Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. marz 1976
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
iýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 40.00. Askriftar-
gjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Meiðyrðadómurinn
Undirréttur hefur orðið við þeirri ósk ritstjóra
og eigenda Visis að dæma dauð og ómerk ummæli
Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra, er hann
kallaði þá Visismafiu. Svo algengt er orðið að nota
mafiunafnið i ýmsu sambandi, eða allt frá góð-
gerðarsamtökum til glæpahringa, að það sýnir
glöggt veilur meiðyrðalöggjafarinnar, þegar slikt
er talið saknæmt. Daglega birtast lika i islenzkum
blöðum ummæli um menn og málefni, sem auðvelt
væri að fá dæmd dauð og ómerk samkvæmt meið-
yrðalöggjöfinni. Málfrelsi og ritfrelsi yrði meira
en þröngur stakkur sniðinn, ef meiðyrðalög-
gjöfinni væri fylgt út i yztu æsar.
Það má lika segja, að það hafi verið, og sé, föst
venja blaðamanna og blaðaeigenda að leita ekki á
náðir meiðyrðalöggjafarinnar, þótt þeir finni sig
standa höllum fæti, en undantekningalitið gera
það ekki aðrir en þeir, sem þannig er ástatt um.
Það á að vera keppikefli blaða og blaðaeigenda að
vinna mál sin fyrir dómstóli almenningsálitsins.
Það á ekki siður að vera markmið þeirra, að rit-
frelsinu séu settar sem minnstar skorður. Þess
vegna hafa þeir lika verið, og eru, siðastir manna
til að flýja i skjól meiðyrðalöggjafarinnar.
Það var af þessum ástæðum, sem það vakti
hreina furðu, þegar ritstjóri og eigendur Visis
höfðuðu mál á hendur ólafi Jóhannessyni vegna
umræddra ummæla hans.
Enn furðulegra var þetta þó, þegar þess var
gætt, undir hvaða kringumstæðum ummæli Ólafs
Jóhannessonar voru höfð. Visir hafði ekki aðeins
birt grein eftir „menntaskólakennara nokkurn”,
þar sem dylgjað var um að dómsmálaráðherra
hefði, af flokkslegum ástæðum, torveldað rann-
sókn i meintu morðmáli, heldur hafði Visir áréttað
dylgjurnar undir- stærstu fyrirsögn á forsiðu.
Dómsmálaráðherra var þannig ásakaður um einn
mesta glæp, sem hægt er að saka slikan mann um.
Var það furða þótt ráðherrann brygði hart við? Og
minnir það i raun réttri ekki á eina af vinnuað-
ferðum glæpahringa að bera æðstu valdamönnum
slika glæpi á brýn, i þeim tilgangi að reyna að
ófrægja þá og eyðileggja?
Það voru tvimælalaust rétt viðbrögð Ólafs
Jóhannessonar að láta sig málshöfðun Visis engu
skipta og láta málið ganga til dóms sem fyrst, án
sóknar eða varnar. Visir saknar þess að sjálfsögðu
að hafa misst af æsifréttaefni, sem slíkum mál-
flutningi hefði getað fylgt. En hér er ekki um mál
að ræða, sem meiðyrðadómstóll á að fjalla um,
heldur dómstóll almennings. Fyrir þeim dómstóli
eiga Visir og dómsmálaráðherra að reka sitt mál,
og munu gera það. Það er almennings að dæma
um, hvort blað, er telur sig vilja vera heiðarlegt,
á að taka undir með slúðurdálkahöfundum, sem
sennilega meira óviljandi en viljandi eru að grafa
undan stofnunum þjóðfélagsins með sifeildum
glæpabrigzlum, eins og þeim, að dómsmálaráð-
herra hafi reynt að torvelda rannsókn i meintu
morðmáli. Ekki bætir það svo úr skák, þegar að
baki ádeilunum stendur flokkur, sem býr i hreinu'
glerhúsi. Það er um þetta, sem málið milli Visis
og dómsmálaráðherra snýst fyrir dómstóli
almenningsálitsins, og þar verður Visi það engin
vörn, þótt hann geti hampað meiðyrðadómi.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hvað veldur sigur-
göngu Carters?
Kjósendum fellur vel jákvæður málflutningur hans
ÚRSLIT prófkjörsins i
Noröur-Karólina, sem fór
fram á þriðjudaginn var,
komu á vissan hátt á óvart,
þvi að niðurstöður skoðana-
kannana stððust ekki nema að
hálfu leyti. Ford forseta hafði
verið spáð sigri i keppninni við
Ronald Reagan, en úrslit urðu
á aðra lund. Reagan fékk 53
%, en Ford 45 %. Þetta var
mikið happ fyrir Reagan, þvi
að hann hefði sennilega orðið
að gefast upp, ef ósigur i
Norður -Karolina hefði bætzt
við fyrri ósigra hans. Ford
forseti hefði þá losnað við
aðalkeppinaut sinn. Nú mun
Reagan halda keppninni
áfram af fullu kappi. Fullvist
þykir þó, að Ford muni hljóta
útnefningu flokksþingsins,
sem haldið verður i Kansas
City að loknum prófkjörunum.
en það gæti veikt hann veru-
lega i sjálfum forsetakosning-
unum, ef hann tapaði i mörg-
um prófkjörum fyrir Reagan.
Spádómar skoðanakannana
i sambandi við prófkjörið i
Norður-Karlólina stóðust,
hinsvegar að þvi leyti, að
Jimmy Carter vann mikinn
sigur. Hann fékk 53 % at-
kvæða, en næstur honum kom
Wallace rikisstjóri með 35 %.
