Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 26. marz 1976 TÍMINN 19 1111 iðlfol III Þrátt fyrir heit mitt um aö láta Martein M. Skaftfells hvfla i friði við rógsiðju sina gegn okkur Arna Asbjarnarsyni, kemst ég ekki hjá því að biðja Timann fyrir nokkur orö i tilefni af grein hans i Landfara i gær. Hún varpar nefnilega nýju ljósi á tilgang hans með herferðinni á hendur Arna, auk þess sem hún opinberar virðingu hans fyrir sannleikanum, sem hann metur nú i prósentum, en það er kannski ekki óeðlilegt af fyrr- verandi kennara og heildsala. í greininni^egir hann það „100 % ósannindi”/ a) ,,aö samein- ing pöntunarfélagsins og NLFÍ hafi nokkru sinni verið sam- þykkt”, b) ,,aö formaður P.fél., Zóphónias Pétursson hafi borið fram sameiningartillögur”, c) „að nokkur bein tillaga um sameiningu hafi verið borin fram, d) ,,að nokkur slik tillaga hafi verið rædd á tveim aðalf. P.fél.”, e) ,,að ákveðið hafi ver- ið, að P.fél. skyldi lúta stjórn NLFl, hefðu þau sameinazt”. Og ölí þessi „100% ósannindi” eru frá undirrituðum komin. Litum nú á heimildir öruggari en fullyrðingar okkar Marteins. 1 fundargjöröum og fylgiskjöl- um frá 14. landsþingi NLFl, sem háð var 6. okt. 1973, er að finna tillögu svohljóðandi: „Þar sem fram er komin ósk frá Pöntunarfélagi Náttúru- lækningafélags Reykjavikur, samanbersamþykkt stjórnar og félagsfundar félagsi- þ. 28. sept. sl., um aö félagið samein- istNLFI þannig, að Pöntunarfé- lagið heyri framvegis undir stjórn NLFI, þá samþykkir landsþing NLFI, haldiö i Sogni 6.okt. 1973, að verða viö þessum tilmælum, aö því tilskyldu, að framkvæmilegar leiöir finnist til sameiningarinnar”. Undir tillöguna rita eigin hendi: Hafsteinn Guðmundss., Zóphónias Pétursson (form. fél.), Asta Jónasd., Eggert V. Kristinsson, Friögeir Ingi- mundarson og Árni Ásbjarnar- son. Tillögu þessari var visað til allsherjarnefndar þingsins, og frá henni kom svohljóðandi til- laga: „Allsherjarnefnd leggur til að tilmæli stjórnar og félagsfundar Pöntunarfélags NLFl verði samþykkt af 14. landsfundi NLFI”. Undir þá tillögu rita: Zóphón- ias Pétursson, Haraldur Sigur- geirsson, Friðgeir Ingimundar- son, Hafsteinn Guðmundsson og Ingþór Sigurbjörnsson. I fundargerðarbók NLFI, bls. 54, segir: „Form. allsherjar- nefndar Zóphónias Pétursson gerði grein fyrir tillögu um sameiningu PNLFR og NLFl, og var tillagan borin undir at- kvæði og samþykkt”. I gjörðabók P.fél., sem undir- ritaður hefir ekki aðgang aö, mun vera að finna hliðstæða til- lögu, undirritaða af Zóphóniasi og fleiri úr stjórn félagsins, sem samþykkt var á síðasta aðal- fundi félagsins 20. apr. 1974 Staðhæfingar Marteins heföu þvi verið réttar, ef hann hefði sagt „100% sannindi” i stað „100% ósannindi”. Og það getur maður kallað að hafa hausavixl á hlutunum eða „segja að hvitt sé svart og svart hvitt”, eins og hann kemstsjálfur aðorði. Eftir þennan fund litu allir svo á, að stjórn NLFI ætti að fara meö mál NLF-búðanna, þar á meðal Zóphónias Pétursson, þáver- andi varaforseti NLFI, sem fjallaöi um mál búðanna á fund- um stjórnar NLFI unz hann hvarf úr stjórninni á síðasta landsþingi NLFI haustið 1975. Hingvegar fórst það fyrir að ganga formlega