Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 Valgeröur Dan og Margrét ólafsdóttir I hlutverkum slnum. Villiönd við Tjör LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Villiöndin eftir Henrik Ibsen Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson, Þýðandi: Halldór Laxness Leikmynd: Jón Þórisson Lýsing: Daniel Williamson. Fyrr i þessum mánuöi frum- sýndi Leikfélag Heykjavíkur Villiöndina, hiö fræga leikrit llenriks Ibsens, en verkið samdi liann áriö 1884. Siðan það var frumsýnt hafa menn deilt um táknmál þess og boðskap og áheyrendur voru margir i hrókaræöum þegar þeir gengu út í kyrrláta vetrarnóttina að aflokinni sýningu, þvi aö það er nú einu sinni svo, að sum leik- verk verða eftir I leikhúsinu þegar maður fer hcim, eins og númerin á snaganum, en önnur læsa sig fast um leikhúsgestina, og þau sleppa ekki takinu fyrr en löngu seinna. Villiöndin er samin um það leyti sem það var alsiða að menn börnuðu vinnukonur sinar fyrst og giftu þær svo einhverj- um vinnusömum mönnum — og allt var kyrrt á yfirborðinu. Villiöndin beit sig fast í sefið á botr.inum, og henni skaut ekki upp aftur. Allur sársauki hvarf af yfirborðinu að minnsta kosti. Ef maður hefði ekki fyrir þvi ritaðar heimildir, hefði maður álitið, að Villiöndin hefði á sin- um tima verið venjuleg ástar- saga, sem breytzt hafi i sym- bólst verk útaf vinnukonuhall- æri og siðan algjörri röskun á heimilishaldi. Að sonurinn sé aðeins að grafa ofan af ástar- bralli gamla mannsins til þess að hindra það að hann giftist ráðskonu sinni, og raski þannig högum þeirra feðga, en eins og áður sagði var svo ekki. Villi- öndin kafaði einnig þá dýpra en svo, að skýringa væri að leita á yfirborðinu, þar sem allt var slétt og fellt, þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Villiöndin hvetur menn til umhugsunar, maður fer heim með leikinn eins og steinbarn fyrir brjóstinu. Það er eðli lif- andi skáldskapar að lýsa skil- merkilega, eða þáaðláta öðrum eftir að draga sinar ályktanir af þvi sem fyrir liggur. Sumir vilja láta Gregers Werle vera eld- heitan hugsjónamann, sem trúir á að fagurt mannlif byrji á sama stað og sannleikurinn eða þar sem lygunum lýkur. Það verði að draga allt fram i dags- ljósið, þá fyrst sé grundvöllur fyrir heilbrigðu lifi. Þetta kynni nú að vera góð latina i landinu, sem Guðbrandur Magnússon i áfenginu sagði að væri land, þar sem ekkert mætti vera ósagt lengur. Og við komumst að raun um, að grundvöllur hamingju okkar er ef til vill fólginn i þvi að látast ekki sjá sumt, og við för- um að dæmi Nelsons og berum sjónaukann upp að blinda aug- anu og ákvörðum framhaldið. Þorsteinn Gunnarsson leik- stjóri, kýs þvi að gera Gerges Werle að eins konar geðsjúk- lingi, en það er auðvitað ein- valdasta lausnin, en ekki sem hugsjónamann, sem staðráðinn Guðmundur P. Valgeirsson: NOKKUR ÞANKABROT UM HEYRT OG SÉÐ . ' UMRÆÐUR um vantraust á rikisstjórnina hafa farið fram og veriö útvarpað. Ekki verður sagt að stjórnarandstaðan hafi riðið feitum hesti af þeim fundi. Þeir sem athugulir eru og muna lengra en til