Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 f ár hafi hún flutt Tlmamynd GE Vöruflutningamiðstööin i Reykjavik gegnir mikilvægu hlutverki i samgöngumálum landsmanna. fimmtfu þúsund tonn af vörum. Fastar áætlunarferðir eru á um fjörutiu staði á iandinu. er, að siðastliðið Vöruflutningamiðstöðin í Reykjavík færir út kvíarnar VS-Reykjavik. —Föstudaginn 19. marz siðastliðinn tók Vörufluln- ingamiðstöðin h.f. i notkun nýtt viðbótarhúsnæði aö Borgartúni 21 i lteykjavik, cn þar hefur fyrir- tækið hal't aðsetur um árabil. Forráðamenn Vöruflutninga- miðstöðvarinnar fögnuðu þessum áfanga á ferli fyrirtækisins með þvi að bjóða til sin gestum, þar á meðal blaðamönnum, þegar hin nýju húsakynni voru tekin i notk- un.Viðþað tækifæri flutti núver- andiformaður Vöruflutningamið- stöövarinnar, Kristján Hansen Sauðárkróki, ræðu, og sagði með- al annars: ,,Á striðsárunum 1940-1945 fóru verða snar þáttur i samgöngu- málum Islendinga. Einstaklingar ogsamvinnutelög viða út um land tóku þessa nýju tækni i þjónustu sina, en það voru vöruflutningar með bifreiðum milli landshluta og byggðarlaga. Þá voru engar vöruafgreiðslur til fyrir bifreiðar, en bilstjórinn varð að sækja og skila af sér hverjum pakka, sem fluttur var. A árunum 1945-1955 komust nokkrir aðilar i afgreiðslu hjá Frimanni i Hafnarhúsinu og er það fyrsta vöruafgreiðsla fyrir flutningabila hér i Reykjavik. Af- greiðslan var ekki stór, aðeins 2 herbergi, sem voru álika stór og stofa i venjulegri ibúð..” En þetta stóð ekki lengi. Vegna þrengsja i Tryggvagötunni og á hafnarbakkanum kröfðust borgaryfirvöld þess, að þessi þjónusta viki fyrir annarri um- ferð. Nú syrti i álinn. Þó tókst þeim, sem að vöruflutningunum stóðu, að ná samkomulagi við sendibila- stöð, sem hafði aðsetur i Ingólfs- stræti, og þar fór afgreiðsla vöruflutninga fram um sinn, við allsendis ófullnægjandi aðstæður, hvað húsakynni snerti, og auk þess á óheppilegum staði' bænum. z*Til að bæta úr sárustu neyðinni lánaði Pétur Jónsson Akureyri, gamlan bil, sem svo var notaður sem pakkhús.” Hjá Sendibilastöðinni var ástandið litið betra, og hófust nú viöræður á milli þessara aðila um úrbætur. Kom þá i ljós, að Sendi- bilastöðin var búin aö sækja um lóð hjá bænum. „Samdist svo um, að ef þeir fengju lóðina, skyldu þeir byggja afgreiðsluhús fyrir vöruflutningana lika og leigja okkur aðstöðu”, segir enn frem- ur i ræðu formanns Vöruflutn- ingamiðstöðvarinhar. Eftir þetta má fara fljótar yfir sögu. Bæði Sendibilastöðin og þeir, sem að vöruflutningunum stóðu, fluttust inn i Borgartún, þar sem Sendibilast. leigði hin- um siðarnefndu húsnæði, eins og um hafði verið samið. En starf- semin blómstraði, og brátt varð húsnæðið of litið. Og enn skulum við gefa .?..»• 1 Á nýju skrifstofunni. Talið frá vinstri: Kristján Hansen, núverandi formaöur Vöruflutningamiðstöðv- arinnar, Gissur Þorvaidsson framkvæmdastjóri og Pétur Jónsson, fyrrverandi formaður. Starfslið: Fremst á myndinni er Sigrún Guömundsdóttir, þá Ingibjörg Björnsdóttir, Huida Gissurar- dóttir og Kristjana Albertsdóttir. TimamyndGE Kristjáni Hansen orðið: „Þann 5. september 1960 komu svo nokkrir flutningaaðilar saman á Café Höll i Reykjavik og var þar kosin þriggja manna nefnd til að undirbúa og vinna að stofnun vöruflutningamiðstöðvar i Reykjavik. 