frá sameiningu félaganna. Og þegar hinni ný- kjömu stjórn NLFÍ varð þetta ljóst, ritaði hún Z.P. bréf og benti honum á þessi mistök og fór fram á, að hann tæki málin i sinar hendur, ásamt stjórn P.fél. Þannig standa málin nú, I og mun stjórn P.fél. væntanlega | boða senn til fundar i félaginu til | frdcari aðgerða. Marteinn býsnast yfir þvi, að á nýafstöðnum aðalfundi NLFR hafi ekki verið bomar upp til- lögur framkomnar á fundinum. ! Um þessar tillögur drógust um- ræður svo á langinn, að komið var undir miðnætti, þegar Mar- teinn steig i ræðustólinn i 3. eða 4.sinn,oggenguþáalliraf fundi i nema fundarstjóri (BLJ), ritari i og 2—3 fundarmenn, sem voru á mælendaskrá. Var þvi ekki um ; annað að ræða en að slita fundi, en fundarstjóri kvað tillögurnar 1 verða til athugunar hjá stjórn- inni og bomar fram á félags- fundi siðar. | Eins og drepið var á i upphafi þessarar greinar, ljóstrar Mar- teinn upp i Timagrein sinni hin- I um raunverulega tilgangi sm- um með þessum siendurteknu árásum. Hann er sá að bola Arna Ásbjarnarsyni frá sem framkvæmdastjóra NLFI og heilsuhælisins. Og hver á eftir- maöur hans að verða? Enginn annar en Ásbjörn Magnússon, verzlunarstjóri NLF-búðanna og meðeigandi heildverzlunar- innar Elmaró, ásamt syni Mar- teins. Og nú er reiknimeistarinn vafalaust að reikna út, fyrir hve margar milljónir Elmaró gæti selt „hollvörur” til hælisins i viðbót við þær 15.5 milljónir, sem fyrirtækið selur NLF-búð- unum (skv. reikningi 1974), ef þetta snjallræöi kemst i fram- kvæmd. Hveragerði, 17. marz 1976 Björn L. Jónsson Landfari vill láta þess getið, að hér með er lokið birtingu greina um þetta deiluefni, á hans vegum enda ætti það að vera rætt til þrautar, svo mikil blaðaskrif hafa orðiö um það. BYGGING SF. Bygging s.f. reisir hús yfir starfsemi sina. Sigurjón Ólafsson annar eigandinn i miðið. FARIN AÐ BYGGJA FYRIR BLÖNDUÓSBÚA MO-Reykjavik — Bygging s.f. heitir fyrirtæki, sem var stofnað fyrir einu ári á Blönduósi. Það hefur nú flutt starfsemi sina inn i nýtt húsnæði, sem er uin 400 fer- metrar að stærð. Helmingurinn af húsnæðinu er nú þegar tilbúinn, en hinn hlutinn verður tekinn i notkun I sumar. Fyrirtækið annast hvers konar byggingar og i vetur hefur það steypt upp eitt ibúðarhús á Blönduósi og búið er að slá upp fyrir öðru. Er það fremur sjald- gæft, að hægt sé að vinna úti við byggingarframkvæmdir á Blönduósi um miðjan vetur. Sigurjón ólafsson, annar eig- enda Byggingar h.f., sagði i við- tali við blaðamann Timans, að næg verkefni væru framundan hjá fyrirtækinu og þá vantaði smiði i vinnu. Nú vinna 8 menn i Byggingu. Sigurjón sagði, að þeir hefðu smiðað sér mót sjálfir. Þau eru úr krossviði á trégrind. Mótin eru létt, og er þægilegt að vinna með þeim. Þessi mót spara hús- byggjendum mikil timburkaup, enda eru þau notuð á hvert húsið eftir annað. VASANÁAASKEIÐUM SLEGIÐ SAMAN í EITT VASA-námskeiðunum i ár verður slegið saman i eitt nám- skeið, sem haldið verður i Óð- in-leikhúsinu i Holstebro 13,—19. júni. Komudagur er sunnudagur- inn 13. júni og brottfarardagur laugardagurinn 19. júni. Námskeiðið mun fjalla um leik- hústónlist/tónlist i leikritum. Ekki verður þó fjallað um