Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 Ríkinu afhent Tjalda- nesheimilið að gjöf Tónleikar á Akranesi GB-Akranesi — Fyrstu áskriftar- tónleikar T ón 1 ista r f é la gs Akraness á þessu starfsári verða i Bióhöllinni 30. marz kl. 21. A tónleikunum koma fram Sigriður E. Magnúsdóttir, söng- kona og Simon Vaughan, barintónsöngvari. A efnisskránni eru islenzk, brezk og itölsklög, og einnig lög eftir Greek, Sibelius, Sebastian og íiugo Wolf. Meðleikari þeirra er Jónas Ingimundarson, pianóleikari. FB—Reykjavik. — A þriðjudag- inn afhenti stjórn Styrktarfélags Tjaldnessheimiiisins heilbrigðis- ráðuneytinu heimilið að gjöf. Það var formaður félagsins, Friðfinn- ur ólafsson, sem afhenti gjöfina, en Matthias Bjarnason heil- brigðisráðherra veitti henni við- töku fyrir hönd þjóðarinnar. í ræðu sem Friðfinnur Ólafsson flutti viö afhendinguna i ráð- herrabústaðnum, gat hann þess, að fyrir 13 árum hefðu komið saman 29 manns i i þeim tilgangi að stofna styrktarfélag fyrir van- gefin börn og unglinga. A þessum fyrsta fundi söfnuðust 1800 krón- ur. Siðan hefur kappsamlega ver- ið unnið, og árangur hins mikla starfs Styrktarfélags Tjaldaness- heimilisins er nú öllum sýnileg, þar sem heimilið er i Mosfells- sveit. Er það i dag metið á 60 til 70 miiljönir króna. Var heimilið af- hent rikinu skuldlaust, og skil- yrðislaust. Fljótlega eftir stofnun áður- nefnds félags var land keypt af Mosfellskirkju, 3hektarar, og þar var heimilið reist. Friðfinnur gat þess, að þeir væru ófáir, sem lagt hefðu fé af mörkum til heimilis- ins, bæði félög, félagasamtök og einstaklingar, en vildi þó leggja sérstaka áherzlu á það framlag, sem borizt hefði frá fyrirtæki Benedikts Magnússonar á Vallá, en það hefði lagt af mörkum alla þá steypu, sem þurft hefði til byggingarinnar. Þá óskaði Friðfinnur þess, að allir þeir vistmenn, sem nú eru á heimilinu fengju að vera þar sem lengst, og yrðu ekki fluttir þaðan i brott, nema i samráði við heimilsstjórn eða aðstandendur þeirra. Einnig var það skilyrði sett, að Birgir Finnsson forstöðu- maður og Hildur Knútsdóttir, yfirkennari á heimilinu, störfuðu þar áfram og nytu þeirra kjara sem þau nú njóta. Að lokinni ræðu Friðfinns tók Matthias Bjarnason heilbrigðis- ráðherra tilmálsogþakkaði hann þá gjöf sem stofnendur Tjalda- nessheimilisins færðu nú þjóö- inni. Sagðist hann myndi leggja sitt lóð á vogarskálar, svo allt yrði gert til þess að þar myndi fram halda það starf, sem hingað til hefur verið þar unnið. Sagði hann að mikið starf væri enn ó- unnið i sambandi við aðstoð þroskaheftra hér á landi, en áfram yrði umiið kappsamlega að þvi að reyna á allan hátt að bæta aðstöðu þeirra og þjálfun. Friðfinnur Ólafsson afhendir Matthiasi Bjarnasyni gjafa- skjaliö. (Tm: Gunnar) LÆKKUN Fundur samvinnumanna i Reykjavik, sem haldinn var i Hamragörðum 24. marz 1976, mótmælir kröftuglcga þeirri á- kvörðun borgarstjórnar Ueykja- vikur að synja KRON um leyfi til aðstarfrækja stóran vöruinarkað i húsakynnum Sambands isl. samvinnufélaga við Elliðavog. Hin nýja birgðaskemma SÍS við Elliðavog i tilkynningu frá fundinum seg- ir: ,,Með þessari ákvörðun sinni er meirihlutinn i borgarstjórn Reykjavikur enn einu sinni að ganga erinda fámenns kaup- mannahóps gegn félagsverzlun og samvinnustarfi. KRON hefur lagt fram áætlun', sem hvergi hef- ur verið hrundið, að með fyrir- huguðum stórmarkaði værihægt að lækka almennt vöruverð um 6- 10%. Þá heitir fundurinn á alla sam- vinnumenn að risa upp og krefj- ast réttar sins i þessu máli. Fund- urinn skorar á stjórn KRON að hefja almenna undirskriftasöfnun til að hrinda þessari árás á kjör launafólks og almennings i borg- inni." Bankamenn fá 6% frá 1. marz en eftir er að semja FB-Reykjavik. 