Aðrir keppinautar þeirra
fengu sáralitið. Þetta þykir
mikill ósigur fyrir Wallace,
þar sem hann hefur haft traust
fylgi i Norður -Karolina. Að
sama skapi var þetta mikill
sigur fyrir Carter og þykir
liklegt tilað stuðla að vaxandi
brautargengi hans.
1 BAND ARISKUM fjöl-
miðlum er nú mjög rætt um,
hvað valdi hinu mikla og
vaxandi fylgi Carters. Þegar
hann hóf baráttuna fyrir
framboði sinu, var hann
minnst þekktur þeirra manna,
sem til þessa hafa gefið kost á
sér til framboðs fyrir demo-
krata.en þeir eru nú orðnir 14
eða 15. Carter hefur ekki
aðeins sigrað aðalkeppinaut
sinn i Suðurrikjunum, Wallace
rikisstjóra, sem var talinn
langliklegastur til að verða
hlutskarpastur þar, heldur
hefur hann sigrað keppinauta
sina i rikjum eins og New
Hampshire og Illinois, þar
sem það eru ekki talin með-
mæli, að forsetaefnið sé frá
Suðurrikjunum. Carter hefur
þannig tekizt að hefja sig yfir
það að vera tengdur vissum
landshluta, enda sýna
skoðanakannanir, að hann á
orðið traust og vaxandi fylgi
viðsvegar um Bandarikin.
1 skýringum fréttamanna er
tvennt talið ráöa mestu um hið
óvænta fylgi, sem Carter
hefur aflað sér. Annað er það,
að hann hafi framkomu, sem
falli kjósendum vel i geð.
Hann er frjálslegur og virðist
einlægur, og vinnur sér þvi
fljótt traust. Hann er fljótur að
svara spurningum og gerir
það yfirleitt efnislega. Eitt
blaðið kemst svo að orði, að
hann bjóði af sér meiri per-
sónulegan þokka en keppi-
nautar hans, og sé það honum
mikill styrkur. Hitt er svo
málflutningur hans. Flestir
keppinautar hans flytja
ádeiluræður, þar sem þeir for-
dæma ástandið i Bandarikjun-
um á margvislegan hátt. Þeir
virðast undir áhrifum frá
Watergatemálinu og telja það
vænlegast til að falla kjósend-
um i geð og ráðast hart gegn
spillingu og lofa að gera sitt til
að uppræta hana. Þá skipa
þeir sér yfirleitt með mál-
flutningi sinum annað hvort til
hægri eða vinstri i bandarfsk-
um stjórnmálum. Carter fer
hinsvegar talsvert aðrar
leiðir. Hann skipar sér hvorki
til hægri né vinstri, heldur
segir, að hann sé stundum til
hægri og stundum til vinstri.
Þetta fari allt eftir málefnum.
Raunar séu hugtökin hægri
vinstri i stjórnmálum orðin
býsna óljós og loðin og búin að
missa upphaflega merkingu
sina. Aðalatriðið sé aö reyna
að velja réttu leiðina i hverju
máli og láta það og aðstæður
ráða. Þetta veldur þvi ekki, að
Carter hafi áljósa afstööu til
einstakra mála, heldur er
hann yfirleitt viðbúinn að
svara spurningum um einstök
mál mjög greinilega. Svör
hans þykja styðja þá yfir-
lýsingu hans, að hann sé
hvorki hægri né vinstri maður,
heldur láti málefni ráða. Hann
tekur að sjálfsögðu undir
ádeilu á spillinguna, en segir
jafnframt, að ekki sé minna
mikilvægt að halda þvi á lofti,
sem jákvætt sé við bandariskt
þjóðfélag. Menn megi ekki
binda sig um of við það nei-
kvæða. Leiðin til lausnar hin-
um ýmsu vandamálum sé að
gera sér grein fyrir þvi já-
kvæöa og efla það eftir beztu
getu. Þannig geti Bandarikja-
menn unnið að þvi að byggja
upp fyrirmyndarþjóðfélag.
Það megi ekki missa sjónar á
þvi, að raunverulega sé það.
sem sameinar. miklu mikil-
vægara en hitt, sem sundrar.
Það sé mikilvægt að leggja
áherzlu á góða sambúð og
vináttu á öllum sviðum. jafnt i
fjölskyldulífinu sem á hinum
ýmsu sviðum þjóðfélagsins.
Sumum finnst þetta næstum
barnalegt og henda gaman að
þessum ummælum hans. Það
virðist hins vegar ótvirætt, að
þessi málflutningur hans
fellur mörgum bandariskum
kjósendum vel i geð. Hin
frægu orð Lincolns, sem hann
lét falla eftir ósigur sunnan-
manna i borgarastyrjöldinm
eiga enn hljómgrunn hja
Bandarikjamönnum: ,,Við
erum vinir, en ekki óvinir. V'ið
megum ekki vera óvinir."
ÞÓTT Carter hafi gengið
ótrúlega vel til þessa, fer
fjarri þvi að hann sé viss um
útnefningu á flokksþinginu.
Fáir spá honum sigri þar. All-
ir keppinautar hans beina nú
spjótum sinum gegn honum i
sivaxandi mæli.
Það er jafnan hlutskipti
þess, sem þykir sigurstrang-
legastur. En svo getur þó
farið, að ekki takist að stöðva
Carter fremur en McGovern i
prófkjörunum 1972. S.á er hins
vegar munurinn, að
McGovern studdist aðeins við
harðsnúinn vinstri kjarna. en
Carter dregur fylgi sitt úr öll-
um áttum. og er þvi sennilega
það forsetaefni. sem demó-
kratar ættu auðveldast með að
sameinast um, þegar sjálf
höfuðorustan hefst.
Þ.Þ.
Jimmy Carter.