Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 24
METSÖUJBÆ8CUR] Á ENSKU í VASABROTI SÍS-FÓWUlt SUNDAHÖFN Hættulegur inflúensu vírus í herbúðum Hörð mótmæli gegn óréttlótum efnahags- róðstöfunum ríkisstjórnarinnar ó Ítalíu Reuter, London. — Influensa, sem breiðst hefur út i bandarisk- um herbúðum, hefur valdið nokkrum ugg meðal heilbrigðis- yfirvalda. Er þar um að ræða sömu tegund inflúensu og geisaði Risauppboð á rauðvíni Reuter, London. Eitt stærsta uppboð þessarar aldar á rauð- vini hófst i London i gær og voru þá boðnar upp 180 þúsund flöskur, sem seldust fyrir um 435 þúsund sterlingspund. Sex hundruð vinkaupmenn, viða að úr heiminum eru staddir á uppboðinu og einn þeirra, Bandarikjamaður, keypti i gær meðalannars tólf flöskur af vini fyrir þrjú hundruð sterlings- pund. t dag verða seldar á upp- boðinu aðrar 180 þúsund ílöskur af rauðvini, þannig að alls verða það um þrjú hundruð og sextiu þúsund. árið 1918, en þá létust um tuttugu milljónir manna úr henni. Er nú spurt hvort virus sá sem veldur inflúensunni sé jafn smit- andi nú og hann var þá og hvort hann sé jafnan banvænn. Leit að svörum við þessum spurningum hefur engan árangur borið enn sem komið er, en allar inflúensumiðstöðvar sem reknar eru á vegum Heilbrigðisstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna hafa ver- ið varaðar við og þeim skipað að hafa strangt eftirlit með þvi hvort inflúensa brýzt út á svæðum þeirra. Þeir ibúar veraldar sem eru undir fimmtugu nafa ekki komizt i næga snertingu við virus þennan til þess að hafa byggt uppp ónæmi gegn honum, likt og á við um venjulega inflúensu. Einn af embættismönnum heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) sagði i gær við fréttamenn i London, að ef virus- inn breiddist jafn hratt út og hann gerði 1918, þá yrði hann mjög hættulegur, þar sem mótaðgerða yrði þá ekki nægilega kostur. Foot efstur í fyrstu umferð, en.... Milljónir verkamanna lömuðu landið í gær Reuter, Róm. — Milljónir verkamanna hófu i gær verkfall á ttaliu, til þess að mótmæla aðgerðum rikisstjórnarinnar gegn verðbólgu i landinu. Um það bil tiu milíjónir verkamanna hlýddu verkfalls- boðun þriggja helztu verka- mannasambanda landsins og lömuðu þar með iðnað, sam- göngur, skóla , sjúkrahús og póst og sima allt að átta klukku- stundir. I sumum greinum stóð verkfallið þó um styttri tima. Einn af leiðtogum verka- manna á Italiu sagði i gær á fundi i Genúa, að verkamenn — viti að nauðsyn ber til harka- legra ráðstafana til að vinna bug á verðbólgu og samdrætti i landinu og þeir hafi ekki i hyggju að neita að bera sinn hluta af bagganum. — Hins vegar, sagði leiðtoginn, — vilja verkamenn vita, og það ekki að ástæðulausu, hvaða gagn fórnir þeirra vinna og hvort tekjuhærri þjóðfélags- stéttir verði einnig látnar bera sambærilega bagga. Til þess hefur ekki verið ætlazt af þeim tekjuhærri hingað til og virðist ekki vera I dag. — i Sagði leiðtoginn, Luciano Lama, að til þyrftu að koma að- gerðir sem gætu talizt réttlátar, ekki aðgerðir sem fyrst og fremst kæmu niður á verði helztu neyzluvara og kæmu þannig verst við lágtekjumenn. Þá sagði Lama einnig að atvinnuveitendur reyndu nú að nota efnahagskreppuna i landinu sem afsökun fyrir þvi að ganga díki að samningum við verkamenn og hefði rikis- stjómin ekki sinnt beiðnum um að samningaviðræðum yrði komið á. 1 Róm hafa verið birtir út- reikningar, sem sýna að verð- bólga er enn vaxandi i landinu og búizt er við að hún eigi enn eftir að aukast, bæði vegna verðfalls lirunnar, svo og vegna efnahagsaðgerða rikisstjórnar- innar, sem fela i ser aukna skatta og