Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN GRÓÐUREYÐINGU Á NESJA- VÖLLUM VERÐUR AÐ STÖÐVA FJ—Reykjavik. Ein þeirra til- lagna, sem borgarfulltrúar minnihluta-flokkanna fluttu sam- eiginlega á si&asta fundi borgar- stjórnar, fjallaöi um jöröina Nesjavelli I Grafningi, sem er i eigu Hitaveitu Reykjavlkur. Tillagan var svohljóöandi: „Borgarstjórn samþykkir, aö nú þegar veröi teknar upp viöræöur viö ábúanda Nesjavalla um verulega fækkun sauöfjár á býlinu næsta haust, Náist ekki samkomulag um slikt, þannig aö viöunandi geti talizt, taki borgin sjálf jöröina til ábúöar. Jafnframt samþykkir borgar- stjórn aö hefja nú á þessu ári framkvæmdir viö aö giröa land Nesjavalla. Verði um þær fram- kvæmdir höfö samvinna og sam- ráö viö eigendur nágranna- jaröa.” 1 framsöguræöu með tillögunni komst Kristján Benediktsson m.a. svo aö orði, en hann hafði orö fyrir flutningsmönnum i þessu máli: „Grafningurinn er eitt þeirra svæða á landinu, þar sem stór- felld gróðureyðing hefur átt sér stað. A það jafnt viö um gras- og skóglendi. Munu vart finnast i byggð staðir, sem verr hafa orðið úti varðandi gróöurspjöll hin síð- ari ár. betta má öllum ljóst vera sem ferðast um þessa fögru sveit, og ekki sizt þeim, sem muna, hvernig þarna var umhorfs fyrir einum til tveimur áratugum. Arið 1974 gerði magister Ingvi Kristján Benediktsson. borsteinsson itarlega rannsókn á ástandi gróðurs i landi Nesjavalla og áætlaöi út frá þvi beitarþol á jörðinni. Skal hér tilfærður kafli úr skýrslu hans, sem um þetta fjallar. bar segir: „Útreiknað beitarþol i landi Nesjavalla er um 650 ærgildi i þrjá mánuði. En miðað við raun- verulegan beitartima i Nesja- vallalandi er beitarþolið ekki meira en 350 ærgildi. -Gróður á þessu svæði ber þess augljós merki, að hann hefur verið of- beittur um langt skeið. Skóglendi, sem þekur um 166 ha. svæði, er illa útleikið og i hraðri afturför. bað sama er að segja um gras- lendið og raunar mest allt gróður- lendi Nesjavalla. Gróður og jarð- vegseyöing er ör i landinu eins og viðast i Grafningnum. betta land þyrfti nær algerrar friðunar við i lengri tima, svo að gróður nái að endurnýjast. Með núverandi beitarþunga er ekki annaö sjáanlegt, en að gróður og jarðvegur hverfi þarna með öllu á næstu áratugum.” Óhætt er að fullyrða, að veru- lega hafi ástandið versnað þau tvö ár, sem liðin eru frá þvi magister Ingvi gerði skýrslu sina. Reykjavikurborg keypti Nesja- velli á sinum tima vegna þeirra hitaréttinda, sem þar eru, en ekki i þeim tilgangi, að þar yrði rekiö slikt stórbú, að ógnaði lifriki staðarins, þótt jöröinni yröi hald- ið i sómasamlegri ábúð. Framangreind tillaga gripur að okkar dómi á þeim úrræðum, sem fyrir hendi eru. Borgin getur ekki verið þekkt fyrir, sem eigandi og ábyrgðar- aðili Nesjavalla, að láta þessa kostamiklu jörð á einum fegursta stað við bingvallavatn verða að gróðurlausri auðn.” Samþykkt var breytingartil- laga frá Elinu Pálmadóttur, sem gekk i sömu átt og upphaflega til- lagan, en öllu fastar að orði kveð- ið. Nú er að sjá, hvernig til tekst með framkvæmdina, en allir borgarfulltrúar virtust einhuga i afstöðunni til þessa máls. Misjafnar undirtektir tillögur minnihlutans við FJ-Reykjavík. Auk þeirra til- lagna, sem borgarfulltrúar minnihlutans fluttu sameiginlega á siðasta fundi borgarstjórnar og getið hefur verið um i Timanum, fluttu þeir tillögur um ibúðar- byggingar, framkvæmdir hjá bæjarútgerðinni, stuðning við Félag einstæðra foreldra við kaup á húsnæði, og að borgin beiti sér fyrir þvi aö koma upp vinnustöð- um fyrir öryrkja. Tillögur þessar fengu misjafn- ar undirtektir hjá meirihlutan- um. bannig var tillögunni um áætlanagerö um ibúðabyggingar visaö frá. BÚR-tillögunni var vis- að til útgeröarráðs. Stuöningur við einstæða