dagsins i gær, segja að vantraustsræða Ragnars Arnalds sé i öllum aðalatriðum sú sama og Geir Hallgrimsson flutti við van- traustsumræðurnar á stjórn Ólafs Jóhannessonar vorið 1974 Ragnar muni hafa, annað hvort af málefnafátækt eða timaleysi, fundiö sér bezt henta að nota þá ræöu, sem þá var einstök I sinni röð. Þaö er þægilegt þegar menn vilja leika skophlutverk, að hafa þá á takteinum rullu, sem hægt er að gripa til og nota við slik tækifæri á hvaða tima sem er. — Ekki er þar með sagt að Geir Hallgrimsson hafi ætlaö ræðu sina til þeirra hluta, þótt nú hafi komið i ljós, aö hún hentaði jafnvel nú og þá og væri jafnvel viðeigandi. 1 báðum tilfellunum var hún óviöeigandi og ábyrgð- arlaus. —Ervonandi aö Ragnar hafi veriösvo kurteis aö þakka fyrir lánið. — En mikiö er Geir búinn að liða fyrir þessa ræðu sina. Það má bezt marka af ræðu hans 17. júni s.l. siðustu áramótaræðu hans og fleiri ræð- um, sem hnigið hafa i sömu átt og mátt skilja sem eins konar afsökunarbeiðni frá hans hendi, ogerekki nema gott eitt um það að segja. En hitt veit enginn, hvort, eða hvenær, Ragnar biðst afsökunar á frumhlaupi sinu. Karvels þáttur Pálmasonar Karvel Pálmason kastar hnútum að Olafi Jóhannessyni fyrir að hafa ekki myndað aðra vinstri stjórn. — Skyldi það ekki enn vera fariö að renna upp fyrir aumingja manninum, hvaða hlutverk hann lék i lok vinstri stjórnar ólafs Jóhannes- sonar? Það væri velgemingur af þeim félögum hans, sem betur eru gefeir, ef þeir reyndu að koma honum I skilning um þetta, sem honum gengur svo illa að skilja. Ef það tækist, gæti það máski komiö i veg fyrir að hann, Karvel, þyrfti hvað eftir annað að standa frammi fyrir alþjóðeins og auli, sem hvorki skilurhvaðhann eða aörir segja oggera. 011 þjóöin veit hvað það var, sem kom i veg fyrir aðra stjómarmyndun en þá sem við búum nú við. Um þaö liggja fyrir skjalfestar heimildir og augljósar.þótt Karvel skilji þær ekki. — Það er lika misskilning- ur hjá Karvel, að slðasta stjóm- armyndun ólafs (þ.e. myndun þeirrar stjórnar sem nú situr) hafi verið gerð I óþökk allra Framsóknarmanna. Flestum mun ljóst hvaö hefði beðið þeirrar rikisstjórnar, sem mynduö hefði verið meö þvl tætingsliði, sem nú skipar sér I stjómarandstöðu, ef út i það hefði verið fariö. Það hlutskipti myndu flestir Framsóknar- menn frábiðja sér og sinum flokki. — Sporin hræða. Þakkir þurfalingsins Þegar hlustað er á forustu- greinardagblaðanna, vekur það athygli manna, að Visir hefur hætt niði sínu um ólaf Jóhannesson dómsmálaráð- herra. En aftur á móti hefur Alþýðublaöið hert þann róöur heldur betur. 1 þvi er reynt eftir ýtrustu getu að koma höggi á Ólaf og niða hann og störf hans. — Skyldi ekki samhengið i þessu skýrast nokkuö við það, sem er á allra vitorði: Alþýðublaöið, sem á undanförnum árum hefur veriðað sálast úr málefnalegri og fjárhagslegri uppdráttar- sýki, á nú þá einu tilveruvon, að það fái að kúra sem ósjálfráöa niðursetningur í hominu hjá Visi og útgefendum hans. — Enginn er svo aumur, aö hann reyni ekki eftir mætti aö launa framfæri sitt með einhverju. Þvi er þessi