óperur, operettur eða söngleiki heldur um þátt tónlistar og mikilvægi i „venjulegum” leiktexta. Nám- skeiðiö er ætlað: leikritahöfund- um, leikhúslónskáldum, leik- stjórum, leikurum, hljóöfæraleik- urum sem starfa i leikhúsum og leiklistarkennurum. Námskeiðið verður helmingi fjölmennara en tiðkast um VASA-námskeiðin, þar eð tveimur er hér slegið sam- an i eitt. Gert er ráð l'yrir, að ts- lendingar geti sent allt að 8 þátt- takendur. Til undirbúnings og til grundvallar verklegum þætti námskeiðsins hefur veriö samin stutt leiklýsing, sem gefur mögu- leika a breytilegri túlkun bæði lyrir litla leikhópaog stór leikhús — og sem stillega má nota við margs konar kringumstæður: lágmarkseinfaldleika, jass- eða beat-tónlist, llókna nútimatónlist o.s.frv.. Samin verða 5 tónverk við umrædda leiklysingu og verða þau notuð á námskeiöinu til greiningar, áframhaldandi þró- unar og til verklegra æfinga og endanlegrar útlærslu. Ennlremur veröa lyrirlestrar og umræður. þótt námskeiðið sé einkum hugs- að sem vinnunámskeið með verk- legum æfingum, sem þátttakend- ur taka þátt i. VASA-námskeiðin eru Iram- haldsmenntunarnámskeið á sviði leiklistar. Þau eru fjármögnuð ai norræna ráðherraráðinu, hafa sem skrifstofu Norrænu menn- ingarmálaskrifstofuna, Snare- gade 10, 1205 Köbenhavn og eru skipulögð af VASA-nefndinni, sem nú er þannig skipuð: Holger Perfort, leikari (Danmörk), Kristin Olsoni, leikhússtjóri (Finnland), Heikki MakelS, leik- stjóri (Finnland), Stefán Baldursson, leikstjóri (tsland), Knut Thomassen, leikhússtjóri (Noregur) og Pierre Frá'nckel, rektor (Sviþjóð). Til undirbúnings námskeiðsins i ár hefur verið skipuð undirbún- ingsnefnd, sem þannig er skipuð: Jörgen Plaetner, borgartónskáld, Holstebro, Göran O. Eriksson, leikstjóri og leikritahöfundur, Stokkhólmi, og (til skiptis) Hen- rik Otto Donner og Kaj Chydeni- us, tónskáld, Helsingfors. AUGLÝSIÐ í tímanum Rangæingar Opnum í dag i góðu húsnæði á Hvolsvelli ódýran vörumarkað, sem hefur að bjóða allar al- gengar matvörur og hreinlætisvörur á mjög lágu verði. Og húsgagnaverzlun með fjölbreyttu úr- vali af húsgögnum, gólfteppum, gólfdúk- um og fleiri vörum. Markaðurinn verður opinn 5 daga vikunn- ar frá kl. 10 til 12 og 13,30 til 17,30. nema á föstudögum til kl. 18,30. Bjóðum mjög hagstæð viðskipti. Verið velkomin. 'lJ^aupfélag angæinga Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i iögsagnarum- dæmi Keflavikurflugvallar fyrir árið 1976. Aðalskoðun bifreiða fer fram við stöðvar bifreiðaeftirlitsins við ,,Turner”-veg, eftirtalda daga frá kl. 9.00—12.00 og 13.00—16.30: Miðvikudaginn 31. marz J-l-^J-100 Fimmtudaginn 1. april J-101—J-200 Föstudaginn 2. april J-201 og yfir. Við skoðun skal framvisa kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og tryggingaið- gjalds og ökumaður skal framvisa öku- skirteini. Geti bifreiðareigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært bifreið til skoðunar á auglýstum tima, skal hann tilkynna mér svo bréflega. Vanræki einhver að færa bifreið tii skoð- unar á áður auglýstum tima, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI 24. marz 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.