foreldra var sam- þykktur, en tillögunni um vernd- aða vinnustaði fyrir öryrkja breytt til hins verra og þannig samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. Framangreindar tillögur minnihlutans birtast hér á eftir: „barsem ætla má, að fyrirhug- uð kaup Félags einstæðra for- eldra á húsnæði, sem notað verð- ur til skammtima lausnar á vanda einstæðra foreldra, sem lenda i húsnæöiserfiðleikum, verði til mikils gagns og fækki þeim vandamálum, sem Félags- málastofnun borgarinnar þarf aö sinna, samþykkir borgarstjórn aö veita félaginu fjárhagslegan stuðning i þessu skyni.” O „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði aö gera áætlun um byggingu 450 ibúða á árunum 1977-1982. 1. Byggðar veröi 150 tveggja her- bergja ibúðir, sem leigðar verði ungu fólki, sem er að stofna heimili. Leigutimi sömu fjölskyldu i þessum ibúöum verði 3-5 ár. 2. Byggðar verði 200 ibúðir tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, sem leigðar verði efnalitlu fólki i húsnæðisvand- ræðum. Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 28. marz nk. kl. 14.30 i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Félagskonur, fjölmennið og mætið stundvislega. Sýnið skirteini við innganginn. — Stjórnin. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 24. marz 1976. Orðsending til eigenda tengivagna og festivagna Athygli eigenda skráningarskyldra tengivagna og festivagna, sem eigi hafa enn veriö skráöir, er hér meö vakin á þvi, aö þeim ber aö snúa sér til viökomandi lög- reglustjóra (bifreiöaeftirlits), þannig aö ökutæki þessi veröi skráö og á þau sett skráningarmerki. Frestur til að skrá umrædd ökutæki er til 15. april næstkomandi að þvi er varöar tengi- og festivagna, sem eru 6.000 kg að leyfðri heildarþyngd eöa meira, en til 1. júní næstkomandi að þvi er varöar aðra skráning- arskylda tengi- og festivagna, þ.e. vagna, sem eru 500 kg að eigin þyngd eða meira (þ.á.m. svonefnda hús- vagna). Eftir það verður notkun óskráðra en skráning- arskyldra vagna óheimil. 3. Byggðar verði 100 ibúöir ætlað- ar öldruðu fólki. íbúðirnar verði bæði fyrir einstaklinga og hjón og seldar þvi fólki, er býr i óhentugu eigin húsnæði. Borg- in hafi forkaupsrétt á þessum ibúðum.” O- „Borgarstjórn Reykjavikur leggur áherzlu á nauðsyn þess að hraða uppbyggingu Bæjarútgerð- ar Reykjavikur, m.a. vegna hins ótrygga atvinnuástands i borg- inni. Borgarstjórn telur, að næsti áfangi uppbyggingar BÚR eigi að felast i eftirfarandi framkvæmd- um: 1. Eflingu skipastóls fyrirtækis- ins með kaupum á 2 skuttogur- um af minni geröinni. 2. Byggingu nýs fullkomins frystihúss i Bakkaskemmu. Undirbúningur framan- greindra framkvæmda verði þeg- ar hafinn. A þessu ári álitur borgarstjórn, að verkefnin eigi að vera þessi: Auk kaupa á 1 skuttogara af minni gerðinni, sem samningar standa nú um, samkvæmt ákvörðun borgarráös, verði hafin innrétting á hluta af Bakka- skemmu fyrir fiskmóttöku togara BÚR. Borgarstjórn leggur sérstaka áherzlu á, að það þolir enga bið að bæta aðstöðu BÚR til fiskmót- töku. Visar borgarstjórn i þvi sambandi i álit sérfræðinga, er telja, að aðstaða til fiskmóttöku i Fiskiðjuverinu sé mjög ófullkom- in. Hin slæma aðstaða til fiskmót- töku rýrir verögildi hráefnis þess, sem unnið er úr. Ný fiskmóttaka i Bakka- skemmu mundi gera kleift að stórlækka löndunarkostnað, þar eð unnt væri þá að landa beint úr togurum BÚR i hina nýju fisk- móttöku. Má þvi telja vist, að inn- rétting nýrrar fiskmóttöku i Bakkaskemmu mundi fljótlega bæta rekstrarafkomu BÚR. Borgarstjórn telur, aö BÚR eigi að vanda sem mest fiskfram- leiðslu sina og gæta þess, að fiskurinn fái sem bezta meðferð i togurunum, m.a. með aukinni notkun fiskkassa.” -O- „Þar sem mikið skortir á, að fólk með skerta