Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 Skotar berjast í Englandi.... — um markakóngstitilinn eftirsótta TKM MacHOUGALL. Jon.\ nu.xcAM Skotarnir Ted MacDougall hjá Norwichog John Dunc- an hjá Tottenham berjast nú um markakóngstitilinn i Englandi. Þessir mark- sæknu leikmenn hafa nú skorað flest mörkin í ensku l. deildarkeppninni/ — MacDougall hefur skorað 20 og Duncan 18. Þeir sem hafa skorað flest mörkini 1. deildarkeppninni, eru: MacOougall, Norwich........20 Ouncan, Tottenham..........18 George, Oerby............. 16 Gowling, Newcastle.........14 MacPonald, Newcastle.......14 McKenzie, Leeds............14 Torshack, Liverpool........14 Francis, Birmingham........13 Pcarson, Man. Utd..........13 A. Taylor, W. Ham .........13 Jimmy Greaves er mesti markakóngur Englands, eftir sið- ari heimsstyrjöldina — þessi skotfasti leikmaður, varð fimm sinnum markakóngur. Greaves var markakóngur með Chelsea 1959 — 33 rriörk og 1961 — 41 mark. Þá varð hann markakóngur með Tottenham 1963 — 37 mörk, 1964 — 35mörkog 1969 — 27 mörk. Hon Mavies er næstur á blaði, hann varð tvisvar sinnum markhæstur i 1. deildarkeppninni — með Sout- hampton 1967 — 37 mörk og 1968 — 28 mörk. JIMMY GHEAVES.... skotfast- asti knattspyrnumaður, sem England hefur átt. MARKAKÓNG AR.... 1967: — Ron Davies, Southampton..........................37 1968: —George Best, Manchester United....................28 Ron Da vies, Southampton...........................28 1969: — Jimmy Greaves, Tottcnham.........................27 1970: —Jeff Astle, West Bromwich Albion .................25 1971: —Tony Brown, West Bromwich Albion..................28 1972: — Francis Lee, Manchester City........-............33 1973: — Bryan „Pop” Robson, West Ham.....................28 1974: — Mike Channon, Southampton....................... 21 1975: —Malcolm MacDonald, Newcastle......................21 STÚLKAN í BAÐINU HANS „BIG MAL"... Þegar Malcolm Allison, hinn frægi framkvæmdastjóri Crystal Palace-liðsins, eða „Big-Mal”, eins og hann er kallaður, skellti sér i bað sl. viku, brá honum heldur betur I brán — það var bcr kvenmaður i baðinu hans. Hann lét það þó ekki á sig fá — enda vanur ýmsu í sambandi við kvenfólk — heldur skcmmti sér konunglega undir sturtunni, eins og sést á myndinni. jUngverjar hafq eiqnazt nýjan Puskas Ungverjar hafa mi eignazt undrabarn í knattspyrnu — 19 ára piltur Tibor Nyilasi hefur nú skotizt upp á stjörnuhimininn. Þessi piltur er potturinn og pannan i leik ungverska landsliðsins, skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri, sem sló Englendinga út úr Evrópukeppninni. Nyilasi skoraði 2 mörk gegn Englendingum i Budapest, þar sem hann lék ensku leikmennina grátt. Þessi nýi knattspyrnusnillingur Evrópu, er einn aðalmáttarstólpinn i landsliði Ungverja, sem þeir hafa verið að byggja upp fyrir heimsmeistarakeppni i Argentinu 1978, en þar ætla Ungvernjar sér stóra hluti. Nyilasi er spað miklum frama á knattspyrnusviðinu — hann á örugglega eftir að verða heims- frægur og á hróður hans eftir að aukazt næstu árin, þar sem hann er ekki enn búinn að ná fullum þroska. Hæfileikar þessa unga Ungverja eru geysiiegir og honum hefur verið likt við knatt- spyrnusnillinginn Puskas. Nyilasi hefur yfir sömu eigin- leikum aö ráða og Puskas, þegar hann var að nálgast toppinn. Ensku knattspyrnukapparnir Gerry Francis (q.p.r.), Trevor Francis (Birmingham) og Alan Hudson (Stoke) munu örugglega seint gleyma Nyilasi, þvi að Ung- verjinn lék þá mjög grátt i Buda- pest — þar ruglaði hann þá svo i riminu, að þeir voru eins og lærlingar i kennslustund hjá honum. Ungverjar eru nú að byggja upp nýtt landslið og hafa þeir lagt mikla rækt við þá uppbyggingu undanfarin ár. Þeir haga upp- byggingunni þannig, að þeir fylgjast með öllum ungum knatt- spyrnumönnum á aldrinum 11-12 ára — siðan taka þeir beztu ung- lingana og senda þá til Budapest, þar sem sterkasta félag Ungverjalands, Ferenovaros, tekur við þeim og elur þá upp. Þannig fá Ungverjar alla efni- legustu knattspy rnumenn Þeir binda miklar vonir við 19 óra knattspyrnu snilling, sem lék Englendinga grótt ó dögunum landsins undir sama þak. Árangurinn er að koma í ljós — 7 leikmenn frá Farenovaros eru nú i landsliði Ungverjalands. Nyilasi ereinn af þessum ungu leikmönn- um, sem sendur var til Budapest. Það er Lajos Baroti, sem sér um þessa uppbyggingu, en hann stjórnaði landsliði Ungverja- lands, sem lagði Brasiliumenn að velli i HM-keppninni i Englandi 1966, og stöðvaði þar með 12 ára sigurgöngu Brasiliumanna. Þegar Baroti var spurður um, hvort Nyilasi væri bezti leik- maður Ungverjalands, sem hann hafi haft, siðan Florian Albertvar á toppnum 1966, sagði hann: — „Hann er nú þegar orðinn betri en Albert og kominn i hóp allra beztu knattspyrnumanna heims”. Þeir sem hafa séð Nyilasi leika, taka örugglega undir þessi orð Baroti. Þarna er á ferðinni knattspyrnu- maður, sem á örugglega eftir að verða heimsfrægur. AAyndin fræga.... Þetta er myndin, sem nær var búin að binda endi á knattspyrnuferil Sten Bowles hjá Lundúnarliöinu Queens Park Rangers. Þegar hún birtist i einu Lundúnarblaöanna, varö konan hans æf — og ákvaö aö yfirgefa stórborgina og haida heim til Manchester og Bowles fór fram á, aðvera setturá sölulista og neitaði að leika með Q.P.R. En nú er allt falliö i ljúfa löö — Anna ákvað aö vcra áfram i London og Stan cr aftur byrjaður að leika meö QP.R.-liðinu, sem stefnir aö Englandsmcistaratitlinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.