hlutverkaskipting ekki óeðlileg, eins og á stendur. Vilmundur og Sólnes Þaö vekur undrun flestra hvað hinn hreinhjartaöi og sannle iksleitandi maður, Vilmundur Gylfason, á bágt með að eiga eðlileg oröaskipti við menn. Ég held hann hafi aldrei komið fram fyrir sjón- varpsnotendur, svo að hann hafi ekki reynt að niða mannorð ein- hvers og hótað viömælendum sinum ærumeiðingum, ef annaö hefur ekki verið fyrir hendi. — Frægasta dæmið um þetta er viöureign hans i þættinum með Jóni G. Sólnes. Þá stóð niðið I Vilmundi, svo að hann ætlaði hreinlega ekkiað koma þvi út úr sér, heldur bablaði lengi um, að það sem hann ætlaði að segja væri kannski ekki frambærilegt og léti i eyrum eins og persónu- legt niö. En samt, úr þvi hann væri þarna kominn, yrði hann að koma þessu út úr sér. Þetta reyndist lika rétt hugsað. — En Jón G. Sólnes lék sér llka að Vil- mundi, svo eftirminnilegt er, og Vilmundur mátti ekki aumari verða en hann var þá. — Heyrt hefi ég að Vilmundur hafi á eftir hrósað sér af þessu og taliö sig hafa haft gott upp úr þvi. Jón G. Sólnes hefði eftir þáttinn boðið sér upp á kaffi og gefið sér vindil. — Eftir þvi sem Vil- mundur segist sjálfum frá um innræti sitt, mætti af þessu ætla að honum gengi það helzt til þessarar iðju sinnar aö fá út á það kaffi og vindla. Færi betur að annar og verri tilgangur lægi ekki að baki þessari áráttu piltsins. Þá væri hægt að fyrir- gefa honum margt af þvi sem hann hefur látið frá sér fara. Kínverkst réttarfar i sjónvarpi? Sjónvarpsnotendur minnast þess, að fyrir tveim eða þrem árum hvarf Baldur óskarsson frá hálfkláruðum þætti I sjón- varpinu um kynferðismál, þeg- ar allir áttu von á áhrifarfkri sýnikennslu i þeim efnum. — Siöar fréttist það af honum, að hann væri farinn af landi brott sem einhvers konar fræðari fá- fróðra. Hafa litlar sögur farið af frama hans þar. Mörgum sjón- varpsnotanda brá þvi i brún, þegar honum skaut nýlega, óvænt upp i sjónvarpsþætti, og nú i magt og miklu veldi sem rannsóknardómara i meintum sakamálum. Var ekki annað að sjá en hann hefði umboð til aö kalla hvern sem væri fyrir sig og yfirheyra hann eins og fyrir rannsóknarrétti væri. Þótti mönnum nóg um þann sjónleik allan og vissu ekki hvað á. seyði var. Menn spurðu hver annan hvort sjónvarpiö væri með þessuað taka upp einhvers kon- Guðmundur P. Valgeirsson. ar eftirlikingu af kinversku rétt- arfari, þegar i menningarbylt- ingunni þar, voru settir upp götudómstólar, þar sem menn voru teknir á götunni, yfir- heyrðir, dæmdir og réttaðir á staðnum, af vegfarendum. Þessi aðferö hefur orðið ýms- um hér á landi, og viðar, réttar- farsleg fyrirmynd. Ekki hefur þóheyrztað Baldurhafi sérhæft sig i þessum greinum i utan- landsreisu sinni, þó má það vera. En hvað sem um þaö er, munu menn almennt frábiðja sér slikt réttarfar og ekki telja það eiga erindi til okkar eða i sjónvarpi okkar. Mætti sjón- varpið sjá sóma sinn i að bjóða almenningi ekki upp á annan þátt sllkan. Við kjósum fremur gamla lagið, og annað sjón- varpsefni. Bæ, 28.2.1976

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.