Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- ■ hólmur — ;Rif .Súgandafj: Sjúkra- o allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 leiguflug um o Kartöflur frá AAexíkó koma eftir viku MÓ—Reykjavik. — t næstu viku mun Islendingum væntanlega gefast kostur á aö fá kartöflur frá Mexikó, en Grænmetisverzlun land- búnaöarins hefur fest kaup á 150 til 100 lestum af kartöfl- um þaöan og eru þær væntanlegar til landsins á miövikudag. Nú hefur veriö litið um kartöflur á markaði hér í nær hálfan mánuö, en ástæðan fyrir þvi er sú aö kartöflusendingu frá Pól- landi hefur seinkaö mjög vcrulega. Jóhann Jónsson forstjóri Grænmetisverzlunarinnar sagði i viðtali við blaðamann Timans að kartöflusendingin frá Póllandi hefði átt að vera komin hingað i byrjun þess- arar viku, en vegna frosta i Póllandi hefði ekki verið hægt að skipa þeim þar út. Siðan hefði það verið i fyrra- dag er frétzt hefði um skip frá Mexikó sem komið var með kartöflur til Hollands að heilbrigðisyfirvöld þar voru beðin að kanna gæði þeirra kartaflna. Þegar vottorð lá fyrir frá þeim um að gæðin væru fullnægjandi voru kaupin gerð. Ekki tókst að fá skipsrúm fyrir nema 150 til 160 lestir með þeirri ferð sem næst kemur til landsins, en Græn- metisverzlunin hefur fest sér kaup á meira magni og kemur það til landsins siðar. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins: Slógmjölsverksmiðja rísi á Reykjanesinu gébé—Rvik. — Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins hefur gert viða- miklar tilraunir á þróun nýrrar aöferöar til framleiðslii á hýdrólýsötum úr fisklógi og úr- gangsfiski og gert drög aö kostnaður- og arðseinisáætlun fyrir slógmjölsverksmiöju, sem gert er ráö fyrir að veröi staðsett á Reykjanesi, með tilliti til athug- ana á flutningi hráefnis og afuröa Ogaukbess með tilliti til jarðhita. Eins og kunnugt er, fellur hér til i verstöðvum mikið magn af slógi, sem erfitt er að nýta á hagkvæm- an hátt. Fiskmjölsverksmiðjur hafa þó tekiö það til vinnslu meö öörum fiskúrgangi fyrir lágt verð, sem þó er of litið til þess aö raunhæft sé að safna því viö aö- gerð um borð i yeiðiskipum. Heildarframleiöslugeta slíkrar verksmiöju er áætluö ca. 2 þús. tonn árlega og samkvæmt athug- unuin, ætti hún aö geta skilaö a 11- góöum aröi. Rannsóknarstofnun fiskiönaöarins hefur nýlega gefiö út nákvæma skýrslu um þessa nýju aöferð til nýtingar á slógi og úrgangsfiski, en aö sögn Björns Dagbjartssonar forstöðumanns stofnunarinnar er þessi skýrsla eitt viöamesta verkefni sem Rannsóknarstofnun fiskiönaöar- ins hefur tekizt á hendur. Um magn hráefnis og söluverð- mæti framleiðslunnar segir i skýrslu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, að til grundvallar hafi verið lagt magn óslægðs bol- fisks sem landað var á Reykja- nessvæðinu á timabilinu 1/10 1973-15/5 1974. Einnig hefur ver- ið gert ráð fyrir að komið verði með slóg að landi yfir sumar- mánuðina, þannig að samanlagt slóg nái 9 þús. tonnum, sem sam- svarar 90.000 tonna afla, miöað við að slóg sé 10% af þyngd fisks- ins. Haustið 1975 var greitt kr. 0.52 fyrir kg. af slógi, en gert er ráð fyrir að greitt verði kr. 2.00 pr. kg. fyrir það slóg sem verk- smiðjan kaupir. Gert er ráö fyrir stálgrindahúsi og auk þess að byggt verði utan um úðaþurrkara utanhúss. Þá er ráðgert að sækja slógið i stórum tankbilum, likum þeim er notaöir eru undir mjólk. 1 verksmiðjunni yrði búnaður mikill.þ.á.m. tankar dælur, ýmiss konar vélar og tæki. 1 kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir þrem möguleikum og er einn þeirra þessi: Óðaþurrkun á mjölinu, orka fengin með jarð- gufu og innfluttu jarðgasi. Heildarstofnkostnaður þessa yrði 238,475 millj. kr. Aætlunin var gerð vorið og sumarið 1975 og er upphæðin með tollum og sölu- skatti. Leitað var upplýsinga og tilboða i vélar og tæki. Heildar- reksturskostnaður við fyrrnefnda stofnáætlun, myndi vera 66.882 millj. kr. samkvæmt áætlun stofnunarinnar. Efgerter ráðfyrirað tekiðséá móti 9 þús. tn. af slógi á ári, sam- svarar það 1.080 tn af mjöli, mið- aö við 12% nýtingu. 