1 nefndinni voru Birgir Runólfsson, Pétur Jónsson og Þorsteinn Kristjánsson.” Hinn 12. október var haldinn annar fundur á Blönduósi og voru þar fjórtán menn. Var þar kosin stjórn, sem átti að gera uppkast að samþykktum fyrir félagiö og leggja það fyrir næsta félagsfund. Hinn 30. nóvember 1960 var svo haldinn stofnfundui- i Sambands- húsinu i Reykjavik. Var þar stofnuð Vöruflutningamiðstöðin h.f. t lyrstu stjórn félagsins voru þessir menn: Formaður Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri og meðstjórnendur Birgir Runólfs- son, Siglufirði og Þorsteinn Kristjánsson, Kópavogi. Vara- menn voru Þórður Þórðarson Akranesi, og Pétur Jónsson, Akureyri. Árið 1965 var sótt um lóð i Borgartúni 21 i félagi við Sendi- bilastöðina h.f. Sú lóð fékkst, og var litlu siðar hafizt handa um byggingu vöruskemmu þar. Með tilkomu þessarar vöru- skemmu, sem er rúmir 1400 fermetrar að stærð, skapaðist mjög fullkomin aðstaða til vöru- afgreiðslu, enda fer mikið vöru- magn um stöðina. Aætlað magn á siðasta ári er fimmtiu þúsund tonn. Fastar áætlunarferðir eru á um fjörutiu staði á landinu. Farn- ar eru minnst tvær ferðir á viku á hvern stað, en þó daglegar feröir á suma. Undir lok ræðu sinnar minntist Kristján Hansen á verðbólgu- drauginn, sem viða veldur erfið- leikum, og lika á sviði vöruflutn- inganna. Hann kvaðst þó vona, að ekki ætti eftir að skapast neitt vandræðaástand i þessum efnum,- enda hlyti það að koma harðast niður á hinum dreiföu byggðum. Lauk hann máli sinu með þvi að segja, að vonandi tækist Vöru- flutningamiöstöðinni að veita landsbyggðinni sifellt betri og fullkomnari þjónustu. AÐAL- FUNDUR SUOMI Aðalfundur Finnlandsvina- félagsins Suomi var haldinn 5. febr. siðast liðinn i Norræna hús- inu. Formaður félagsins, Sveinn K. Sveinsson, gaf skýrslu um starfsemi félagsins, sem stendur með nokkrum blóma. Samkomur þess hafa lengi verið tvær á vetri þ.e. þjóðhátiðarsamkoma 6. des. og kvöldvaka á Runebergsdaginn 5. febr. Þá hefur félagið greitt fyrir ýmsum Finnum, sem hér hafa komið i stuttar heimsóknir. Fjárhagur félagsins er allgóð- ur. Það hefur notið styrks frá finnska menntamálaráðuneytinu i sambandi við þjóðhátiðarhald og komu finnskra listamanna. Sveinn K. Sveinsson, sem verið hefur i stjórn félagsins frá stofn- un þess 1949 og formaður I tæpan áratug, gaf nú ekki lengur kost á sér við stjórnarkjör. Voru honum þökkuð frábær störf i þágu félags- ins. Hann hefur verið ein styrk- asta stoð þess um áratugi. 1 hans stað var Barbro Þórðar- son, sem lengi hefur starfað i stjórninni, kjörin formaður, en auk hennar eiga sæti I stjórninni Hjálmar Ólafsson, varaformað- ur, sr. Sigurjón Guðjónsson, rit- ari, Benedikt Bogason, gjaldkeri og Christel Þorsteinsson, með- stjórnandi. Varamenn eru Valdi- mar Helgason leikari og Sigurður Thoroddsen arkitekt. Fráfarandi formaður þakkaði Ethelku Tamminen lektor mikil og óeigingjörn störf i þágu félags- ins, en hún lætur nú af störfum. Enn fremur var boðinn velkom- inn nýr sendikennari, Ros-Mari Rosenberg, sem hefur störf við finnskukennslu i háskólanum nú i upphafi vormisseris, og nýtur félagið vonandi góðs af starfs- kröftum hennar lika. Að loknum aðalfundarstörfum var haldin kvöldvaka i tilefni Runebergsdagsins, og var hún hin ánægjulegasta. AAyndlistanemar um lánafrumvarpið BLAÐINU