vaxtaprósentu. Liranhafðii gær falliðnokkuð frá þvi á miðvikudag og stóð hún þá þannig að Baiidarikja- dollar var metinn á 840.20 lirur, miðað við 838,50 lirur á miðvikudag. Egyptar fresta greiðslum skulda sinna við Sovét.... Og enn versnar sambúð ríkjanna búizt við sigri Callaghans samt Reuter, London. Michael Foot, atvinnumálaráðherra Bretlands, varð i gær efstur i fyrstu umferð atkvæöagreiðslunnar innan Verkamannaflokksins brezka, um sæti leiðtoga flokksins, sem taka mun við af Harold Wilson. Úrslit þessi eru þó ekki endan- leg, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta greiddra atkvæða og þvi þarf að minnsta kosti eina umferð til. Foot fékk niutiu af þeim þrjú hundruð og fjórtán atkvæðum sem um var að ræða, en kosning- arnar eru leynilegar. Annar var Callaghan, utanrfkisráðherra, sem fékk áttatiu og fjögur at- kvæði. Þriðji var Roy Jenkins, innan- rikisráðherra, með fimmtiu og sex atkvæði, þá Tony Benn orku- málaráðherra, með þrjátiu og sjö atkvæði, sem er mun meira en búizt var við Benn tilkynnti þegar eftir at- kvæðagreiðsluna að hann drægi sig til baka og myndi hann styðja Foot, en þeir eru báðir i vinstra armi Verkamannaflokksins. Denis Healey, fjármálaráð- herra fékk þrjátiu atkvæði og Crosland umhverfismálaráð- herra fékk seytján. Búizt er við þvi að Callaghan verði endanlegur sigurvegari i baráttunni um leiðtogasætið — og þar með forsætisráðherrastólinn — eftir að aðrir miðjumenn og hægriarmsmenn hætta við fram- boð sitt og lýsi yfir stuöningi við hann. Engu að siður eru niutiu at- kvæði meira en Foot var ætlað fyrirfram og búast má við að kosningabaráttan verði harðari en ætlað var. Reuter, Kairó. —Deilurnar milli Sovétrikjanna og Egyptalands hörðnuðu enn i gær, þegar Egypt- ar hættu afborgunum af lánum, sem þeir höfðu fengið hiá Sovét- mönnum, en sovétrikin eru stærsti — og óþolinmóðasti — lánadrottinn Egypta. Tiu dögum eft’ir að Egyptaland afnam vináttusáttmála sinn við Sovétrikin, birti dagblað I Kairó grein, þar sem haft er eftir laga- sérfræðingi, að samkvæmt al- þjóðalögum sé Egyptum heimilt að stöðva greiðslur sinar á lánum frá Sovét. Skuldir landsins við Sovétrikin eru álitin um 2025 milljónir sterlingspunda og hafa Sovét- menn neitað að samþykkja greiðsluskilmála þá sem Egyptar fóru fram á. I fréttablaði i Kairó er birt grein þar sem segir að vegna þess að Sovétmenn hafi ekki staðið við gerða samninga um sendingar á varahlutum i tæki sem þeir höfðu séð Egypt-um fyrir, eigi Egyptar rétt á að hætta greiðslum á skuld- unum að fullu og öllu, auk þess að landið eigi rétt á skaðabótum. Talið er vafasamt að Egyptar geti stöðvað greiðslurnar, þvi það myndi þýða stöðvun alls útflutn- ings til Sovétrikjanna, sem eru stærsti kaupandi að egypskum vörum i heiminum. Enda segir i umræddri blaða- grein að greiðslum verði frestað, þar til sovézk stjórnvöld sjái að sér i málinu. Grein þessi fylgdi i kjölfar ann- arrar and-sovézkrar ræðu hjá Sadat Egyptalandsforseta, en hann sagði á miðvikudagskvöld að Sovétrikin reyndu nú að kljúfa Arabarikin og hefðu þau beitt Egyptaland hemaðarlegum og efnahagslegum þrýstingi. Hlekktist á í lendingu SJ-Reykjavik. 