnar, sem
freistuðu þess að lifa lifinu á heið-
um uppi, þegar vegir hins borg-
aralega samfélags höfðu af ein-
hverjum ástæðum lokazt þeim.
Já, á Hveravöllum hafa menn
hafzt við, það er bersýnilegt, þótt
hvorki séu mannvistarminjarnar
stórar né fyrirferðarmiklar, enda
ekki þess aö vænta.
Flestir kannast viðEyvindarver
á Sprengisandi. Þar hafa útlag-
arnir byggt hús sitt úti i flóa og
tekið vatnið upp um gólfið. Að þvi
hefur verið mikið hagræði, þegar
stórviðri geisuðu á hálendinu
dögum og jafnvel vikum saman,
en annars má nærri geta, að ekki
hafa þessar vesalings manneskj-
ur veriö öfundsverðar af vistinni.
Þó þykir mér ekki óliklegt, að
sæmilegt hafi verið til matfanga,
þvi að talsvert mikið er af fugli
þarna innfrá, og þó senniléga
meira fyrr á öldum en nú er. Þá
hefur bæði verið hægt að veiða
þegar þeir voru i sárum og i snör-
ur á öðrum timum ársins. Siðast
en ekki sizt má svo nefna afrétt-
arféð á sumrin það hafa öræfabú-
arnir áreiðanlega notfært sér
eftir þvi sem til náðist, þvi frekur
er hver til fjörsins.
Sagt er að Halla, kona
Fjalla-Eyvindar hafi sagt: „Fag-
urt er á fjöllunum núna”. Sama
fannst mér, þegar ég kom fyrst á
þessar útilegumannaslóðir, og
enn finnst mér þar stórlega fag-
urt, hversu oft sem ég kem þar.
Segja má, að náttúrufegurð verði
ekki i askana látin, en liklegt
finnst mér þó, að hún hafi heillað
útlagana, og verið þeim talsverð
raunabót. Það er ekki amalegt að
hafa sjálfan Hofsjökul beint á
móti bæjardyrum sinum, og
svona nærri.
Þær ferðir gleymast
ekki
— Manstu ekki einhverja
ferðasögu, sem þér er sérlega
hugstæö?
— Þær eru svo margar, að ég
veit varla hverja ég á helzt að
taka, — mér finnst þá næstum
einsog ég sé að gera öllum hinum
skemmtilegu ferðunum rangt til!
Það var til dæmis ákaflega gam-
an, þegar ég fór með sex fóstrum
norður i land i stórum bil frá
Ferðafélaginu. Við komumst alla
leið austur að Jökulsá, austur að
Hljóðaklettum og skoðuðum
Jökulsárgljúfur. Það var mikið
sungið i ferðinni þeirri. Við vor-
um rúma viku i ferðinni, gistum
hjá Hljóðaklettum.
Svo er mér lika i minni önnur
ferð norður i iand. Þá var Oskar
Halldórsson lektor með okkur.
Hann sat fremst i bilnum og tal-
aði við okkur i gegnum hljóönem-
ann. Minnisstæðast alls er mér,
þegar hann fór með Hvarf séra
Odds frá Miklabæ eftir Einar
Benediktsson. Ég hef aldrei, fyrr
né siðar, heyrt slikan flutning á
þvi kvæði. — Ef til vill hefur þetta
kvæði snortið mig með öðrum
hætti en suma ferðafélaga mina
vegna þess, að ég er vel kunnugur
á þeim slóðum sem þar er fjallað
um. Ég átti heima á Miklabæ i
þrjú ár, og hef bæði komið á tóft-
arbrotið, þar sem Solveig endaði
ævi sina og lika séð pyttinn, þar
sem sagt var að draugurinn hefði
drekkt presti.
— Vel á minnzt: Iivaö heldur
þú, sem Skagfirðingur, að hafi
oröið af séra Oddi?
— Það er ekki gott að segja.
Fyrir nokkrum áratugum var
bóndi i Skagafirði að byggja hest-
hús, og fann þá beinagrind af
manni. Enginn veit af hveijum
hún var. Menn hafa verið að týn-
ast á öllum öldum, án þess að
uppvist hafi orðið um afdrif
þeirra. Mér þykir sennilegt, að
eitthvað likt hafi gerzt með séra
Odd og er að gerast enn þann dag
i dag.