hefur borizt ályktun frá nemendum frá Myndlista- og handiðaskóla tslands, þar sem mótmælt er sumum atriðum i frumvarpi þvi um námslán og námsstyrki, er nú liggur fyrir al- þingi. Segir þar, að hugmynd námsmanna um visitölubindingi námslána sé dregin ,,út úr öllu samhengi við heildarmarkmið kjarabaráttunefndar, þar sem fast er kveðið á um fulla brúun umfjárþarfar og að endurgreiðsl- ur fari eftir tekjum einstaklinga að námi loknu”. Þa er gagnrýnt. að nemendur skolans eigi ekki að hljóla náms lán lyrr en á fjórða ári. þo að framhaldsnáni i honum hefjist a þriðja ari. AÐALFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGS BORGARNESS Aöalfundur Verkalýðsfélags Borgarness var haldinn 14. marz s.l. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að starfsemi félagsins á árinu var óvenju fjölþætt, en að venju var vinna við gerð kjarasamninga aðalverkefni félagsins. Mörg önn- ur mál voru á dagskrá, ogmá þar nefna: atvinnumál og öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. A árinu var haldið félagsmála- námskeið á vegum stéttarfélag- anna I Borgarnesi og M.F.A., og tókst það vel. Haldnir voru 12 félagsfundir, og hafa aldrei i sögu félagsins verið fleiri fundir á sama árinu. Fjölmörg mál komu til umræðu á fundum félagsins. 23 stjórnar-og trúnaðarmannaráös- fundir voru á árinu. Farin var leikhúsferð til Reykjavikur og haldin skemmtun fyrir aldraða Borgnesinga. 1. mai var haldinn hátiölegur að venju. Félagið efndi til skemmtiferðar i Þórsmörk, og var þetta tfunda skemmtiferðin á vegum félagsins. Hafa þessar ferðir notið mikilla vinsælda. Félagar i Verkalýðsfélagi Borgarness eru nú 375. Félagið vinnur aö þvi að færa félagssvæði sitt út yfir Mýra- og Borgarfj arðarsýslu norðan Skarðsheiðar, og ætlar með þvi að tryggja verkafólki á þessu svæði rétt til aðildar aö verkalýösfélagi. Samþykkt var á aðalfundinum. að félagsgjald árið 1976 yrði 1 1/2% af dagvinnulaunum. Félagið á öflugan sjúkrasjóð, og var úthlutað til félagsmanna um 800 þúsundum úr sjóðnum á s.l. ári. Stjórn félagsins árið 1976 var Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt einróma á fundi félagsráðs Félags Isl. símamanna i gær: „Félagsráð Félags isl. sima- manna ítrekar fyrri samþykktir félagsins um fullan samningsrétt til handa opinberum starfsmönn- um. Félagsráð hefur kynnt sér þær skriflegu tillögur, sem fram hafa sjálfkjörin, en hana skipa: Jón Agnar Eggertsson formaöur, Valgeir K. Einarsson ritari, Ingi- björg Magnúsdóttir gjaldkeri, Baldur Jónsson fjármálaritari, verið lagðar i viðræðum B.S.R.B. og rikisins um samningsréttinn að undanförnu. Félagsráð skorar á ríkisstjórn- ina að ganga nú þegar til samninga við bandalagið á grundvelli þeirra og beita sér fyr- irlagasetningu i þessu sjálfsagða réttlætismáli, þegar á þessu þingi. Guðmundur Egilsson varafor- maður, Arndis F. Kristinsdóttir vararitari, Agnar Ólafsson vara- gjaldkeri, Sigurður Eiðsson vara- fjármálaritari. Jafnframt skorar félagsráð á samningsaðila að beita sér af al- efli fyrirgerð nýs kjarasamnings. Þá skorar félagsráð á alla simamenn að fylgjast náið með framvindu þessara mála á næstu dögum og vera reiðubúna til að beita' samtakamætti sinum, ef viðunandi samningar takast ekki.” SIMAMENN VILJA SAMNINGSRETT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.