Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 4
/
4
lÍÍVÍÍNN
DORIS DAY SKRIFAR
Æ VISÖGU SÍNA
Þarna á myndinni er Doris Day
ásamt Barry Comden, sem
altalað er að verði eiginmaður
hennar innan skamms. Þau eru
iveizlu,sem útgefendurnir, sem
gáfu Ut ævisögu Doris Day,
héldu i tilefni útkomu bókarinn-
ar. Doriser orðin 51 árs, en ung-
leg (einkum þegar hún brosir!)
Barry tilvonandi eiginmaður
hennar er 41 árs, en þau segjast
kæra sig kollótt um þennan 10
ára aldursmun. Reyndar er ekki
alveg rétt, það sem segir i fyrir-
sögninni hjá okkur, að Doris
hafi skrifað ævisöguna, heldur
heitir höfundur bókarinnar A.E.
Sunnudagur 7. marz 1976.
Hotchner, en Doris las fyrir.
Hún segir fyrst frá viðburða-
rikri og erfiðri æsku sinni. For-
eldrar hennar skildu, þegar hún'
var 10 ára gömul, og hafði
undanfari skilnaðarins tekið
mikið á taugarnar hjá allri fjöl-
skyldunni. Doris var mjög efni-
legur nemandi i dansi, og ætlaði
sér að verða stjarna en 13 ára
gömul lenti hún i umferðarslysi
og meiddist svo, að hún varð að
hætta dansnáminu. Siðar fékk
hún nokkra bót, og dansaði oft
smávegis i þeim kvikmyndum,
sem hún lék i en ekki neitt á við
það sem hana langaði til. Þegar
Doris var 16 ára hætti hún
skólanámi og fór að ferðast um
með hljómsveitum sem söng-
kona. Hún söng með hljómsveit
Les Brown, Barney Rapp og
Bob Crosby o.fl. Henni féll þetta
lif vel og 17 ára giftist hún
trompetleikara, sem lék i fræg-
um hljómsveitum, eins og með
Gene Krupa og hljómsveit
Jimmy Dorsey. Hann var góður
hljómlistarmaður, en tauga-
veiklaður og allt að þvi geðveik-
ur. Hann misþyrmdi Doris, er
hún gekk með barn þeirra, og
varð það til þess að hún yfirgaf
hann áður en hún fæddi barnið.
Það varðdrengur,og hún nefndi
hann Terry. Nú er Terry orðinn
34 ára gamall, og á meðfylgj-
andi mynd sést hann með móður
sinni, þar sem þau eru saman á
leiksýningu og mætti halda að
þau væru jafngömul! Stuttu
eftir að Doris skildi við A1
Jordan, giftist hún öðrum
hljómlistarm anni George
Weidler, sem lék á saxofón i
hljómsveit Stan.Kenton. Það
hjónaband stóð stutt, — ekki
nema átta mánuði. — En eitt
gott skildi sambandið við
George eftir i lifi minu, segir hún
það er áhugi minn á guðspeki.
George var vel að sér á þvi sviði
og vakti áhuga minn á þvi að
kynna mér þau mál. Guðspekin
hefur verið mér mikill styrkur i
lifinu, segir Doris i bókinni. Á
árunum 1948 til 1968 lék Doris
Day (reyndar heitir hún Doris
Kappelhoff) i 39 kvikmyndum,
og eiginlega var hún alltaf að
leika sömu stúlkuna — „þessa
ósviknu, amerisku, heilbrigðu
og góðu og skirlifu stúlku.” Það
var engin furða þótt leikkonan
lýsti þvi yfir að hún væri orðin
leið á þeirri persónu. Þegar
Doris varð 27 ára, 3. april 1951,
þá giftist hún i þriðja sinn. Nú
varð það umboðsmaður hennar
Marty Melcher, sem varð 3.
eiginmaður hennar. Hann hafði
ekki á sér gott orð, og hann fór
mjög illa að ráði sinu i sam-
bandi við fjármál konu sinnar.
Hann dó eftir 17 ára hjónaband,
og uppgötvaði Doris þá aö hún
átti litið annað en skuldir.
Melcher, ásamt lögfræðingnum
Jerome Rosenthal, höfðu brask-
>