1 fréttabréfi Sambands isl. bankamanna, sem er nýútkomið, segir að bankamenn fái 6% iauna- hækkun frá 1. marz sl, eins og aðrir launþegar i landinu. Samningum bankamanna var sagt upp miðvikudaginn 17. marz sl. Sama dag var lagt fram tilboð um 6% launahækkun á grunnlaun bankamanna ásamt lág- launabótum. Stjórn og samninganefnd SIB ákvað að taka tilboðinu, með eftir- farandi fyrirvara: „Stjórn Sambands isl. bankamanna samþykkir fyrir sitt leyti tilboð bank- anna um að frá og með 1. marz 1976 til 30. júni n.k. verði laun bankamanna greidd með 6% — sex prósent — álagi, auk láglaunabóta. Stjórnin litur á tilboð þetta sem leiðréttingu á gildandi samkomulagi og leggur áherzlu á að þessi samþvkkt megi á engan hátt hafa áhrif á þær viðræður um kjör bankamanna sem nú eru hafnar, og undirstrikar að með þvi viki hún i engu frá þeim kröfum, sem lagðar hafa verið fram.” Dröfn rannsakar fyrír norðan Mó-Reykjavik — Rann- sóknarskipiö Dröfn hefur nýlega lokið rannsóknarleið- angri um tsafjarðardjúp og Jökulfirði. Astandið i Isa- fjarðardjúpi virtist fremur lélegt og hafa miðin ekki náð sér eftir verulega veiöi, sem þar var fyrir tveimur árum. Hins vegar var ástandið i Jökulfjöröum allgott og fengust þar 300 kg af hörpu- diski i 15 minútna togi. Leiðangursstjóri var Hrafn- kell Einarsson. Nú liggur Dröfn á Akur- eyri, en i dag fara leiðangursmennaftur noröur og hefja rannsóknir á rækju- miðum fyrir Norðurlandi. Leiðangursstjóri þar verður Sólmundur Einarsson. Piltarn- ir eru ennþá rænu- lausir Gsal-Reykjavlk — Liðan piltanna tveggja, sem slös- uðust alvarlega I umferðar- slysi innarlega á Laugavegi aðfaranótt s.l. sunnudags, var óbreytt i gærdag. Þeir voru þá báðir meðvitundar- lausir. Menntamálaráðherra: UPPSÖGN BRAGA EKKI BYGGÐ Á RÖNGUM UPPLÝSINGUM Inúk á leiklistarhátíð í Venezúela Timanum hefur borizt eftirfar- andi frá menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni: „Vegna endurtekinna fullyrðinga dr. Braga Jóseps- sonar, sem birzt hafa i dag- blööum, um að uppsögn hans úr starfi deildarstjóra i mennta- málaráðuneytinu, hafi verið byggð á röngum upplýsingum frá ráðuneytisstjóranum, skal þetta rifjað upp: 1 fréttatilkynningu frá mennta- málaráðherra, dags. 13. desemb- er 1974, er getið um ástæöur fyrir uppsögninni. Eru eingöngu til- færð atvik, sem áttu sér stað eftir stjómarskiptin 1974, og aðeins vitnað til ummæla dr. Braga Jósepssonar sjálfs. Allt tal um að uppsögnin hafi verið byggð á röngum upplýsingum er þvi mark leysa. Fleiri missagnir eru i þvi sem blöð hafa eftir Braga Jósepssyni en þær skipta minnu.” SJ-Reykjavík — Indk teik- hópnum hefur verið boðiö aö taka þátt i leiklistarhátíð I Caracas i Venezúela i lok april og byrjun mai næstkomandi. Viöfangsefni hátiöarinnar verður þriðji heimurinn, og koma þar fram hópar leikhús- fólks hvaöanæva að úr heim- inum. — Þjóðleikhúsið hefur þegið boðið fyrir sina hönd fyrir Inúk- flokkinn, en ekki er þó enn ljóst hvort fjárhagsgrundvöllur verður til fararinnar, — sagði Sveinn Einarsson þjóöleikhús- stjóri, — en ég vona að svo verði. — Menntamálaráð Venezúela og deild Alþjóöa leikhússtofnunar- innar I Venezúela sendu Inúk- hópnum boð þetta, en Alþjóða- leikhússtofnunin og Unesco standa aö hátiðinni. — Þetta er mikil viðurkenning fyrir Inúkhópinn, sagði Þjóðleikhússtjóri. Samvinnumenn una ekki vinnubrögðum borgarstjórnar: STÓRMARKAÐUR VIÐ SUND ÞÝDDIMIKLAVERÐ-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.