1 gær varð það óhapp á Keflavikurflug- velli að ytri mótor DC8 þotu Flugleiða, sem var að koma frá Lúxemborg, snerti flug- brautina. Misvindasamt var og hálka og kann það að hafa valdið. Litlar skemmdir voru sjáanlegar á vélinni, en þó mun hún eitthvað skemmd.Vélinni verður flog- ið út til Lúxemborgar og skipt um mótor i henni þar. 123 farþegar voru með vél- inni og sakaði engan. r 1 Brezki fiskiðnaðurinn kvartar Reutcr, London. —Associated Fisheries, eitt af stærstu fyrir- tækjum brezka fiskiðnaðar- ins, sendi i gær rikisstjórn Bretlands örvæntingarfull tilmæli um að rikisstjórnin stöðvaði „eyðileggingu fisk- iðnaðarins” i landinu. Talsmenn brezka fiskiðnaðarins hafa hvað eftir annað krafizt þess, að rikið beiti sér fyrir verndun iðnaðarins gegn erlendum keppinautum, þar á meðal aðildarlöndum Efnahags- bandalagsins. Einn af stjórnendum A.F., P.M. Tapscott, sagði i gær að fyrihtækið væri að komast á það stig að ómögulegt yrði að, rétta það við, vegna samdráttj ar á flota þess sem talinn hefði1 verið nauðsynlegur. Assoiated Fisheries er talið eiga stærstap fiota i eigu eins fyrirtækis innan Evrópu, en" erfiðleikar hafa undanfarið neytt það til að rifa nokkur skip, til að forðast gifurlegt rekstrartap. Girða miðborg Belfast af.... Reuter, Belfast. — Akveðið engir bilar leyfðir á svæðinu og strætisvagnar komast ekki inn án þess í þeim verði leitað. Vonast verzlanaeigendur til þess, að ráðstafanir þessar auki Sviar mótmæla njósnum USA sem þá var á diplomatalista bandariska sendiráðsins i Svi- þjóð, sem annar ritari. Kvaðst Opot, hafa átt að stunda n iósnir i Anoóla SHORNA Á IYIILLI Komst skammt með fenginn hefur verið i Belfast, að reisa um miöborg hennar girðinguúr stálvir, til þess að koma i veg fyrir að sprengjur geti borizt þangað. Frá og með næstkomandi mánudegi verður miöborg Bel- fastlokuð af með þriggja metra hárri stálvirsgirðingu. Fót- gangandi verða þá að fara inn i miðborgina um eitthvert af seytján öryggishliðum, sem á girðingunni verða, en þeirra verður gætt af þrjú hundruð öryggisvörðum. Þegar hafa fjórir borgarhlut- ar verið einangraðir með girðingum. Nú verða þessir hlutar allir innan sömu eirðinear. Verða viðskipti á svæðinu. Ráku sovézkt njósnaskip burt Reuter, Brest. — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að herskip frá franska flotanum hafiá miðvikudag neytt sovézkt njósnaskip til að yfirgefa svæðið umhverfis höfnina i Brest, en þar eiga franskir kjarnorkukaf- bátar bækistöð sina. Yfirstjórn franska hersins vildi ekki tjá sig um málið. Var talið að skipið heföi átt að fylgjast með ferðum frönsku kjarnorkukafbátanna þriggja, sem búnir eru eldflaugum. , OLUVIWlUllIll. — ovipjuu mótmælti opinberlega á miðvikudag athöfnum eins af starfsmönnum bandariska sendiráðsins i Stokkhólmi, en hann er talinn hafa starfað fyrir bandarisku leyniþjónustuna (CIA) Starfsmaður þessi var kallaður heim til Bandarikj- anna fyrir nokkru, þegar sænsk blöð birtu fregnir af þvi að hann hefði ráðið menn til njósna fyrir CIA. Það var Arthur OPot, blaða- maður frá Kenya, sem er laus- ráðinn starfsmaður hjá sænska útvarpinu, sem sagði frá þvi fyrr i þessum mánuði, að hann hefði verið ráðinn til að njósna fyrir CIA, af Bruce Hutchins, Franjieh til Sviss Reuter, Beirút. — Ctvarpsstöð i Libanon, sem styður einn af hópum andstæðinga Franjieh forseta, skýrði frá þvi i gær að einn af nánustu samstarfs- mönnum forsetans, Lucien Sahdah, væri farinn til Sviss og búizt væri við að forsetinn færi þangað á eftir honum. Ekki hefur fengizt staðfesting á þessu enn. Reuter, Stokkhólmi. — Lögreglan i Sviþjóð hefur hand- tekið mann, sem grunaður er um þátttöku i bankaráninu i Stokkhólmi á miðvikudag, þar sem 930.000 sænskum krónum var rænt. Segir lögreglan að i fórum hans hafi fundizt um 400.000 sænskar krónur og standi nú yfirheyrslur i málinu yfir. Maðurinn, Clark Olofsson, hefúr verið dæmdur þrisvar sinnum áður fyrir bankarán og tilraunir til bankaráns, siðast árið 1974, fyrir þátttöku i ráns- tilraun árið áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.