vinnugetu eigi kost á störfum við sitt hæfi, ákveður borgarstjórn að koma upp vinnustöðvum fyrir öryrkja. Borgarstjórn felur félagsmála- ráði að undirbúa framkvæmdir i samráði við endurhæfingarráð. Jafnframt beinir borgarstjórn þvi til þeirra, sem annast manna- ráðningar i stofnunum og fyrir- tækjum borgarinnar, að þeir hafi jafnan tiltekinn fjölda öryrkja i vinnu og sjái til þess, að Reykja- vikurborg fullnægi á sómasam- legan hátt þvi ákvæði i lögum um endurhæfingu, að þeir, sem notið hafa endurhæfingar, eigi for- gangsrétt að öðru jöfnu til at- vinnu hjá riki og bæjarfélögum.” Víðtæk samvinna Landsýnar og Úrvals er að hefjast Flogið verður með Boing 727 þotum Flugleiða FB-Reykjavfk. Feröaskrifstof- urnar Landsýn h.f. og Úrval hf. hafa ákveöið að efna til samvinnu um ferðirtil Júgóslaviu, Mallorca og Ibiza i sumar. Farnar verða sex ferðir til Portoroz i Júgó- slaviu, 15 ferðir til Mallorcá og fjórar ferðir til Ibiza. Flogið verð- ur með Boeing 727 þotum Flug- leiða, og verður beint flug til þessará staða, sem tekur um fjóra tíma á hvern stað. t fréttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni Landsýn segir, að skrifstofan hafi á undanförnum árum gert tilraun til að auka fjöl- breytni ferðamöguleika tslend- inga. t þeim tilgangi hafi Landsýn haft samvinnu viö Air Viking og Sunnu á siðasta ári um flug til Júgóslaviu. A siðasta hausti lágu fyrir tilboð frá Air Viking, Flug- leiöum og júgóslavnesku flugfé- lagi (JAT) um leiguflug á þessar slóðir, og reyndist tilboð Flug- leiða lægst. Nú hyggjast sem sagt Landsýn og Úrval nýta sameigin- legt flug til ákveðinna staöa. Til Júgóslaviu veröur flogið á miðvikudögum, fyrst 2. júni og siðast 6. október. Þangað verða farnar þriggja vikna ferðir. 1 Portoroz verður sérstök skrif- stofa þar sem starfandi veröur reynt starfsliö, tslendingar og Slóvenar. Til Mallorca verður flogiö á föstudögum, fyrst 14. mai og sið- ast 8. október. Verður til skiptis um að ræða tveggja og þriggja vikna ferðir. Tii Ibiza verður sömuleiðis flogiö á föstudögum, fyrst 28. maiogsiðast 23. júli, en ferðir eftir það verða samtvinn- aðar Mallorcaferðum. A Mallorca og Ibiza verða sér- stakar skrifstofur reknar af ferðaskrifstofunum, þar sem is- lenzkir starfsmenn munu veita fyrirgreiðslu og þjónustu. Ferðaskrifstofurnar hafa enn- fremur ákveöið aö efna til sam- starfs um ferðir til Norðurlanda og munu verða vikulegar sameig- inlegar ferðir til Kaupmanna- hafnar, Oslóar og Stokkhólms, en þessar ferðir yrði einnig hægt að tengja ferðum til Helsinki. Verð þessara ferða mun verða hag- kvæmara en annarra, þar sem þær byggjast á svokölluðum ,,IT group” fargjöldum, sem eru þau lægstu á markaðinum i dag. Einnig eru fyrirhugaöar vikuleg- ar ferðir allt árið til London, en undirbúningur þeirra ferða er skemmra á veg kominn. Ferðaskrifstofurnar hafa tryggt sér leyfi gjaldeyrisyfir- valda fyrir sólarlandaferðum sin- um. Landsýn hefur ákveöið að veita félögum verkalýðsfélaganna svo- kallaðan Alþýðuorlofsafslátt af sólarlandaferðum. Þurfa menn aðeins að framvisa skilrikjum um að þeir séu i verkalýösfélagi, og gildir afslátturinn einnig fyrir fjölskyldur félagsmanna. 1 fréttatilkynningunni segir ennfremur, að nokkuð hafi dregið úr ferðum Islendinga til útlanda á siðasta ári. Þó mun láta nærri, að um fjórði hver íslendingur hafi farið utan. Að sjálfsögðu er ekki um það að ræða, að allir hafi þeir farið i orlof, og erfitt er að áætla, hversu stór hluti það er, þar sem ekki liggja fyrir itarlegar skýrsi- ur um ferðir manna. Ætla má að það sé helmingur og að um helm- ingur þess hafi farið til svokall- aðra sólarlanda, eða um sextándi hluti íslendinga. JBT II EGA] ____________ LAMDVERIMD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.