1 töflu yfir tekjur og gjöld á 15 árum, i þús- undum kr. litur þá dæmið þannig lár 1-I5ár Söluverðm. 108.000 1.620.000 Rekstrarkosn. án afskrifta 66.882 1.003.230 41,118 616.770 Heildarframleiðslugeta verksmiðjunnar er u.þ.b. helm- ingi meiri á ári en það magn sem berst af slógi. Væri e.t.v. hægt að fullnýta verksmiðjuna með hýdrólýseringu á t.d. spærlingi, og verður arður á ári þvi verulega meiri. VANSKIL Á ORLOFSGREIÐSLUM TIL PÓSTGÍRÓSTOFUNNAR AAIKIL FB-Reykjavik. Innborguð upp- hæö orlofsfjár til Pdstgiróstofu, orlofsdeildar, er nú orðin 20% hærrien á sama tima i fyrra, en þá nam upphæðin 1400 milljón- um króna. Þrátt fyrir þessa háu upphæö ber mikið á vanskilum hjá atvinnurekendum, og van- skilaskuldir tuga launagreiö- enda eru komnar til lögfræöings til innheimtu, samkvæmt upp- lýsingum Þorgeirs Þorgeirsson- ar forstöðumanns Póstgiróstof- unnar. Timanum barst i gær sam- þykkt, sem gerð var á fundi framkvæmdastjórnar Verka- mannasambands Islands, þar sem segir að Verkamannasam- bandið hafi orðið áþreifanlega vart viö, að hlut atvinnurekenda séiverulegum vanskilum að þvi er snertir orlofsgreiðslur til póstgiróstofu, orlofsdeildar. Verkamannasambandið skorar sérstaklega á verkalýðsfélög og verkafólk almennt, að kynrta sér innborganir atvinnurekenda á orlofi til viðtakandi póststofn- aua . Jafnframt gerir stjórn Verka- mannasambandsins þá ein- dregnu kröfu til orlofsdeildar Pósts og sima, að hert verði á innheimtuaðgerðum frá þvi sem nú er, og telur það ástand óþol- andi, að hluti atvinnurekenda sé i margra mánaða vanskilum. V. Að lokum segir i samþykkt fundarins: „Ef ekki verður skjótlega bætt úr þessu ástandi er hætta á, að hluti verkafólks fái ekki orlof greitt á tilskildum tima.” Þorgeir Þorgeirsson sagði i viðtali við Timann, að mikið bæri á vanskilum, og erfiðlega hefði gengið að innheimta or- lofsféð. Bæru menn við fjár- hagserfiðleikum og litilli fyrir- greiðslu. Hann sagði, að orlofs- deiidin sendi reglulega út bréf til allra stærstu aðila, sem inntu af hendi orlofsgreiðslurnar með hvatningaroröum um skil. — En við verðum að fá á- kveðnar kvartanir frá launþeg- um sjálfum áður en við getum hafiö frekari aðgerðir. Ef þær bera ekki árangur eru kröfurn- ar settar I hendur lögfræðings- ins. Vanskilaskuldir eru i meöferð hjá orlofsdeildinni allt frá fyrsta ári þessarar starfsemi. Hún hófst 1. mai 1973, og tók þá við af orlofsmerkjunum, sem menn gátu framvisaö hjá pósthúsum og fengið greidd, þegar orlofs- timabilið hófst.. Launaseðlar launþega eru einu plöggin, sem hægteraðfara eftir, þegar gera á kröfu um orlofsfé, og er þvi mjög nauösynlegt fyrir allan al- menning, að fylgjast mjög náiö með þvi að orlofsgreiðslur séu tiundaðar á launaseðlunum, og halda þeim siðan til haga, svo hægt sé að gera kröfu eftir þeim, ef vanskil koma upp. Arsfjórðungslega sendir Póst- giróstofan út yfirlit til allra þeirra einstaklinga, sem eiga inni orlofsfé hjá henni, og hvet- ur fólk til þess að bera þetta yf- irlit saman við launaseðlana, til þess að hafa þannig gætur á þvi, hvort réttar upphæðir hafa bor- izt Póstgiróstofunni. Þegar Póstgiróstofan sendi út ársfjórðungsyfirlit sitt i febrúar sl. var það sent til samtals um 52 þúsund einstaklinga. Þorgeir sagðist búast við þvi, að sú tala ætti eftir að ná 60 þúsundum, þegar sföasta yfirlitið yrði sent út með orlofsávisuninni nú i vor. Eru það aðeins færri aðilar heldur en fengu sendingu frá Póstgiróstofunni i fyrra. Framhald á bls. 23 HÆTTA ER Á, AD VERKAFÓLK FÁI EKKI GREITT ORLOF Á TILSKILDUAA TIAAA SEGIR VERKAAAANNASAAABANDIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.