— Við förum nú aö slá botninn i
þetta, Gisli, en að lokum langar
mig að spyrja þig: Hvað hefur
þér þótt skemmtilegast um dag-
ana?
— Nú þykist ég vita að þú hald
in að ég muni svara: „iþróttir"
eða „ferðalög”, en ég ætla hvor-
ugt þetta að nefna. Ég er ekki i
neinum vafa um að það sem mér
hefur þótt skemmtilegast alls
sem ég hef gert um dagana er
heyskapur, þegar tið er hagstæð
og grasspretta góð. —VS.
Landmannalaugar hafa lengi veriö eftirsóttar af feröafólki, og þaö svo mjög, að gæta
veröur fyllstu varúðar,að gróðri þar verði ekki ofboðiö með átroðningi manna og öku-
tækja. En þar er gott að vera, náttúrufegurö mikil og vatniö alveg mátulega volgt til
þess aö baöa sig i þvi. — Ljósm. Páll Jónsson.
bjóst enginn við neinu af mér,
sem ekki var heldur von, þegar
litiö var til þéss, hvernig mér
hafði gengiðað undanförnu. Eftir
tvo hringifór/ hann fram úr mér,
enégfylgdi honum eftir, og á þvi
gekk allan timann. Þegar sjö
hundruð metrar voru eftir i mark,
tók ég endasprettinn en það hefðí
égekki átt að gera fyrr en svolitið
seinna. Hann dró aðeins á mig
siðast en svo fóru leikar, að ég
var sjö tiundu hlutum úr sekúndu
á undan honum i mark. Þau úrslit
komu flestum á óvart, þvi að Karl
var ágætur hlaupari. Metið, sem
hann hafði sett árið áður en þetta
gerðist, stóð i átján ár, að rnig
minnir.
,,Þá hæst fram fer....”
— Ilvað voru þetta mörg ár,
sem þú stundaðir iþróttir reglu-
lega?
— Þau urðu færri en ég hefði
viljað. Ég byrjaði 1930 og hélt þvi
stöðugt áfram til 1935. en þá
veiktist ég al kighósta og varð að
hætta. Mér finnst að vorið 1935
seinasta vorið sem ég gat stundað
iþróttir, hafi verið bezti timi minn
á þessu sviði, — að þá hafi mér
verið léttast um. Þá hljóp ég tutt-
ugu kilómetra vegalengd annað
hvert kvöld, eftir að vinnu lauk,
án þess að finna til þreytu.
Fyrsta kvoldið fékk ég strengi i
kálfana, eftir það, og var ég þó
orðinn 36 ára. Það má þvi líklega
segja um mig að ég hafi hætt
leiknum, þegar hann fór hæst.
— Ilvernig finnst þér iþróttalif
nútimans, þegar þú berð það
saman við þaö sem þú þekktir,
þegar. þú varst ungur?
yT ~ -st
— Ekki hefur þú látið svona
slysni draga úr þér kjarkinn:
— Það var ekki ein ástæða til
þess, enda kunni ég illa þessum
leikslokum. Ég fór aftur til
Reykjavikur um sumarið og
keppti á alhliðamótinu. En mér
gekk illa fyrst, einkum i fimmtán
hundruð metra hlaupinu, enda
var það alltof stutt fyrir mig, þvi
að i eðli minu var ég ekki neinn
spretthlaupari. i fimm kilómetra
hlaupinu stóð ég mig betur, en þá
var mikill kuldi og hvassviðri,
sem átti afar illa við mig pg gerði
arangur minn mun lakarien þurft
hefði að vera. Tveim dögum
seinna keppti ég i tiu kilómetra
hlaupi og fékk á móti mér þáver-
andi methafa i þeirri grein, Karl
frá Vestmannaeyjum. Auövitað
Viðavangshiaupið 1935. Sigurveg-
arinn, Gisli Albertsson, kemur að
markinu. Þetta ár keppti GIsli
fimm sinnum og varð fyrstur i
mark i öli skiptin.
{