Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 26, marz 1876 TÍMINN 7 Ávallt tilbúin í bílhólfinu eða úlpuvasanum Kynnið ykkur þessa frá- bæru nýjung. Kostar aðeins kr. 5.100.- Sendum í póstkröfu. KAFBORG SF. Rauðardrstíg 1 Sími 1-11-41 Jóhann Guömundsson fráfarandi ritari U.S.A.H. flytur skýrslu sina.Hilmar Kristjánsson þiugforseti til vinstri, en Magnús Sigurössoii varaform. U.S.A.H. til hægri. Fremst á myndinni eru bikarar, sem keppt er um i skólakeppni U.S.A.H. | Ungmennasamband j Austur-Húnvetninga: Ungmennasamband Austur- Húnvetninga hélt 59. þing sitt i Félagsheimilinu á Blönduósi á laugardaginn var. Þingið sóttu á fjórða tug fulltrúa auk stjórnar sambandsins og gesta, en þeir voru Hannes Þ. Sigurðsson, stjórnarmaður i Iþróttasambandi Islands, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri I.S.I., ólafur Oddsson félagsmálaleiðbeinandi og stjórnarmaður i U.M.F.Í., Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri U.M.F.I. og Árni S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri K.H. og hreppsnefndarmaður á Áherzla Blönduósi. Magnús Ólafsson form. sambandsins setti þingið en þingforseti var kjörinn Hilmar Kristjánsson. I skýrslu stjórnar kom fram, að unnið hafði verið að margvisleg- um verkefnum á siðasta ári, og iþróttafólk hafði keppt bæði heima og heiman. Sambandið sá um framkvæmd Norðurlands- meistaramóts i frjálsum iþrótt- um og var mótið haldið á Blöndu- ósi. A árinu var áherzla lögð á keppni i yngri aldursflokkunum og m.a. hófst á liðnu hausti keppni á vegum sambandsins Ljósm. M.Ó. milli allra skóla i héraðinu i nokkrum greinum iþrótta. Af samkomum, sem sambandið gekkst fyrir, bar Húnavökuna hæst. og fóru þar fram fjölbreytt dagskráratriði til fróðleiks og skemmtunar. Ritið Húnavaka kbm út um Húnavökuna, og var það á þriðja hundrað blaðsiður að stærð með fjölbreyttu efni. A þinginu voru samþykktar margartillögur, m.a. um að sam- bandið réði sér framkvæmda- stjóra næsta sumar. Fram- kvæmdastjóri starfaði hjá sam- bandinu i þrjá mánuði á siðasta sumri og þótti ljóst að nauðsyn væri að halda áfram á þeirri braut. Úr stjórn sambandsins gengu Hilmar Kristjánsson og Jóhann Guðmundsson, en i þeirra stað voru kjörnir Páll Kristinsson og Karl Lúðviksson. lögð á unglíngastarfíð Góð og ódýr FERMINGARGJÖF Ný veiðistöng með inn- byggðu hjóli Mó—Reykjavik. — I ræðu sem Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra flutti á miðsvetrarfundi ís- lenzkra rafveitna rakti ráðherr- ann, hver væru helztu viðfangs- efnin i orkumálum á næst- unni, og sagði: Koma verður skipulagsmálum i höfn til þess að tryggja ábyrga og hagkvæma öflun innlendrar orku. Iðnaðarráðuneytið hefur lagt áherzlu á aukin áhrif sveitar- félaga á ákvarðanir i orkumálum sinum með skipun landshluta- nefnda. Stefna ber að aukinni nýtingu jarðvarma til húshitunar, þar sem tök eru á, en að rafhitun, þar sem jarðvarma er ekki til að dreifa. Kyndistöðvar gætu komið að góðu haldi, sem bráðabirgða- lausn, þar sem hagkvæmt þykir. Auka má raforkunotkun i margs konar smáiðnaði þar sem nú er notuð olia. Er hér einkum áttvið útrýmingu á oliunotkun til gufuframleiðslu i iðnaði. Auk þess má benda á, að nota má raforku til kjarnfóðursfram- leiðslu og heyþurrkunar i miklu stærri stil en tiðkazt hefur. Leggja ber aukna áherzlu á leiðir til sparnaöar og aðferðir til aö koma i veg fyrir hvers konar sóun orku. Ráðuneytið telur rétt að örva viðleitni af þessu tagi. Gera þarf hagræna úttekt á orkubúskap íslendinga og gaum- gæfa viðhorfin allmörg ár fram i timann. Þetta starf er þegar haf- ið. Varðar mest til allra oröa, að undirstaðan sé réttilega fundin. Aukin áherzla á orkufram- kvæmdir útheimta stærra átak i rannsóknum og hvers konar undirbúningi og viðbúnaði. Finna verður frambúðarlausn á þeim fjárhagsvanda, sem raf- orkuiðnaðurinn stendur nú frammi fyrir. Að lokum kvaðst ráðherrann leyfa sér að vona að við berum gæfu til að finna lausn á þessum mikilvægu málum og að sam- staða og samvinna megi takast með öllum þeim, er að þeim vinna. Byggung Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn laug- ardaginn 27. marz kl. 1 i Félagsheimili Kópavogs. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. Iðnaðarráðherra: GERA ÞARF HAGRÆNA ÚT TEKT Á ORKUBÚSKAPNUM Hver boigar Húseigendatiygging borgar tjón á innréttingum, málningu, veggfóðri, flísum o.fl.þ.h. Heimilistrygging borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl.þ.h.) Ábyrgðartrygging húseigendatryggingar borgar tjónið á 3., 2.,l.hæð og í kjallara. Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki. Veitum tryggingarbeiðnum móttöku í síma 38500. SAMVIINIMJTRYGGIINGAR GT. $2%/ ÁRMÚLA3.SIMI 38500 GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.